Þjóðviljinn - 10.03.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.03.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 10. marz 1963 ÞlðÐVIUINN SIÐA 3 A HVÍLDAR. DAGIN N BEÐID EFTIR LEYNDARMAU Það er hlustað Fyrir nokkrum árum átti »á sem þetta ritar símtal vid einn af helztu forustumönnum Fram- sóknarflokksins, en hann var þá jafnframt einn mestur valdamaöur þjóðfélagsins. Rætt var um alvarlega atburði sem voru að gerast í hemámsmál- um. Allt í einu mátti hejrra daufan en þó greinilegan smell í símanum; Framsóknarleiðtog- inn þagnaði, hló síðan við og mælti: „Nú, það er hlustað á símann hjá þér“. Síðan styttum við samtal okkar. Ég hafði oft heyrt það áður að símnjósnir væru stundaðar á Islandi en fest á það tak- markaðan trúnað. En þarna tal- aði sá sem hafði ekki aðeins aðstöðu til að vita hið sanna, heldur hafði hann og vald til að binda endi á þvílíka starf- semi. En hann lét sér auðsjá- anlega vitneskjuna nægja, og það leyndi sér ekki að hann bjóst við því að símtal okkar yrði fljótlega spilað á völdum stað í bandaríska sendiráðinu. Hver er maðurinn? Það er einkennilegt hversu gersamlega hemámsflokkamir íslenzku gengu Bandaríkjunum á vald, þegar einusinni hafði verið fallizt á varanlegt her- nám. Það er alkunnugt að valdamenn í öllum þessum flokkum áttu í sálarstríði áð- ur en þeir tóku þá ákvörðun að leggja land sitt undir erlenda herstöð; einnig þeim hafði ver- ið innrættur þjóðarmetnaður og nokkur sjálfsvirðing. En þegar þeir höfðu tekið ákvörðun sína var eins og allar skorður hefðu verið numdar brott, og þeir af- hentu ekki aðeins heiðardrög á Suðumesjum heldur opnuðu leið að þjóðfélaginu öllu. Starfs- menn hemámsflokkanna allra tóku að sér það verkefni að njósna um samlanda sína fyrir hemámsliðið; þegar maður var ráðinn til starfa á Keflavíkur- flugvelli var ekki aðeins könn- uð fortíð hans, heldur og allra ættingja hans. Og þetta átti ekki aðeins við um herstöðv- amar; um skeið var banda- ríska sendiráðið einskonar ráðningarskrifstofa sem skar úr um það hvaða menn mættu vera á þeim farskipum íslenzk- um sem sigldu til Ameríku. Á þennan hátt hefur bandaríska sendiráðið komið sér upp spjaldskrá sem nær yfir lands- menn alla, og það er mikill misskilningur ef menn ímynda 'sér'að þessar rijósriir hafi éirik- um beinzt að hernámsandstæð- ingum. Skráin er eflaust ná- kvæmust um forráðamenn her- ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN. kemur yður. ætíð á leiðar- enda. — Hvert sem þér farið, þá er VOLKS- WAGEN traustasti, ódýrasti og því eftir- sóttasti bíllinn. Pantið tímarilega. FERBIST í VOLKSWAGEN HEILDVERZLUNIN HEKLA H F Laugavegi 170—172 — Reykjávík — Sími 11275.. LEÐURREIÐSTfGVÍLIN KOMIN VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76 — Sími 15425 námsflokkanna sjálfra; Bjami Benediktsson, Eysteinn Jónsson og Guðmundur í. Guðmunds- son geta verið þess fullvissir að allar athafnir þeirra, jafnvel hinar smæstu og persónuleg- ustu, hafa verið vandlega skrá- settar. Þeir íslenzkir forleggi- arar sem vinna nú að nýrri út- gáfu á „Hver er maðurinn?" gætu fengið fullkomið handrit á bandaríska sendiráðinu. Trúnaðartraust