Þjóðviljinn - 17.04.1963, Blaðsíða 8
0 SÍÐA
HÓÐVILJINN
Miðvikudagur 17. aprO 1963
SÓKN GEGN VINNUÞRÆLKUN
Eftir Tryggva Emilsson
Það líður varla sá dagur, að
ekki séu útgefnar tilskipanir
um hækkað vöruverð; fólk les
auglýsingarnar, og varan kost-
ar meira í dag en í gær. Marg-
ir reyna að lengja vinnudaginn
enn og mæta þannig dýrtíð-
inni, en víða er sá möguleiki
ekki fyrir hendi og þar verður
að minnka innkaupin. Ráða-
menn þjóðfélagsins virðast á-
líta að fólk taki þessu eins og
vestan andvara. en áreiðanlega
munu þeir fleiri scm líta á það
sem eitt af höfuðstefnumálum
ríkisstjómarinnar að lyfta und-
ir hverskyns verðbólgu og við-
halda henni. að minnsta kosti
er ekkert sýnilegt gert til þess
að stöðva flóðið.
Vinnuþrælkun
engum manni
kjarabót
1 þessu dýrtíðarflóði verður
kaupgjald fyrir 8 stunda vinnu-
dag æði lágkúrulegt og engum
manni nægilegt til lífsframfær-
is; nú geta menn að vísu bætt
um fyrir sér með lengdum
vinnudegi, en fáir munu viður-
kenna vinnuþrælkun sem kjara-
bætur. 1 raun og veru vill eng-
inn maður sætta sig við þau
kjör sem flestir verkamenn búa
núviðen verða að gækja kjara-
bæturnar í sílengdan vjnnu-
dag. Vinnuþrælkun en engum
manni kjarabót. En málgögn
ríkisstjórnarinnar og auðvalds-
ins í landinu tala mikið um
kjarabætur, sem komi nú hljóða-
laust uppí hendur verkamanna
með bráöauðveldu móti, sem se
að lengja vinnudaginn. Morgun-
blaðið þráskrifar um þessi
kjarasannindi, sem hljóma eins
og nýr boðskapur um lýðfrjáls-
ar tekjuhækkanir. En ekxi
nægir þessi áróöur til að
sannfæfa menn. Nú er svo
augljóst að atvinnuvegirnir
geta borið miklar kauphækkan-
ir, yfirvinnan er nefnilega dýr-
ari en dagvinnan. En einhvern
veginn vcrður að vilia um fyr-
ir fólki. Sá mikli gróöi sem
aflaföngin hafa fært í þjóðar-
búið má ekki sjást nema í
gegnum sérstakt gler. Og þvi
er nú góðæri tveggja undan-
farinna ára leitt inn í hugtak-
ið viðreisn, svo að menn fari að
álykta að eitthvert stjómarfars-
legt undur hafi gerzt. Jafn-
framt er sannað með sömu rök-
um að hjá atvinnuvegunum ;é
allt öryggi í höndum óskýrðr.)
afla og að hjá atvinnurekend-
um stöðvist enginn gróði; því
sé nú sem fyrr of snemt og ó-
raunhæft að tala um kjarabæt-
ur.
Geislahjúpur um
viðreisnarmenn
1 Morgunblaðinu og fylgi-
blöðum þess er að vísu talað
um aflaföngin, fram hjá þvi
verður ekki komizt, þjóðartekj-
ur vaxi, en líkist helzt þoku
sem illt er að átta sig á; spari-
fé hafi margfaldazt, bankar
safni nú sem óðast í einkasjóði
og gjaldeyrisstaðan þannig að
nú vilji Bretar ólmir lána Is-
lendingum.
1 öliu þessu felast nú ein-
hverjir þyrnar. Bretar mundu
kannski vilja fá eitthvað fyr-
ir snúð sinn og hvernig græða
bankarnir?
En hvaö sem því líður, áróð-
urinn skiptir um ham eftir
þörfum og villir fyrir rhörgum.
