Þjóðviljinn - 15.12.1962, Side 7
Laugardagur 15. desember 1962
ÞJÓÐVILJINN
SÍÐA 1
Nýju smásógur nar hans
Halldórs Stefánssonar
Halldór Steíánsson.
Blakkar rúnir. Mál ofi
menning. Heimskringla,
1962.
Eftir glímu sína við reykja-
víkuræsku og ótrúleg örlög
hennar í „Fjögurra manna pók-
er“, eftir lýsingu sýna á varn-
arleysi verkastráks nútímans
gagnvart mannlífi og þjóðfé-
lagi í skáldsögunni „Sagan af
manninum sem steig ofan á
höndina á sér“ snýr Halldór
Stefánsson sér aftur að því
formi bókmennta sem hann
hefur iðkað með ágætum um
langan aldur: hann gefur út
safn smásagna.
Lengsta saga þessarar bókar
heitir einmitt Blakkar rúnir, og
hún geymir reyndar margt það
sem leyfir að allt safnið sé
kennt við hana. Hún er þjóð-
félagslýsing og sálfræðileg lýs-
ing í senn — svo að við leyfum
okkur að nota gömul og leiðin-
leg orð. Þó eru þessir tveir
þættir misjafnlega áleitnir í
sögunni: hún byrjar á kunnug-
legri, raunsærri lýsingu á
kaupmannsfjölskyldu: þorpið
er allt í reikningi hjá kauj
manni, frúin var áður vinnu
kona en þarf nú að beita allri
orku sinni til að tryggja sér
sess meðal fíns fólks, einkadótt-
Halldór Stefánsson
u’ina þarf að ala til glæsilegr-
’• giftingar og koma í veg fyrir
■1 lífsorka hennar brjótist fram
hneykslanlegu formi. Auðvit-
1 misheppnast þetta: lausa-
Sólmánuðui ÞóroJás
Sólmánuður, sem Menningar-
sjóður gefur út, er fjórða ljóða-
bók frumsamin frá hendi Þór-
odds Guðmundssonar frá Sandi,
en auk þeirra hefur hann sam-
an sett og látið á þrykk út
ganga ævisögu föður síns, Guð-
mundar Friðjónssonar, hið
merkasta rit, ferðaminningar úr
Vesturvegi og ljóð eftir Willi-
am Blake, sem hann sneri til
íslenzks máls, — og heíur hlot-
ið að vera all torsótt verk, því
Bleikur karl er dauður fyrir
löngu, maður horfins tíma. Var
hann bæði dularfullur og
göldróttur og auk þess enskur;
mátti því furðulegt heita
hversu vel Þóroddur komst frá
glímunni við þennan haugbúa.
Mig minnir að vísu að Bjarni
minn frá Hofteigi væri eitt-
hvað að gera sig súran yfir
þessum þýðingum, en enskir
höfðu aðra sögu að segja og
skal þeirra umsögn talin gildJ
ari bæði hér og annarsstaðar,
því þeir áttu manninn en ekki
Bjarni. Mætti og segja mér, eft-
ir því sem ég þekki til vinnu-
bragða þýðandans, samvizku-
semi hans og vandvirkni, að
engu hafi hann spillt fyrir
þessum Breta, en bætt flest.
En nóg um það. Sólmánuður
heitir bókin, ,sem var til um-
ræðu. Og samkvæmt fyrirsögn-
um eru í henni þrjátíu og sjö
kvæði, en segja má að ekki sé
þar oftalið, því undir þeim fyr-
irsögnum eru tveir flokkar
kvæða: Skálholtsljóð 1956 og
Háskóli íslands 50 ára. Eru i
Skálholtsljóðum ellefu kvæði
og í Háskólaljóðum níu. Það er
bezt að segja það strax, að svo
margt góðra kvæða sem er í
þessari bók, þá eru þessir
flokkar báðir með því bezta
og merkilegasta, sem bókin
inniheldur, enda þrautunnin
verk og af slíkri alúð ger að fá-
Þóroddur Guðmundsson
gætt má telja. Fer þar allt
saman, ást og virðing höfund-
ar á sögu lands og þjóðar, fag-
urt og ljóðrænt tungutak, oft
söngrænt, dýrir hættir löngum
og glæsileg hrynjandi, en þó
ríkir þar öllu ofar von skálds-
ins og trú á framtíð Islands og
lífsrétt og menningargildi þess
fólks, sem landið byggir.
