Þjóðviljinn - 05.03.1963, Page 5

Þjóðviljinn - 05.03.1963, Page 5
T Þriðjudagur 5. marz 1363 Þ.TÓÐVILJINN Haraldur Guðmundsson meistari svartlistar og hljómlistar ræðir um menningarlíf í dag Hann hefur bréf upp á hina svörtu list, og fremurhanaflesta daga. En jafnframt því að prenta blöð og bækur (og þýða þær sjálfur) stjórnar hann kór, dans- hljómsveit og lúðrasveit — hjálpar jafnvel sinfóníuhljóm- sveit suður í löndum! Haraldur Guðmundsson — Svartlistarmaðurinn verður að fynirgefa þótt hér birtist mynd er var „stoiið" at honum ofan við flæðarmálið — það var ekki á ->nn- arri vöi. Prentsmiðjan I flœðarmálinu Þessi óvenjulegi maður héit- ir Haraidur Guðmundsson. Hann er þó ekkert óvenjulegur ■ í útliti; þrátt fyrir alla svart- list og tónlist hefur hann hvorki safnað atómillhærum á andlitið né kjálkahýung eftir tízku Gríms Thomsen. Svart- list á hér ekkert skyli við neina tegund myndlistar, held- ur er orðið notað í þeirri merk- ingu sem prentarar (eða a.m.k. hluti þeirra,) notar það, svartlist þýðir hér það sem á lagamáli mun kallað prentiðn. Það var rétt ofan flæðarmáls í Norðfirði sem ég hitti Har- ald á s.l. sumri. Langt, mjög langt var þá liðið frá því við höfðum sézt síðast. Hitt vissi ég að orðstír hans hafði borizt um alla firði austur þar við hurfum inn í fornlegt hús á sjávarbakkanum, þar inni hið gamalkunna hljóð sem fylgir því að prentað mál verður til. — Hve lengi ertu búinn að vera hér, Haraildur? — Hér er ég búinn að hanga í átta ár — ætlaði fyrst ekki að vera nema 2, kannski 3 í mesta lagi. — Kanntu vel við þig? — Já, blesaður vertu, ann- anrs væri ég ekki héma. Þetta er sérstak ágætisfólk hériNes- kaupstað. — En hvað ert þú að gera með prentsmiðju hér. Láta menn sér ekki nægja Reykja- Víkurblöðin? — Er annars nokkur bókabúð hérna? — Já, það er ein bókabúð í bænum. Það sem ég vinn við er fyrst og fremst blöðin tvö Austurland, vikublað sem Sósi- alistaflokkurinn gefur út og Austri, hálfsmánaðarblað sem Framsóknarflokkurinn gefur út. Fvo var annað hálfsmánaðar- blað sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf út, Þór, sem sérlegur sendi- maður íhaldsins og erindreki ó Austurlandi stjórnaði, en svr gaíst hann upp á öllu sama' og fór — og þá dó blaðið. —■ Þetta eru einu blöðin ■ Austurlandi, og hér er eina prentsmiðjan á Austurlandi. — Ekki „lifir“ prentsmiðja á einu vikublaði og hálfsmánað- arblaði. —-Nei, en svo er það smá- prentunin fyrir ýmis fyrirtæki. Allflest fyrirtæki á Austfjörð- um skipta við prentsmiðjuna hér — nema þá helzt kaupfé- lögin. — Og nóg að vinna við þetta? — Já, það er alltaf nóg að prenta. Svo gefum við út hálfs- mánaðarrit fyrir krakka, myndasögur, — hetjusögur af gömlum köppum. Hróa hetti o. fl. Og svo sýnir Haraldur mér litskrúðugt hefti — sem líta mátti í bókabúðum víða um land. — Hvað — ekki prentið þið í lit? — Jú, við litprentum hér líka. Við prentuðum hér skáldsögu (reyfara) í fyrra, sem ég raun- ar þýddi sjálfur af því ég hafði þá ekki meira að gera, — og meir að segja Norðfirðingur: Sveinn Vilhjálmsson, teiknaði kápuna! — Er þetta fyrsta bókin sem þið prentið hér? Já, þetta er fyrsta bók Nesút- gáfunnar. Hún var eiginlega til- raun til þess að ganga úr skugga um hvemig okkur tæk- ist að prenta bækur héma. — Segðu mér, koma þessi blöð hér