Þjóðviljinn - 18.12.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.12.1962, Blaðsíða 6
SÍÐA BOKAFORLAGSBÆKUR BÓKAFORLAG OÐDS BJÖRNSSONAR Öddubækurnar eru tllvald- ar handa börnum, sem eru að byrja að lesa. ADDA O G LITLI BRÖÐIR eftir JENNU og HREIÐAR STEFÁNSSON. Kr. 80,00. Síðara bindi. Hörkuspennandá og vel skrifuð skáldsaga eftir hinn finnska skáldsagna- meistara. FÖRU- S VEINN- INN II. eftir MIKA WALTARI Kr. 160,00. Ég er kominn upp á það — allra þakka verðast —, að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast. 261 ljósmynd á7 litmyndasíður Kr. 380,00. DYNGJUFJÖLL O G ASKJA HNATTFERÐ I M YND O G MÁLI tM't ÓLAFUR JÓNSSON: Með 30 Ijósmyndum og teikningum. Handhæg vinargjöf til vina erlendis. Kr. 78,00. ÁRMANN KR. EINARSSON: Allir krakkar vilja eignast bækur Ármanns Kr. Ein- arssonar. Nýjasta bókin er ÖLI OG MAGGI Kr. 80,00. BÓKAFORLÁGSBÆKUR BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR' - ÞJÓÐVILJINN Fyrsta súrreaiistiska hljómplatan leikin í Vín Austurríski málarinn Helmut Leherb, sem er lærisveinn Salvador Dali, kynnti fyrir nokkrum dögum fyrstu súrreal- istisku hljómplötuna í heimin- um. Athöfnin fór fram á ein- hverjum alvitlausasta blaða- mannafundi, sem haldinn hef- ur verið í Vínarborg að sögn viðstaddra. Fundurinn var hald inn í þremur furðulega skreytt- um gondólum í Risahjólinu fræga í Praterskemmtigarðin- um. Or þaki gondólsins héngu fjólubláar, gauðrifnar regnhlíf- ar, rykfallnir skartgripir prýddu veggi . og dökk Ijós vörpuðu undarlegum skuggum yfir sal- arkynni. Leherb var klæddur eins og trúður með keiluhatt í svartri rókokkóskyrtu, en tvær lifandi mýs sátu á herð- um hans. Um leið og risahjól- ið tók að snúast hægt, fór hljómplatan einnig af stað. Leherb heyrðist flytja verk sitt „Súrrealisti brenndur fyrir trúvillu", en leikarinn Boy Go- bert, klæddur eins og herberg- isþjónn Leherbs, flutti einfald- ar skýringar með verkinu. Svíar unnu alla í Asíu nema Rússa TOKÍÓ 16/ 12 — Sænska lands- liðið í knattspymu keppti í dag við sovézka liðið Dynamo frá Moskva, en bæði þessi lið eru í heimsókn í Japan. Jafntefli varð, og var ekkert mark skor- að. Þetta var síðasti leikur Sví- anna í Asíuferðalagi þeirra. Þeir hafa leikið tólf leiki, og unnið alla nema þennan síðasta RActtnria ! Þegar Israelsmenn voru á flótta undan herskörum Fara- ós, opnaði Drottinn göng fyr- ir þá gegnum Dauðahafið. Vatnið reis eins og veggur báðum megin, og karlar og konur gengu þurrum fótum eftir mararbotni, en göngin luktust um hermennina, sem eftir sóttu. Nú skulum við hugsa okk- ur, að annað álíka furðulegt kraftaverk gerðist. í eitt ár samfleytt safnaðist öll úr- koma fyrir á landinu, ná- kvæmlega á þeim stað þar sem hún félli. Droparnir gætu með öðrum orðum ekki sigið niður í jörðina, runnið burt eða gufað upp. Snjó- kornin bráðnuðu að vísu um leið og þau kæmu niður, en skorðuðust um leið á sínum stað. Þegar árið væri liðið í aldanna skaut, þyrftum við ekki annað en vaða um i klofstígvélum og bera niður mælistiku til þess að finna ársúrkomuna á hverjum stað. Eða dygðu kannski ekki klof- stígvél? Þó að ótrúlegt sé, að þetta verði, er það samt áþekk hug- mynd, sem er grundvöllur allra úrkomumælinga. Þess vegna er úrkoman mæld í lengdareiningum. oftast millí- metrum. Fimmtíu millímetra úrkoma er það úrkomumagn, sem hefði orðið 5 sentímetra djúpt á jörðinni. ef enginn dropi hefffi sigið niður, runn- ið burt eða gufað upp. Kortið, sem fylgir með þessum orðum, á að gefa dá- litla hugmynd um, hversu há stígvélin þyrftu að vera, til þess að vaða mættium land- ið, emr’að meðaíársúrkoman hefði safnazt fyrir á því. Grynnst mundu Mývetningar og ýmsir aðrir Norðlendingar þurfa að vaða, í minna en 500 mm, eða hálfs metra dýpi. Reykvíkingum dyggðu tæp- lega klofstígvél, heldur þyrftu þeir helzt að hafa gúmmíbux- ur. En víða á hálendinu nægðu ekki þegar Reykjavík- urbrækur þeim, sem ætluðu að botna í vatnshjúpnum. Dýpst