Þjóðviljinn - 10.03.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.03.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA HÓÐVILIINN Sunnudagur 10. marz 1963 GWEN BRISTOW: W I HAMINGJU LEIT faeri með til Californíu? — Ég hef sagt þér áður að það kæmi Þ©r ekkert við. sagði John. — Geturðu ekki tekið niður grimuna í tíu mínútur. Á hún einhver óþægindi í vændum? — Ég er hræddur um það. —• Hvers konar, John? — Ef hún vill að þú vitir þau, þá segir hún þér það sjálf. — Bull og þvættingur, sagði Florinda. — Hún veit ekkert um það sjálf. Hafir þú gert hana hrædda við eitthvao, þá hefur Oliver tekizt að breiða yfir það. Hún er fullkomlega hamingjusöm — Kannski hún geti verið það áfram. Og hvemig svo sem allt veltist, þá get ég ekki gert neitt og þú ekki heldur. Ég vona að þú haldir áfram að vera vinkona hennar. Hún hefur ekki tii annarra að leita. Florinda brosti út i annað munnvikið. — Mér þætti gaman að vita, hvað Oliver hefði sagt við þessu — Ég býst við, sagði John stuttur í spuna, — að Oliver sé svo heppilega innréttaður, að hann hugsi hvorki um eitt né neitt. Florinda sat kyrr og rótaði j grasinu. — Hann er vitlaus í henni. John. — Já, það er hiann. Kannski verður ekkert að henni. Hárgreiðslan P E R M A, Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. T J ARN ARSTOF AN, Tjamargötu 10, Vonarstræt- ismegin Sími 14662. Hárgreiðslu- og snyrfistofa STEIND OG DÓDÓ, Laugavegi 11, sími 24616. Hárgreiðslustofan A S Ó L E Y Sólvallagöíu 72. Sími 14853. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. sími 14656. Nuddstofa á sama stað. — Og þú getur ekkert gert, svo að það er bezt að tala ekk- ert um það. — Alveg rétt. Og þú átt ekki að tala um það heldur. Skiptu þér ekkert af því. — Ég heyri og hlýði i auð- mýkt. John reis á fætur. — Af hverju ferðu ekki aftur heim í búðirnar. Þeir eru famir að elda mat. Þú hefur gott af skál af atole. Hann rétti henni höndina og hún stóð líka upp. — Kemur þú líka? spurði hún. — Ekki strax. Ég verð að binda um fótinn á mér. Florinda gekk til búðanna. Garnet lá sofandi á ullartepp- inu. Þegar Florinda var búin að sækja sér skál með atole að bálinu, settist hún hjá Gametu. Penrose gekk framhjá og hélt á tjóðurböndum sem hann hafði verið að gera við. — Líð<ur þér ekki vel? hrópaði hann. — Prýðilega, svaraði Florinda. — Mig hefur alltaf langað til að horfa á bardaga við indíána. Penrose hló og gekk leiðar sinnar með tjóðrin. Florinda horfði á eftir honum og brosti lítillega. Ef hann áleit að hún væri sambland af brúðu og gyðju, þá var það henni sjálfri að kenna, eftir allt bullið sem hún hafði sagt honum. Þegar hann spurði hana um örin á höndunum, þá hafði hún skáldað upp hrífandi sögu. Hún sagði honum að . önnur stúlka í leik- húsinu, ófríðari og óvinsælli en hún sjálf, hefði sleppt sér bakvið sviðið og fleygt í hana logandi lampa til að eyðileggja fríðleik hennar. En hún hefði rekið oln- bogana í lampann og hann hefði fallið á stúlkuna sjálfa og kveikt í fötum hennar. — Og hvað gat ég annað gert, sagði Florinda, en fleygja henni um kollogvelta henni um gólfið til að slökkva eldinn? Nei, hún brenndist næst- um ekkert. En þú sérð hvemig þetta fór með hendumar á mér. Penrose fannst hún vera ímynd göfuglyndisins. Florinda fann til góðlátlegrar fyrirlitningar á honum. Hún á- kvað að losa sig við hann eins fljótt og hún gæti. En fyrst yrði hún að komast til Califomíu