Þjóðviljinn - 23.03.1963, Page 5

Þjóðviljinn - 23.03.1963, Page 5
Laugardagur 23. marz 1963 HðÐVIlIlHH SÍDA Ástandið eftir Getgátur uppi um að Egyptaland og ísrael heyi kiarnorkukapphiaup Réttum mánuði ó eftlr stjórn- arbyltingunní í Bagdad kom stjórnarbyltingin í Dama- skus. Nágrannalöndunum írak og Sýflandi stjórna nú flokks- brœður, félagar í Baath, Flokki arabiskra sósíalistiskrar endur- vakningar, eins og hann heitir fullu nafni. Flokkurinn var stofnaður fyrir tveim áratug- um til að 'nna að sameiningu allra araba frá Atlanzhafi i vestri til Persaflóa í austri, og í starfi sínu tekur hann ekkert tillit til þeirra landamæra sem skipta svæðinu sem arabar byggja í ýmis ríki. Framkvæmd byltinganna í Irak og Sýr- landi ber með sér að á báðum stöðum er unnið eftir sameigin- legri óætlun. Herinn ríður á vaðið og kollvarpar stjórninni ,sem fyrir er, skipuð er sameig- inleg ríkisstjórn herforingja og stjórnmálamanna úr Baath, en æðstu vöíd eru í höndum bylt- ingarráðs sem starfar með svo mikjlli leynd, að ekki er einu sinni lát.ið upp hverjir í þvi eiga sæti. Kerfið er nákvsem- lega eins í Bagdad og Dama- skus. Baath er flokkur þjóðernis- sinnaðrar, arabiskrar borg- arastéttar. Markmið hans er að stófna voldugt arabaríkl sem nói yfir alla norðurströnd Afr- íku frá Marokkó í vestri og ar- abalöndin fyrir botni Miðjarð- arhafs til austurlandamæra íraks. Annars vegar berst hann gegn yfirráðum konungsætta og lénsdrottna sem vilja sitja hver að sínum skika og hafa flest- ir látið erlendum auðhringum í té afnot landsgæða gegn ágóða- hlut og hernaðaraðstoð frá Vesturveldunum til að halda landslýðnum í skéfjum. Hins- vegar á Baath f höggi við kommúnista. eina flokkinn sem gert hefur sér far um að skipu- léggja verkalýðsstétt araba* landanna til pólitískra átaka ftéyndar gætir mjög mismun- andi stefnu hjó ílnkksbrotum Baath. Eftir valdatökuna í fr- ak var hafin útrýmingarherferð geen kommi'i.ni-tn.rn með f.iölda- handtökum og aftökum, í Jór- dan hefur aftur á móti megin- armur Baath unnið með komm- únistum gegn einveldisstjórn Husseins konungs. Einu sinni áður hafa Baath- jstar komfzt tíi valda í ar- abaríki, það var í Sýrlandi 1958. Salh el-Bitar, stofnandi flokks- ins, varð þá svo skelfdur við vaxandi ítök kommúnista í landinu að hann beitti sér fyr- ir sameiningu Sýrlands og Egyptalands að Nasser forseta í Kairó hálfnauðu.oum. Þeirri sameiningu lauk fyrir þrem misserum með uppreisn í Sýr- iandi og sambandsslitum. í- haldsmennirnir af gamla skól- anum sem þá komust til valda hafa nú orðið að lúta í lægra haldi fvrir Baath, og el-Bitar er forsætisráðherra ný.ju stjómar- innar. Ekki var nema vika lið- in frá stjþrnarbyltingunni f Damaskus þegar aðstoðarfor- sætisráðherra hans. Nehad el- Kassim. hélt til Kairó ásamt Ali Saleh el-Saadi aðstoðarfor- sætisráðherra í frak til að leggja fyrir Nasser sameigin- legar tillögur þeirra Baathista um sameiningu þessara þriggja i-íkja í nýtt rífcjábandalag. Vildu komumenn vinda bráðan bug að framkvæmd málsins, en Nasser tók erindi þeirra þung- lega. Stofnun Arabiska sam- bandslýðveldisins var á sínum tíma rei.kmtð honum til valda- græðgi, bótt Baathistar ættu frumkvæðið að þeirri ráða- breytni. og svo hlaut hann á- litshnekki af upplausn hins nýja ríkis þegar Sýrland brauzt úr sambandinu viö Egyptaland Varð þflð úr eftír tveggja daga fundahöld að ráðherrarnir frá Sýrlandi og frak héldu hein með