væri vatnið á hálendi Suður- og Suðausturlandsins, jafnvel þrjár mannhæðir á sunnanverðum Vatnajökli og Eyjafjallajökli. Vilji menn ferðast fótgangandi um það Dauðahaf, veitti ekki af göngum eins og þeim, sem ísraelsmenn marséruðu gegn- um til fyrirheitna landsins. Við þetta má svo bæta, að sennilega mætti leiðrétta stór- lega þetta úrkomukort af ís- landi sem hér er birt, ef þau kraftaverk gerðust, sem hér hefur verið lýst. Mælingar úr- komu á minna en hundrað stöðum eru vafasamur grund- völlur kortlagningar hennar á þessu stóra landi. En því verður að tjalda sem til er. Páll Bergþórsson. Þriðjudagur 18. desember 1962 Samstarfsmaður Eichmanns fundinn Eftirlýstur, landflótta nazisti var oft í heimsókn í Þýzkalandi Nýlega var þýzki stór- nazistinn og SS-hers- höfðinginn Walter Rauff, handtekinn af lögreglunni í Santiago á Chile vegna kröfu vesturþýzkra og ísra- elskra yfirvalda. Mála- vextir hafa vakið heimsathygli, enda er hér á ferðinni einn nán- asti samstarfsmaður Eichmanns, sem sakað- ur er um að bera á- byrgð á dauða 90.000 gyðinga. 1 fyrstu var ekki vitað, hvort um rétta manninn væri að ræða, enda þótti flestum ótrú- legt, að þessi alræmdi nazisti hefði ekki skipt um nafn um leið og hann flúði frá Þýzka- landi. Lögfræðingur Rauffs sagðist vera sannfærður um, að maðurinn væri alsaklaus, en eftir tveggja daga rannsókn sagðist hann vera neyddur til að segja af sér sem verjandi Rauffs — skjólstæðingur hans hefði greinilega þúsundir mannslífa á samvizkunni. Bæði vesturþýzka stjórnin og sú ísraelska hafa beðið um, að fá manninn afhentan. Rauff hefur verið eftirlýstur glæpa- maður frá stríðslokum. en það furðulega er, að hann hefur búið óáreittur í Santiago, þó að lögregluyfirvöld borgarinnar vissu fullvel um fortíð hans. og hann hefur hvað eftir ann- að ferðazt til Vestur-Þýzka- lands, án þess að vera handtek- inn. „Það var enginn, sem hafði neitt að athuga við ferðir mín- ar, þó að ég gerði enga tilraun til að leyna, hver ég var“. sagði Rauff fyrir dómstólnum. Hershöfðinginn Walter Rauff var náinn samverkamaður Eichmanns, sem nýlega var dæmdur til dauða í Israel og tekinn af lífi. Hann starfaði lengi undir stjórn SS-yfirfor- ingjans Reinhards Heydrichs og mun hafa stjómað sérstaklega flutningum á gyðingum í út- rýmingarfangabúðir. Rauff er talinn bera ábyrgð á aftökulestunum svonefndu, en þá var þúsundum gyðinga troð- ið inn í járnbrautarlestir og lát- ið líta út eins og til stæði að flytja þá í íangabúðir. En á leiðinni var eiturgasi frá vélum lestarinnar dælt inn í fiutn- ingavagnana og farþegarnir köfnuðu smátt og smátt, hjálp- arlausir í gífurlegum þrengsl- um. Áfangastaðurinn reyndist vera fjöldagröf, og töldu naz- istar þessa aðferð einkar hent- uga og fljótvirka. Fundizt hafa margar „kvittanir fyrir mót- töku á gyðingafarmi", sem und- iiTitaðar voru af Rauff sjálfum. Réttarhöldin í Santiago snú- ast um það, hvort sekt mánns- ins sé nægilega sönnuð til að unnt sé að afhenda hann vest- urþýzum yfirvöldum gegn vilja hans. ísraelsmenn telja sig vonlausa um að ná nazistanum í sínar hendur, enda voru Þjóðverjamir á undan. En jafnvel þótt sannað þyki, að Rauff beri ábyrgð á dauða 90.000 gyðinga er ekki ömggt, að hann verði afhentur. Eins og Framhald á 8. síðu Fins og tíu kertapera sæist frá lirím til Moskvu Sovézka tímaritið Ogonjok hefur birt mynd af sovczka geimfarinu sem nú er á Ieið til Marz, en því hefur verið gefiiö nafnið Marz 1. Myndin af geimfarinu var tekin í stjörnuathuganastöðinni á Krímskaga. Gcimfarið er nú komið svo langt frá jörðu að ljósmagn þess samsvarar stjörnu í fjórtánda flokki og hið endurkastaða sólarijós er því 100.000 sinnum daufara en stjörnurnar í Karls- vagninum. Myndatakan cr því sambærilcgt afrck við það að tckin hefði verið mynd frá Krím af tiu kerta preu í Moskvu og sagt að þessi mynd sé alveg einstök í sögu stjörnuvísindanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.