Víða í þessari ljóðabók, og
auðvitað ekki hvað sízt í Skál-
holtsljóðum, kemur berlega í
ljós ást höfundar á guðstrú og
tilbeiðsluhneigð liðinna kyn-
slóða. Er hvortveggja honum
svo eðlislægt og skylt, að þetta
er í rauninni snar þáttur i
ljóðagerð hans. Má í því sam-
bandi benda á Kvæði um Krist,
bls. 48 og þá ekki síður á
kvæðið, Ráð mitt allt þér fús
ég fel, bls. 16. Er þar um að
ræða sálm, sem á sínum tíma
hlýtur að taka verðugan sess
meðal þess sem nýtt verður
upp tekið í sálmasafn kirkjunn-
ar næst þegar það verður gef-
Framhald á 8. síðu
leiksbarn með fölsuðum lista-
manni, sigling til Hafn-
ar, brennivín. En þegar á
líður söguna verður, æ meiri
hlutur tveggja bræðra, sjó-
manna, sem báðir fella hug til
dóttur hússins; bein þjóðfélags-
lýsing þokast aftur á baksvið,
andstæðar ástríður takast á
undir svörtum himni, umkomu-
litlar manneskjur brjótast um
í þröngum heimi og bíða ósig-
ur.
Örlög umkomulítilla manna
einhversstaðar á afskekktum reit
mannlífsins — þetta tema hef-
ur lengi verið Halldóri Stefáns-
syni hugstætt og oft hefur
hann náð góðum árangri í túlk-
un sinni á því. Ferðalag Pálínu
er ein sagna þessarar ættar:
einmana vinnukona í þorpi á •
sér fagra dagdrauma um
sveitasælu og ástir, en þegar
hún á þess kost að nálgast land
draumsins fer hún hvergi því
að lif hennar er svo fátækt að
hún hefur ekki eíni á að verða
fyrir vonbrigðum. Dauðastn'ð
bregður upp mynd af fullorðn-
um hálfvita; Inn ógnrami lýsir
sérkennilegu og kannske mjög
íslenzku afbrigði vanmeta-
kenndar; í Móti hinu ókunna
strýkur barinn niðursetningur
úr vistinni til þorpsins með
heldur en ekki glæsilega
drauma í höfðinu, — lýst er
fyrstu sporum hans í nýjum
heimi sem eru sérslaklega mis-
heppnuð og ógæfuleg, en samt
er von til þess að mannssálin
rétti úr sér þrátt fyrir alla
auðmýkingu og haldi áfram
leit sinni.
Slík eru söguefni Halldórs
oft: minningar frá liðinni tíð,
en þó ekki fjarlægri. Og hann
sannar enn góða mannþekkingu
sína og tök á byggingarlist
smásögunnar. Honum tekst vel
að láta alla þætti sögunnar
vinna saman; þó kemur það
fyrir að honum bregzt bogalist-
in — meginhugsun sögunnar
verður ofhlaðin. Þannig er til
dæmis Baddi brúðgumi — þessi
saga sýnir að vísu athyglisgáfu
og tök höfundar á þeirri hálf-
ósjálfráðu skrift sem sendibréf
slíkra vinstúlkna eru, en hon-
um liggur ónotalega mikið á
því að koma að öllum þeim
pólitíska boðskap sem þær
kringumstæður sem sagan lýsir
gætu gefið tilefni til. Sömuleið-
is er Hvemig það byrjaði að
mínu viti misheppnuð; þessi
saga þýzks nazista og generáls
er of formúlukennd, „utanað-
komandi" ef svo mætti segja.
Ekki má gleyma sögu eins og
Borið af leið. í fáum myndum
er brugðið upp lífssögu manns
sem eitt sinn fann hamingju
sína í óbrotnu lífi, lét tímann
síðan freista sín fyrst til sölu-
mennsku, síðan til brasks og
beið að lokum margvíslegt
gjaldþrot. Hér er enn komið
að þeirri gömlu og góðu kenn-
ingu að öll skuld greiðist hér
á jörðu; en sú kenning er allt-
af viðkvæmt og skemmtilegt
viðfangsefni — og einkar þýð-
ingarmikið á þeim tímum þeg-
ar stór hluti heillar þjóðar
marsérar úr á sölutorgið í víga-
hug.
En ef ég ætti hinsvegar að
benda á þá sögu þar sem höf-
undur hefur bezt leyst það
verkefni sem hann setur sér þá
myndi ég nefna Sendimenn
Krists. Hún er kannski ekki
um mikið efni, (tveir bræður
bregða sér í kaupstað á að-
fangadag til innkaupa og lenda
á fylliríi) en í henni er vel
haldið á öllum spilum, vel og
skemmtilega gengið frá öllum
hlutum.