gagntillögur frá Nasser, og er ekki enn um þær vitað í ein- stökum atriðum. Haldið er að meginefni þeirra sé að Egypta- land og Sýrland verði sameinuð n ný eftir vandlegri undirbún- ing en í fyrra skiptið og síðan verði rætt um náið samstarf þessa nýja Sambandslýðveldi- við írak. Forustumenn Baathista í Da- maskus og Bagdad tala jafnvel um fimm frelsuð araba- ríki. Eiga þeir þó við ríkin þrjú sem fulltrúa áttu á fundinum í Kaíró, Alsír og Jemen. Tvö arabaríki, Jórdan og Saudi-Ar- abía, eru undir stjórn einvalds- konunga og er ekki farið dult með að unnið verði kappsam- lega að frelsun þjóða þeirra undan yfirráðum Hashemíta og Saud-ættarinnar. Þrjú araba- ríki, Libya, Túnis og Marokkó, eru samkvæmt þessum skiln- ingi .einhversstaðar á milli þess að vera frelsuð og ófrelsuð. Eftir sigrana í Sýrlandi og fr- ak þykir Baathistum vænlega horfa um írarognng stefnu sinn- ar um sameiningu allra araba í eina ríkjaheild. Þeir ei*u sam- mála Nasser um að fvrsta verk- efnið sé að styðja lýðveldissinna í Jemen til fulls sigurs yfir her- sveitum imamsins, sem njóta fulltingis Saudi-Arabiu og Jór- dans. En konungsstjórnir þess- ara landa reiða sig á liðveizlu Vesturveldanna. Bandaríkin hafa mikilla olíuhagsmuna að gæta í Saudi-Arabíu. Rusk ut- anríkisráðherra í Washington sagði eftir byltinguna í Sýr- landi, að Bandaríkin myndu láta „ógnanir við sjólfstæði þessara ríkja“ til sín taka. I"sraelsstjórn stendur stuggur &f uppgangi þeirra afla sein vinna að sameiningu araba, enda hafa forystumennimir í Kairó, Damaskus og Bagdad allir svarið þess dýra eiða að má ísraelsríki af landakortinu í fyllingu tímans. Fréttir síð- ustu daga bera því ljósan vott að vígbúnaðarkapphlaup fsra- els og Egyptalands ágerist sí- fellt. Egyptar stæra sig nú af að ráða yfir meðallangdrægum eldílaugum sem þeir hafa smíð- að með hjálp þýzkra eldflauga- fræðinga. Eftir byltinguna í Sýrlandi skýrði Heikal, ritstjóri blaðsins A1 Ahram I Kairó og trúnaðarmaður Nassers, frá var- úðarráðstöfunum Egyptalands- forseta. Jafnskjótt og fregnir bárust af því hvað var að ger- ast í Damaskus, segir ritstjór- inn, skipaði Nasser svo fyrir Salah el-Bitar, stofnandí Baath og forsætisráðherra nýjustjórn- arinnar í Sýrlandi. að eldflaugasveitir egypzka hersins skyldu vera viðbúnar að skjóta vopnum sínum þegar í stað ef reynt yrði með „utan- aðkomandi íhlutun“ að hafa ó- hrif á gang mála í Sýrlandi. Nauðsynlegar varúðarróðstaf- anir voru gerðar til að hindra „að Tyrkland eða ísrael mis- reiknuðu sig“, segir Heikal. E1, þótt þær séu ekki hlaðnar öðru en venjulegu sprengiefni. en með kjai-norkusprengju i oddi eru þær fullkomnustu drápstæki sem mannlegt hugvit liefur enn fundið upp. ísraels- stjórn fullyrðir að Egyptalands- stjórn stefni að því að gerast kjamorkuveldi, og misheppn- uð tilraun ísraelsku leynþjón- ustunnar til mannrána 1 Vest- ur-Þýzkalandi í slðasta mánuði er réttlætt með því að öll með- ul séu leyfileg til að hindra Nasser í að koma sér upp kjamorkuvopnum. í Lörrach, smáborg nærri landamærum Vestur-Þýzkalands og Sviss býr eldflaugafræðingurinn dr Hans Kleinwaechter. Hann hef- ur um skeið unnið sð smíði rafeindastjómtækja í eldflaugar fyrir egypzku herstjórnina, einn af mörgum þýzkum vísinda- mönnum sem hafa slík eða skyld störf með höndum í þágu' Egypta.