Þjóðviljinn - 29.12.1962, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 29.12.1962, Qupperneq 4
4. SföA Þ3ÖÐVILJINN II grein Frímanns um KSÍ - þingið • • I greininni „Vandamál knattspyrnunnar og árs- þing KSÍ" (íþróttasíðan 7. des.) var að því vikið, að bæði stjórnarmenn Knattspyrnusambandsins og íulltrúar Knattspyrnuþingsins heíðu verið íull- hljóðir um þau mál sem eru aðalmál knattspyrn- unnar sem íþróttar og leiks. Ekki er því um að kenna, eins og á hefur verið bent, að ekki séu næg málefni að ræða, og hefur verið vikið að þjálfaramálunum. Ef gripið er niður í skýrsiu stjórnarinnar, eða nánar til tekið í skýrslu dómaranefndar, virðist ástandið þannig að verc hefði verið að ræða um það á sameiginlegu þingi áhugamanna um knattspymu. Störf dómar- anna eru ákaflega þýðingar- mikil, og sá þáttur má aldrei verða veill, hvorki að því er snertir hæfni dómaranna né skyldurækni þeirra að sinna þessu nauðsynlega starfi. Öryagisleysi Við skulum athuga hvað dómarnefndin segir í skýrslu sinni til stjórnar KSÍ, en und- ir hana skrifar Sigurjón Jóns- son. Þar stendur m.a. — — Ég tel að dómaramálin eins og þau eru nú, séu óviðunandí, þar er um algjört öryggisleysi að ræða. bæði fyrir leikmenn og þá sem sjá eiga um leiki eða mót. því þar er enginn aðili ábyrgur. Á þessu verður að ráða bót“. Það er hvorki meira ré I minna en form. dómaranefnd-! arinnar sem te’.ur að dómara- málin séu óviðunandi og að um algjört öryggisleysi sé að ræða. Ef stjórnin hefði verulega fylgzt með. hefði formaðurinn komið meira inná þetta mál; en. hann gerði. því naumast. var á þau minnzt. Ef henni hefði verið ijóst þetta öryggis- leysi sem formaður dómara- nefndarinnar bendir á i skýrslu sinni. hefði hún örugglega vak- ið máls á þessu með tillögu sem sett hefði verið í nefnd til þess þó ekki væri annað en að rannsaka í hverju það lægi að ástandið i dómarmá1,- unum væri ,.óviðunandi“. Ef stjómin hefði viljað hlifa for- manni sínum við að reifa þetta mál var nærtækt að óska þess j að formaður nefndarinnar tæki i málið upp og skýrði fyrir full- | trúum þingsins, hvar skórínn 1 I kreppir að. Það var þó sann- arlega þeirra mál, að hlusta á og þá að reyna að leysa vand- ann. Mál knattspyrnudómara, og erfiðleikar þeirra eru einmitt þess eðlis að þau séu rædd á þingi knattspymumanna. Dómaramálin eru það víðtæk að þau snerta hvem einasta mann sem tekur þátt í knatt- spymukappleik. Ef dómarinn kemur ekki til leiks, getur leik- urinn ekki farið fram. Og nú vaknar spumingin. Geta knatt- spymumenn verið vissir um það að stjómin taki málið upp og ráði bót á „öryggisleysinu"? Verður það eitt af verkefn- unum sem væntanleg dómara- nefnd á að taka upp og leysa sjálf? Ef til vill vinna stjórn og dómaranefnd saman að málum þessum, en að sjálf- sögðu hefðu þau átt að leggj- ast fyrir knattspymuþingið og ræðast þar sameiginlega, bar sem fulltrúum hefði i raun og sannleika skilizt í hverju erf- iðleikamir liggja. „Þröngur stakkur" Eitt af þeim málum sem hefði verið ástæða til að ræða og spjalla um á þingi Knatt- spyrnusambandsins, voru ungl- ingamálin, og þá ef til vill Eyrst og fremst knattþrautir KSt Skýrsla unglinganefndar KSÍ er stutt og gefur á ýmsan hátt tilefni til nánari athugunar. Þessi frábæra bardagamynd var tekln í knattspyrnukappleik milli grísku liðanna „Olympiakos” og „Nikaia”. Það er markvörður Nikaia sem virðist vera að stinga sér ofan úr skýjunum til að bjarga markina með kraftaverki. Hefði einnig þar verið eðlilegt að formaðurinn hefði staldrað meira við hana en raun varð. Fulltrúar hefðu líka haft nokkra ástæðu til að gera fyr- irspumir í sambandi við hana. Það er greinilegt að áhugi er ekki mikill fyrir þessari ágætu viðleitni Knattspymu- sambandsins að auka á leikni með knöttinn. í skýrslunni segir að aðeins 41 bronsmerki hafi verið tekið á árinu, og að ..Akranes er eini