Þessi bók Halldórs Stefáns-
sonar staðfestir einkum tvennt:
áhyggjufulla (en alls ekki van-
stillta) samúð hans með mann-
fólki — og einkum því sem
aðrir gleyma máske, og vand-
virkni hans og þekkingu. Á.B.
Jcnni Jónsson afgrciðir viöskiptavini í gær í kjörbúð KROX á Skólavörðustíg 12. (Ljm. Þjv. A.K.)
Sívaxandi dýrtíð og endur-
teknar aðgerðir stjórnarvald-
anria gera það að verkum, að
einungis hátekju- og auð-
mannastétt þjóðfélagsins þarf
ekki að horfa í krónuna nú í
jólainnkaupunum. Allir aðrir
þurfa að gæta varúðar og hag-
sýni til þess að tekjur hrökkvi
fyrir útgjöldum, því meiri var-
úðar og hagsýni, sem tekjurn-
ar eru minni. Islenzk alþýða
hefur háð harða baráttu fyrir
bættum kjörum á undanförnum
áratugum og stundum orðið
nokkuð ágengt, þótt misvitur
stjórnarvöld hafi hvað eftir
annað gert árangur kjarabóta
að engu með gengisfellingum
og hækkandi tollum.
★
Eitt af mörgum úrræðum
reykvískrar alþýðu til þess að
bæta kjör sín var stofnun Kron
fyrir 25 árum. Með ^tofnun fé-
lagsins og örum vexti þess tókst
að lækka til stórra muna vöru-
verð í Reykjavík, og i aldar-
fjórðung hefur félagið verið
hamla á vöruverðið og haldið
því niðri. Enn í dag er það svo,
að á mörgum vörutegundum er
verð lægra í búðum kaupfé-
lagsins, heldur en hjá kaup-
mönnum. Og það sem ekki má
gleymast: verðið í búðum
KRON er aldrei hærra en hægt
er að komast af með lægst og
að fullu í samræmi við gild-
andi verðlagsákvæði. Kaupfé-
lagsfólkið má treysta því, að í
þess eigin búðum nýtur það svo
mikills réttlætis í verzlun, sem
kostur er, svo sem ástandið er
í þeim efnum nú fyrir jólin.
KRON á 20 góðar búðir víðs
vegar um bæinn. Það leitast
við að veita félagsmönnum sem
bezta þjónustu. 1 búðunum
geta félagsmenn fengið allar
nauðsynjar og fjölmarga hluti
aðra, sem jólunum tilheyra.
Eitt af fyrstu viðbrögðum
fátækrar alþýðu gegn enn
meiri fátækt hefur jafnan verið
það, að spara. Nú hefur sá á-
rangur náðst í fjölbreyttri bar-
áttu fyrir bctri kjörum, að fé-
lagsmenn í KRON geta sparað,
með því að nota sitt eigið
hjálpartæki, sitt eigið félag og
búðir þess.
I önn hins hversdagslega lífs
vill það gleymast, að kaupfé-
lagið er okkar eigin félags-
skapur, búðir þess okkar eigin
búðir. Við þurfum í sumum til-
fellum að ganga svolítinn spöl
til þess að komast í okkar búð,
en það borgar sig. Það er
reynsla þeirra félagsmanna —
og þeir eru margir sem muna
eftir búðinni sinni og nota
hana sem hjálpartæki, til þess
að láta of litlar tekjur hrökkva
svo langt, sem kostur er.
Félagsmaður.
Afmælisávarp til
Idu í Steinahlíð
Ida mín!
Sumarið 1960 var mikil sól-
tíð. Hér á Laugateignum fylgdi
henni sú aukabirta, að við
höfðum snilldarstúlku til að passa
peyana okkar — en helmingn-
um af þeim hafði þá ekki
ennþá lærzt að hagnýta klósett
samkvæmt ströngustu hreinlæt-
iskröfum. En Ásthildur litla
hélt áfram í skólanum sínum
um haustið, og einhverntíma í
ágústmánuði byrjuðum við að
fara á fjörurnar við þig um
vist fyrir snáðana á barna-
heimilinu þínu í Steinahlíð.
