Þjóðviljinn - 15.01.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.01.1963, Blaðsíða 5
í^riðjudagur 15. janúar 195S ÞJÓÐVILJINN SlÐA 5 Fjórir áramótapostular Strax að liðinni jólahelgi má héyra þáð á auglýsingum út- varpsms, að áraskipti eru í nánd Kupsýslumenn og bókaútgef- endur hafa dregið sig í hlé. enda þeirra náðartími á enda runninn um sinn. Annar aðili hefur hreiðrað um sig í aug- lýsingatímunum og lætur mikið að sér kveða Það er Hið opinbera, Nú er þess uppskerutími. Reyndar hefur Hinu opin- bera verið skipt á útvarpsmáli í tvennt: Stjórnarvöldin og svo Hið opinbera. En í vitund al- mennings er þetta eitt og sama tóbakið. En manni skilst. að út- varpið setji Stjórnarvöldin skör hærra en Hið opinbera. T.d. telur útvarpið sig sjálft til Hins opinbera og þar með tal- inn útvarpsstjórinn. en mennta- málaráðherrann. sem mun vera talinn æðsti stjómandi stofn- unarinnar og auk þess bróðir útvarpsstjórans. mun hinsvegar vera talinn stjórnarvald. Svona er öllu vísdómlega fyrirkomið í henni veröld. En áðurnefndar auglýsingar Hins opinbera gátu hinsvegar ekki talizt neinn gleðiboðskap- ur Þær voru áminningar og aðvaranir til þeirra. sem ekki voru af Hinu opinbera. um að greiða öll gjöid er þeim bar að greið3 til Hins opinbera, og það strax fyrir áramótin. Þess- um áminningum fylgdu svo iðu- lega hótanir um refsingu. ef daufheyrzt væri við kallinu. en einnig stundum nokkra umbun. ef kallinu yrði sinnt fyrir til- tekinn tíma Svona getur boðskapur ára- mótanna orðið ólíkur boðskap jólanna. þótt skammt sé milli þessara tyllidaga. Svo er þó guði fyrir þakk- andi að um áramótin opinber- ast Hið opinbera útvarpshlust- er.dum víðar en ! gervi rukk- arans. Það er einmitt þá sem æðstu fyrirsvarsmenn og fullkomnustu líkamningar Hins opinbera fara á kreik og segja þjóðinni. hverju hún á að trúa hvers hún má vona og hvernig hún á að breyta Það eru hinir stóru fjórir. sem þá flytja þjóðinni þoðskap sinn, og fólkið hlýtur þá það vegarnesti. er endast skal þvi árið út Þessir fjórir áramóta- postular eru svo sem allir vita. forsetinn. forsætisráðherrann biskupinn og útvarpsstjórinn. Forseti Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpið hinu. að hann þykist nú báðum fótum i jötu standa. og geti þar af leiðandi sýnt það. svona á gamlárskvöld að hann hafi efni á að flytja svo.na hógværa ræðu. En vitanlega var ráðherrann við sitt gamla heygarðshom, viðreisnina. Jú. hún hafði svo sem tekizt. viðreisnin sú. að öðru leyti en þvi. að komið hafði upp verðbólga, sem ekki hafði verið reiknað með. En þetta. með verðbólguna. það var ekki stjórninni að kenna, heldur hinum. sem stjórna átti. þeir hefðu ekki þekkt sinn vitjunartíma Þjóðartekjurnar hefðu aukizt. sagði ráðherrann en þó var hann svo heiðarlegur að hann vild' ekki staðhæfa að þessari aukningu hefði verið réttlátlega skipt, af því hann hafði ekki tiltækar tölur. sem gátu sann- Fo.rsetinn var fáorður og hafði fátt til mála að leggja annað en þakklæti sitt til þjóð- arinnar og til þings fyrir að hafa veitt nokkra fjárhæð til bysgingar bókhlöðu að Bessa- stöðum er hafa mætti