og fá að vita hvemig stúlka gat haldið sér uppi á þeim undarlega stað. Florinda hallaði sér inn í skuggann. Hún var dauðþreytt. Eftir nokkrar mínútur kom Texas. Hann settist á hækjur sér skammt frá Florindu. — Hefur hún sofið allan tím- ann, ungfrú Florinda? — Já, Oliver gaf henni rót- sterka blöndu. — Það er ágætt. Látum hana sofa eins lengi og hún getun Texas strauk um hár Gametar. — Hún er búin að standa í ströngu, sagði hann. Florinda horfði á óhreina erm- ina sem hékk við kjól Gametar og umbúðimar um öxlina. Hún velti fyrir sér hvort Texas sæi fram á óþægindi fyrir Gamet eins og John, þegar til Califomíu kæmi. En það virtist hann ekki gera, því að hann sagði: — Hún stóð sig ljómandi vel, og nú er ekki langt þar til við komumst á leiðarenda. Og þá getur hún skemmt sér í allan vetur. — Heldurðu að henni líði vel í vetur? spurði Florinda. — Já, því ekki það? Bróðir Olivers er reyndar einn ónotaleg- asti náungi í allri Califomíu, en ég býst varla við að þau verði lengi um kyrrt á ranchóinu. Oli- ver á ótal vini. Florinda færði sig ögn til und- an sólinni. Hvað er langt eftir, Texas? — Milli 350 og 450 kílómetrar. Það er undir vatnsbólunum kom- ið. — Við getum sagt 450 kiló- metrar. Ef við förum 30 kíló- metra á dag, verða það fimmtán dagar. — Einkum nætur. Við verðum að ríða á nætumar. Hitinn kemst upp í fimmtíu stig á daginn. Það fór hrollur um Florindu en hún sagði ekki neitt. Hvað gerum við þegar þangað kemur? spurði hún. — Tja, við tjöldum nokkrar vikur hjá ranchói Don Antoníós Costillas. Það er fyrsta rancóið handan við Cajón-skarðið. — Er fallegt þar? Á ranchóinu, á ég við, ekki í skarðinu. Texas togaði í skegg sitt og hló. — Já, það er satt og víst, ung- frú Florinda. Góður matur, góð hvíld, ekkert að gera allan lið- langan daginn. Florinda stundi lítið eitt. Tex- as horfði á hana samúðarfullum augum. — Heyrið mig, ungfrú Florinda, þér lítið ekki vel út. Getið þér þraukað í tvær vikur enn? Florinda brosti: — Þú heldur þó ekki að ég ætli að fara að halla mér útaf og deyja í eyði- mörkinni? Hafðu engar áhyggjur, Texas. Enginn skal fá að nota •hauskúpuna mína sem skotmark og skjóta gegnum augnatóftim- ar. Texas skellihló. Þér eruð hressileg, ungfrú Florinda. — Þú segir tíðindin, sagði Flor- inda og geispaði. Ég er líka syfj- uð. Diggaramir vöktu mig fyrir Þorsteinn Framhald af 5. síðu. binda endi á þessa borgara- styrjöld, og svöruðu ákveðnum rómi: Nei. Þið farið ekki fet þangað, þið farið heim til ykk- ar, það verður engin orusta í dag! Og við þetta sat. Hópur- inn varð að snúa við, þótt súrt væri í broti. Haldið var vest- ur á Geirstún, og eitthvað varð að aðhafast, og var farið í fót- bolta. Varð leikur sá hinn harð- asti sem ég minnist að haía séð í þá daga, og er ekki á- sennlegt að mönnum hafi soll- ið fyrir orustuna sem til stóð að heyja og ekki verið búnir að róast nóg. Eftir leikinn gengu margir heim skakkir og haltir og með skrámur hér og þar! Ég keppti fyrst með KR um 1920 í þriðja flokki, og 15 ára lék ég fyrsta leik minn í fyrsta flokki (sama og meistaraflokk- ur í dag.) Ég æfði alltaf minnst þrisvar í viku og oftar er á- stæða var til. Ég hafði ákaf- lega gaman af leiknum og reyndi að tileinka mér allt sem ég sá. Ég fór hverju sinni, er Fram hafði æfingu til að horfa á Friðþjóf Thorsteinsson, hann var snillingur að mínu áliti, og reyndi ég að tileinka mer það sem hann gerði og reyndi