Þjóðviljinn - 17.01.1963, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 17.01.1963, Qupperneq 9
Fimmtudagur 17. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA 0 A thugasemd skipa skoðunarstjórans Hvað veldur því að menn drekka áfengi? Áð sjálfsögðu eru á- stæðurnar margar og einstaklingsbundnar, en ofdrykkjunni hefur kannski ekki verið lýst betur og einfaldar en í ævintýrinu um litla prinsinn, sem á geim- ferðalagi sínu kemur á litla stjörnu, sem byggð er ofdrvkkiumanni. Hann spyr hinn óláns- sama mann: „Hvers vegna drekkur þú?“ „Vegna þess að ég er svo hryffgur.“ svarar sá fulli. „Og liversvegna ertu svona hrygeur?“ „Vegna þess, að ég drekk.“ Nýlega kom út í Danmörku bók um áfengi, þ.e. um hinar þjóðfélagslegu orsakir og af- leiðingar áfengisneyzlunnar. — Margir færir vísindamenn hafa lagt hönd á plóginn, en ritstjóri verksins er Svend Skyum-Nil- sen. Mun þetta verða ein fyrsta tilraun Dana í þá átt að gera sér grein fyrir áfengisvanda- máli sínu, líkt og gert hefur verið í Svíþjóð og Finnlandi. I sambandi við norræna rannsókn á áfengisneyzlu æsku- fólks árið 1960 kom í Ijós að af dönskum drengjum á aldrin- um 14—15 ára höfðu 38% aldrei bragðað áfengi; á ald- ursstiganum 16—17 ára var hundraðstalan komin niður í 18%, og á meðal hinna 18 —19 ára gömlu var hundraðs- talan komin niður í 11%. Áfengisneyzla stúl’kna á þess- um aldursskeiðum var ekki rannsökuð. Sambandið milli áfengis- neyzlu og glæpa er og tekið fyrir og kemur í ljós að það er miklu flókara eða vafasamara en almennt er álitið. Glæpa-^_ hneigð er algengari meðal hinna yngri, drykkjusýkin kemur seinna í lífinu. Drykkjusjúkir afbrotamenn eru venjulega eldri að árum en hinir. Höfundur þessa kafla, dr. juris Karl O. Christiansen dósent, vfkur éinn- ig að bandarískum rannsókn- um, sem eiga að sýna að böm- um, sem ' alin eru upp hjá drykkjusjúkum foreldrum, sé hættara við að verða sjálf á- fengissýkinni að bráð, heldur en ef þau væru tekin og alin upp á heimili eða hæli. Til- gangurinn með þessari rann- sókn var að sýna fram á að drykkjusýki sé ekki arfgengur sjúkdómur. Þá segir, að þó að samheng- ið milli þess að vera drykkju- maður og afbrotamaður, sé mjög vafasamt, sé sambandið milli þess að vera drykkjumað- ur og fórnardýr glæpamanna augljóst. Drukkinn maður er auðveld bráð ræningjanna oe er vikið að Nýhöfninni í Kaup- mannahöfn í bví sambandi. Ennfremur eru í bókinni kaflar um áfengi og akstur útbreiðslu áfengisneyzlunnar oe bjóðfélagslegar afleiðingar hennar.áfengislöggjöfina á liin- um Norðurlöndunum, umönnun áfengissjúklinga í Danmörku. drykkjuskapinn í Grænlandi og bindindishreyfinguna í Dan- mörku. 1 dómi um bókina, sem birt- ist í Information nýlega. segir að þrátt fyrir miklar og lærð- ar tilraunir til að skýra fyrir- brigðið „drykkjuskap" og sál- greina þá tegund manna sem ajmennt eru kallaðir „drykkju- menn“, séu menn í rauninni engu nær. Minni það helzt á söguna sem sögð var í upphafi þessa máls. Þjóðviljamun hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá skipaskoðunarstjóra vegna fréttar er birtist fyrir skemmstu í blöðum og útvarpi um inn- flutning fiskibáta úr tré frá Sovétríkjunum: „Vegna fréttar um innflutn- ing 20 rússnekra tréfiskibáta, skal eftirfarandi tekið fram: 1) Skipaskoðun ríkisins leyfði með bréfi dags. 27. des. 1961. innflutning á einum þessara rússnesku báta til reynzlu gegn því skilyrði að hann yrði styrktur og endurbættur, ef með þyrfti að skoðun lokinni. þegar hingað kæmi, til að jafn- ast á við íslenzkar styrkleika- kröfur. 