Þó vita nú flestir, að stórauður
hefur borizt á hendur þjóðar-
innar. cn hvar er hanh þá að
finna? Ekki hjá verkafólki og
samkvæmt boðskapnum ekki
heldur hjá atvinnurekendum!
Og hvað skyldi þá vera eðli-
legra en að álykta að orðið
,.viðreisn“ sé reyndar táknorð
fyrir þann gróða sem auðstétt-
irnar hafa enn sótt í hendur
vinnandi fólks og til atvinnu-
veganna, — að hið margvelkta
Tryggvi Emilsson
orð „viðreisp" merki auðsöfnun
á fárra hendur. Eitt er víst, að
blaðamenn sem eru undir hand-
arjaðri rikisstjórnarinnar ham-
ast nú sem mest, því að á
miklu ríður að sanna vinnandi
fólki að ekki sé hægt að bæta
kjörin nema með því að lengja
vinnudaginn, — og ekki stendur
á hagfræðingunum, þeir hafa
nú fundið út með flóknum
reikningsdæmum að tekjur
verkafólks vaxa með lengdum
i
!
!
!
*
!
!
!
\
Rafeindaheilar eru beztu
kennararnir
Um allan heim eru
hverskonar rafeindaheil-
ar notaðir í æ ríkara
mæli. Þeir leysa hin
flóknustu, stæröfræðileg
verkefni fyrir vísinda-
stofnanir, stjórna fram-
leiðslu í stórum verk-
smiðjudeildum, hafa eft-
irlit meö gæðum tilbúins
varnings og svo mætti
lengi telja. Það er einnig
mjög á dagskrá að nota
þá við hverskonar
kennslu.
I nýlegri grein hefur sovézki
vísindamaðurinn Axel Berg
gert grein fyrir sjónarmiðum
sínum í þessu máli. Hann tal-
ar fyrst um þann vanda sem
mætir kennurum: það er ailt-
af nokkur hluti nemenda sem
ekki lýkur miðskóianámi
vegna þess að þeir dragast
afturúr — nemendur eru
misjafniega áhugasamir, mis-
jafnlega fljótir. Af hverjum
kennara er krafizt geysimikils
átaks til að samhæfa þann
ólíka hóp unglinga sem hann
fær í hendur. Kennari verður
að reyna að finna persónulega
leið til hvers nemanda. Hann
verður að hafa eftirlit með
hverjum og einum og fram-
förum hans. Þetta er geysi-
lega tímafrekt starf, krefst
mikilla endurtekninga og
næsta árangurslítils stúss —
og verður þar að auki aldrei
leyst sem skyldi með gömlum
aðferðum.
Því segir Berg brýna nauð-
syn bera til að taka í þjón-
ustu fræðslumála þann árang-
ur sem náðst hefur á sviði
rafeindatækni, stærðfræðilegr-
ar rökfræði og miðlunarkenn-
ingar.
Hann segir að þeir sem ótt-
ist að slík stefna geri lítið
úr hlutverki kennarans fari
mjög villir vegar. Kennarinn
muni áfram hafa forystuhlut-
verk, en hann muni fá tækni-
Axel Berg talar um nauösyn þess að nota rafeindatækni til
kennslu. Á þessari mynd sést tæki, sem nú þegar er notað
til að prófa stúdenta í ýmsum greinum við Úrval-vcrkfræðihá-
skólann — en það er að vísu ekki eins fullkomið og Berg gerir
ráð fyrir. Hér hefur stúdentinn fyrir framan sig ýmsar lausnir
á viðfangsefnum og setui þær villur sem hann finnur inn á
vélina, scm síðan gerir það upp, hvernig hann hefur staðið sig.
lega hjálp, nútíma vélar til
að styðjast við. Og það sem
mestu máli skiptir — kennsl-
an muni hætta að vera empír-
ísk og verða þess í stað ná-
kvæm vísindi.