eins og ég gat að gera eins og hann. Því miður tókst mér ekki að gera eins, en ég lærði mjög mikið á þessu. Hann skaut þótt hann væri á harða- hlaupum, og þegar hann hljóp með knöttinn var eins og hann kæmi við hann i hverju skrefi. Skaut hann yfirleitt áður en hann kom inní vítateiginn og oftast út við stöng. Síðar kom hingað maður að nafni Tempelton frá Skotlandi og lærði ég mikið af honum. Ég var líka svo heppinn að hafa Guðmund Ólafsson sem þjálfara um langt skeið, því að Guðmundur hafði mikil á- hrif á mig, og enginn meira. Hann var strangur, rak mig útaf ef ég var ekki að hans höfði. Það hafði einnig mjög góð áhrif á mig og alla sem æfðu að yfirleitt komú þeir Erlendur Ó. Pétursson og Krist,- ján Gestsson á æfingar og hvöttu okkur. Guðmundur lagði mikla á- --------------------------«> SKOTTA Halló, — Skotta, það er maður héma fyrir utan frá pláhnetunni X. Cinarsson herzlu á samleik á vellinum, og hann lagði og mjög mikla áherzlu á það að við værum saman utan vallarins einnig, sem við og gerðum. Þá má geta þess, hve áhug- inn var mikill á þessum ár- um, að við Sigurjón Péturs- son markmaður æfðum um skeið á morgnana, fórum á fæt- ur fyrir kl. 8 og æfðum í 30—40 mín, þannig að hann var kominn á skrifstofuna kl. 9 og ég samdi um það að koma of seint í vinnuna með því að vinna það af mér um kvöld- ið. Þetta voru auðvitað aukaæf- ingar, því að við mættum á allar æfingar félagsins líka. Við athugun á skrá sem hald- in var yfir þá sem mættu á æfingamar hafði ég mætt á allar æfingamar í 3 ár nema eina! „Getum unnið, skulum vinna“ Þegar ég fer að rifja upp það skemmtilegasta eða eftir- minnilegasta sem fyrir hefur komið á knattspymuferli mín- um, kemur að sjálfsögðu margt fram. Ég gleymi t.d. aldrei leiknum við norska lið Djerv, sem hingað kom 1926. Aðeins tvö erlend lið höfðu áður komið hingað, og þótti okkar knattspyma ekkiámarga fiska í samanburði við þá sem þessi lið sýndu . Var mikið um heimsókn þessa rætt og mikill undirbúningur. Haldnir voru fundir í Iðnó með starfandi knattspymu- mönnum til að ræða málið og herða þá upp í viðureigninni við frændur vora Norðmenn. Voru þar margir sem fluttu hvatningarorð til okkar. Ég gleymi aldrei þeim orðum úr ræðu Erlendar Ó. Péturssonar, þar sem hann sagði: „Við get- um unnið þá og við skulum vinna þá, þetta eru bara mennskir menn“. Fyrir þessu var klappað lengi, svo að und- ir tók í Iðnó, og þótti hraust- lega mælt. i Siðan var valið sérstakt lið, sem Guðmundur Ólafsson æfði og undirbjó. Var æft í Mið- bæjarskólanum, sem þá var eina leikfimishúsið, sem tök voru á. Þetta var fyrsti leikurinn sem ég hafði leikið með sam- einuðu liði við erlendan flokk, og má vera að hann verði mér minnistæður fyrir það, og þá um leið fyrir það að orð Er- lendar rættust; við unnum 2:0! Þá er mér minnistætt þegar við unnum Fram í Islandsmót- inu 1926. Áður höfðum við unn- ið þá með nokkrum yfirburð- um í öðrum mótum, en það var eins og við hefðum minni- máttarkennd gagnvart þeim í Islandsmótinu. 1 mótinu 1926 eigum við fyrsta leik við Fram og virðist sem allt ætli að fara á sömu leið og áður. Þetta var fyrsti leikurinn á Melavellinum, sem nú er, og ég var svo heppinn að skora fyrsta markið þar. Framarar skoruðu svo tvö mörk, og var komið alveg að leikslokum, sn örstuttu fyrir leikslok tekst Guðjóni Ólafssyni að jafna. í mótslok stóðu Fram og KR jöfn að stigum, og urðum við þá að leika aukaleik, en þá unnum við þá 8:2. Minnimátt- arkenndin var horfin! Þá gleymi ég seint úrslita- leiknum við Val 1930. 