erlend- um mönnum til sýnis og kom- andi forsetum til yndisauka Þvi miður hafði forseti engar þakkir að bessu sinni að færa érlendum þjóðum og þjóðhöfð- ingium fyrir auðsýnda gestrisni á liðnu ári, því að honum mun ekki hafa fallið neitt slíkt happ í skaut á því herrans ári 1962. Var öll ræöa hans snurðu- laus o? innihélt að mestu frómar óskir og allm.iklar von- ir um gifturika framtíð þjóðar- innar Þó saknaði maður þess að bessari raeðu brá hvergi fyrir hinni góðmann’egu kimni. sem okkar ágæt; forseti lumar á og al’oft bregður fyrir í ræð- um hans. Forsæt»sráðh©rrr» Forsætisráðherrann var einn ig mjög hógvær i sinni tölu næstum virðulegur Skal ósagt látið. hvort þessi brevtta fram- koma stafar af því að maður- inn gerist nú e'limóður oa kveinkar sér þar af leiðandi að standa í stórræðum. eða þá af prédikun trú á guð og allt hans ráð. Hitt. var með meiri ólik- indum, að jafnframt eða kann- ske öllu fremur boðaði hann vantrú á þá mannskepnu, er guð er þó sagður hafa skapað í sinni mynd, endur fyrir löngu. Nefndi hann og ýmis dæmi þess. að ráðagerðir mannanna hefðu mistekizt og verið út í hött og á sandi byggðar. en lét það hinsvegar ógert að benda á nokkurt dæmi um hið gagn- stæða, enda þótt ætla mætt.i að einhver dæmi kynnu að finnast um að jafnvel skamm- sýnum mönnum hefði betur tekizt um giftusamlega Iau=n Smissa mála, mannkyninu öllu til heilla og velfamaðar, en þeir i bjartsýni sinni hefðu nokkura tíma þorað að vona. Við sem í bernsku Iærðum vísu Steingríms: Trúðu á tvennt í heimi, jafnsnemma Faðirvor- inu, eigum ákaflega bágt með að sætta okkur við svona lag- aðan þankagang. Við höfum þrátt fyrir tvær heimsstyrjaldir og aðra óáran sem yfir mann- kvnið hefur dunið síðastliðna hálfa öld. aldrei getað glatað trúnni á manninn og framtíð hans á jörðinni. Það hlýtur að vera mjög dapurlegt hlutskipti. að boða trú á guð meðal þeirra manna, sem boðandinn treysr- ir ekki til annars en tómra ó- gæfuverka. útvarpsstjóri Og sem ég hugleiddi þennan dapurlega nýársboðskap bisk- upsins kom upp i huga mér prédikun sú er ég hafði hlýlt á nóttina áður, áramótaprédik- un útvarosstiórans. Menn' se'gja að áramótaann- álar Vilhjálms Þ. Gíslasonar séu hverir öðrum líkir og það er raunar satt. Og menn halda því jafnvel fram, að þeir séu ómerkilegir, vegna þess hve þeir eru hverir öðrum líkir. En þetta er mikill misskilningur. Þeir eru einmitt merkilegir vegna þess, hve þeir eru á- þekkir frá ári til árs. Hinn sami rauði þráður gengur i gegnum þá alla. Það er trúin á manninn og framtíð hans á jörðinni. Þegar veraldlegir leiðtogar hafa látið hvað ófriðlegast og andlegir leiðtogar hafa örvænt Forsetinn Biskupinn cm framtíð mannanna og ekki átt nógu sterk orð yfir spill- ingu og vantrú mannskepnunn- fir, þá hefur Vilhjálmur staðið sallarólegur framan við hljóð- nemann og boðað trú sína á manninn. látið orð liggja að því, að óveðursskýin myndu greiðast og sólin myndi von bráðar skína á ný. Jafnvel á styrjaldar'árunum glataði Vilhjálmur aldrei þess- ari ró sinni og boðaði óhikað trú sína á framtíð mannsins. Og enn síðastliðið gamlárs- kvöld