Það er eðlilegt og réttmætt að farið sé hörðum orðum um njósnir þær sem flokks- skrifstofur hemámsflokkanna þriggja lögðu á sig fyrir her- námsliðið, en í þeim birtist einnig bamaskapur flokksleið- toganna, jafnvel átakanlegt trúnaðartraust. Þeir virðast hafa tekið alvarlega yfirlýsing- amar um það að hinir vígbúnu gestir væru vinir og bræður og samherjar. Þetta einfeldningslega trúnaðartraust kom skýrt í Ijós 1956 þegar vinstristjómin var mynduð. Þá gekk Bjami Bene- diktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund bandaríska sendiherrans á ís- landi, mr. Muccio, og lagði til að Sjálfstæðisflokkurinn og Bandaríki Norður-Ameríku störfuðu saman í stjórnarand- stöðu á íslandi til þess að felia vinstristjómina með skjótum hætti. Vildi hann að Bandarík- in neituðu algeriega að veita vinstristjóminni lán og torveld- uðu henni öll verzlunarviðskipti við vestrænar þjóðir. Varð Bjami agndofa af undrun og vonbrigðum þegar í ljós kom að Bandaríkin töldu sér hag- kvæmara að gæta hagsmuna sinna með öðru móti og beita áhrifum sínum innan Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins til þess að halda þeim við hemámsstefnuna. Mega mönnum enn vera í minni hin- ar sársaukafullu greinar sem Bjami Benediktsson skrifaði í Morgunblaðið um lántökur vinstristjómarinnar í Banda- ríkjunum; honum fannst hvert lán vera rýtingsstunga Banda- ríkja Norður-Ameríku í bak Sjálfstæðisflokksins. Bandarík- in gættu þess einnig vandlega að fjariægja mr. Muccio úr sendiherraembætti áður en Bjami Benediktsson settist í ráðherrastól á nýjan leik. Yfir-ríkisstjórn Það er þessi furðulegi bama- skapur ekki síður en þýlyndið sem veldur því að Bandaríkin hafa nákvæmari tök á Islandi en nokkru öðru landi, ef til viíl lendingar hafa kynnzt í landi sínu í rúman áratug, og raunar býsna ólík frásögnum þeim sem hemámsblöðin birta reglu- lega um vísindalega snilli Rússa í njósnum í öðrum löndum. Það er engu líkara en skopleikurinn við Hafravatn hafi verið settur á svið til þess að blekkja ein- hverja, hvemig sem því kann að vera háttað. Geitarhús að einhverjum Mið-Ameríku- ríkjum undanskildum. Auk per- sónunjósnanna hafa Bandarík- in tryggt sér aðgang að öllum opinbemm stofnunum á íslandi, svo að ekki sé minnzt á einka- fyrirtæki sem máli skipta. Og . með sérstæðum lánveitingum hafa Bandaríkin búið svo um hnútana að þeim áskotnast hár árlega tugir miljóna króna í ís- lenzku fé, sem sendiráð þeirra getur notað að eigin geðþótta í njósnir og mútur og hvað sem er án nokkurs eftirlits. Banda- ríkin hafa miklu fullkomnara yfirlit yfir alla þætti þjóðfélags- ins en ríkisstjómin sjálf, sendi- ráð þeirra má heita hin raun-' vemlega ríkisstjóm Islands. Skopstæling 1 landi sem er jafn holgrafið af njósnum og ísland geta það naumast talizt stórtíðindi þótt einhverjir Rússar reyni að fylgjast með því sem hér kann að vera að gerast í hemáms- málum. Hitt vekur meiri furðu hvað tilburðir þeir sem greint var frá í fyrri viku vom fár- ánlegir, þeir voru eins og skop- stæling á þriðja flokks spæj- arareyfara frá því um síðustu aldamót. Eru klaufaverk þessi í algerri andstöðu við það full- komna