2) Þegar bátur þessi kom til landsins. kom í ljós, að hann er fjarri því að jafnast á við styrkleika samkvæmt íslenzk- um reglum. M.a. reyndust böndin vera of grönn og sam- límd furubönd, en ekki úr eik. og því lítið naglhald fyrir sléttsúðaðan byrðing. Ákveðið var að styrkja bönd- in hér með stálplötum og bolta í gegn yfir kjöl. Hinsvegar er^ miklum vandkvæðum bundiö að styrkja bát að ráði. sem þegar er smíðaður, nema að endursmíða að miklu leyti. Jafnvel eftir þessar styrking- ar, gerðar samkvæmt kröfu Slcipaskoðunarinnar. og leyfð- ar aðeins á þessum eina bát, þá er styrkleiki þessa báts enn engan veginn eins og íslenzkar reglur krefjast. Skipaskoðunin hefur þv£ ekki samþykkt fleiri báta af þessari gerð, enda eng- ar teikningar borizt til sam- þykktar, né tilmæli um neitt samþykki. 3) Ef í pöntun eru nú 20 bát- ar þessarar gerðar í Rússlandi fyrir íslenzka aðila, eins og komið hefur fram í nokkrum dagblöðum og útvarpinu, þá er það án vitneskju og án heim- ildar Skipaskoðunar ríkisins. En án hennar samþykkis fæst að sjálfsögðu ekki íslenzkt haf- færisskírteini, né möguleiki á að skrá þessa báta hér á landi. 4) Um báta smíðaða fyrir ís- lenzka aðila gilda að sjálfsögðu sömu reglur, hvar sem þeir eru smíðaðir. Það væri því auðvitað ekkert því til fyrirstöðu, ef hagkvæmt þætti fjárhagslega, að smíða béta samkvæmt íslenzkum reglum í Rússlandi, að því tilskyldu, að þeir væru smiðaðir samkvæmt teikning- um viðurkenndum af Skipa- skoðun ríkisins, og undir eft- irliti meðan á smíði stendur, svo sem annarsstaðar er“. unar. Þessar óvæntu sagnir komu vestri í töluverða geðs- hræringu og þvi gat hann Getur þú unnið fjögur fkki stj1U siS-, han® hjörtu á eftirfarandi spil?; Á 9-8-G-4 V ekker ♦ A-6-5-4 * K-6-5-4-3 A ekkert A A-K-D-7- V K-G-9-7-5- 5-2 4-3 ♦ D-G-10-9 * 9-7 kom fram á öllum jarð skjálftamælum í innan við 200 metra fjarlægð. Hið yfirvofandi blóðbað sýnist stórkostlegt. En er það? Þið ráðið hvort þið trúið því, en suður getur unnið spil- ið gegn hvaða vörn sem er. Útspilið er tíguldrottning, sem drepin er á kónginn. Síð- an spilar sagnhafi laufás og kóng og trompar tígul, en all- an tímann verður vestur nátt- úrlega óþolinmóður, að fylgja lit. Suður á nú eftir þrjá spaða- tapara og A-D-10-8 í trompi, en vestur er altrompa. Suður spilar nú spaða, og vestur verður að trompa og spila upp i trompgaffalinn. Þetta endurtekur sig þrisvar sinn- um og spilið er unnið. Eftir fimm umferðir í Bridge- Norður á of veik spil til féiagi kvenna er staðan þessh þess að segja tvö lauf. Austur Sveit: V ekkert «• 8-7-3 * D-G-10-8 A G-10-3 V A-D-10-8-6-2 ♦ K-2 Jf, A-2 Staðan er n—s á hættu og suður gaf. Sagnir voru eftir- farandi: Suður Norður 1 hjarta 2 lauf 4 hjörtu Allir pass Vestur Austur pass 3 spaðar DOBL Stig: 29 stekkur í þrjé spaða til þess 1. Laufeyjar Þorgeirsd. að gera andstæðingunum erf- 2 Eggrúnar Arnórsdóttur 26 iðara fyrir. en suður lætur 3. Elínar Jónsdóttur 19 ekki trufla sig og segir fjögur 4. Rósu ívars 17 hjörtu áp hræðslu og yfirveg- 5. Þorgerðar Þórarinsd. 16 SKÁKÞÁTTUR *£» Ritstjóri: Sveinn Kristinsson. Frá Olympíuskákmótinu RaMRMMmnumnmmmmmnmmammB E.