Þjóðviljinn - 18.12.1962, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.12.1962, Blaðsíða 8
8 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. desember 1962 ★ I dag er þriðjudagurinn 18. desember. Gratianus. Tungl í hásuðri klukkan 6.07. Árdegis- háflæði kl. 10.24. Síðdegishá- flæði kl. 22.55., til minms ★ Næturvarzla vikuna 8.—15. desember er i Vesturbæjar- apóteki, sími 22290. ★ Neyðarlæknir vakt alla daga nema laugardaga kl. 13 — 17. Sími 11510. ★ Slysavarðstofan i heilsu- vemdarstöðinni er opin allan sólarhringinn. næturlæknir á sama stað kl. 18—8. sími 15030. ★ Slökkviliðið og sjúkrabif- reiðin sími 11100. ★ Lögreglan simi 11166. ★ Holtsapótek og Garðsapó- tek eru opin aila virka daga tek eru opin alla virka daga kl. 9—19. laugardaga kl. 9— 16 og sunnudaga kl. 13—16. ★ Sjúkrabifreiðin Hafnar- firði sími 51336. ★ Kópavogsapótck er v ið alla vi''ka daga kl. 9.15—20 laugardaga kl. 9.15—16. sunnudaga kl. 13—16. ★ Kcflavíkurapótck er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16 og sunnudaga kl. 13—16. ★ Útivist barna. Böm yngri en 12 ára mega vera úti til kl. 20.00. böm 12—14 ára til kl. 22.00. Bömum og ungling- um innan 16 ára er óheimill aðgangur að veitinga- dans- og sölustöðum eftir kl. 20.00. söfnin ★ Bókasafn Dagsbrúnar er opið föstudaga kl. 8—10 e.h. laugardaga kl. 4—7 e.h. og sunnudaga kl. 4—7 e.h. ★ Þjóðminjasafnið og Lista- safn ríkisins eru opin sunnu- daga. þriðjudaga. fimmtu- daga og laugardaga kl. 13.30 — 16. ★ Bæjarbókasafnið Þing- holtsstræti 29A, sími 12308 Útlánsdeild. Opið kl. 14—22 alla virka daga nema laug- ardaga kl. 14—19. sunnu- daga kl. 17—19. Lesstofa Opin kl. 10—22 alla virka daga nema laugardaga kl. 10 —19. sunnudaga kl. 14—19. Útibúið Hólmgarði 34. Opið kl. 17—19 alla virka daga nema laugardaga. Útibúið Hofsvallagötu 16. Opið kl. 17.30—19.30 alla virka daga nema laugardaga. ★ Tæknibókasafn IMSl er opið alla virka daga nema laugardaga kl. 13—19. ir Listasafn Einars Jónsson- ar er lokað um óákveðinn tíma. Krossgáta Þjóðvilians ■ ' X. 3 y s m fc' > ■ » u ‘ ■ j _ ■ 3 ■ 1/ '4 ■ ■ ■ n /fc UL ■ ★ Nr. 54. — Lárétt: 1 húsdýr- ið, 6 útlit, 8 snæðingur 9 lík- amshluti, 10 espa, 11 greinir, 13 úttekið, 14 þrautina, 17 kjaftarnir. Lóðrétt: 1 glöð, 2 bogi, 3 bakhU’.'irn. 4 líkams- hluti, 5 egg, 6 sleipir, 7 lík- amshlutanna. 12 bit, 13 elskar, 15 ósamstæðir, 16 tveir eins. ★ Minjasafn Reykjavihm Skúlatúni 2 er opið alla daga nema mánudaga kl. 14—16. ★ Þjóðskjalasafnið er opið alla virka daga kl. 10—12 og 14—19. ★ Asgrimssafn Bergstaða- stræti 74 er opið þriðjudaga fimmtudaga og sunnudaga kl. 13.30—16 ★ Bókasafn Kópavogs. Útlán þriðjudaga og fimmtudaga ’ báðum skólunum. ★ Landsbókasafnið. Lestrar- salur opinn alla virka daga klukkan 10-12, 13-19 og 20-22. nema laugardaga klukkan 10- 12 og 13-19. Útlán alla virka daga klukkan 13-15. skipin ★ Eimskipafclag íslands. Brú- arfoss fer frá Reykjavík 20. þ.m. til Reykjavíkur. Detti- foss fór frá Keflavík 17. þ.m. til Rotterdam, Bremerhaven, Cuxhaven, Hamborg, Dublin og N.Y. Fjallfoss fór frá Leith 15. þ.m. væntanlegur til R- víkur á ytri höfnina um kl. 22.00 í