Þjóðviljinn - 23.12.1962, Side 9

Þjóðviljinn - 23.12.1962, Side 9
Sunnudagur 23. desember 1962 allmargar góðar myndir og margar íburðarmiklar. Leik- endur eru líka bekktir, a. m. k. þeir sem fara með helztu aðalhlutverk: Gregory Peck, Jean Simmons, Carroll Baker, Charlton Heston, Charles Bickford og Burl Ives. Ekki aetti það að spilla, að skýr- ingatexti á íslenzku fylgir myndinni. Tjarnarbær Jólamyndin í Tjarnarbæ verður kínversk sirkusmynd, þar sem fram koma margir snjöllustu fjöllistamenn Kín- verja. Þetta er fögur og skemmtileg litmynd og brugðið upp fjölmörgum at- riðum sem listamennirnir sýna af ótrúlega mikilli fimi og áræði. Auk myndarinnar verður óperan „Amahl og næturgest- imir“ eftir ítalsk-bandaríska- tónskáldið Gian-Carlo Men- otti frumsýnd í Tjarnarbæ á annan í jólum, kl. 5 síðdegis. Þetta er sannkölluð jóla- ópera, jafnt fyrir unga sem gamla, og er nánar sagt frá henni á öðrum stað. Austurbæjarbíó Austurbæjarbíó sýnir þýzka söngvamynd um jólin og heit- ir hún Marina — Marina. Söguþráður slíkrar myndar er eins og að líkum lætur til- tölulega meinlausir erfiðleik- ar í ástamálum, en að lokum kyssa allir alla fyrir allt og músíkantar myndarinnar hamast meira en nokkru sinni fyrr. Georgia Moll og Bubi Stoltz leika elskenduma og Teddy Stauffer leikurþýð- ingarmikinn hljómsveitar- stjóra. Ennfremur koma fram í myndinni tveir þekktir danskir banjóstrákar, Jan og Kjeld; þeir leika m. a. „Mar- ínu“ og „Tingelingeling“. Leikstjóri er Paul Martin. Hafnarfjarð- arbíó Hafnarfjarðarbíó sýnir um jólin danska litmynd sem heitir Þorpslæknirinn. Þar segir frá átökum ungra lækna og gamalla, eigingjarnra og óeigingjarnra, um sjúklinga plássins. Þar að auki segir frá flóknum átökum ungra kvenna um snoturt hjartaný- komins, ungs læknis og eru þar á ferð bæði greifadóttir og vinnukona. Allt fer þó fram með sóma og skikk. Myndin er gerð eftir skáld- sögu Ib Cavlings og hefur komið í „Hjemmet"; fjórar sögur þessa höfundar hafa verið þýddar á íslenzku. Aðalhlutverk leika þau Ebbe Langberg, Ghita Nörby, Malene Schartz og Hanne Borschenius. Leikstjóri er Willy Berg Hansen. Gamla bíó Jólamynd Gamla bíós er amerísk gamanmynd sem nefnist Prófessorinn er viðut- an. Hún segir frá eðlisfræði- prófessor við lítinn banda- rískan háskóla sem er að sjálf- sögðu með afbrigðum viðut- an: tvisvar sinnum gleymir hann að mæta í eigin brúð- kaupi og valda þar mestu um áhyggjur hans út af efni sem hann er að finna upp og sé óháð aðdráttarafli jarðar. Að lokuríi' tekst prófessorn- um þessi galdur og getur hann nú séð stúdenta sína stökkva hærra en aðra menn í körfuknattleikskeppni. enn- fremur ekið um loftin blá á æfagömlum Fordskrjóð og gert fleiri hluti sem eftir- minnilegir geta talizt. Og auðvitað lendir prófessorinn í útistöðum við bófa og bisn- ismenn. Aðalhlutverk leika Fred MacMurray og Nancy Olson. — ----------------- SlÐA 9 tíma og öörum föngum. Vistin er tvi miklu verri þungbær- ari iyrir kvenmsnnir.r en karl- mai i-inn. — Er þá hverfei b.vg' að geyma kvenfanga a íslandi? — Nei, hvergi. — Hvað hefai þú vetið ler.gi i icfesu starfi VaJ.œar? - Eg hef yfirfanga- ■'•öicur hér f d ír. AOur var tg f Feykjavikur ögregiunni. — Að lokum eina erfiða spumingu: Hvernig fellur þér starfið? — Það fer •'» dálitil' eftir því hve.-iug á það er litið. Ekki get íg bagt að méi þyki liað skcrrmtilegt, en cmhver verður að \rra hér. .. . það er nú svo r. ieð mig, að ég hef vr.rið að s. mijst í kri.04 x n petta i 22 ár, síðflT- ég k ,n í lögregluna. og ég (••'d að ég mvndi ekki festa ráen’r annars-1 *aðar Méí er rs'jr.i farið ».ð fir.iast að ég verði að vera hér. Þetta sé rrnr.- póstur > '.