Þjóðviljinn - 17.04.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.04.1963, Blaðsíða 2
2 SÍBA ÞJÖÐVILHNN Miðvikudagur 17. april 1963 LAUGAVEGI 18^ SIMI 19113 TIL SÖLU: 2 herb. kjallaraíbúðir í Vogunum og í Selási. 3 herb. íbúð á Seltjamar- nesi. Góð kjör. 3 herb. kjallaraíbúð við Langholtsveg. 3 herb. íbúð við Öðinsgötu. 4 herb. íbúð við Melgerði, Njörvasund og Flókagötu. 3 herb. ný og glæsileg íbúð f við Kleppsveg. 3 herb. vönduð hæð við Hringbraut, bílskúr, 1 veðr. laus. Höíum kaupendur með miklar útborg- anir að íbúðum og einbýlishúsum. Haíið samband við okkur ef þér þurfið að kaupa eða selja fasteignir. Bátasala: Fasteignasala: Skipasala: Vátryggingar: Verðbréfaviðskipti: Jón ö. Hjörlcifsson, viðski ptaf ræðingur. Simi 20610 — 17270. Tryggvagötu 8. 3. hæð. Heimasfmi 32869 Sænprfatnaður — hvftur og mislitur. Rest bezt koddar. Dúnsængur. Gæsadúnsængur. Koddar. Vöggusængur og svæflar. Jón Jóhsson María Jónsdóttir Yfirlýsing Flugfélags fslands vegna Hrímfaxaslyssins. Flugfélag Islands harmar það, að verða að tilkynna, að flugvélin Hrímfaxi fórst í áætlunarflugi á leið frá Kaup- mannaböfn til Oslo kl 11:20 þ. 14. þ.m. Allir, sem með flugvél.nni voru fórust og fara nöfn þeirra hér á eftir: Anna Borg Reumert, Frk. Hochaphel, Karl West, María West, Margrét Bárðardóttir, Mr. P. A. Baume, Þorbjörn Áskelsson. / Jón Jónsson, flugstjóri, Ólafur Þ. Zoega, aðstoðarflugmaður, Ingi Guðmundur Lárusson, siglingafr. Maria Jónsdóttir, flugfreyja, , Helga Henckell flugfreyja. Norsk yflrvöld hafa með höndum rannsókn vegna slyss- ins, en um orsakir þess er ekkert vitað að svo komnu málL FLUGFÉLAG ISLANDS. Skólavörðustíg 21. Þeir fórusf með Súlunni Vélskipið Súlan EA 300 fórst undan Garðskaga síðastliðinn miðvikudag og þessir skipverjar með henni: Kristján Stefánsson, háseti, Hlíðarvegi 22, Kópavogi, 42 ára, kvæntur og lætur eftir sig 3 böm. Þórhallur Ellcrtsson, 1. vél- stjóri, Akureyri, ókvæntur og um þrítugt. Kristbjörn Jónsson, háseti, Ak- ureyri, 36 ára og ókvæntur. Viðar Sveinsson, háseti, Akur- eyri, ókvæntur og á þrítugsaldri. Hörður Ósvaldsson, háseti Ak- ureyri, 34 ára og ókvæntur. Þessir kipverjar björguðust um borð í Sigurkarfa frá Njarðvík: Iftgólfur Sigurðsson, skipstjóri, Réykjavík, Jóhann Guðmundsson, stýrimaður, Reykjavík, Birgir Steindórsson, 2. stýrimaður, Akur- eyri, Ólafur Ólafsson, Reykja- vík, Óskar Helgason, háseti, Akuréyri, Arnaldur Ámason. matsveinn, Akureyri. Leiðréttmg Meinleg prentvilla slæddist inn í frétt blaðsins sl. fimmtudag um framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar. 1 fyrirsögn stóð „stöðvun framleiðsluatvinnuveg- anna“ en átti að vera „stöðnun framlciðshiatvinnuveganna", eins og fram kemur í því sem á eftir kom. ,Jlrimfáxí“ var f slnni síðustu ferð á leið frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur með viðkomu f Osló og Björgvin. 1 Höfn voru 10 farþegar skráðir til farar en 7 mættu og fðru méð flugvélinni. Ætluðu þeir aliir til Reykjavík- ur. Aðflug með eðli- legum hætti Allt virðist hafa verið eðlilegt um ferð flugvélarinnar þar til slysið varð mínútu áður en hún átti að lenda á Fornebu-flugvelli við Osló. Flugstjórinn hafði skömmu áður samband við um- ferðarstjómina á flugvellinum og tilkynnti að allt væri með felldu, en flugvélin var í aðflugi til lendingar og lá leið hennar að flugbrautinni yfir Oslóarfjörð- inn þveran, yfir eyjar þar á firðinum. Tilkynnt flughæð var 700 fet Virtist steypast niður Sem fyrr segir mun varðstjóri í flugturninum á Fomebu hafa skýrt frá því, að flugstjórinn á „Hrímfaxa" hafi, er hann síð- ast hafði samband við umferð- arstjórnina, tilkynnt að flugvél- in væri í