gærkvöld. Goðafoss fór frá Vestmannaeyjum 14. þ.m. til Rostock, Gdynia, Riga og Finnlands. Gullfoss fór frá R- vík í gærkvöld til Isafjarðar og Akureyrar og til baka til Rvíkur. Lagarfoss fer frá N. Y. 20. þ.m. til Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá Vestmanna eyjum í gærkvöld til Reykja- víkur. Selfoss fór frá Reykja- vík klukkan 17.00 í gærkvöld til Dublin og N.Y. Tröllafoss fór frá Gdynia 15. þ.m. til Antverpen, Rotterdam, Hull og Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Eskifirði í gærkvöld til Belfast, Hull og Hamborgar. ★ Skipaútgerð ríkisins. Hekla er á Austfjörðum á suðurleið. Esja fer frá Reykjavík í dag vestur um land til Siglufjarð- ar. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 21.00 í kvöld til Reykjavíkur. Þyrill fer væntanlega frá Akranesi síð- degis í dag til Kambo og Rotterdam. Skjaldbreið er á Vestfjörðum á suðurleið. Herðubreið er á leið frá Aust- fjörðum til Reykjavíkur. ★ Skipadeild SÍS. Hvassafell fer í dag frá Seyðisfirði til Ventspils. Arnarfell er í Rvík. Jökulfell lestar á Faxaflóa- höfnum. Dísarfell fór í gær frá Stettin áleiðis til Islands. Litlafell fer væntanlega 20. þ.m. frá Rendsburg áleiðis til Reykjavíkur. Helgafell fer 19. þ.m. frá Rendsburg áleið- is til Hamborgar, Leith og Reykjavíkur. Hamrafell er væntanlegt til Reykjavíkur 19. þ.m. frá Batumi. Stapafell er væntanlegt til Reykjavíkur á morgun. Comelia B II fer í dag frá Breiðafirði áleiðis til Hamborgar. ★ Jöklar. Drangajökull er á leið til Gdynia. Fer þaðan til Reykjavíkur. Langjökull kem- ur til Cuxhaven í kvöld. Fer til Hamborgar og Reykjavík- ur. Vatnajökull kom til Rott- erdam í morgun. Fer þaðan til Reykjavíkur. vísan ★ Vísan í dag er kveðin í til- efni af frétt vestan úr Reyk- hólasveit, er birtist hér í blaðinu í gær, um 23 vetra hryssu er kastaði 1. desember í sama mund og borgarstjóri steig í pontuna í hátíðasal Háskólans: AHt hefur gengið Geir í vil þeim góða frelsisvini. Merin honum fæddi fyl í fyllsta heiðursskyni. Sámur. félagslíf Aðalfundur Glímufélagsins Ármanns verður haldinn í dag, þriðjudaginn 18. desemb- er kl. 8.30 í Hótel Höll (uppi). Dagskrá samkvæmt félagslög- um. Fjölmennið. Stjórnin. afmæli ★ Sextugsafmæli á í dag Þorkell Guðjónsson rafveitu- stjóri á Stokkseyri. Jólasöfnun ★ Jólasöfnun Mæðrastyrks- nefndar: Jörgin Hjaltalín kr. 300, Önefnd 100, Haraldur Árnason heildv. 1000, Morg- unblaðið starfsf. 1140, A.C. 500, Apotek Austurbæjar starfsf. 175, Svava 100, Rósa 100, Ólafía 25, V.K. 100, Skjólfata og Belgjagerðin h.f. fatnaður. I.B.K. 200, N.N. 200, Strætisvagnar Rvk. skrifstof- an 1375, G.H. 100, Kr. Þor- valdsson & Co 1500, Álafoss h.f. fatnaður fyrir 4000, J.E. 100, H.K.I.S. 100, Slippfélagið h.f. starfsf. 2475, S.G. 1000, Theódóra Kristmundsdóttir 300, M.T. 200, frá Bimu litlu 200, Bæjarútgerð Reykjavíkur 2000, Sveinn Björnsson & Co 500, Kexverksmiðjan Frón skrifstofan 750, áheit 500, H. Ólafsson & Bernhöft heildv. 