Þjóðviljinn - 17.01.1963, Side 3

Þjóðviljinn - 17.01.1963, Side 3
'mi ni initnii inti*inÉMji>a«i»i l *;•»<»>'. ^5?5S9?5R5353I 111< i ........... SlBA 3 rWa ©@ w&tnt© Bretar aiíld að vera •• ættu að ná til. Hann sagði að Bretar hefðu gengið til móts við .sjónarmið bandalagsríkjanna, en nú væri það þeirra að slaka á kröfum sínum. Landbúnaðarmálin erfiðust Enda þótt samkomulag kynni að takast Um innflutning sam- veldislandanna til Evrópu eftir að Bretar væru gengnir í EBE, myndu ráðherrarnir eiga eftir að leysa annað Qg erfiðara á- greiningsmál: stöðu brezka land- búnaðarins þegar Bretland væri komið í bandalagið. LONDON og BRUSSEL 16/1 — Brezku blöðin telja nú flest mjög litlar líkur á því að samn- ingaviðræður brezku stjórnarinnar við ráðherra Efnahagsbandalags Evrópu muni bera árangur og leggja lítið upp úr yfirlýsingum ráðamanna í öll- um aðildarríkjum bandalagsins nema Frakklandi um stuðning við brezka aðild að því. Þau eru sammála um það að ekki sé við því að búast að de Gaulle láti af andstöðu sinni við aðild Bre,’--’'is að bandalag- inu og þar sem hvert bandalags- ríkið hefur neitunarvald geti de Gaulle hæglega komið í veg fyr- ir brezka aðild. — Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, segir þannig The Times, að de Gaulle muni ekki hvika hársbreidd frá þeirri afstöðu sem hann hefur teki? Og ef svo verður getur Bret’snd ekki . gert sér neinar vonir um að sú gagnrýni sem látin hefur verið í Ijós á afstöðu de Gaulle í fimm aðildarríkjum bandalagsins hafi nokkuð raun- hæft í för með sér. The Guardian sem hefur verið mjög eindregið fylgjandi brezkri aðild að bandalaginu bendir á neitunarvald frönsku stjórnar- innar og gerir sér litlar voinir um að de Gaulle muni skipta Um skoðun. Önnur brezk blöð sem eru fylgandi aðild að EBE eru bo nokkru vonbetri. Daily Telegraph setur traust sitt á bandamenn Frakklands í EBE, en Financial Times gerir sér vonir um að Bandaríkjunum muni takast að neyða de Gaulle til að láta af andstöðu sinni vj,ð inngöngu Breta í bandalagið fhaldsbiaðið Daily Express er þeaar sannfært um að frekari viðræður Breta við bandalagið séu með öllu tilgangslausar og segir bezt að hætta þeim begar í stað og snúa sér að öðrum þarfari verkum. Um það hefur sérstök nefnd sérfræðinga fjallað að undan- fömu, en ekki hafa aukizt líkur á samkomulagi. Franski landbún- aðarráðherrann, Pisani, hefur iýst yfir eindreginni .andstöðu við að nokkuð verði slakað á þeim skilyrðum varðandi land- búnaðinn sem bandalagið hefur þegar komið sér saman um, en þau hefur brezka stjómin talið algerlega óaðgengileg. En við það bætist að formaður sérfræðinga- nefndarinnar, Sicco Mansholt sem jafnframt er framkvæmda- stjóri iandbúnaðardeildar banda- lagsins, hefur lagzt algerlega á sveif með Frökkum í þessu máli, enda þótt hin fimm aðildarríkin hafi lýst sig fús til að slaka á kröfunum. Frosthörkur enn LONDON 16/1. — Ilinir miklu kuldar héldust enn í dag á meg- inlandi Evrópu, allt frá Norður- löndum suður á ltalíu, og ekk- ert sem benti til að bráðlega myndi hlýna aftur í veðri. 1 Hollandi, Þýzkalandi, Belgíu, Sviss, Austurríki, Danmörku, Noregi og Italíu mældist hitinn á hádegi í dag alstaðar fyrir reðan frostmark og sumstaðar var hörkufrost, allt niður í 45 stig . Víðasthvar í svissnesku Ölp- unum var 20 stiga frost og í Bolzanohéraði við ítölsku Alp ana mældist 37 stiga frost. 