Þjóðviljinn - 14.12.1962, Side 10

Þjóðviljinn - 14.12.1962, Side 10
10 SIÐA ÞJOÐVILJINN Föstudagur 14. desember 1962 CHARLOTTE ARMSTRONG: GEGGJUN Áfram gakk, Jed TQwers. Beint af augum eftir þjóðveginum, að minnsta kosti ef þú ert maður með viti og gerir ekki einhverj- ar bansettar brotalínur .... — Ó, Jed, fáðu mér bréfið mitt aftUr, bað hún lágróma. —■ Þú þarft þess ekki núna ..... Hann leit niður til hennar. Hann sagði — Nei. Hann stakk þv; aftur í vasann. Nei, nei. hugsaði hann. Við getum litið betur á það á einhverjum veit- ingastað með daufum ljósum. — Aðeins andartak, vina mín, hélt hann áfram og honum til undrunar var rödd hans alveg eins og hann hefði einmitt á- kveðið að segja þetta frá þeirri stundu er hún tók í handlegginn á honum. Hann sagði þetta létt- um rómi og óþvingaður. — Ég þarf að athuga dálítið. þama inni. Hún brosti. Henni var alveg sama hvað þau gerðu. Fyrst hann sagði það, þá var auðvitað sjálfsagt .... í>að var annars óforsvaranlegt að hún væri svona. hugsaði hann. En hann tók í hana og ýtti henni alvarlega inn um dyrnar og kom sjálfui; á eftir. Af hverju í ósköpunum fór hann þama inn aftur? Var það af forvitni? Eitt var víst. Lyn mátti að minnsta kosti ekki fá að vita hvað hann ætlaði að gera. Enda var það ekki neitt, þegar á allt var litið. Það tæki aðeins andartak. Þess gerðist ekki einu sinni þörf að finna upp ein- hvem uppspuna handa henni, elskunni hans áhyggjuiausu Qg saklausri! Nei, hann ætlaði bara að yfirlíta ástandið sem snöggvast .... ekki annað. Hann gerði ráð fyrir að hann kæmist fljótlega að því. hvort einhver hefði farið upp í til litlu stúlk- unnar. Það yrði sjálfsagt hægt að finna það af andrúmsloftinu í anddyrinu. Ef til vill myndu hinir gestirnir ekki taka eftir neinu. En sjálfur hlyti hann að verða þess var og fá frið í sál sína. Þá loksins yrði þetta um garð gengið. Lyn myndi aldrei spyrja neins. Og þótt hann svaraði ekki, útskýrði ekkert. þá myndi hún láta sér það lynda. Það yrði ekkert umtalsvert, ekki einu sinni umhugsunarvert, ef hanu fengi bara að vita — að allt var í lagi. Þá gæti Jed Towers haldið áfram sína beinu braut. Nú hafði hótelið smám sam- an fengið að vita að eitthvað var á seyði. Taugakerfi hótelsins var komið á hreyfingu, starfsmenn- irnir voru að hugsa um þetta. Gestimir tóku ekki eftir neinu og tækju sennilega aldrei eftir neinu. rétt eins og gestir höfðu við önnur tækifæri ekkert vit- að. En hótelið vissi orðið um þetta. Rochelle sat við skiptiborðið. Hún vissi það. Hún bjó sig und- ir að vera köngulóin í miðjum vefnum. Smátt og smátt bærist allt til hennar. Milner vissi það og var tauga- óstyrkur undir ytra borðinu, þótt það væri að sjá slétt og fellt eins og fágaður viðurinn kring- um hann. Nú var hann að fara. Hann hafði talað nokkur orð við undirforstjórann og hann var sammála því að bezt væri að Milner færi upp. Hann ætlaði sjálfur að koma fram af skrif- stofu sinni og leysa hann af við afgreiðsluborðið. Barþjónninn vissi það bakvið dauflýstan vamargarð sinn í fjarlægasta hominu á skotinu lengst burtu. Þjónninn sem tæmdi öskubakka leit út fyrir að vita eitthvað. Vikadrengim- ir vissu það. „Það hefur maður stungið af“, sögðu þeir lágróma hver við annan en það var eins og hula fyrir árvökrum augum þeirra. Perrin var næstum búinn að sætta sig við að maðurinn hefði sloppið burt. Ef hann var enn á hótelinu og faldi sig einhvers staðar, hvar var hann þá? Það voru engir rauðhærðir menn í göngunum eða veitingasölunum. Ekki heldur í djúpum básunum á bamum né snyrtiherbergjum karla. Ef hann var búsettur á hótelinu og hafði herbergi sem hann gat leynzt í, þá gæti það tekið tímann sinn áður en þeir hefðu upp á honum. Perrin rölti að afgreiðsluborð- inu og tókst að ná í Milner áð- ur en hann fór. „Er nokkur hjá okkur sem er hávaxinn, rauð- hærður, freknóttur í ljósum föt- um og blárri skyrtu?