reglulega út? — Já, Austurland; það hefur kornið út á annan áratug. — Hvers verk er það fyrst og fremst? — Bjami Þórðarson er rit- stjórinn, og blaðið er fyrst og fremst hans verk. Hannerfljót- ur að skrifa og veit ævinlega hvað hann ætlar að segja, enda er það ' heppilegra, margir munu eiga erfitt með að skilja hvenær sá maður hefur tíma ti að sinna blaði. En hann geri’ það samt með ágætum, blaði' kemur reglulega út — og fól’ hér myndi sakna þess illiler ef það hætti að koma út. — Þetta er fornlegt pren smiðjqhús; það hefur vafalau margt gerzt í svo gömlu húsi - .veiztu nokkuð um þetta hús? — Já, sögu þessa húss þekki ég nokkuð; hér var billiard- stofa, matsala, íbúð og gott c.f ekki .... — Vinna fleiri en þú hér? — Já, strákurinn minn, hann er að læra prentverk. — Hefurðu tekið fleiri nem- endur? — Já, ég hef útskrifað einn nemanda, — en prentara- stéttinni mun ekki haldast á honum. — Hvers vegna ekki? — Eg kenndi honum músík líka, á trompet. Og svo fór hann á tónlistarskóla í Vín þeg- ar hann hafði fengið sveins- bréf í prenti! — Er hann þá efnilegur tón- listarmaður? — Já, hann er mjög efnilegur strákur s. 1. humar lék hann í sinfóníuhljómsveit einhvers- staðar í ölpunum. — Hvað heitir þessi náungi? — Lárus Sveinsson, hann ar af svonefndri Lárusarætt hér, það er mjög du^legt fólk og vel gefið. Eg hef ekki þekkt dug- legri dreng en þennan Lárus. Hann vann hér í prentsmiðj- unni til kl. 5 á daginn, þá fór hann og æfði sig á hljóðfæri til kl. 7. Eftir matinn byrjaði hann aftur og var að til kl. 10. Hann æfði þannig 4—5 stundir á dag — auk vinnunnar í prent- smiðjunni. — Mér skilst að allir hér hafi mjög langan vinnudag, — er ekki erfitt orðið að halda uppi félagslífi? — Það er alltaf mikil vinna í þessum bæ. Það er því óskap- lega erfitt að halda uppi félags- lífi, eins og það þyrfti að vera. Menn verða nú orðið að vinna myrkranna á milli til að hafa í sig og á, og mega því ekki vera að því að sinna hugðar- efnum sínum. — Ert þú samt ekki með hljómsveit ennþá? — Jú, ég er með lúðrasveit núna, og þegar félagsheimilið | opnaði 1961 byrjaði ég aftur j með danshljómsveit. Eg hafði alveg lagt dansmúsík á hilluna í 3 ár. — Eru margir í lúðrasveit- inni? — I Lúðrasveit Neskaupstaðar eru 16—18 menn. Þeir koma og fara eins og gengur. —Þarftu ekki að byrja á að kenna þeim? — Jú, ég verð að kenna flest- um þeirra. Það er frekar erfitt að halda uppi hljómsveit hér, en það sem bjargar er hve á- hugi þeirra er góður. Það var einu sinni sagt að hér þýddi ekki fyrir skip að koma þau kvöld sem væri lúðrasveitaræf- ing — þá mætti enginn vera að því að afgreiða skip! — Og svo varstu einhvern- tíma með kór líka? — Já undanfarna vetur hef ég æft 30 manna karlakór. — Það hlýtur að vera krafta- verk að koma öllu þessu í verk. — Nei, það er ekkert krafta- verk. Það er hægt að afkasta svo miklu meira í svona bæ heldur en Keykjavík. — Hvernig má það vera? — -Það gera fyrst og fremst vegalengdirnar sem orðnar eru í Reykjavík, og svo er það minna sem glepur fyrir hér en í Reykjavík. Hér glata menn síður tímanum í að elta reyk og vindaský. — Það fréttist einhverntíma suður um hljómleikaför ykkar? — Já, við héldum sameigin- lega tónléíka í fyrra, lúðrakveit- in og kórinn, bæði á Eskifirði og Seyðisfirði. Kórinn kom fram sjálfstæður