ÍÖRG CUÐMUNDSDÓTTIR frá Bvggðarholti Lóni qndaðist í Landsoítalanum hinn 15. þ.m. Kveðjuathöfr verður HaLgrímskirkju n.k. fpstudag kl. 10.30 K.h aðstandenda Sigríður Ecnediktsdóttir. Eftirfarandi skák er tefld á Olympíuskákmótinu í Búlgaríu í haust. Austurríski meistarinn Diick- stein fer þar heldur ómjúkum höndum um tékkneska skák- fræðinginn Pachmann. Hvitt: Duckstein. Svart: Pachman. SIKILEYJARVÖRN 1. e4, c5 2. Rf3, Rc6 3. d4, cxd4 4. Rxd4, e6 5. Rc3, Rc7 (Skékfræðingurinn Pachmann heldur sig við tízkuna. Kerfi það, sem hann beitir nýtur mik- illa vinsælda upi þessar mund- ir og hefur þó gefizt misjafn- lega vel). 6. Be3, a6 7. Bd3, Rf6 8. 0—0, Rxd4 4. Bxd4, Bi5 (Allt gengur eins og í sögu fyrir Pachmann. Svo er að sjá sem hann muni ná tafljöfnun með auðveldu móti. Til dæmis væri það einungis svörtum til hagræðis ef hvítur dræpi ridd- arann á f6). 10. Bxc5, Dxc5 11. De2, d6 12. Khl, b5? (Þama bregst skákfræðingn- um bogalistin. Hann átti að koma kóng sínum í skjól og hróka. Staðan er þess eðlis, að hann getur ekki leyft sér að draga þá athöfn á langinn). 13. f4 (Dúckstein sækir fram. og ekki er erfitt að koma auga á, hvaða marki hann stefnir að. Hann sækir að höfuðstöðvum svarta kóngsins). 13. — — Bb7 14. e5, dxe5 15. fxe5, Rd7 (15.-----Rd5 strandar á 16. Re4 og síðan Rd6f). 16. Ha—cl, b4? (Nú voru siðustu forvöð að hróka. Það hljómar næsta ó- trúlega, að handhafi svörtu mannanna skuli vera þekktasti skákfræðingur í heimi). 17. Re4, Dxe5 18. Dd2 (Hótar að vinna drottning- una með 19. Rf6t). 18. -----Dc7 (Trauðla átti svartur betri leik. Eftir 18.----Dd4 gæti komið 19. Hf4. Db6 20. Rg5. Rf6 21. Hxb4 o. s. frv.). 19. Dx4b. Bxe4 (Svartur fékk ekki lengur umflúið þessi skipti). 20. Dxe4, Rb6 21. a4! (Ekki á af Pachmann að ganga. Nú hótar hvítur a5. Rd5, c4 og vinnur mann). 21. -----Dd7 (Hugmynd Pachmanns er þessi: 22, a5, Rd5 23. c4, Rc7 og svartur sleppur. En Dúck- stein er ekki á því að sleppa honum svo ód-'ú-t). 22. c4, Hb8 23. a5. Ra4 24. Rc2! (Hótar 25. Bxa4, Dxa4 26. Hxf7, Kxf7 27. Dxe6f, Kf8 28. Dd6f og vinnur). 24.-----Rxb2 25. Ilbl (Nú hótar hvítur De5. Svart- ur hindrar það með næsta leik sínum. en veður þá úr ösk- unni í eldinn. Skárst var 25. -----Dd6). 25. -----f6 (Dúckstein rekur nú smiðs- höggið á skákina með snagg- aralegum og fallegum leik). 26. Ba4! (Svona eiga biskupar að vera! Sýna af sér ofurlitla fórnfýsi). 26. -----Dxa4 (Ekki var um annað að ræða fyrir svartan). 27. Dxe6t, Kd8 (Ekki bjargar 27.------Kf8. Þá kæmi 28. Hxf6t gxf6 29. Dxf6t. Kg8 30. Dg5t, Kf8 31. Hflt og svartur verður fljót- lega mát). 28. Dd6f, Kc8 29. Hf5! Og Pachmann gafst upp, því engin vörn er til gegn hótun- inni Hc5t. Skáktímarit í þrengingum? Óstaðfestar fregnir hafa bor- izt um það, að tímaritið „Skák“ eigi í einhverjum þrengingum og sé jafnvel tví- sýnt um útkomu þess í fram- tíðinni. Þetta eru slæmar frétt- ir, _ef réttar reynast. Á síðastliðnu sumri tóku 3 ungir mannvænlegir skákmenn við rekstri og útgáfu blaðsins, fullir af áhuga og athafnaþrótti. Hafa komið út 4 blöð á þeirra vegum, og þótt nokkur byrj- endamörk yrðu greind á stöku stað, þá munu skákmenn yfir leitt hafa verið ánægðir með eíni og frágang blaðsins. Munu þeir hafa aflað sér allmargra nýrra áskrifenda. En nú telja menn, að ein- hver snurða sé hlaupin á þráð- inn og vandséð sé um reglu- lega útgáfu blaðsins í framtíð- inni. Útgáfa skákblaðs hérlendis er annars vandaverk og oft vanþakklátt og ekki gróðafyr- irtæki. Þeir sem að slíku standa fá oft lítið fyrir sína vinnu sem er þó