njósnarkerfi sem ís- Raunar er það að fara í geit- arhús að leita ullar að spyrja fslendinga um dulda hluti i hemámsmálum; landsmenn hafa aldrei fengið að vita neitt annað en það sem blasir við öllum sem hafa sjón og vits- muni, hvort sem þeir em fs- lenzkir eða erlendir. Og þetta þekkingarleysi um dulda hluti snýr ekki aðeins að almenningi; þannig er einnig ástatt um ráðherrana sjálfa. Jafnvel þótt Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra gerðist spæj- ari Rússa yrðu þeir litlu fróð- ari, enda hefur hann sjálfur skýrt svo frá að ekkert hafi fundizt í leynihirzlum hans þegar ófrómir menn komust í þær á einkennilegan hátt úti í París skömmu fyrir síðustu ára- mót. Margir munu minnast þess að fyrir fjómm árum birti bandarískt blað fregn um það að bandaríski landherinn yrði fluttur brott frá fslandi. Guð- mundur í. Guðmundsson stóð þá upp á Alþingi íslendinga og lýsti yfir því að þessi frétt væri úr lausu lofti gripin; ekkert slíkt kæmi til mála. Engu að síður var landherinn fluttur brott fáeinum mánuðum síðar; bandarískir ráðamenn höfðu aðeins ekki haft fyrir því að skýra utanríkisráðherra íslands frá fyrirætlunum stnum. Mjög má það teljast trúlegt að Krúst- joff, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, geti vitað miklu meira um það sem dulið á að vera í hemámsmálum hér á landi en nokkur íslenzkur ráðherra. Þeir Krústjoff og Kennedy hafa nú um nokkurt skeið haft þann hátt á að trúa hvor öðmm fyr- ir leyndarmálum þeim sem njósnarar reyndu áður að grafa upp með ærinni fyrirhöfn; þannig fékk Krústjoff að vita það að Bandaríkin ætluðu að fjariægja eldflaugar sínar frá Tyrklandi og Italíu löngu áður en ríkisstjómir þeirra landa höfðu nokkum pata af þeim fyrirætlunum. Sá háttur yrði eflaust einnig hafður á ef eitt- hvað stæði til á Islandi. Sé eitt- hvað njósnarvert í sambandi við hemámsmál fslands, myndi því vera meiri ástæða fyrir ís- lenzku ríkisstjómina að reyna að hlera eitthvað í Moskvu en fyrir Rússa að halda uppi fyrir- spumum meðal fslendinga hér á landi. Beðið eftir leyndarmáli Kannski em sumir ráðamenn hemámsflokkanna famir að átta sig á þvi að þeir hafi ver- ið til muna of bamalegir í sam- skiptum sínum við Bandaríkin. Vilji þeir reyna að endurheimta eitthvað af sjálfsvirðingu sinni gætu þeir til að mynda byrjað á því að reyna að koma sér upp einhverju íslenzku leyndar- máli — einhverri agnarlítilli séríslenzkri vitneskju — og varðveitt það sem sjáaldur auga síns. Það væri mikill dagur þegar stjómarvöldin gætu skýrt frá því með heilagri reiði að erlendir spæjarar — bandarísk- ir, rússneskir eða annarra þjóða — hefðu reynt að komast að íslenzku leyndarmáli. — Austri. FncirSr IívohcI íáv LIIMlll IVtuIIjI úr leðri — svartir fyrir konur. inr Ný sending í fyrramálið. cirn\/A 1 Eymundssonarkjallara Austurstræti 18. PÁSKAFERÐIN er til AFRÍKU MAROKKO-ferð okkar um pásk- ana er einstaklega glæsileg. Við bjóðum aðeins það bezta: 1. flokks hótel farars'tjórn baðstrendur og heimferð um MADRID og LONDON Ferðaáætlun fyrirliggjandi á skrifstofu okkar LÖND & LEIÐIR Aðalstræti 8 Síml 20800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.