500, Kærar þakkir Mæðrastyrksnefnd. ÚTVARPSANNÁLL Framhald af 7. síðu En hér stendur hnífurinn í Vorri kú. x Engum ætti að vera það kunnara en forráðamönnum út- varpsins, sem ættu svo fram- arlega þeir væru starfi sínu vaxnir að vera öðrum mönnum leiknari í því að hlera eftir hjartslætti þjóðarinnar, að all- stór, sennilega meiri hluti Is- lendinga stendur á öndverðum meið við borgarstjórann Reykjavík um þessi mál. Sá hluti þjóðarinnar, sem hér um ræðir, lítur svo á, hvort sem menn aðhyllast sósíalska sam- félagshætti eða ekki, að aðrar og nærtækari hættur en hinn alþjóðlegi kommúnismi ógni sjálfstæði lands og bjóðar. Þeir líta meðal annars svo á, að er- lendur her og hernaðarleg tengsl við framandi þjóðir sé hættulegt leikfang. Þeir lita ennfremur svo á, að of náin efnahagsleg tengsl við svo- nefndar vestrænar vinaþjóðir, geti reynzt sjálfstæði ’þjóðar- innar enn hættulegri. Þeir telja sig ennfremur vita betur en borgarstjórinn í Reykjavík, sem fullyrti að fasisminn væri fyr- ir fullt og allt upprættur og niðurbældur. Það líta jafnvel margir svo á, að vestrænn ný- fasismi gæti reynzt hinu marg- lofaða vestræna lýðræði hættu- legri en austrænn kommúnismi. Þetta getur jafnvel gopazt upp úr mönnum með jafnvestrænan þankagang og piltarnir sem sjá um þáttinn Efst á baugi í útvarpinu. Þegar svo er ástatt, sem að framan er greint, þarf meir en meðal brjóstheilindi til þess að koma fram fyrir hlustendur og segja: Útvarpið er hlutlaust. Það gerir öllum stefnum og skoðunum jafn hátt undir höfði. Og fyrst það er nú einu sinni svona eins og það er, að út- varpið er ekki hlutlaust, að það túlkar fyrst og fremst ’Skoðanir og lífsviðhorf þeirra sem um stjórnartaumana halda, þá væri miklu heiðarlegra og drengilegra, já, meir að segja mikið stórmannlegra, að koma fram fyrir hlustendur og segja blátt áfram: Þetta er útvarp ríkisins og við erum ekki hlut- laus stofnun. Við túlkum fyrst og fremst þau lífsviðhorf og þær skoðanir, sem húsbændur okkar, hin háa ríkisstjórn, tel- ur heppilegt að nái eyrum þjóðarinnar. I næstu pistlum verður ef til vill vikið nánar að því, hvemig útvarpið syndgar upp á náð hlutleysisins. Skúli Guðjónsson. $amstarsin?*Sur Eicmanns flrsnst Framhald af 6. síðu. fyrri daginn er hér um flókið lögfræðilegt vandamál að ræða, sem erfitt er að sjá fyrir end- ann á. Yfirmaður alþjóðalögreglunn- ar Interpol í Santiago hefur skýrt frá því, að á næstunni verði ef til vill handtekinn al- ræmdari nazisti, sem farið hef- ur huldu höfði í Chile frá stríðslokum. Ekki vildi hann segja, um hvern væri að ræða, en fréttamenn minna á, að lengi hafi verið uppi sögusagnir um, að Martin Bormann, stað- gengill Hitlers dveldist í Chile. Fyrir aðeins fáum dögum var tilkynnt í Argentínu, að sam- kvæmt mjög áreiðanlegum heimildum þætti víst, að Bor- mann hefði látizt úr krabba- meini í sjúkrahúsi í Para- guay árið 1959. Tækifærisgjafir JÓLAGJAFIR hinna vandlátu er original málverk. Höfum myndir og málverk eftir marga lista- menn. mAlverkasalan — Týsgötu 1. Sími 17602 — Opið frá kl. 1. Komið er á markaðinn nýtt tæki, sem þeir feðgarnir Sig- urður og Rolf Markan hafa gert og einkum er ætlað til hægðai-auka við lestur fyrir rúmliggjandi fólk eða þá sem gjaman lesa bækur í rúminu á kvöldin eftir að þeir eru háttaðir. Lesgrind þessi er mjög ein- föld að