staðurinn ut- an Reykjavíkur þar sem þrauc- irnar eru iðkaðar að staðaldri'*. I skýrslunni segir ennfrem- ur: — „Haft var samband við nokkur félög í nágrenni Reykja- víkur, en ekkert þeirra hélt uppi æfingum í knattþrautum, báru flest við mannfæð við tilsögn unglinganna". Ennfremur segir — — „þar sem Unglinganefndinni hefur verið sniðinn nokkuð þröngur stakkur, hefur hún á sl. sumri leitað verkefna til að vinna að ásamt knattþrautunum *. Ekki er nánar skýrt í hverju það liggur með hinn „þrönga stakk“. Hvort hér sé um ný- mæli að ræða, og hefði þá ver- ið eðlilegt að það hefði venð skýrt, eða í hverju þyrfti að gera hann rýmri frá því sem áður var gert. I skýrslunni kemur fram að mannfæð við tilsögn ungling- anna sé aðalvandamálið í sambandi við knattþrautirnar utan Reykjavíkur. Þetta undir- strikar svo ekki verður um villzt að leggja verður áherzlu á leiðbeinenda- og þjálfara- málið. Það nær til allra flokka knattspyrnunnar, allra staða þar sem knattspyma er iðkuð, allra félaga. Valeri Brumel Brumel iþróttamaður ársins Moskvu 27/12. — íþróttafrétta- ritarar blaða og útvarps i Sovétríkjunum hafa kjörið „íþróttamann ársins" i landi sínu. Heimsmethafinn í há- stökki, Valeri Brumel, hlaut þennan heiðurstitil nú annað árið í röð. Á árinu bætti Brumel hástökksmetið upp í 2,28 m„ sem þykir einhver ó- trúlegasti árangur sem náðst hefur í íþróttum. I öðru sæti varð lyftinga- maðurinn Júrí Vlasov, heims- methafi og heimsmeistari í þungavigt i lyftingum. Á árinu sigraði hann í heimsmeistara- keppninni í Budapest. í þriðja sæti kom svo fim- leikastúlkan Larissa, Latynina, sem náði frábærum árángri i heimsmeistarakeppninni í fim- leikum í Prag. Til hvers eru þing? m. •*» ,,**•*,. W* 4* m , f>.m mm Það hefði því ekki verið ó- eðlilegt að öll þessi mál sern hér hafa verið nefnd, hefðu komið til verulegrar umræðu á þinginu, þó ekki hefði ver- ið til annars en að vekja þing- fulltrúa til umhugsunar, um þau vandamál sem að sverfa. til þess eru þessi þing, að dregið sé fram í dagsljósið það sem máli skiptir í starfseminni. Gerðar séu athugasemdir við það sem miður fer, þau mál rædd og reifuð sem þurfa at- hugunar við. Þingin eru líka til þess eða eiga að vera til þess að gefa fulltrúum nánara innsæi í þessi mál sem verið er að þinga um, en til þess verður að ræða málin, þögnin segir svo lítið. Frímann. ic Japönsk kaupsýslufyrir- tæki eru tekin að misnota merki olympíuleikanna í aug- lýsingum sínum. Sterkur ol- ympíu-andi ríkir nú orðlð i Japan í tilefni næstu blymp- íuleika sem verða haldnirþar. Japanska olympiunefndin hef- ur skorað á yfirvöldin i Os- aka, að stemma stigu við þvi að verksmiðjur og heildsalar noti olympíumerkið til aug- lýsinga fyrir verzlun sína og framleiðslu. Nefndin krefst þess að fá úrskurðarvald um það hvenær nota megi merk- ið og í hvaða tilgangi það sé notað. ! Afrekaskrá í frjálsiai Aróttum frh. ! 8. Þorvaldur Jónasson, KR ............. 1.75 9. Sigurður Tómasson, ÍBV ............. 1.75 £ 10 Emil Hjartarson. HVÍ ............... 1.72 | U. Bárður Guðmundsson, HVÍ............. 1.71 | 12. Sæþór Þórðarson, HVÍ ............... 1.70 " 13. Björgvin Hólm, ÍR ............... 1.70 b 14. Ingólfur Hermannsson, ÍBA ......... 1.70 J 15 Sigurður Lárusson, Á. ........... 1.70 k 16. Sigurður Dagsson, Á ........... 1.70 J 17. Sigurður Friðriksson. ÍBH ......... 1.68 h 18. Páll Eiríksson, ÍBH ................... 1.68 19. Ámi Johnsen, ÍBV................... 1.67 ■ 20. Kjartan Guðjónsson, KR ............. 1.67 I Hástökk: 1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR .................. 2-05 2. Valbjörn Þorláksson. ÍR .............. 1.83 3. Ingólfur Bárðarson. HSK .............. 1.82 4. Ingvar Hallsteinsson, ÍBH ............ 1.78 5 Halldór Jónasson, ÍR .................. 1-75 6. Sigurður Ingólfsson. Á ............... 1.75 7. Kristján Stefánsson ÍBH .............. 