Þjóðviljinn - 16.12.1962, Síða 2
2 SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 16. desembcr 1962
SOVÉZKAR BÆKUR
á ensku
Bækur eftirtaldra höfunda eigum við fyrirliggjandi
í úrvali: Dostojevskij, L. Tolstoj, Turgenev, Gogol,
Lermontov, Goncharov, Léskov, Mamin, — Sibiry-
ak, Pushkin, Saltykov-Shcedrin, Chekhov, Bunin,
Garshin, Korolenko, Kuprin, Pisemsky, Franko,
Sholom-Aleikhem, Gorky, Sholokhov, Fadejev,
Polevoj, Lachis, Makarenko, Ostrovskij, A. Tolstoj,
Túrmanov, Kozakevich, Éfremov, Gladkov, Baz-
hov, og fjölda annarra höfunda. Allar sovézkar
bækur eru á sérlega lágu verði. Komið og skoð-
ið, þér munið finna fjölda bóka, sem þér hafið
ánægju af að lesa.
I S T O R G H . F .
Hallveigarstíg 10, Rvk. Sími 2-29-61.
Barnabœkur - Litabœkur
Við höfum ávallt mjög gott úrval af sovézkum
barnabókum á ensku og sænsku, sem eru þekktar
fyrir óvenju fallega myndskreytingu. Verðið er
frá 5.00 til 15.00 krónur.
Ennfremur eru nýkomnar fallegar og mjög ódýr-
ar litabækur fyrir börn. Verð frá kr. 5,00 til 10,00
krónur.
í S T O R G H . F .
Hallveigarstíg 10, Rvk. Sími 2-29-61.
Gráskinna hin meiri
kom út á iaugardag
Komið er á
þjóðsagnasafnið
meiri, sem þeir
urður Nordal
bókamarkaðinn
Gráskinna hin
prófessor Sig-
og Þórbergur
Þórðarson rithöfundur hafa
safnað og fært í letur en bóka-
útgáfan Þjóðsaga gefur út. Er
þetta mikið verk í tveim bind-
um sem samtals eru hátt á átt-
unda hundrað blaðsíður.
Eins og bókfróðir menn og
unnendur þjóðsagna munu
minnast gáfu þeir Nordal og
Þórbergur út Gráskinnu (hina
eldri) í fjórum heftum á árun-
um 1928 til 1936, og er fyrra
bindi Grí I ’nnu hinnar meiri
endurprentun á efni hennar. I
síðara bindi Gráskinnu hinnar
meiri eru hins vegar einvörðungu
þjóðsögur er þeir félagar hafa
safnað síðan Gráskinna hætti að
Ljóð eftir Gísla
Halldórsson
Gísli Halldórsson verkfræðing-
ur hefur sent frá sér ljóðabók,
Um vegu víða, en Hlaðbúð gef-
ur út. Þetta eru 35 ljóð og
lausavísur á 62 blaðsíðum.
Sem vænta mátti yrkir Gisli
aðallega á íslenzku, en hann
bregður einnig fyrir sig enksu
og dönsku, sérstaklega þegar
hann er staddur erlendis.
.
| IOLABORDID
^ Jóladúkar með servíettum
Jóladreglar
^ Mjög fjölbreytt úrval af
^ Jólaservíettum.
koma út eða áttu í fórum sín-
um er útgáfa hennar hætti, og
er það efni öllu meira að vöxx-
um en efni fyrra. bindis. Pró-
fessor Sigurður Nordal ritar
formála fyrir útgáfunni og einnig
fylgir síðara bindi nafnaskrá
yfir bindin bæði.
Efni Gráskinnu er að miklum
hluta nýjar eða nýlegar sögur
skráðar af eða eftir frásögnum
þeirra manna, sem fyrir fyrir-
burðunum urðu. Sögðu beir Nor-
dal og Þórbergur í viðtali við
fréttamenn í gær, að fyrirburð-
ir eins og þeir sem sagt er frá
í Gráskinnu væri engu ótíðari
nú en áður þrátt fyrir raf-
magnsljós og önnur óhagstæ)
skilyrði, m.a. er nú komin til
sögunnar alveg ný stétt drauga.
bíldraugar, sem hefur reynzt
mjög athafnasöm, og sannar það.
að draugar kunna að meta tækn-
ina ekki síður en þeir sem lif-
andi eru .