gerð, búin til úr vír. Er bókinni eða blaðinu komið fyrir á lítilli hillu á grind- inni og síðan má láta grind- ina standa ofan á sér í rúm- inu þegar lesið er. Einnig má láta grindina standa á borði. Ætti hún að vera hentug til notkunar sem „stativ“ fyrir vélritara og tónlistarfólk og einnig er hún þægileg til þess að láta standa í henni upp- sláttarbækur, símaskrár og aðrar bækur, sem fólk þarf alltaf að hafa við höndina til þess að fletta upp í. Þeir feðgar hafa sótt um einkaleyfi fyrir þessari upp- finningu sinni og nefna þeir tækið HE-RÓ bóka- og blaða- lesgrind. Söluumboð fyrir HERÓ bóka- og blaðalesgrind hefur bókaverzlun Máls og menningar. Laugavegi 18. Á myndinni sést hvemig t.d. skólafólk getur notað grindina undir uppsláttarbæk- ur og látið hana standa hjá sér á borðinu er það les. GBD O J11CQ Nýtt tæki, bóka — og blaðalesgrind ★ Millilandaflug Flugfélags Islands. Hrímfaxi fer til Glas- gow og Kaupmannahafnar kl. 8.10 i fyrramálið. Innanlands- flug. 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils- staða, Isafjarðar. Sauðárkróks og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Isafjarðar, Húsavíkur og Vestmannaeyja. ★ Millilandaflug Loftleiða. Snorri Sturluson er væntan- legur frá London og Glasgow kl. 23. Fer til N.Y. kl. 0.30. útvarpió Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við sem heima sitjum (Dagrún Kristjánsd.). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.00 Tónlistartími bamanna. (Guðrún Sveinsd.). 18.íj Þin^fréttir. 20.00 Einsöngur: Stefán Is- landi syngur. 20.20 Bókmenntakynning á vegum Stúdentaf "ags Austurlands: Verx C '- mundar Ka,-.bans, Gunnars Gunnarssonar og Jóhanns Sigurjóns- sonar. — Erindi flytur Ólafur Jónsson fil. kand. Lesarar: Svava Jakobs- dóttir, Gissur Erlingsson. stöðVarstjóri og Ólafur Haukur Olafsson læknir. Árni Jónsson syngur tvö lög við undirleik Gísla Magnússonar. Séra Jón Hnefill Aðalsteinsson kynnir atriðin. 21.35 Listamannalíf, vals op. 316 eftir Johann Strauss (Konungl. fílharmoníu- sveitin í Lundúnum leikur; Sir Malcolm Sergent stjómar). 21.45 Erindi: Um öryggismál sjómanna (Sigurjón Ein- arsson framkvæmda- stjóri í Hrafnistu). 22.10 Lög unga fólksins (Berg- ur Guðnason). 23.00 Dagskrárlok. Hádegishitinn ★ A hádegi í gær var austan stórviðri, 12 vindstig, á Stór- höfða og þar meö slydda og 2 stiga hiti. Snjókoma var niikil á suðausturlandi og austan hvassviðri en þurrt veður í uppsveitum austan- fjalls og við Faxaflóa. Norð- anlands var suðaustan kaldi og skýjað. alþingi ★ Neðri deild í dag kl. 1.30. 1. Ríkisreikningurinn 1961. frv. Frh. 2. umr. (Atkvgr.) 2. Stuðningur við atvinnuvegina, frv. Frh. 1. umr. (Atkvgr.). 3. Ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi, frv. I. umr. Ef leyfð verður. 4. Virkjun Sogsins, frv. 3. umr. 5. Áætl- unarráð ríkisins, frv. Frh. 1. umr. Efri deild í dag kl. 1.30. 1. Norðurlandasamningur um innheimtu meðlaga, frv. 3. umr. 2. skemmtanaskattsvið- auki. 3. umr. 3. Landsdómur, frv. 3. umr. 4. Ráðherraá- byrgð, frv. 5. Búnaðarmála- sjóður, frv. 2. umr. Ef leyfð verður. flugið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.