-Svo bar við 20. febrúar að tveir menn reýndu að draga dr. Kleinwaechter út úr bíl sín- um næn-i heimili hans og hafa hann á brott m.eð sér. Þegar vegfarendur komu aðvífandi flýðu árásarmemiirnir. Atburðir af þessu tagi hafa áður gorzt í Suður-Þýzka- landi, til dæmis er ekki langt umliðið síðan eðlisfræðingur að nafni Heinz Krug hvarf í Múnchen og hefur ekkert spurzt til háns „síðan. Sá hafði haft með höndum ráðningu vísinda- manna í þjónustu ;Bgyptálands- stjórnar, og er nú talið víst að ísraelska leyniþjonustan hafi rænt honum, en óvíst er enn hvort hann hefur verið myrtur eða fluttur á laun til ísraels. Máski fæst' vitneskja um það við yfirheyrslur yfir þeim tveim sem réðust á dr. Kleinwaecht- er, en þeir sitja nú í haldi í Sviss. Hafði svissneska lögregl- ah hendur í hári þeirra, þegar þeir reyndu að laumast yfir landamærin eftir hið misheppn- aða mannrán. Annar er ísraels- maður en hinn er austurrískur geislunarfræðingur, Otto Franz Joklick. Um skeið starfaði Joklicli þessi fyrir Egypta, en á síðasta ári yfirgaf hann Egyptaland. Fréttamenn í ísrael hafa fregnað að hann hafi þá snúið sér til ísraelskra yfir- valda og tjáð þeim að hann hafi komizt að raun um að Egyptar séu að reyna að smíða kjarnorkusprengjur í eldflaug- ar sínar með hjálp Þjóðverja. Israelsku leyniþjónustunni tókst að telja Austurríki.smanninn á að taka þátt í því að hræða þýzka vísindamenn með hermd- arverkum svo að þeir þyrðu ekki lengur að starfa fyrir egypzku herstjómina. Meðal annars er Joklick og félaga hans gefið að sök að hóta því að myrða dóttur eðlisfræðings- , ..jns Raul Goercke ef hann hæt'd ekki að vinna í þágu Egypta. ftij handtöku tvímenning- Nasser Egyptalandsforseti (þriðji frá vinstri) á bæn ásamt ríkisstjóm siinni. Múhamcðtrúarmcnn snúa höfði til Mekka þcgar þeir biðjast fyrir. anna í Svjss sagði Evrópu- fréttaritari Kol ísrael, ísraelska ríkisútvarpsins, að vissa væri fyi-ir að þýzkir vísindamenn störfuðu fyrir Egypta „að smíði vopna sem bönnuð eru og for- dæmd að alþjóðalögum." Granger Blair, fréttaritari New Yorks Times í ísrael, segir að þar sé fullyrt að hinn ísraelski útvarpsmaður eigi við kóbalt- sprengjur, en slikar sprengjur ei-u til þess sniðnar að valda sem mestu helryki. Sé kjara- orkusprengja umlukin kóbalt- slcurn þarf hún ekki að hafa ýkja mikinn sprengimátt til að valda gífurlegu manntjóni með hel- ryksskýinu sem henni íýlgir. Israelsmenn segja að sem stend- ur starfi milli 30 og 40 þýzkir Framhald á 10. síðu. Vísindi — tækni \ Mr * . I# »1- nv hafa monn rflvnt viíj ciálf. Koccara flf-a „rt lv5 fliriTriim „m TnS nmrri„ „a carria aA ! Auðæfi hafsins ! Þáð er álitið að þær birgðir af olíu, sem þekkt- ar eru, nægi ekki nema til ársíns 2000. Og það er heldur ekki hægt að álíta að birgðir af öðrum dýr- rnætum efnum í jörðu séu ótakmarkaðar. Þessvegna er nú mikið gert af því ið leita nýrra staða og horfa jarðfræðingar með vonarglampa í augum á Suðurskautslandið og jafn. vel til tunglsins. En því má ekki gleyma að óendanleg auðæfi liggja svo að segja beint fyrir framan nefið á oikkur: í hafinu, á landgrunní meg- inlanda. Olía Fyrst skulum við ræða um olíuna. Að því er jarðfræðingar allra landa álita, eru aðallind- ir olíunnar einmitt Við strand- lengjur. 