skýjaþykkni en 20 sek- úndum síðar kl. 11.18, sá varð- stjórinn flugvélina splundrast á hábungu Neseyjar í 6,7 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum. Lenti flugvélin á skógarsvæði um 150 metra frá næsta íbúðarhúsi. Sprenging varð, er flugvélin skall á jörðinni og kviknaði þegar í brakinu. Segja sumir sjónarvott- ar að flugvélin hafi eins og steypzt til jarðar nær lóðrétt, aðrir telja að hallinn hafi ver- ið um 45 gráður. Slökkvilið og sjúkralið komu begar á vettvang, en gátu fátt eitt aðhafzt. Er talið fullvíst að allir, sem í flugvélinni voru, hafi látizt samstundis. Tímafrek rannsókn Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi var þegar kvödd saman og -hefur hún síðan unnið að rannsókn slyssins á Neseyju. Það hefur tafið rannsóknar-störfin, að talsverðan snjó setti niður í Osló aðfaranótt annars dags , páska og þann dag. Formaður j rannsóknamefndarinnar er Gunn- ar Halle ofursti, en með nefnd- ihrii háfa starfað þessa dagana þrír Islendingar, sem héldu ut- an síðdegis á páskadag, þeir Sigurður Jónsson forstöðumaður íslenzka loftferðaeftirlitsins, Jó- hann Gíslason flugdeildarstjóri hjá Flugfélagi Islands og einn af flugstjórum félagsins, Skúli Magnússon. Gunnar Halle sagði frétta- mönnum, að rannsóknin myndi j bersýnilega taka talsverðan tíma. : Sagði hann að sérstök áherzla 1 yrði- lögð á tæknilega hlið I rannsóknarinnar. I fyrrdag hlýddu rannsóknamefndarmenn m.a. á radíóskipti þau sem fram fóru milli flugstjórans á „Hrím- faxa“ og flugumferðarstjómar- innar í Fomebu, en þau voru varðveitt á segulbandi eins og venja er til. I gær unnu tækni- fræðingar að rannsóknarstörfum á slysstaðnum. I gær hafði tekizt að þekkja lík 7 þeirra er fómst með „Hrím- faxa“, 4 Islendinga, 2 Dana Og Englendingsins. Þeir sem fórust voru: FARÞEGAR Anna Borg Reumert. Eftirlif- andi er maður hennar Poul Reumert og tveir synir: Stefán búsettur hér á landi, og Þor- steinn, búsettur í Kaupmanna- höfn. Hún var að koma í heim- sókn til sonar síns í Hafnarfirði. Margrét Bárðardóttir, 18 ára, dóttir Bárðar lsleifssonðr arki- tekts. Hún var nýlega trúlofuð, hafði dvalizt í ár í Danmörku og var að koma heim til að stofna heimili. Þorbjörn Áskelsson útgerðar- maður frá Grenivík, 58 ára, læt- ur eftir sig konu og 6 böm, það elzta 28 ára en það yngsta 13 ára. Hann var að koma frá Hol- landi að taka á móti fiskiskipi. Iisa Hochaphei, þýzk hjúkr- unarkona á leið til starfa í Hveragerði. Karl og María West, roskin dönsk hjón á leið til tslands. Konan var af íslenzku bergi brotin og voru þau hjón að heimsækja skyldfólk sitt hér í tilefni af fermingu eins. bama- bams þeirra. Mr. Baume, enskur maður á léið til IslandS. ÁHÖFN: Jón Jónsson, flugstjóri, 45 ára, kvæntur. Lætur eftir sig eitt bam. Hafði starfað hjá Flugfé- lagi lslands síðan í ársbyrjun 1948. Ölafur Þór Zocga, flugmaður, 27 ára, kvæntur og lætur eftir sig tvö böm. Hóf störf hjá F. I. 1. maí 1957, Ingi Guðmundur Lárusson, loftsiglingafræðingur, 23 ára. kvæntur og lætur eftir sig tvö böm. Hóf störf hjá F. I. 15. marz 1961. María Jónsdóttir, flugfreyja, 30 ára. Lætur eftir sig dóttur Hóf störf hjá F. I. 1. maí 1956. Helga Guðrún Henckell, flug- freyja, 25 ára. Hóf störf hjá F. I 1. mai 1962. Anton Heiller Orgel-hljómleikar til minningar um Dr. Victor tJrbancic í Kristskirkju, Landakoti, miðvikudagskvöld 17. aprfl kl. 20. Verk eftir Muffat, Keml, Bach, David, Heiller: Improvisa- tion um íslenzkt þjóðlag. Aðgöngumiðar í bl<.ðsölu Sigfúsar Eymundssonar, Bóka- verzlun Lárusar Blöndal og Hljóðfærahúsinu. AÐEINS ÞETTA EINA SINN. ! \ \ \ \ \ \ Glerskreyting Gnótagöfu u s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.