og einnig iúðrasvéitin og svo sameigin- lega. Við fluttum þá klassísk lög m. a. úr óperum, með und- irleik lúðrasveitarinnar. — Hér er allt á sjávarbakk- anum — líka prentsmiðjan. — Já, áður sá ég þorskana synda í sjónum útum gluggann hjá setjaravélinni. En svo var gerð þarna uppfylling og geymslupláss, svo síðan sé ég aðeins þá sem ganga á landi. — Er þá ekki fullt af falleg- um síldarstúlkum við glugg- ann? — Nei, blessaður vertu, þetta er bara tunnugeymsla! — O — Við þökkum Haraldi Guð- mundssyni Það hefur sannar- lega verið mikill hamingjudag- ur fyrir Norðfinrðinga þegar hann steig þar fæti á land. J.B. jarni Þórðarson. — Hann mun vera einn önnum kafnasti maðui Neskaupstað; þess vegna gengur það kraftaverki næst að hann skuli líka hafa haft tíma til að stjóraa blaði i 13 ár. i SÍÐA g Heimsfrægur vísindamaður beitir sér fyrir friðarsamtökum Takmarkið er ævarandi friður Maður heitir Szilard. Hann er heimsfrægur vfsindamaður og vann sér það m.a. til frægð- ar, að hjálpa Einstein með bréfið, sém hann skrifaði Eisen- hower í því skyni að sannfæra hann um það, að nauðsyn bæri til að hraða allt hvað af tæki kjarnorkurannsóknum og smíði atómsprengjunnar. Szilard og Enrico Fermi höfðu þá í sam- einingu framkvæmt hina fyrstu kjarnorkusprengingu. Vísinda- menn þessir höfðu þann grun staðfestan, að Hitler hygði á hið sama og væri byrjaður að safna sér úraníum. Hvorugum þeirra bauð í grun, hvað af mundi hljótast. Að vísu vissu þeir þá nauðsyn brýnasta, að stöðva Hitler, en munu í einfeldni sinni hafa haldið að aldrei þyrfti framar til þess ama að taka í alvöru. Þar skjátlaðist þeim. Vaknaði við vondan draum Szilard vaknaði við vondan draúm við hávaðann af bomb- unni í Hirosima. Hann hófst þegar handa að stefna saman á fund þeim vísindamönnum, sem málsmetandi voru í þessu sam- bandi, ef vera mætti að unnt yrði að kveða niður þennan voðalega draug, sem vísindin höfðu vakið og síðan fengið stjórnmálamönnum í hendur. Æ síðan hefur hann verið vak- inn og sofinn við að reyna að finna ráð sem dugir, því að all- ar tilraunir til að koma á friði hafa hingað fcl runniö út í sandinn. En Szilard lætur sér ekki segjast, því að honum lízt ekki á blikuna, þar sem vopnafram- leiðslan tvöfaldast á fimm ára fresti, og 10.000 kg af sprengi- efni (kjama- og vetnisorku) koma á hvert af hinum 3000- 000.000 mannsbömum jaröar- innar. Og að tíu árum liðnum verður þessi eign stórvelda, stórkapítalista og stórpólitíkusa, orðin svo ofboðsleg, að líkurnar fyrir því að slysið mikla hljót- ist af, jafnvel fyrir hreina og beina handvömm, fara að nálg- ast fullvissu. Það er um tvennt að velja ,að stöðva þetta óféti, eða bíða þess sem annars er óumflýjanlegt: að yfir taki, að heimsbyggðin farizt öll. Spítalinn reyndist bröngur Samtök um kosningasjóð Síðan sneri Szilard heim og tók sér sæti ,eða stöðu, þar sem ætlun hans er að starfa það sem eftir er; í fordyri hótels nokkurs, en þau kallast lobby á amerisku, og eru þar flest ráð ráðin sem mikils eru talin verð. Og hefur hann mikil ráð í huga, svo að ekki hafa aðrir önnur stærri. Honum sýn- ist sem flestum, að öll friðar- ráð hafi á því strandað, að stjómmálamennirnir, sem lík- lega hafa ekki allir meira vit en guð gaf þeim, virtu þau að vettugi, gáfu þeim ekki gaum. Og við leit sína að