1 Sovétríkjunum hafa þegar verið reist heil þorp úti í Kaspíahafi þar sem dælt er upp olíu. Olíuleit hafa nú haf- ið einnig þjóðir sem óður létu sig ejrki dreyma um neina þjóðléga olíu sér til nanda, eins og til dæmis Englending- ar og Hollendingar og bora enskir og hollenzkir nú af kappi í Norðursjó. Englend- ingar hafa verið heppnir, þeir- hafa fundið olíulindir við strönd írlands, að vísu smáar. en þær gefa góða von. Fljót- andi olíuborunarstöðvaf Bandaríkjanna hafa þegar siglt yfir úthöf og eru nú á Persaflóa við boranir, og þangað eru Japanir komnir lika,- enda lóta þeir mjög að sér kveða í efnahagsmálum um þessar mundir. Fyrirtæki háþróaðra landa setja upp borturna utan landhelgi van- þróaðra þjóða og nota aðferð skáhallrar borunar til að gera lævísleg strandhögg inn fyrir landhelgislínu. Stjörnufræðilegar tölur Á landgrunni er- nú þegar farið að vinna gull, eir, brennistein, tin og kol. Þeir slungnu Japanir taka 12 pró- sent kolaframleiðslu sinnar úr „neðanjarðar" námum og þar skafa þeir upp 7 milljónir tonna járngrýtis. Er Sovétríkin taka til að vinna að kappi á sínu land- grunni, þá þýðir það að jarð fræðingar þeirra fá til leitar sinnar svæði sem er að flatar- máli jafnstórt og allur Ev- rópuhluti ríkisins. En nú þeg- ar hafa menn reynt við sjálf- an úthafsbotninn. Og hvað er það, sem jarð- fræðingar hafa uppgötvað í því mjúka botnfalli sem falið er undir myrkum sjó? Fyrst og fremst margmálma-mynd- anir, sem eru yfirleitt 2—5 sm á stærð og innihalda járn og nikkel og kóbalt og fleiri fi-umefni, jafnvel úraníum. Magn þessara myndana er svo mikið, að það er í rauninm ótæmandi (á að gizka 350 milljarðar tonna). Þær llggja á yfirborði hafsbotnsins en í töluverðu dýpi, frá 2—0 kíló metrum. Ýmis lönd hafa haf- ið undirbúning að , vinnslu þessara efna og þá einkum Bandaríkjamenn. Á allmiklu dýpi er einnig að finna ágætt hráefni til ai- úmíníum- og eirvinnslu. Rauð- ur leir, sem þekur 130 millj- ónir ferkílómetra hafsbotnains,- inniheldur 20—25 prósent al- úníums. Þessi lög geta verið 100 meti-a á þykkt og magn þeirra í tonnum vei-ður þá aðeins talið í stjarnfræðileg- um tölum — alúmíníum í 14 núllum. Og það er tiltölulega mjög stutt þangað til farið verður að vinna þessi auðævi. Streymandi málmgrýti Sjórinn við strendur land- anna er nokkurskonar eðlileg „auðgunarfabi-ikka“ (en svo nefnast þær verksmiðjur, sem taka við óunnu málmgrýti) öldurnar skella á ströndunum Öldum saman og mola niður bær bergteg. er þær mynda, Str.aumarnir bera með sér hin- ar léttari agnir út í hafsauga en hinir þyngri málmar verða eftir á grunninu. Einmitt þar er að finna mikið magn af hinum sjaldgæfustu frumefn- um. Það nægir að segja að 60% af framleiðslu hins kapi- talíska heims kemur úr sönd- um við stönd Ástralíu. En hér er þó hvergi nærrí allt upp talið, sem hafið get- ur gefið okkur. Sjórinn er nokkurskonar blautt málm- grýti, svo undarlegt sem það nú virðist. Að visu hefur enn ekki teldzt að finna fullnægj- andi aðferðir til að vinná dýr- mæt efni úr sjó, og hafa þó margar tilraunir verið gerðar. En það er engin óstæða til að örvænta, þar eð efnafræðin er í hraðri frarhför... , Menn vita líka, að sumar barategundir búa yfir furðu- legum hæfileikum til að gleypa í sig eitt eða annað frumefni. Menn vinna nú þegar bróm og joð úr þangi. Áður en langt um líður má vera að settar verði upp þang- plantekrur og verður uppsker* unni bronnt og síðan unnin ýmis dýrmæt efni úr öskunni. Það er heldur ekki ónýtt að vita, að í dýpstu gljúfrum i'i.thafanna hefur tekizt að finna náttúrulegt þungt vatn Og halda menn að þar séu komnar birgðir af þungu vatni upp á 274.000 milljarða tonnat rj I 4 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.