Það sem um er að ræða.
segir hann, er ekki að gera
ákveðnar umbætur á hefð-
bundnum kennsluaðferðum,
heldur skapa rökfræðilega oa
stærðfræðilega kenningu í
kennslumálum.
Kennslan fer þá fram eftir
ákveðnu prógrammi, sem deil-
ir námsefninu niður í eining-
ar og skilar þeim til nemand-
ans með aðstoð nútímatækni.
Kennslan verður mun virkari
með þessu móti. Kennarinn
mun geta fylgzt með því
hvernig hver nemandi eða
stúdent fylgist með efninu og
hvernig hann tekur við því.
Þannig er æðri stofnun ein i
Leníngrad farin að kenna
stúdentum erlend tungumái
með aðstoð rafeindavéiar sem
einnig fylgist með þeim fram-
förum sem nemendur taka. Og
eru stúdentar harðánægðir
með „fræðara" sinn.
Með slíkum aðferðum ná-
um við tvennskonar árangri
— gagnkvænuim tengslum
milli kennara og nemenda
og stöðugu, ströngii eftirliti.
Kennarinn veit á hi%ða
stigi skiiningur og hugsun
nemenda hans eru.
Rafeindaútbúnaður gerir
það kleift að kenna tylft eða
hundruðum stúdenta sama
efni með þvi að nota nokkr-
ar ólíkar aðferðir sem fara
eftir því hvernig stúdentinn
bregzt við efninu. Það er
hægt að stilla inn breyting-
ar sem hæfa þörfum hvers
hóps — það er hægt að setja
efnið fram á ýmsum hraða,
það er hægt að breyta um
um samhengi og innihald.
Þannig sjáum við fram á
möguleika til að útrýma
kennsluaðferðum sem miðast
vjð „meðalstig".
Það opnast möguleikar fyr-
,ir persónulegri kennslu og
fyrir því að stúdentar og
aðrir nemendur kenni sjálf-
um sér undir leiðsögn kennara
og aðstoðarliðs hans — vél-
anna.
Ekki er enn hægt að segja
fyrir um það hve margar
gerðir af rafeindaheilum þarf
fyrir „prógramm“-kennslu —
máske þrjár eða fjórar, máske
fleiri. Hvað sem því líður, þá
hafa tilraunir sem gerðar hafa
verið í skólum Moskvu og
Leningrad þegar sýnt að
þessar kennsiuaðferðir eru
mjög virkar. Nemendur eru
virkari en áður, vinna bet-
ur sjálfstætt. Þeir kynnast
námsefninu betur en áður og
þeir þurfa minni tíma til
þess að læra það og læra að
beita því. Við þessar kring-
umstæður verður hlutverk
kennara meira en áður —
en ekki þvert á móti. Hann
leysir vandamál eins og að-
ferðir, rannsakar betur
kennslusálfræði, undirbýr
persónuleg „prógrömm".
Þannig verður vélin þjónn
kennarans til að losa hann
við vinnufrekt, þreytandi og
einhliða s,tarf.
Þetta allt hefur það auð-
vitað í för með sér að taka
verður upp nýjar aðferðir i
þjálfun kennara. Þeir verða
að fá stóraukna þekkingu á
áætlunargerð og rafeinda-
fræði. Og hér duga engin
vettlingatök — hér er um að
ræða gerbreytingu í kennara-
bjáífun sem að sjálfsögðu mun
krefjast allmikiliar fyrirhafn-
ar. En hér er um að ræða
óumflýianlega þróun.
vinnudegi og kjarabæturnar
því komnar á borðið. Rikis-
stjórnarfólk fagnar útkomunm,
verkafólk megi nú þakka fyrir
sig. Kaup komi líka fyrir vf-
irvinnu. Og hagfræðingar lögðu
enn höfuðin í bleyti, og sjá:
meðaltekjur erfiðismanna hafa
hækkað og þarf nú ekki fram-
ar vitnanna við. Kjarabætum-
ar eins og geislahjúpur um
viðreisnarmenn.