1 A usturríki gekk á með hríðar- byljum en þar hefur heldur hlýnað í veðri. De Gaulle viss í sinni sök Ummæli sem höfð eru eftir de Gaulle í dag bera með sér að hann hefur ekki í hyggju að fara að annarra ráðum nú frem- ur en endranær. Upplýsingamálaráðherra hans. Peyrefitte, hafði eftir honum. að frgmtíðin yrði aðeins byggð á grundvelli raunveruleikans. Margir væru þeirrar skoðunar í heiminum í dag að bezt væri að loka augunum fyrir raunveru- leikanum og vildu helzt ekki heyra hann nefndan. En sann- leikurinn væri jafnan sagna beztur og því aðeins væri hægt að leggja traustan grundvöll að framtíðinni, að horfzt væri í augu við hann De Gaulle sagði þetta_ ú ráðu- heytisfundi frönsku stjornarinn- ar í dag. Næsti fundur hennar verður haldinn 24. janúar. Viðræður í Brussel Enda þótt þannig séu litlar líkur á því að samningaumleit- anir Breta við Efnahagsbanda- lagið beri nokkurn árangur, er haldið áfram viðræðunn ráðherra þeirra og bandalagsins í Brussel. 1 dag var einkum rætt um þá tillögu Breta að algerlega yrði felldur niður tollur bandalags- ríkjanna á ýmsum vamingi frá samveldislöndunum sem nú er fluttur inn tollfrjáls til Bret- lands Er þama m.a. um að ræða alúminíum. blý zink. blaðapapp- ír, en einnig ýms matvæli. Brezki ráðherrann Heath lagði fram nákvæmlega sundurliðaðan lista yfir 26 vörutegundir eða vöruflokka sem tollaívilnanirnar Harðir bardagar hafa geisað undanfarnar vikur í Suður-Vietnam milli skæruliða þjóðfrelsishreyf- ingarinnar og nersveita einvaldans Ngo Dinh Diem, sem búnar eru fullkomnustu bandarískam vopnum og eru undir stjórn bandarískra herforingja Engu að síður hafa hersveitir stjórnarinn- ar farið miklar hrakfarir í þessum viðurcignum. Myndin sýnir hermenn Diems vaða í land úr 1 bandariskum herflutningaprömmum á Mekongfljóti. Castro í ræðu í Havana Vantrúaður á friðsamlega þróun til sósíalismans HAVANA 16/1 — Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, hvatti í sjónvarpsræðu í dag til einingar innan hinnar al- þjóðlegu verkalýðshreyfingar. Hann kvaðst ekki vilja draga í efa að hægt væri að koma á sósíalisma með frið- samlegu móti, en hann vissi hins vegar ekki til að það hefði tekizt fram að þessu. Castro sem flutti ræðu si'na á kvennaþingi í Havana skoraði á alla byltingarsinna í rómönsku Ameríku að vera við öllu búnir. Hann beindi þeim tilmælum einnig til þingfulltrúa að þær legðu sig alla fram við að fá íjöldann í lið með sér og búa hann undir baráttuna. — Það er alþýðan sem ræður gangi sögunnar, sagði Castro, og því þarf að efla hana til dáða. Ef við hefðum beðið eftir því að koma á sósíalismanum með friðsamlegum hætti, myndum við áreiðanlega enn búa við harð- stjóm Batista. Hér átti sér ekki stað nein friðsamleg þróun. Breyt- ingarnar sem orðið hafa kostuðu stöðuga baráttu. Byltingin verð- ur ekki leidd til sigurs nema alþýðan vilji berjast fyrir henni, sagði Castrc. En Castro lagði jafnframt mikla áherzlu á að hann hefði ekki í huga að blása að glæð um þeirra deilumála sem nú eru uppi í verkalýðshreyfingunni, Hann teldi það skyldu sína að berjast fyrir einingu á grund- velli hinnar marx-lenínistísku baráttuaðferðar . Bandaríkjamenn burt