svarinu við því hvemig þessum fá- menna hópi að tiltölu, sem læt- ur sig málið nokkru varða, megi takast að ná tangarhaldi á stjómmálamönnum og hafa vit fyrir þeim, þóttist hann að lokum finna, hvemig hengja skyldi bjölluna á köttinn. Það er opinbert leyndarmál, að kosningar í Bandaríkjunum vinnast einkum með stórum peningjagjöfum í kosningasjóði og því tilstandi öllu, sem komið er af stað með afli þessara hluta. Hann komst raunar að þeirri ömurlegu niðurstöðu, að með engu móti muni vera hægt að ná áheyrn stjómmálamanna, ef ekki er komið á fund þeirra með fullar hendur fjár. Þess vegna snýr hann hér til allra, sem vita hvað í húfi er* og segist vpita þess að þeir láti af hendi rakna sem svarar tveim af hundraði af tekjum sínum, og geti þá, þó ekki séu nema 150.000 manns um þetta orðið úr þessu svo álitleg fúlga, að takast mætti að kveða sér hljoðs og koma á samtökum valdra manna til að finna úr- ræði, og koma þeim í fram- kvæmd. Tvö ár liðu svo frá því að Szilard fór af spítalanum, að ekki bólaði neitt á veikindun- um, en fleiri og fleiri gengu í þessi samtök og þau efldust og efldust. Ekki geta þetta kallast stjómmálasamtök, heldur sam- tök til friðar, og útrýmingar stórstyrjalda. Þess ætti ekki að vera langt að bíða, að því verði lýst yfirj að hver frambjóðandi, sem vilji beita sér fyrir þessu málefni, geti fengið fé úr stjóði samtak- anna, svo ótæpt, sem hann óski,- til kosningabaráttunnar. Myndu engu tapa Næstu tíu árin skera úr, segir Szilard, en sjálfur átti hann fyrir fjórum ámm ekki von á lengri fresti en einu ári, því að krabbameinið hafði þá heltekið hann, og hugði honum þá éng- in læknir líf nema kona hans. Hún lét beina tveggja milljóna volta röntgengeislum að mein- inu, og fór það þá, flestum til mestu furðu, að hjaðna. En óðar en heilsa vísindamannsins styrktist, fór hann að sinna á- hugamál sín og það af því- liku kappi, að spítalinn varð honum of þröngur, og hlaut hann að fara heim. Fyrsta verk hann var að sitja svokallaða Pugwash-ráðstefnu, hina sjöttu. ;em þá var haldin í Moskvu. Þar átti hann tal við marga ússneska atóm-vísindamenn, og varð þess nú var, að þeim hafði snúizt hugur, því áður höfðu þeir einungis verið fylgjandi stöðvun kjarnorku- og vetnis- vopna, en vildu nú ólmir stöðvé allan vígbúnað, því að þeim bótti sem ekkert annað dyggði. auk þess sem þeim blöskraði tilkostnaðurinn. Szilard er það Ijóst, að ekki nægir að heimta frið skilmála- laust. Við skyndilega og algera afvopnun mundi fjármálakerfi Bandarikjanna lamast, þvi að vígbúnaðurinn er hið lang- stærsta af öllum fyrirtækjum og gleypir árlega 2—3 milljónir milljóna (í íslenzkum krónum). Þessvegna verður að söðla um heldur betur áður en eða um leið og ráðizt er í svo gífurlega breytingu. Og er það ekki Szil- ards og hans manna að ráða fram úr því. Hann hefur annað á prjónunum. Han vill eyða kalda stríðinu. .... Til þess að svo megi verða, segir hann, hljóta Bandaríkin að hverfa frá öllu bví sem auki á spennuna £ kalda stríðinu. óttann og æsing- rlrnar. ■ Til þess nefnir hann tvö tæmi. Formaður alþjóðlegu ri arnorkumálastofnunarinnar í rín hefur til skamms tíma ver- ð Bandaríkjamaður. Þegar hann lét af störfum, fengu landar hans þvf áorkað, að Framhald á 6. síð« ð 4 j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.