Meira til skiptanna
Ég er nú ekki svo hissa á rik-
isstjórnarmönnum; þeir eru cil
þess kosnir að draga sem mest-
an auð í hendur auðfólksins í
landinu, en að þeir skuli, fá
þessa hagfræðinga i vinnu er
mikil furða. núna þegar næg er
vinnan. Það getur ekki verið
svo skemmtilegt að nota sífellt
sína reikningslist til þess að
blekkja almenning og smækka
hlut þeirra sem minnst hafa;
sjá þeir ekki auglýsingarnar.
alstaðar vantar menn í heiðar-
lega vinnu.
En hvað um það. blekkingar
auðve1 Jsblaðanna eru ekkert
nýrr- og reyndar aðalhald-
reipi auðgróðans. En allir þeir
sem rét.ta hönd til verks vita
nú að aflaföngin voru svo mikil
á sl. ári að þar er ekkert tii
samanburðar. Þjóðartekjumar
hafa stórvaxið og því er mikið
til í hlutaskiptin. og erfiðis-
menn til sjávar og lands hafa
lagt fram stærsta skerfinn með
vinnu handa sinna. Margir
hafa lagt nót.t með degi. með-
an fína fólkið situr í sífelldum
veizlufagnaði eins og jafnvel
sumir ráðherramir eru þekkt-
astir fyrir.
Kjarabarátta
byg-g-ð á samtökum
Ekki verður séð hvað af góð-
æri eða vinnuafköstum er að
þakka viðreisnarstjórninni. Saga
hennar er skráð gengisfelling-
um og hefndarráðstöfunum
gagnvart vinnandi fólki. og á
sl. ári toguðu stjórnarherrarnir
af öllu afli í hjól framleiðslunn-
ar og tókst að stöðva togarana
og síldveiðiskipin til stórtjóns
fyrir land og lýð. Og er þeirra
hlutur því ekki beint viðreisn-
arlegur.
Þegar þetta skeði stóð Efna-
hagsbandalagið eins og gull-
kálfur fyrir sjónum margra
stjórnarmanna og er það þeirra
vorkunn. En reikningsmenn
þeirra stóðu á verði og reikn-
uðu erfiðismönnum uppgrip í
háum tölum og pössuðu jafn-
framt uppá að sem fæstir tækju
eftir því fólki sem situr með
spenntar greipar um lykla rík-
isvaldsins að afiaverðmætunum.
Þannig er mikið talað í blöð-
um íhaldsins um stórtekjur
sjómanna. en aldrei um auð-
gróða veizlumanna í landi. Rík-
isvaldið í viðreisnargervinu er
tilkomið til að þjóna beim sem
ríkir eru og starfar eftir því, og
því verður erfiðisfólk að gera
sér grein fyrir.
Kiarabaráttan verður því sem
ætíð fyrr að byggjast á sam-
tökunum. Samtökum. sem er
kraftur kröfunnar. Verkamenr,
hafa borið fram kröfur um
hækkað kaup. um tryggingj
kaupgjaldsins með stöðvun
verðhækkana, og um styttingu
vinnuvikunnar með óskertu
kaupi.
Allar bessar kröfur eru i
dei.glunni.
Það er ekki búið að semja.
^róður
■ Jt,nna
Ég hef bent á skrif ríkis
stjórnarblaðanna sem ýmis’
hælast yfir viðreisnargóðæri o-
fsagróða þarafleiðandi eða sýn -
iram á, að samt sem áður sé
ekki hægt að bæta kiörin. ut-
an hvað felst í hækkuðum teki
um vegna vinnubrælkuna-
neita ekki að atvinnuvegirni-
boli yfirvinnukaupið og virði =
reyndar að atvinnuvegirnir ger
hnrið hátt kaup, en það meg';
verkamenn bara ekki fá. nema
með vinnuþrælkun. Þessi marg-
endurbornu reikningsskrif um
ofsagróða sem ekki þolir kjara-
bætur til þeirra sem gróðann
skapa virðast fyrst og fremst
ætluð fólki, sem ýmist hugsar
alls ekkert um kjaramál éða
þykir vel sem verður í von um
eitthvað fleiri mola.