Hann ítrekaði fyrri yfirlýsing- ar Kúbustjórnar að hún myndi aldrei leyfa neinum erlendum aðila að hnýsast í vamarmál sín og hann endurtók kröfumar um að Bandaríkjamenn færu burt með her sinn frá Guantanamo, hættu viðskiptastríðinu og gæfu hátíðlegt loforð um að þeir myndu ekki gera innrás á Kúbu. Framhald af 1. síðu. Afvopnunarmálið Krústjoff sagði að því aðeins væri unnt að komast að sam- komulagi um allsherjar afvopn- un að góð sambúð hefði tekizt með ríkjum heims. Þýzka vanda- málið magnar viðsjámar í heiminum og eykur líkurnar á árekstrum á milli hinna stóru hemaðarbandalaga. Því yrði að eyða ágreiningnum. Sósíalistísku ríkin hafa enga þörf fyrir Vestur-Berlín og það bafa vesturveldin heldur ekki. Þau halda því hins vegar fram að þau verndi frelsi Vestur- Berlínar. Við leggjum því lil að borgarbúar fái áreiðanlegar tryggingar fyrir því að þeir geti búið við það þjóðfélagskerfi sem þeim er mest að skapi. Sam- einuðu þjóðunum ætti að vera falið að annast framkvæmdina og um visst árabil gætu her- sveitir vesturveldanna verið á- fram í Vestur-Berlfn undir fána SÞ. Þarf frekari trygginga við? :purði Krústjoff. Laerdómurinn frá Kúbu Hann sagði að enn hefðu vest- urveldin ekki viljað höggva á þann hnút sem Berlínarmálið væri, en hann kvaðst vera von- góður um að það leystist áður en of langt liði. Báðir aðilar verða að láta stjórnast af skyn- semi, sagði hann. Leiðtogar vest- urveldanna ættu að læra af því sem gerðist á Karíbahafi. Við erum bjartsýnir Margir andstæðingar Sovétríkj- anna viðurkenna, sagði Krúst- joff, að á alþjóðavettvangi geng- ur þróunin sósíalistísku löndun- um í vil. Þó heldur vígbúnaðar- kapphlaupið áfram. Sósíalistísku ríkin og hin nýju hlutlausu ríki ættu að taka höndum saman til að koma í veg fyrir kjamorku- stríð í eitt skipti fyrir öll. Við horfum björtum augum fram á veg. Við höfum enga ástæðu til svartsýni. Við þurfum ekki á neinu stríði að halda. Á þessum stað í ræðu sinni lagði Krústjoff frá sér handritið og sagði eftirfarandi sögu: Ég minnist mjög sorglegs atburðar sem kom fyrir mig í upphafi síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Hers- höfðingi kom að máli við mig og sagði mér að deildarforingi nokk- ur á vígstöðvunum ætti að setj- ast af vegna ódugnaðar. Ég var ekki á sama máli og neitaði. Hershöfðinginn fór samt sínu fram og sagði mér frá þvi síð- ar. Ég reiddist og ásakaði hann fyrir ragmennsku og sagði að honum væri fyrir beztu að skjóta sig. Hann gerði það beint fyrir augunum á mér. Þetta var engin hetjudáð. Það er enginn sérstak- ur hetjuskapur að kunna að deyja með sæmd. Það geta marg- ir. Það skiptir meira máli að kunna að lifa með sæmd. Undanhald auðvaldsins Hann hélt síðan áfram að lesa hina skrifuðu ræðu sína: Heims- valdasinnamir hafa ekki lengur neina einokun á kjarnavopnum og þeir hafa fyrir löngu misst yfirburði sína að koma þeim í skotmark með flugskeytum. Jafn- framt hefur orðið á sú breyting að Bandaríkjunum er ekki leng- ur neinn akkur í landfræðilegri legu sinni. Þau geta nú heldur ekki varizt endurgjaldsárás. Heimsvaldasinnum hefur ekki einungis mistekizt að brjóta kommúnismann á bak aftur, heldur hafa þeir misst tangar- hald sitt víða í heiminum. Sigurganga verkalýðsstéttarinn- ar um allan heim heldur áfram