Gráskinna hin meiri mun fást
bæði óbundin og í skinnbandi
og er allur ytri búnaður hennar
hinn vandaðasti frá hendi út-
gefanda. Bókaútgáfan Þjóðsaga
gaf einnig út hina nýju útgáfu
af Þjóðsögum Jóns Árnasonar,
sem nú er nýlega lokið, og nú
vinnur hún að undirbúningi á
útgáfu þjóðsagnasafnsins Grímu
sem Oddur Bjömsson b/jf út-
gáfu á. Komu alls út 25 hefti
af Grímu; verður efni þeirra
allt endurprentað og einnig við
það aukið í nýju útgáfunni
Sagði Hafsteinn Guðmundss^'
prentsmiðjustjóri, fréttamönnun
að Gríma myndi væntanlega
koma út á næsta ári.
Af Gráskinnu hinni meiri
verður gefið út 101 tölusett ein-
tak, og eru þau eintök prentuð
i gráan pappír og verða bundin
í sérstakt band.
Defluljóð Þórbergs og fvœr
frumsmíðar frá Helgofelli
Tvær bækur eftir sextán ára
gamla stúlku, ÞÓRUNNI MAGN-
EU, eru komnar út hjá Helga-
felli. Önnur er ljóðabók og heit-
ir MORGUNREGNIÖ. Ljóðin eru
stutt og bókin 43 blaðsíður. Hin
bókin eftir Þórunni Magneu er
barnabók og ncfnist SÖGUR OG
ÆVINTÝRI. Hún er 46 biaðsíð-
ur. Fjórtán ára stúlka, Margrét
Reykdai, hefur tciknað myndír
í báðar þessar bækur.
Þá er komin frá Helgafeli
fyrsta bók annars ungs höfundar.
Kristjáns Ámasonar Kristjáns-
sonar tónlistarstjóra útvarpsins.
Þetta er ljóðabók og nefnist
RTJSTIR. Hún skiptist í tvo
kafla, ,.RÚSTIR“ og „FÖR".
Bókin er 43 blaðsíður.
Loks hefur Helgafell sent S
markaðinn tveggja arka kver
eftir Þórberg Þórðarson. Geymir
það kvæðið .MARSINN TIL
KREML, sem Þórbergur orti út
af skáldskap Hannesar Péturs-
sonar um dauðann og pólitík-
ina. Marsinum, sem er í sjö
köflum, fylgja inngangsorð og
skýringar.
Hnattferðabók mei
glæsilegum myndum
Glæsileg myndabók, nokkurs
konar myndalandafræði, er kom-
in út hjá Bókaforlagi Odds
Björnssonar og nefnist Hnatt-
ferð í mynd og máli. Bókin er
í stóru broti með 261 ljósmynd,
þar af eru 47 heilsíðumyndir
prentaðar í litum.
Bók þessi er gerð eftir annarri
þýzkri, „Die Welt im Bild und
Wort,“ og eru myndir þær sömu
en texti er ýmist þýddur eða
frumsaminn og hefur séra Björn
O. Björnsson séð um hann.
Myndir eru prentaðar í Þýzka-
landi á þar til gerðan pappír
en textaprentun og hefting fór
fram í Prentverki Odds Björns-
sonar á Akureyri.
Bókin er 192 blaðsíður og þar
sr lýst 47 löndum, svæðum og
borgum. Fær hvert um sig fjór-
ar síður, tvær textasíður, eina
. litmynd og síðu með fjórum eða
fimm svarthvítum myndum.
Myndaprentunin er afar skýr,
svo annað eins hefur vart sézt
í íslenzkri bók. Textaprentun
er einnig vönduð.