hélt Vilhjálmur þessari trú sinni á manninn óskertri og boðaði hana ef til vill aldrei betur en þá. Og aldrei hefur verið hægt að ráða það af ræðum Vil- hjálms, að þessi óhagganlega trú hans á manninn hafi staðið guðstrú hans fyrir þrifum. Miklu fremur hið gagnstæða. Skúli Guðjónsson. að það svart á hvítu Hinsveg- ar fullyrti hann, að lífskjör hefðu ekkj versnað og má vera, að það sé ekki fjarri hinu rétta, þótt undarlegt kunni að virðast. En skýringin? Ætli það sé svo mjög fjarri lagi, sem sagt var einhverstaðar í gam- anmálum kvöldsins. að verka- menn gætu náð endunum hér um bil saman. ef þeir ynnu 15 klukkustundir á sólarhring. En riokkuð er víst. að tvennt hef- ur gert viðreisnina snöggt um bærilegri en í öndverðu var ætlað: Óvenjulegt góðæri til lands og sjávar. og svo hitt, að fólk hefur tekið þann kost að leggja harðara að sér en áður fremur en að skerða þau lífs- kiör, er það bjó við og þar með að auka þjóðarframleiðsluna, jafnframt því sem það reyndi að halda í horfinu með eigin efnahag En hvort árgæzkan og dugn- aður fólksins. er verk ríkis- stiórnarinnar og henni verði því að gefa alla dýrðina. það er svo önnur saga og verður hver að trúa því. sem honum þykir tvúlegast þar um. Fararsnið á Gylfa Biskup Eins og að líkum ræður bóðaði biskupinn í sinni nýárs- Það eru ýmis sólarmerki á lofti um það, að Gylfi Gísla- son (sem raunar er Þorsteins- son) búist við að dagar simr fari að styttast í ráðherrastóln- um og e. t. v. hefur hann einn- ið hugboð um það, að íslenzkir kjósendur telji sig geta komizt af án nans. Það hafa verið óskráð lög hjá ráðherrum (þótt hvergi séu lög fyrir því frá Alþingi), að þeir skammti sjálfum sér tollfrjá’sa bíla um leið og þeir velta ur ráðherrastólunum. Gylfi er fyr- irhyggjusamur og aflakló í eig- in fjármálum, sbr. þegar hann ætlaði að verða forstjóri Trygg- ingastofnunarinnar, en skreið þess í stað undir ,.Dunh.it" Thorsaranna og íhaldsins. Nú er Gýlfi búinn að láta kaupa handa sér bíl „Buick-electra” af fínustu og dýrustu gerð, sem framleidd er í U.S.A. og mun verðið vera nálægt hálfri milljón króna. Aðeins skottið á þessum bíl hefur svipaða fyr- irferð og lítill evrópskur smá- bíll. Þetta „dollaragrín” ætlar Gylfi að nota eftir kosningar, þegar hann fer að heimsækja Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Sjómannafélög fyrir sjómenn p’yrirkomulag Sjómannafélags Reykjavíkur á félagsréttindum hefur vakið mikla athygli vegna þeirra blaðaskrifa sem orðið hafa um það mál undanfarið, og munu þeir fáir innan verka- lýðshreyfingarinnar eða utan sem telja það heil- brigt fyrirkomulag eða að slíkt geti haldizt til frambúðar. Þetta virðist einnig ljóst orðið þeim stjórnendum félagsins, sem árum saman hafa verið þar í stjórn og ráðið þar flestum kosning- um fyrir tilstyrk mörg hundruð manna land- liðs, sem núverandi stjórn í félaginu viðurkenn- ir nú opinberlega að þar sé í fullum félags- réttindum, þó enn sé reynt að réttlæta það. Ein- hver brögð eru sjálfsagt að því hjá öðrum verka- lýðsfélögum að þar sé haldið á skrá mönnum sem að réttu lagi ættu að vera farnir úr félag- inu, en