og ekkert mun fá stöðvað hana. Hinn rauði fáni sósíalismans mun að lokum blakta yfir allri heimsbyggðinni. að í Sovétríkjunum hefði verið smíðuð vetnissprengja með 100 megatonna sprengimátt, en það samsvarar sprengimætti 100 miUjón lesta af TNT. Og hann bætti því við að þetta væri eng- in endanleg takmörk fyrir eyði- leggingarmætti slíkra vopna. — Ef slfk sprengja væri notuð í stríði myndi ekki hægt að sprengja hana yfir Vestur-Evr- ópu. Væri hún sprengd yfir Frakklandi t.d. eða Vestur- Þýzkalandi myndi Sovétrikj an- um sjálfum og bandamönnum þeirra stafa hætta af. 1 fyrsru lotu kjamorkustríðs mætti bú- ast við að 70—80 milljónir manna biðu bana. Af þessu mætti Ijóst verða hvílík meginnauðsyn öllu mannkyni það væri að rutt yrði úr vegi ágreiningsefnum stór- veldanna og bundinn endi á vígbúnaðarkapphlaupið. Fyrsta skrefið í þá átt væri að semja um Vestur-Berlín og Þýzkaland. Ágreiningurinn við Kína Krústjoff ræddi sérstaklega um Kúbumálið og sagði að heimsvaldasinnar hefðu í því beð- ið mikinn ósigur. Þeir hefðu r.eyðzt til að skuldbinda eig til þess frammi fyrir öllum heiminum að þeir hættu við fyr- irhugaða innrás sína á Kúbu. Þetta var sigur fyrir sósíalism- ann, sagði hann. í þessu sambandi vék Krúst- joff að ágreiningnum við svo- kallaða marxista og lenínista sem gætu hugsað sér að koma af stað stríði til að brjóta auð- valdsskipulagið á bak aftur. Hann benti á að Bandaríkin réðu nú yfir 40.000 kjamavopnum ýmissa tegimda og spurði hvað menn ímynduðu sér að gerast myndi ef þessum vopnum væri beitt gegn stórborgum og þétt- býlum byggðarlögum. Krústjoff vísaði á bug þeirri tillögu kínverskra kommiinista að kölluð yrði saman ráðstefna forystumanna kommúnistaflokka beimsins til að ræða ágreinings- málin sem komin eru upp milli þeirra. En hann hvatti mjög ein- dregið til sátta og sagði að timi væri kominn til að binda endi á gagnkvæmar ásakanír cg klögumál. Hins vegar væru litlar líkur á því eins og stæði að slíkur fundur forystumanna kommúnistaflokkanna myndi bera nokkum árangur. Deilur innan hinnar alþjóðlegu verka- lýðshreyfingar væru engin nýj- ung. Kommúnisminn væri held- ur ekkert trúfélag sem setti þá utangarðs sem ekki fylgdu helgisiðum. Við höfum átt í deil- um við Júgóslavíu, en það land er engu að síður sósíalistískt. Og sama máli gegnir um Alb- aníu. Við erum ekki sammála albönsku leiðtogunum, en í Albaníu ríkir samt sósíalismi. Hann er undir því kominn í hverra höndum framleiðslutæk- in eru. Enginn einn kommúnistaflokk- ur getur tekið sér vald til að segja öðrum flokki fjrrir verk- um og hvemig hann skuli bregð- ast við þeim sérstöku vanda- málum sem hann hefur við að stríða. Hver flokkur um sig er bezt fær um að dæma um hvemig hann skuli haga bar- attunni, sagði Krústjoff. Krústjoff lagði mikla áherzlu á þær hryllilegu hörmungar sem kjamorkustríð myndi leiða yfir mannkynið. Hann skýrði frá því Fullgerðum íbúð- um fækkaði um 400 Meinleg prentvilla varð í fyr- irsögn á viðtalinu við Guðmund Vigfússon er birtist á 2. síðu blaðsins í gær. 1 yfirfyrirsögn- inni stóð, að fullgerðum íbúðum í Reykjavík hefði fækkað um 300 síðan 1957 en eins og fram kom reyndar í greininni sjálfri er fækkunin 400 íbúðir en ekki 300. V * i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.