Þjóðviljinn - 23.03.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.03.1963, Blaðsíða 4
SfÐA ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 23. marz 1963 Til að bæta sambúðina við ungverska ríkið Jóhannes páfi er sagður vilja fá Mindszenty kardínála til Rómar Ffétt&ritarar telja sig hafa öruggar heimildir fyrir því áð Jóhannes páfi leggi nú mjög að Mindszenty kardí- nálá, sem dvaliZt hefur sem pólitískur flóttamaður í bándaríska sendiráðinu í Búdapest síðan í uppreisninni háustið 1956, að koma til Rómar. Sagt er, að páfa sé mjög umhugað um að bæta sambúð kaþólsku kirkjunnar og ungverska ríkisins og vilji því að Mindszenty fari burt úf Ungvérjalandi. Á kirkjuþrnginu í Róm s.l. hátlst var mœttur fulttrúi ka- þdlgku kirkjunnar í Ungverjá- láhdi, Endré HamVas biskup. Þéð Vakti áthygli að Jóhannes páfi rœddi meira við hahh én flésta eðra kirkjuhöfðingja seth þiflgið sátu, fekkl Var þá vitað méð neinhi visáu hvað þe:m hefði farið á milli, én menn fóíii að renna grun í það þegar Hamvas bisk- up bauð erkibiskupnum í Vín- árborg, König kardinála, heim til Búdapést, áður en þinghaldi var fréstáð í désember. König kardináli hefur nefni- léga áður létið málefni ká- þólsku kirknanna í Austur Evrópu til sín taka; var þannit, við útför Stepinac kardinála 1 Júgóslavíu, sem dæmdur vai fyrir landráð á striðsárunum og hefur þegið boð Wyszynski kardinála að koma til Varsjár. Hann tók fram að hann færi t:i Búdapest með samþykki Jó- hannesar páfa, Hann sagðist mundu nota tækifærið til að heilsa upp á Mindszenty kardi nála. Allir vilja losna við hann Mindszenty hefur sem áðui segir dvalizt í bandaríska sendi- ráðinu í Búdapest síðan haust Jerusalem Post í Israel: , Vestur-Þjóðverja framleiða eiturgas handa her Nassers Israelska blaðið Jcrusalem Post fullyrti fyrir nokkrum (Jögum að vestur-þýzkir vís- indamenn vinni nú í Egypta- láfldi að því að framleiða eit- urgas til hernaðar og tæki til sýklahernaðar. „Vfirvöldin í ísrael velta þvi nú íyrir sér í hve ríkum mæb þau eigi að skýra frá starf- éémi 400 vestur-þýzkra vísinda Bandarískir til tunglsins 1968 — Bandaríkin verða fær til þess að lenda mönnuðu geim- fári 6 tunglinu árið 1968, sagði þýzk-bandaríski geimferðafræð- ingurinn dr. Willy Ley í fyr- irléstri sem hann hélt nýlega við Louisiana-háskólann. Ley hélt því fram að Banda- ríkin væru í mesta lagi einu ári á eftir Sovélríkjunum í géimrannsóknum. Hann taldi aö bandarískum geimförum verði kléift að fara umhverfis tunglið éinhvérn tíma á árunum 1960- 1967.________________ Strtoss flytur Salazar iofgjörð Frartz-Josef Strauss, fyrrum stríðsmálaráöherra V-Þýzka- landSi er um þessar mundir staddur í leyfi í Portúgal. Ný- lega átti hann viðtal við Lissa- bon-blaðið Diário da Manhá. Blaðið segir að Strauss hafi lýst einræðisherra landsins, Salazar, sem „manni aldarinn- ar“. Strauss vill binsvegar ekk, viðurkenna að hann hafi tc'- svo sterkt til orða. Hann kvrð" áðeins hafa viijað láta ; r þá skoðun sína að SaJazn'- „einn af- merkari stiór • mönnum okkar tíma“. Má ses að það sé talsvert manna, sem hafa veríð ráðnn til Egyptalands til þess að gera tllraunir með ýmis konar ó- Venjuleg vopn“, segir blaðið sem venjulega hefur talsvert til síns máls. Síðan skýrir blaðið frá til- raunum Vestur-Þjóðverjanna með eiturgas, geislunarvopn og sýklahernað og segist vona, aö ef gögn þar að lútandi verði birt myndi baö hafa áhrif í almenningsálitið í Vestur- Þýzkalandi og veröa til þess^ aö vísindamennirnir hikuðu við' aö halda áfram samvinnu sinni við egypzka herinn. Heimildarmenn í- Jerúsalem herma að ríkisstjórnin í israel hafi snúið sér til Bonn-stjórn- ar og látið í l.iós kvíða sinn vegna starfsemi vestur-þýzku vísindamannanna í Egyptalandi. 