>.fm.,. I því Val'liirci- segir þetta hie’ t ur batn-hópuí niður göt- •_ j a fyrir J.an gluggan og svi.gja við raj-.t og i.'iffeveinar eiu í og átta . . . og ég stend upy og þakka Va dimar fyru alúðina og grsú.argóð sver i. Þegar hurðin :■ Kast á eftir mcr hringlar í lik » m íyrir innau. Ekki súrlega >.ip’ crfandi hUvS — G.O. • Húsið kallast ýms- um nöfnum: Steinninn, Grjótið, Svartholið, Tugthúsið og Hótelið, en Hegningarhúsið er það ópinbera nafn, sem stendur í símaskránni. Þetta er gamalt hús, en traustlegt, enda hlaðið úr grjóti og veggirnir eru líklega meters þykkir. Þeir sem þarna eru komnir inn til dval- ar, eiga nefnilega ekki leið út aftur fyrr en á fyrirfram ákveðnum tíma og þá er gengið um dyrnar, með örfáum undantekningum þó. En það er önnur saga. Fyrir dyrunum á þessu mikla húsi eru þungar vængjahurðir, ég kem inní gang eða anddyri og til vintsri er hurð, sem á stendur „Fangaverðir". Þar er bjalla sem ég hringi. Fyrsta lífsmarkið að innan er hringl í lyklum. Ekki sérlega upp- örfandi hljóð. Valdimar Guðmundsson er höfðingi hússins. Opinber titill: Yfirfangavörður. — Hvernig haldið þið jól hér Valdimar? — Eins og á hverju öðru kristilegu heimili, að undan- teknu því að jólagestirnir verða að halda sig heima við, eru meira að segja lokaðir inni. En við höfum alla tilbreytni í mat sem venja er á jólum annarsstaðar — og jólatré. Séra Bjami Jónsson messar hér á. hátiðum og endranær. hann er fangaprestur og þetta munu vera fimmtugustu og önnur. jólin sem hann er hér hjá okk- ur. Stundum koma hér líka aðrii* trúflokkar til að flytja guðs- orð, en þeir koma ekki frekar á jólum en annars. Fangamir fá allir jólagjafir frá fangahjálpinni, Áfemgis- Spiallað við Yaldimar Guðmundsson yfirfangavörð Jólahald í gisti- húsi hins ooinbera varnarráði og stöku sinnum hafa þeir fengið sendingar frá bænum. Nokkrir fá gjafir að heiman og frá kunningjum. Mest er þetta fatnaður og því- umlíkt. Á jólunum er meira frjáls- ræði hér innanhúss. Við setjum útvarp á ganginn yfir hátíð- ina og allir geta notið þess sem þar fer fram. Annars drepa menn tímann við spil og lestur. — Hvemig er aðsóknin á jólunum? — Alltaf fullt, eða því sem næst. Húsið tekur 26 manns og á jólum er venjulega hvert rúm skipað. Útigangsmenn. sem eiga óafplánaðar brenni- vínssektir, eða aðrar sektir fá þá hér inni og slá tvær flugur í einu höggi. Afplána sektina og fá húsaskjól um há- tíðina. — Er ekki þyngra yfir vist- mönnum hér á jólunum en endranær? — Ég hef orðið þess var að menn, sem ekki hafa verið hér áður um jól, virðast hugsa til þeirra með nokkrum kvíða, en<$> ég hef ekki séð betur en þeir | tækju gleði sína eins og aðrir. | þegar hátíðin gengur í garð. • Það er ekki þyngra yfir mönn- ! um hér á jólunum en venju- lega. — Já sendingarnar verðum | við alltaf að skoða, líka á jól- 1 unum. — Sjá fangamir um mat- reiðsluna sjálfir? — Nei það gerum við fanga- verðirnir, hinsvegar sjá fang- amir um hreingerningu á hús- inu. Skúra ganga og klefa og annað. — Verður hér eitthvað af langdvalargestum þessi jól! — Hér eru nokkrir menn með langa dóma og ættu held- ur að vera á Litla-Hrauni, en þar er hvert rúm skipað. Ég man t.d. eftir einum í svipinn, sem á 27 mánuði eftir. En ekki er víst að hann verði hér allan bann tíma. — Hvernig er bókakosturinn hjá ykkur? — Það er nú eitt af því, sem við eigum erfiðast með. Við erum nefnilega alltaf illa settir með þækur. Það sem við fáum gengur fljótt úr sér við mikla r.otkun og ekki er hægt að segja að vistmenn umgangist þær með sérstakri virðingu. 1 Annars endurnýjast þetta nú smátt og srr.