“ — Enginn, sagði Milner. — Heyrið mig . . . Áhyggjusvipurinn hvarf sam- stundis af andliti beggja. Undir- forstjórinn sagði: — Sjálfsagt, herra Hodges, og gestur tók við lykli sínum, kom með almenna athugasemd um veðrið og fór aftur. — Varðandi það sem gerzt hefur í herbergi númer 807 . . . sagði undirforstjórinn. — Já, konan lýsti þessum manni . . . — Hvað gerði hann eiginlega? — Ruddist þangað inn, sagði Perrin þurrlega. Milner sagði: — Það var mað- ur sem gaf mér upplýsingamar. Er allt í lagi með bamið? — Hver? — Hver sagði mér það? Það var . . . — Nei . . . hvað er þetta með bam? — Það er lítil telpa . . . dótt- ir Jones-hjónanna — Það er víst vissara að ég fari upp, sagði Perrin hugsi. — Ég fékk ekkert að vita um neitt bam. — Það er leiðinlegt ef það er í sambandi við bam. Ég var einmitt á leiðinni . . . Undirforstjórinn sagði: — Hm. . sjáið nú um að þetta gangi hljóðlega fyrir sig. Þeir fóm sitt í hvora áttina. Millner gekk meðfram af- greiðsluborðinu og Perrin hitti hann aftur við lyftuna. Lyftumar vissu um þetta, þótt þær rynnu upp og niður án þess að láta neitt uppi. — Hann hefur naumast gert baminu neitt, sagði Perrin — Hún sagði bara að hann hefði ruðzt inn. — Hún spurði mig hvort við hefðum náð honum, sagði Miln- er. — Er hann sloppinn? — Já, hann er ekki uppi leng- ur. — Haldið þér að þetta sé móð- ursýki? spurði Milner bjartsýnn. Perrin ypti öxlum. Hvað svo sem komið hafði fyrir, þá gerðu þeir ráð fyrir að allt væri nú um garð gengið — nema auðvit- að eðlileg eftirköst í formi móð- ursýki. Lyftan kom niður. — Sjáið þarna er Towers. — Milner leit á eftir honum. — Það var hann sem gaf mér bendinguna. Ég hélt að hann . . . — Hvað þá? — Nú hann er búinn að finna stúlkuna. Eða réttara sagt, hún er búin að finna hann. Milner létti. — 8. hæð, sagði Perrin rólega og fór inn. Lyftuþjónninn hreyfði naumast augnahárin. En hann vissi þetta líka. — Ætlið þið upp? Ætlið þið upp? spurði frú McMurdoch. — Komdu Bóbó. Komdu krúttið mitt litla. Nú fömm við í lyftu- lyft. Hundurinn litli hljóp inn í lyftuna og snuðraði kringum fæt- uma á Perrin. Milner og hann litu hvor á annan. Lyftan fór á hreyfingu. — Honum finnst svo gaman í lyftunni, sagði/ frú McMurdoch. — Er það ekki, Bóbó? Er það ekki, krúttið mitt? Finnst hon- um ekki agalega gaman í lyft- unni? Jú, það finnst honum spennandi! Honum finnst agalega gaman í lyftunni. Hún vissi ekki neitt. 19. kafll. Á leiðinni upp tróð Rut pen- ingunum í litlu kvöldtöskuna án þess að líta á hendur sínar. Hún horfði á gljáandi málm- hurðirnar meðan hæðirnar liðu framhjá. Hún var ein í lyftunni. Hún stanzaði aðeins við hennar Ödýrar nytsamar jólagjafir handa allri fjölskyldunni: Amerískir greiðslusloppar frá kr. 384,00 — Und- irpils frá kr. 117,80 — Jólanærfötin: Herra- buxur kr. 29,95, Herrabolir kr. 29,95, Herra- sokkar kr. 29,95. — Mínerva síslétta skyrtan á kr. 299,00 og fjölmargt fleira. u 3. £ 3 B líillRNAR I Grensásveg 48, síml 3S999 Nesveg 39, sími 18414 I Blgnduhlíð 35, sími 19177 trtæznnz tuzzzzxaix au xumxt ««•** irrrf«t*rlilMK< Unr;!inga roskib fóik vantar til að bera blaðið til kaupenda i eftirtalin hverfi: um Hafnarfjörð og um Keflavík. HAFNARFJ. — útsölumaður: Magdalena Ingimundardóttir ölduslóð 12. Sími 51245. KEFLAVÍK — útsölumaður: Baldur Si gurbergsson, Lyngholti 14, sími 2314. HAPPDRÆTTI SJÁLFSBJARGAR Skattfrjáls vinningur að verðmæti krónur 1 7 5 þúsund. Dregið 24. desember næst komandi. ‘ Styðjið fatlaða. SJÁLFSBJÖRG. - S>1”s ,50 'val .raUtn. „ o6Íatnb « yseflsVttgJi* enöi«'ett °íJ «^UnS »rslur uinR«- -v,vrg«- 50 »Ta • i*. _ 5 ***■ itVit' nsla- — ° 50 ár vé\i« hc«lueHeti)crel IVIVS cða ***** dæW. °e at..íeXSv«aennr^*crsU bú>« tarVP;fiisrofan«^ suðU'lð^l'nUx' -ið meö AUVrgð. bu'n isrvgR'sr°' ctu iáavúe& «ve« ................ ..Sta" "6&1‘ Tfctía jVUSÍutS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.