515 í fangðlsi vegna afskipta af stjórnmálum A tímabilinu frá 1. janúar 1961 tll 10. nóvember 1902 dæmtlu vesturþýzkir dómstól- ar 515 menn í fangelsi fyrir afskipti af stjórnmálum. Voru menn þessir dærndir í allt að þriggja og hálfs ára fangavlst. Frá þcssu segir í skjaii sem mannréttindanefnd A-Þýzka- lands hefur scnt mannrétt- indanefnd Samcinuðu þjóð- anna. Á sama tíma gegna gamlir nazistar háum embættum í Vestur-Þýzkalandi. Fjölmargir stríðsglæpamenn hafa verið iátnir óáreittir en aðrir sýkn- aðir eða dæmdir í skamm- vinna fangavist, segir í skjal- inu sem austurþýzka nefndin hefur farið fram á að mann- -éttindanefnd Sameinuðu þjóö -nna taki til meðferðar s læúa fundi sínum. ið 1956. Sjö árum áður hafði hann verið dæmdur í ævilancl fangelsi, en v.ar leystur úr haldi í uppreisninni. Frjáls maður var hann þó aðeins í fáeina daga, því að í lok uppreisnar- innar leitaði hann hælis í sendiráði Bandöríkjánná óg hef- Mindszenty kardináli. ur verið þar óboðinn gestur síðan. Það hefur ekki verið neitt launungarmál að gestgjafar hans hafa viljað losna við hann fyrir hvern mun. Þegar árið 1959 reyndu Bandaríkjamenn að koma honum af höndum sér í samráði við ungversku gtjórnina og Páfagarð. Ungverska stjórnin lýsti sig. reiöubúna að leyfa Mindszenty að hverfa úr landi. ef hann skuldbindi sig til að hætta öllum andróðri gegn henni. Mindszenty var boðiri staða í Páfagarði, sem hæfði tign hans. En hann hafnaði þessum boðum. Líka biskupar og páfastóll Biskupar kaþ. kirkjunnar í Ungverjalandi hafa einnig viljað losna við Midszenty úc landi. Sambúð ríkis og kirkju hefur farið mjög batnandi á síðari árum, en þrjózka Mind- szentys hefur komið í veg fyrir að gróið hafi um heilt á milli þeirra. Þá hefur Páfastóll einnig verið þess mjög hvetjandi að þessum ásteytingarsteini yrði rutt úr vegi, svo að bæta mætti sambúðina við ungverska ríkiö og fá leyfi þess til að skipa í þau sex erkibiskups- og bisk- upsembætti sem nú hafa stað- ið auð árum saman. Bætt sambúð Sem dæmi um það hve mjög sambúð kirkju og ríkis hefur batnað í Ungverjaiandi síðustu árin má nefna að í grein eftir I-Iamvas biskup, sem birtist í kaþólska vikublaðinu „Uj em- ber“ í Búdapest, meðan biskup var í Róm, sagði hann m. a.: „Við erum trúir þjónar kirkju okkar en einnig trúir þjónar ríkis okkar“. Þessi viðleitni, biskupa ung- versku kirkjtmnar hefur mætt skilnin.gi í Páfagarði, ekki sízt sökum þess að Jóhannes páfi hefur undanfarið lagt sig i framkróka við að bæta sambúð- ina við öll stjórnarvöld í sósíal- istísku ríkjunum. Nægir að minna á að fyrir skemmstu ræddi hann einslega við Ads- úbei, tengdason Krústjoffs. Ksupslefnan í Leipzig heppnaðiist mjög vel að þcssu sinni, allmiklu fleirl fyrirtæki á vesturlöndum, einkum í Vcstur-Þýzkalandi, sýndu þar varning sinn en -í fyrra og eriendum gestum fjölgaði einnig mikið. Hér á myndiinni sjást tveir foringjar úr banda- ríska hernum skrá sig í miðstöð kaupstefnunnar fyrir erlenda gesti. Nató-ríki ósammóla um gríðarsóttmólann Fastaráð Atlanzhafsbanda- Iagsins í París hefur rætt um griðasáttmála miltí NATÓ og Varsjárbandalagsins, ef trúa má vcsturþýzka blaðinu Ziid- dcutsche Zeitiung. Blaðið segir að Sovctríkin hafi komið fram með hug- aðanaðsr og íyrrverandi sendiráðsritari horfinn Að kvöldi 25. janúar síðast- Hðins yfirgaf Harold Adrian Russell Pliilby, 51 árs gamall brezkur blaðamaður hcimili sitt í Bcirut og sagöi konu siinni að hann myndi hitta hana síöar um kvöldið í samsæti í brezka sendiráðinu. Hún hefur ekki séð hann síðan og cnginn veit hvar hann er niður kominn. Blaðamenn í Beirut fara tíð- um inn í eyðimörkina og standa þær ferðir þeirra vikum saman. Fjarvera þeirra vekur því sjaldan mikla eftirtekt. En svo kom að lokum að hvarf Philbys þótti vart einleikið og einkum eru brezkir ráðamenn kvíðafullir. Nám í Cambridge Harold Philby er sonur St. John Philbys, en sá var