átt með gjöfum og samskotum. Þú mátt láta þess getið, að við þiggjum bækur hér með sérstakri ánægju, ef einhverjir vildu miðla okkur af því, sem þeir annars myndu henda eða farga á annan hátt. — Hvernig er aðsóknin svona yfirleitt? — Að öllum jafnaði er hér fullt. Þó er það dálítið mis- iafnt. Menn koma og fara og sumir nokkuð ört. Við þurfum að taka hingað langdvalar- menn, sem kom-ast ekki fyrií á Litla-Hrauni, svo þá sem eiga litlar sakir, brennivínssektir ; þessháttar og svo þurfum við að geyma gæzlufanga. Umferð- in er sem sé mikil. — Geymið þið kvenfanga hér? — tíelzt ekki. Við höfum þó orðið að gera það einstaka sinnum útúr neyð. H/oru- tveggja er að plássið er lítið og svo verður að hafa kvenmann einangraðan og ekki er hægt að nieypa honum út á sama ftafmagnseld- un, aðfangadag Rafmagnsveita Reykjavíkur vill beina þeirri ósk til raf- magnsnotenda á orkugvæði hennar, að þeir leitist við að dreifa notkun sinni á lítið eitt lengri tíma á aðfangadag en títt er aðra daga. Búast má við miklu álagi á bæjarkerfinu í Reykjavík og í Kaupavogskaupstað á tíma- bilinu frá kl. 16—18 á að- fangadag, en takast má að forðast spennufall á götu- strengjum, ef jólaeldun er dreift á þrjá til fjóra tíma í staðinn fyrir tvo. Hægt er að auðvelda mjög rafmagnseldun almennt, ef einstakir notendur sjá sér fært að nota afkastameiri suðutæki, svo sem bakarofna grill og stærstu suðuhellu eldavélarinar, áður en mesti álagstími hefst. Rafmagnsveitan mun hafa vakt í geymsluhúsi sínu við Barónsstíg til kl. 22.00 til þss að aðstoða notendur, ef bilanir koma fyrir. Síminn er 24360. Sigurður Jónsson í hlutvcrkii Amahls og Friöbjörn Jónsson i hlutverki vitringsins Kaspars. JólaóperaíTiarnar- bæ annan jóladag Á annan jóladag verður flutt stutt jólaópera í Tjamarbæ. Nefnist hún „Amahl og nætur- gestimir“ og er eftir tónskáld- j ið Gian-Carlo Menotti, sem er af ítölskum ættum, eins og nafnið bendir til. Menotti fæddist á Ítalíu árið 1911, en fluttist ungur til Bandaríkj- anna, hefur dvalizt þar síðan og telst nú til bandanískra tón- skálda. ^ Ópera þessi er upphaflega I samin fyrir sjónvarp og var flutt í fyrsta sinn í New York árið 1951. Tónlistin, sem er að j mestu í nokkurs konar söng- lestursformi með undirleik ^ hljómsveitar, er ekki veigamik- il, en lætur þægilega í eyrum og hefur sumsstaðar til að bera sérstakan þokka. Textinn er svo að segja allur í samtals- formi og lýsir á þann hátt ein- faldri atburðarás. Textahöf- undur er tónskáldið sjálft, sem auðsjáanlega er líka skáldskap- arhæfileikum búinn, hvort sem sagan, sem er undirstaða text- ans, er frá honum eða ekki. En efni óperunnar er einkar hug- þekk helgisaga, er greinir frá för vitringanna þriggja til Betlehemborgar hina fyrstu jólanótt. Þeir koma við á leið- inni í hreysi fátækrar ekkju I og fá að hvílast þar um stund á langri vegferð sinni. Amahl, ungur drengur, sonur ekkjunnar, er hetja sögunnar. Hann er haltur og styðst við hækju. Undurfagurt er megin- atriði sögunnar: Vitringarnir þrír koma hlaðnir gulli og ger- semum, sem þeir ætla að færa hinum nýborna sveini í Betle- hem. Ekkjan harmar að geta ekki fyrir fátæktarsakir sent honum neina gjöf. Þá segist Amahl litli skuli gefa honum hækjuna sína. Það var aleigan hans og sá hlutur, sem hann hefði raunar sizt mátt missa, þótt hann hefði átt eitthvað fleira. Og um leið og hann réttir fram hækjuna, að ferða- mennimir fari með hana til Betlehemborgar, gerist krafta- verkið, og hann verður alheill. — Það unga fólk, sem tekizt hefur á hendur að flytja jóla- ópera þessa í sjálfboðavinnu, sýnir lofsverðan áhuga og dugnað og ætti skilið, að bæj- arbúar létu það njóta þess með því að fylla sýningarsalinn eins oft og óperan verður flutt, því að ég á þess von, að eng- inn muni sjá eftir því að hafa eytt kvöldstund í að horfa og hlýða á þennan fallega söng- leik. Bjöm Franzson. Valdimar Guðmundsson er glaður á svip á þessari mynd, cnda rík ástæða til. Síminn flutti þá frétt að strokufangi hefðl verið handsamaöur. Víð hliðina á símanum má sjá hinar miklu lyklakippur embættisins. (Ljósm. Þjóðv. G. O.)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.