hve sérstakt vandamál þetta er í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur verður ljóst þegar at* hugað er, að við stjórnarkosningarnar sem nú er að ljúka eru um 1450 menn á kjörskrá og þar af munu um eða yfir 700 manns vera fólk af öðrum starfsstéttum en þeim sem eðlilegt má teljast að séu fuflgildir félagar í sjómannafélagi! Þegar svo er komið getur það einungis verið tímaspursmál, ef það er ekki orðið nú þegar, að starfandi sjómenn séu beinlínis komnir í algjör- an minnihluta í Sjómannafélagi Reykjavíkur. ^uðskilið ætti að vera hver hætta getur legið í því fyrir stéttarfélög að maður skuli geta haldið þar félagsréttindum ævilangt, hvað svo sem hann fer að starfa og hvernig sem þjóðfé- lagsleg aðstaða hans breytist. Nú getur hver ungur maður sem fer tvær þrjár ferðir á far- skipi eða á síld eitt sumar orðið fullgildur með- limur í Sjómannafélagi Reykjavíkur, og borgi hann gjöld sín og stjórn félagsins lati ekki reka hann úr félaginu, er ekkert því til fyrirstöðu að hann geti verið til elliára í sjómannafélagi, án frekari sjómennsku, ef reiknað væri með svo mikilli þolinmæði sjómanna með þessar fárán- legu reglu um félagsréttindi. eyðijarðiraar, sem „viðreisnin” hefur losað við heimilisfólkið. Sú gamansaga er sögð, er Gyfi var á förum úr vinstristjórn- inni, þá vissi hann ekki strax, að hann mundi fá hlutverk í íhaldsrevíunni, sem hlotið hef- ur nafnið Viðreisn. Sagt er að fráfarandi ráðherrar, auk þess að tryggja sér nýjan bíl, birgi sig flestir vel upp með ■ totl- frjálst tóbak og áfengi (sem aldrei hefur verið lögfest á Al- þingi Islendinga). Eftir að birgðir þessar voru komnar í hús ráðherra, átti ÁVR að hafa hringt til hans og spurt, hvort hann vantaði ekki meira til or- yggis. Þá á Gylfi að hafa saat: „L-átið þið — koma tvo kassa af „Skota”.” E. t. v. verður það svo að „sagan endurtekur sig”, þegar brottförin er ákveð- in — að auk „Skotans” — verði beðið um lítinn bíl í við- bót, því að alltaf getur „Buíck- electra” þótt dýr sé bilað, a. m. k. sprungið dekk, og þá er gott að hafa eitthvað til vara eins og „Skotann” forðum. Við bíðum og sjáum hvað setur. — r. Qnnur sjómannafélög hafa bæ’tt úr þessu og breytt reglum sínum þannig, að fyrir er girt þá freklegu misnotkun fé- lagsréttinda sem viðgengst í Sjómanna- félagi Reykjavíkur, enda þótt tekið sé fullt til- lit til þess að sjómenn haldi félagsréttindum þó þeir fari í land skamman tíma og eins hins að aldraðir sjómenn sem hætta störfum geti not- ið réttinda sem þeim ber. Því hefur verið lýst í „Sjómannablaðinu“, blaði starfandi sjómanna, að á aðalfundinum nú í janúar verði bornar fram tillögur um mikilvægar lagabreytingar sem ætl- að er að koma í veg fyrir framhaldandi og sí- stækkandi landliðshneyksli í félaginu og eins um skýra deildaskiptingu fiskimanna og far- manna innan félagsins. Hvort tveggja eru brýn nauðsynjamál sjómannasamtökunum, og yrðu lagabreytingar í þessa átt tvímælalaust til þess að auka veg félagsins og gera það áhrifameira tæki sjómannastéttarinnar í sókn og vörn. — s. t i i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.