þekkt- ur eyðimarkakönnuður og sér- fræðingur í málefnum A'raba. Á sínum tíma var hann ráð- gjafi Ibn Sauds, konungs í Saudi Arabíu. Harold Philby stundaði nám í Cambridge og var talinn vinstrisinnaður í skoðunum. ÁOur hafði hann vakið á sér athygli er hann brauzt gegnum varðstöðu nazista úti fyrir verzlun Gyðings eins í Berlín. I Cambridge kynntist hann Guy Burgess þeim er hvarf til Sov- étríkjanna ásamt Donald Mac- lean árið 1955. Hann var fréttaritari London Times í Spánarstríðinu. Hann starfaði í brezku leyniþjónust- unni í heimsstyrjöldinni og var heiðraður fyrir dugnað sinn. Er stríðinu var lokið gekk hann í utanríkisþjónustuna og varð fyrsti sendiráðsritari Bretlands í Washington. Heimilisvinur hans þar var Guy Burgess sem Phiiby. einnig var starfsmaður við sendiráðið. Vinur í stríðu Þegar Burgess og Maclean tókst á dularfullan hátt að komast til Sovétríkjannaán vit- undar yfirvaldanna kom upp orðrómur um að stjómarstarfs- maður hefði varað þá við. Þing- maður einn í Verkamanna- flokknum sakaði Philby a þing- inu um að vera í vitorði með þeim. Harold Macmillan, þú- verandi utanríkisráðherra, hreinsaði hann af öllum land- ráðaákærum og lýsti því yfir að hann væri ekki „hinn svo- nefndi þriðji maður, ef þá nokkur hefur verið það.“ Samt sem áður lá Philby enn undir grun enda vildi hann ekki af- neita vináttu sinni við Burgess. — Til eru vinir í blíðu og vinir í stríðu, sagði hann, og ég vil heldur tilheyra síðari tegundinni. Horfinn sporlaust Philby gekk nú úr þjónustu stjórnarinnar og snéri sér að blaðamennsku. Fyrir sjö árum hélt hann til Austurlanda á vegum brezku blaðanna Econ- omist og Observer. 1 Eftir hvarfið gerði eiginkona Philbys lögreglunni í Beirut viðvart. síðar tilkynnti hún, að sér hefðu borizt bréf og símskeyti frá manni sínum og voru þau staðsett í Kaíró. Hann lét í það skína að hann væri á hnotskógi eftir fréttaefni en ekki var húsbændum hans við Economist og Observer kunn- ugt um það. Loks báðu blöðin tvö yfirvöldin í Egyptalandi og Libanon að rannsaka máliö. Yfirvöldin á baðum stöðunum hafa tilkynnt að engin merki fyndust um að Philby hefði yfirgefið Libanon né komið til Egyptalands. Á götu í Prag? Fyrir viku fékk frú Philby enn símskeyti frá manni sínum og var það staðsett á Cosmo- politan hótel í Kaíró. Sagði Philby að allt gengi að óskum og myndi hann brátt senda henni bréf og segja frá ferðum sínum í öllum atriðum. Yfir- völdin í Kaíró hafa lýst því yfir að Philby hafi aldrei verið skráður gestur á gistihúsi þessu og undirskriftin á skeytinu lík- ist ekki hendl hans. Blað eitt í Beirut hefur skýrt frá því, að Philby hafi sézt á götu í Prag. 1 Moskvu kveðst Guy Burgess ekki hafa séð sinn gamla vin. myndina um siíkan sáttmála i umræðum um Berlínar-máliö. Bandaríkjamcnn og Bretar eru hlynntir slíkri sanmíngagerð „ef aðstæður leyfa“. Þeir vilja gjarna sýna einhvern sam- komulagsvilja, segir blaðið. Þeir sem aðhyllast slíkan samning innan NATÖ benda á að hann myndi ekki binda bandalagsríkin á nokkum hátt varðandi vígbúnað. Frakkar og V-Þjóðverjár eru hinsvegar andvígir griðasáttmálanum og bera því við að með undirrit- un hans viðurkenndu NATÓ- ríkin A-Þýzkaland óheint sem aðila að Varsjár-bandalaginu! Ef NATÓ er trúttþeirri stefnu sem bandalagið hefur hingað til fylgt í Þýzkalandsmúlunum verður sovézku tillögunni vísáð á bug, segja Frakkar og Vest- ur-Þjóðverjar. Zuddeutsche Zeitung hefur oft sýnt og sannað að það fyigist vel með því sem gerist innan NATÓ. Afganar hafa lengi verið veg- lausir menn að kalla og hefur þetta að sjálfsögðu háð þeim allmikið. En nú hafa sovézkir veitt Afganistan hjálp við vega- lagningar og er hér kominn verkfræðingur Pétur Kapaleis- víli sem aðstoðar við vega- lagningu yfir Hindukusfjöll.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.