1 fjög- ur ár í röð höfðum við unnið öll íslandsmótin í fyrsta flokki og eitt árið öll mót í öllum flokkum. Árin þar áður vorum við að vísu áhorfendur að því að lið Vals og KR í öðrum flokki börðust ákaft um sigrana og mátti vart á milli sjá og gekk á ýmsu um sigurinn. Þetta var undanfari þess sem síðar kom, fyrst tapið 1930 2:1 og síðan næstu 15 árin hörð barátta á hverju móti að kalla við Val. Knattspyrnan yfir- leitt betri en áður Ef ég ætti að fara að rifja upp nöfn þeirra manna sem mér eru verulega minnistæðirj koma mörg til. Innan KR tel ég Björgvin Schram beztan frá þessum árum. Sigurjón Pétursson var mjög góður markmaður, og eftirminnilegt og sorglegt atvik þegar hann fótbrotnaði í leik KR við Skot- ana 1928, og beið þess aldrei bætur. Sigurður Halldórsson var einnig mjög sterkur bak- vörður. Þá er mér ánægja að nefna þá Hans Kragh og Gísla Guð- mundsson, báðir mjög góðir leikmenn, og á ég þeim mikdð að þakka fyrir það hve marg- ar snilldar sendingar ég fékfc frá þeim, sem mér tókst svo að gera eitthvað úr. Þessi þrenning hélt saman i 12 ár undir nafninu KR-„trf- óið“. Úr öðrum félögum mætti nefna menn eins og Eirífc Jónsson, Jón Sigurðsson (rakara)j Ósvald Knudsen, og Friðþjóf Thorsteinsson hef ég áður minnizt á, og Tryggvi Magnús- son verður alltaf minnisstæð- ur, og eru þessir allir úr Fram. Þá eru mér margir Vals- menn minnistæðir, og má vera að það sé vegna þess að við urðum svo oft að berjast hart. Má þar nefna Hermann Her- mannsson sem tel einn bezta markmann okkar til þessa. Þá gleymum við KR-ingar ekki svo auðveldlega Valsvöminni frægu, þeim Grímari Jónssyni, Sigurði Ólafssyni og þér, þar var erfitt að brjótast í gegn. Agnar Breiðfjörð var bezti útherjinn um langt skeið. Hrólfur Benediktsson var skemmtilegur framvörður, og Jóhannes Bergsteinsson gat leikið næstum hvar sem var. Það einkennilega er líka að það er eins og ég hafi bund- izt sterkari vináttuböndum við Valsmennina, sem voru okkar hörðustu mótherjar um langt skeið en við aðra mótherja. Marga aðra mætti nefna en verður sleppt að þessu sinni. Ef ég ætti að gera saman- burð á knattspymunni nú og áður vil ég segja að hún sé yfirleitt betri. Liðin jafnari og heildarleikur þeirra betri, og þá um 'leið einstaklingamir. Úrvalsliðin betri en áður. Að- staðan hefur líka breytzt ákaf- lega, og hefur það einnig sín áhrif, og er þar þá ekki sízt að nefna grasvellina sem nú hafa verið teknir í notkun víða. Hitt vil ég lika benda á að mér finnst sem knattspymu- menn séu nú lausari í rásinni og nýti ekki tækifæri sín, sem þeir hafa í dag. Við þá vildi ég líka segja að þeir verða að gæta hófs um áfengi og tó- bak, það fer ekki saman við Iðkun íþrótta. Ef ég ætti að gefa framherj- um einhverja ráðleggingu og þá helzt miðherjum, vildi ég segja: Miðherji verður að geta skotið jafnt með báðum fót- um, hann verður aldrei góð skytta nema hann geti skotið viðstöðulaust, þegar knötturinn kemur til hans, notað hraðann til þess að auka kraftinn í skot- inu. Það kostar að sjálfsögðu mikla æfingu, en það borgar sig, þegar þið finnið þá kennd, er þið hafiðhittknöttinnréttog með öryggi, og sjáið hann liggja í netinu! Frímann. Skrifstofuherbergi 6 s k a s t Upplýsingar í síma 36275. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.