Ný
tekjulind
Nokkrum dögum fyrir bæj-
arstjómarkosningamar í vor
birtu hernámsblöðin feikn
stórar fyrirsagnir þess efnis
að komizt hefði upp um til-
raunir Tékka til njósna á ís-
landi. Greindu blöðin síðan
frá því að tékkneskur verzlun-
armaður hafi reynt að fá ís-
lenzkan flugmann, Sigurð
Ólafsson að nafni, til að afla
vitneskju um vélakost her-
námsliðsins á Keflavíkurflug-
velli. Til sannindamerkja
lagði Sigurður fram tékkn-
eskan skrúfblýant, af gerð
sem fengizt hefur í öllum rit-
fangaverzlunum á fslandi, og
kvaðst hafa átt aðskrúfablý-
antinn í sundur og fela inn í
honum þann fróðleik sem
hann kynni að afla. Engin
skýring var gefin á því hvers
vegna átti að fara svona
skringilega með vitneskju
sem liggur á lausu fyrir alla
sem hirða um að afla hennar,
til að mynda með því að lesa
Morgunbjaðið eða White Falc-
on, blað hernámsliðsins á
Keflavikurflugvelli. Af frá-
sögnum hernámsblaðanna
kom einnig fram að flugmað-
urinn hafði fyrst farið til
rannsóknarlögreglunnar með
sögu S'ína, en hún virtist ekki
taka frásögn hans alvarlega,
VEFNSÖFARNIR
því getið þér nú gefið jólagjöf sem bæði fegrar heimilið, stórt eða smátt og er í fyllsta máta gagnleg. — Jólagjöfin verður því bezt valin
í SKEIFUNNI. GJAFAKORT SKEIFUNNAR LEYSA VANDANN.
KJÖRGARÐI
S K E I F A N
SÍMI 16975
Hinir þýzku höfundar bókar-
textans heita Wemer Lenz og
Werner Ludewig, en eins og
áður sagði hefur Bjöm O. Björns-
son þýtt bókina.
Síðustu sýitingðr-
iagar Gaðmundar
Sýning Guðmundar Einarsson-
ar frá Miðdal í vinnustofu hans
að Skólavörðustíg 43 hefur nú
staðið í hálfan mánuð, en henni
lýkur annað kvöld. Að sögn
listamannsins hefur aðsókn að
sýningunni verið góð, og sérstak-
lega kvað hann ánægjulegt
hversu margt ungt fólk hefði
skoðað hana. Virtist sér sem á-
hugi unga fólksins á myndlist
færi nú vaxandi. Nokkrar sýn-
ingarmyndanna hafa selzt.
Sýningunni lýkur sem fyrr
segir í kvöld, sunnudag. Hún
verður opin þessa tvo síðustu
daga kl. 2—10 síðdegis.
heldur lét sér nægja að ráð-
leggja honum að láta njósn-
irnar eiga sig! Guðmundur í.
Guðmundsson utanríkisráð-
herra fann hinsvegar um-
svifalaust hvað feitt var á
stykkinu og tryggði með við-
brögðum sínum að sagan um
hinar ógnarlegu njósnir kæm-
ist í blöðin hæfilega snemma
fyrir bæjarstjórnarkosning-
arnar. En ýmsir hlutu aukinn
skilning á þessu kynlega máli
þegar flugmaðurinn sagði í
viðtali við Vísi, að sér þætti
sanngjarnt að utanrikisráðu-
neytið léti sig fá svo sem
eina flugvél fyrir viðvikið.
Og nú hefur sanngirniskröf-
unni verið fullnægt. Við aðra
umræðu fjárlaga var sam-
þykkt tillaga þess efnis að
greiða flugmanninum 200
þúsundir króna úr ríkissjóði.
Morgunblaðið skýrir frá
þessu í gær undir fjögurra
dálka fyrirsögn á forsíðu, og
er hún svohljóðandi: „Sig-
urði bætt tjónið, er hiauzt af
að hafna njósnatilboði Tékk-
ans“. Og í sjálfri fréttinni er
sagt að Alþingi hafi sam-
þykkt „að Sigurði Olafssyni
flugmanni yrðu greiddar 200
þús. kr. til kaupa á flugvél
og honum þannig bættur sá
skaði, er hann beið, er hann
hafnaði tilboði um að reka
njósnir fyrir Tékka s.l. vor.“
Þannig hefur semsé fundizt
ný og merkileg fjáraflaleið á
Islandi. Ef menn neita að
stunda njósnir fyrir útlend-
inga eiga þeir skaðabótakröfu
á ríkissjóð, rikisvaldið tekur
að sér að bæta það efnahags-
tjón sem menn hafa af því
að hafna njósnatilboðum. Má
telja líklegt að ýmsir verði
til þess að ganga á þetta lag-
ið og dragi þá ekkert af sér
í lýsingum sínum á ábata-
vonum. Og raunar hlýtur
þetta fordæmi að ná til fleiri
sviða. Fer ekki að verða ráð
að koma á laggirnar sérstakri
bótastofnun sem greiði þegn-
unum fé fyrir að neita að
brjóta lög og stjórnarskrá? —
Austri.