Niðurstaðan varð sú, að þú
sagðir þeim að koma. Við höfð-
um að vísu heyrt mjög vel
af þér látið. en þekktum þig
aðeins af orðspori. Vikumar áð-
ur en þeir fóru vorum við þess-
vegna stundum að spyrja og
spá, hvernig þeim mundi nú
vegna: hvernig skyldi það
reynast þegar til kastanna
kæmi að hafa börn á dagheim-
ili?, skyldi forstöðukonan haía
lag á gúttunum?, mundu þeir
festa traust á henni? Nú eru
þeir búnir að vera hjá þér
rösklega tvö ár, og reynslan
hefur svarað þessum spurning-
um — svo og ýmsum fleiri,
sem við kunnum ekki að spyrja
þá. Og svörin eru þessi: stund-
um þegar þeim mislíkar við
foreldra sína, þá ákalla þeir
Idu í Steinahlíð; og stundum
þegar þeir liggja lasnir heima,
þá rekast þeir í því hvenær
þeir megi fara aftur í Steina-
hlíð; og stundum hefur sá eldri
sagt, að hann ætli að vera í
Steinahlíð þangað til hann er
orðinn tólf ára; og einu sinni
lýstu þeir því yfir í umræðu
•um eilífðarmálin, að þeir ætl-
uðu að byrja framhaldslífið
með því að fljúga yfir Steina-
hlíð og vita hvort þeir sæju
ekki hana ídu. Og þó þeirn
hafi ævinlega líkað vel við
fóstrurnar sínar, þá er þó Ida
alltaf bezt. Eg þarf ekki aö
taka það fram, að þú leystiráð-
urgreind klósettmál farsællega
þegar fyrsta haustið.
Og þetta er engin einkasaga
okkar hér á Laugateignum.
Mér skilst að öll börn, sem einu
sinni hafa komið í Steinahlíð,
fari þangað fúslega í annað
sinn. Og sú selning, sem for-
eldrar barnanna þinna hafa
oftast yfir í sinn hóp þar sem
þú ert á dagskrá — hún hljóð-
ar svo, orðrétt: O, hún er al-
veg sérstök manneskja, hún
ída. Þótt ekkert barn sé skráð
akkúrat á þínu nafni í þjóð-
skránni, þá felst eigi að síð-
ur mikil speki í því hjá þeim
vitra lögrpanni Sigurði Bald-
urssyni að kalla þig barns-
móður okkar, þessara herra-
manna sem færa þér varning-
inn að morgni og sækja hann
til þín að kvöldi. Þú hefur ekki
kosið þér friðsælt ævistarf; og
þótt húsið þitt sé svona nokk-
urnveginn eins óhagkvæmt og
verða má, þá ertu samt á réttri
hillu í lífinu. Þú ert nefni-
lega fædd barnakerling. Þess-
vegna unirðu því vel að heyra
ekki til sjálfrar þín allan lið-
langan daginn fyrir ærustunni
í, ungviðinu allt í kringum
þig. Og þessvegna tekurðu börn
í fóstur á næturnar líka, þeg-
-ÍV,!
Ida Ingólfsdóttir.
ar foreldrar þeirra þurfa að
bregða sér frá eða þegar vand-
kvæði steðja að heimilum
þeirra. Eða gerirðu það af al-
mennri hjartagæzku þinni?
Hvað um það: þú ert allavega
einstök manneskja.
Nú ætla ég sannarlega ekki
að fara að mæla eftir þig,
þótt þú lendir í því slysi í dag
að eiga þetta ískyggilega af-
mæli. Þú verður enda jafn-
ungleg á morgun og þú varst
í gær — bæði í lundinni og
hjartanu og útlitinu, og við-
mót þitt jafn glatt. Við hér á
mínum bæ óskum þér ekki
annars en þú megir lengi enn
verða heil á húfi á ysmiklu
hillunni þinni réttu — að því
viðbættu þó, að þú fáir bráð-
lega betra hús og hagkypem-
ari aðstöðu til að veita kynslóð-
inni þroska. Ég læt öðrum eft-
ir að deila um það, hvort hoil-
ara sé fyrir börnin að alast
upp f skjóli mæðra sinna einna
eða dveljast á barnaheimili
hluta úr sólarhring skamma
stund ævinnar. Ég segi aðeins
fyrir mig: það er hollt fyrir
börn að dveljast í Steinahlíð,
meðan þú ræður þar ríkjum
og heimilisbrag. Það væri nógu
sniðugt að hafa fleiri stráka
handbæra til að senda þér á
barnaskólann þinn góða. undir
andleiðsluna þína mjúka og
styrka. Bjarni Benediktsson.