1.75 Langstökk: 1. Vilhjálmur Einarssou. ÍR 2. Úlfar Te;,-.=sop. KR . 7.27 7.18 3. Þorvaldur Jónasson, KR .............. 7.16 1 Einar Frímansson, KR ................. 7.12 Pétur Rögnvaldsson, KR .............. 6.91 Valbjöm Þorláksson, ÍR .............. 6.81 7. Björgvin Hólm ÍR ..................... 6.64 7. Árni Erlingsson, HSK ................. 6.63 1 Skafti Þorgrímsson, ÍR ............... 6.63 11 Ingvar Þorvaldsson, HSÞ ............. 6.61 11. Ragnar Guðmundsson. UMSS ............ 6.55 ■?. Ólafur Unnsteinsson, ÍR .............. 652 13. Gestur Einarsson, HSK .............. 6.51 '4 Tón Þ. Ólafsson, ÍR ................. 6.47 " Sigurður Sveinsson, HSK .............. 6.46 16. Sigurður Friðriksson, HSÞ .......... 6 42 17. Þórður Indriðason. HSH ............. 6.39 18. Ingvar Hallsteinsson, ÍBH .......... 6.38 j 19. Ólafur Guðmundsson, UMSS ........... 6.37 20 Kristján Eyjólfsson, ÍR.............. 6.33 Þristökk: 1. Vilhjálmur Einarsson, ÍR ........... 15.79 2. Þorvaldur Jónasson, KR ............. 14.35 3. Bjarni Einarsson, HSK .............. 14.28 4. Ingvar Þorvaldsson, HSÞ ............. 1419 5. Sigurður Sveinsson, HSK ............ 13.95 6. Ami Erlingsson, HSK ................. 13.71 7 Sigurður Friðriksson, HSÞ ............ 13.64 8 Sigurþór Hjörleifsson. HSH ........... 13.45 9. Þórður Indriðason. HSH .............. 13.39 10. Þormóður Svavarsson, ÍBA ........... 13.37 11. Karl Stefánsson, UÍA ............... 13.22 12. Kristján Eyjólfsson. ÍR ............ 13.18 13. Jón Þ. Ólafsson, ÍR ................ 13.14 14. Ófeigur Baldursson, HSÞ ............ 13.12 15. Emil Hjartarson, HVÍ ............... 13.11 16 Reynir Unnsteinsson, HSK ............. 13.10 17. Ólafur Guðmundsson. UMSS ........... 12.96 18, Ingólfur Steindórsson, HVÍ ......... 12.89 19. Jón E. Lárentzíusson. HSH .......... 12.87 20, Sigurður Dagsson, Á ................ 12.82 Stangarstökk: 1. Valbjörn Þorláksson, ÍR ............ 4.40 2. Brynjar Jensson HSH ;............... 3.83 3. Valgarður Sigurðsson. ÍR ........... 3.70 4. Páll Eiríksson, ÍBH ................ 3.69 5. Sigurður Friðriksson, HSÞ .......... 3.50 3. Björgvin Hólm, ÍR ................... 3.50 7. Pétur Rögnvaldsson, KR ............. 3.40 i. Einar .Frímannsson, KR .............. 3 40 1 Kári Ámason, ÍBA ..................... 3 25 10. Ofeigur Baldursson, HSÞ ............ 3.20 11. Kári Guðmunlsson, Á ................ 3.20 || 12. Kjartan GuðjónsSon, KR ............ 3.20 J 13. Gunnar Karlsson, FH ................ 3.18 H 14. Hans Wöhler, ÍR .................... 3.18 £ 15. Valgarður Stefánsson, ÍBA ........ 3.15 H 16. Guðlaugur Guðmundsson, MSB .... 3.15 J 7. Guðmundur Jóhannesson, HSH.......... 3.10 H 18. Erlendur Sigurþórsson, HSK ......... 3.10 k! 19. Magnús Jakobsson, UMSB ........ 3.05 S 20. Viðar Daníelsson, UMSE ............ 3 05 Kúluvarp: h 1. Gunnar Huseby. KR .................. 15.75 S 2. Guðmundur Hermannsson, KR .... 15.40 j| 3. Erlingur Jóhannesson, HSH .......... 15,06 4. Arthur Ólafsson. Á ................. 15.00 9 5. Jón Pétursson, KR ................. 14.79 J 6. Haligrímur Jónsson, Á .............. 14.31 fl 7. Friðrik Guðmundsson, KR ............ 14.13 J 8. Kjartan Guðjónsson, KR ............. 14.12 1 9. Ágúst Ásgrímsson, HSH .............. 13.95 k 10. Guðmundur Hallgrímsson. HSÞ .... 13.90 11. Ingvar Hallsteinsson. ÍBH ......... 13.82 k 12. Björgvin Hólm, ÍR ................. 13.75 ™ 13. Jón Þ. Ölafsson, ÍR ............... 13.44 ^ 14. Brynjar Jensson. HSH .............. 13.35 15. Jóhannes Sæmundsson, KR ........... 13.27 || 16. Þóroddur Jóhannsson, UMSE ......... 13.24 ? 17. Ólafur Finnbogason. HVÍ ........... 13.03 h 18. Örn Clausen, ÍR ................... 12.83 19 St.efán Pedersen. UMSS ............ 12.76 n ?n Jón Sigurðsson, HSS ................ 12.75 ^

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.