erilsöm og nostursrík. Nokkurn styrk mun Skák- sambandið hafa veitt til útgáfu blaðsins. en sjálfsagt hvergi nærri nægan, enda er sam- bandið ekki fésterkt. Kannske hafa skákmenn almennt, þú og ég, ekki lagt sig nægjanlega í framkróka til að afla blaðinu áskrifenda til að reyna að tryggja efnahagslegan grundvöll þess. Bítur þá sök sekan, ef við eigum að sjá af blaðinu vegna þeirrar vanrækslu. Annars er þættinum ekki kunnugt um hvort fjárhagserf- iðleikar standa í vegi fyrir á- framhaldandi útgáfu blaðsins eða hvort ágreiningur hefur risið meðal úgefenda um rekst- ur eða efnistilhögun blaðsins. En hvort heldur er þá er illa ef Skákblaðið hættir að koma út, þótt ekki sé nema um stundarsakir. Það er metnað- armál íslenzkra skákmanna. að út sé gefið skókblað á móður- málinu og mikilvægt til upp- fræðslu yngri kynslóðarinnar. Eg er þess fullviss, að flest- ir skákunnendur taka undir eftirfarandi ósk á hinu nýbyrj- aða ári og vilja gjarnan styðja hana með nokkrum aðgerðum: „Tímritið „Skák“ lengi lifi“. Framhald af 8 .síðu hækkun á slysatryggingu sjó- manna. Á þessu ári var háð verkfall sjómanna á togurunum, er var lengsta , sjómannaverkfall, sem háð hefur verið hér á togurunum, eða 131 dag. Samningar togarasjómanna höfðu staðið lítið breyttir í þrjú og hálft ár, og fiskverð til þeirra var enn kr. 1.66 pr. kg, af þorski, eins og það var árin 1959 og ’60. Meðan á togaraverkfallinu stóð, gerði Félag ísl. botnvörpu- skipaeigenda tilraun til að fá Al- þingi til að breyta lögunum um hvíldartíma á togurum, þannig, að hinn lögákveðni hvíldartími yrði styttur úr 12 klst í 8 klst. á sólarhring. Þessi aðför að réttindamálum togarasjómanna strandaði á Al- þingi, enda komu strax fram við þingið eindregin og almenn mót- mæli bæði frá félagssamtökum sjómanna, Alþýðusambandinu og fjölda annarra félaga. Eftir hið langa togaraverkfall voru samningar gerðir um kjör á togurunum, sem talið er að feli í sér að meðaltali um 20% hækk- un frá fyrri kjörum. Að deilunni um kjörin á togur- unum stóðu öll þau félög, sem samningsaðild eiga um þau kjör, og var samstaða félaganna góð. Kjarabarátta sjómannasam- takanna og hinar hörðu deilur hafa þannig að mestu leyti ver- ið vamaraðgerðir gegn því, að áður fengin kjör yrðu stórkost- lega rýrð, og löngu viðurkennd réttindi felld úr gildi, eins og 12 klst. hvíldin á togurunum. Þó að í tveimur af hinum f jór- um stóru deilum sjómannastétt- arinnar til varnar kjörum sínum hafi samstaða félaganna brostið, til stórtjóns fyrir samtökin og kjör sjómanna, telur þingið, að ekki sé rétt að hverfa frá því, að félögin skipi sér sem flest saman i kjarabaráttu sjómanna, í trausti þess, að betur takist eft- irleiðis, og með hliðsjón af því, að útgerðarmenn á einstökum útgerðarstöðum virðast hafa bundnar hendur af forustu L.I.Ú., beri að vinna að því áfram að fylkja félögunum saman til átaka um, að ná því aftur, sem tapazt hefur, og sækja fram til bættra kjara. Þá vill þingið lýsa hörðustu mótmælum sínum gegn aðförum ríkisstjórnarinnar að láta hafa sig til slíkra verka sem gerðar- dómurinn í síldvetðideilunni var, og að nota þannig vald sitt til að gefa út brkðabirgðalög til að- stoðar samtökum útgerðarmanna til að rýra stórkostlega áður um- samin kjör sjómanna, einmitt þegar sýnt var að útgerðarmenn voru að bila í baráttunni og setja skip sín út til síldveiðanna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.