Verkamenn, sem ævinlegá
eiga í þungri barátt’u fyrir
kaupi sínu og kNjörum, skilja
vel hvað auðvaldsblöðin meina,
skilja vel að þar er sú hát-
ramma andstaða við öll rétt-
indamál verkafólks sem hefjr
orðið og er þyngst i skauti al-
þýðuheimiiunum. Áróðurinn á
að viðhalda vinnuþrælkun. fá-
tækt og fáfræði.
Rök verkamanna nú fyrir al-
hliða bættum kjörum felast í
sigrum róttækrar baráttu á
undanfömum árum og í því
góðæri sem nú leggur mejri
aflaföng en nokkru sinnj í
hendur þjóðarinnar. Vérka-
lýðs'hreyfingin studdi af aleflj
landhelgismálið en aflaföngin
nú eiga þar sína dýpstu rót.
Til öflusrrar sóknar
Verkalýðshreyfingin hefur
með kröfugerðum og lifandi
starfi borið vaxtarbrodd fjöl-
þættra nýmæla inn á vettvang
atvinnumála og annarra þjóð-
mála og orkað þannig á at-
vjnnuþróunina. Og nú þegar
atvinnuvegjrnjr kalla fólk til
vinnunnar langt inn á
hvíldartímann, verða verka-
menn sjálfir að sýna fram á að
sú leið horfir ekki til heilla. að
betur verði að nýta tækniþekk-
ingu og tækniþróun til þess að
létta erfiðinu af fólkinu, ekki
til þess að herða á vinnuþraélk-
un. En atvinnurekendur verða
bezt leiddir inn á köiinun og
nýtingu tæknitækja með því að
verkamenn til lands og sjávar
neiti að gera sjálfa sig að
vinnuvélum.
En ekki getur nú farið milii
mála að hægt er að stórbæta
kjörin, að gjaldþol atvinnuveg-
anna er fyrir hendi, þar sem
yfirvinna i stórum stíl kemur
nú ofan á erfiðan vinnudag.
sem hlýtur í mörgum tilfellum
að draga úr eðlilegum vinnuaf-
köstum. Allt sanngjarnt mat á
gjaldþoli atvinnuveganna geng-
ur undir kröfurnar og fellur á
fang með verkamönnum.
öll réttindamál verkalýðs-
hreyfingarinnar hafa átt langan
aðdraganda og kostað mikla
baráttu og enn verða verka-
menn að treysta samtök sín til
nýrrar öflugrar sóknar í kjara-
málunum, krefjast réttlátari
hlutdeildar í þióðartekinnum og
afnáms vinnubrældóms. En þá
kröfu ber hátt í dag.
Stytting
vinnuvjlcunnar
Krafan um styttingu vinnu-
vikunnar hefur lengi verið of-
arlega í hugum verkamanna og
margt verið ritað og rætt um
málið. Get.ur engum dulizt að
lengur verður það ekki hrakið
út f neinar hliðargötur.
Vitað er að margir atvinnu-
rekendur skilja eðli málsins frá
sjónarmiði vinnuafkasta og
vandvirkni og vita hversu bað
er þungt á metunum og mættu
þó betur að því hyggja. En mál-
ið er fyrst og fremst þeirra sem
erfiða í sveita síns andlitis og
vita að ofþreyta stefnir til eyði-
ieggingar á lífsgjörfi manna og
sljóvgar menn. Það er hægt’ að
stytta vinnuvikuna. þar sem
eðlilegur vinnutími géfur betri
-aun, og það er hægt að stytta
hana með óskertu kaupi. Það
sýna yfirborganir og yfirvinna.
og það sýna b.ióðartekiurnar
=em erfiðismenn hafa átt sinn
stóra bátt í að skapa t>að
dendur ekki á verkafólki ið
•’inna þegar við liggur )ð
'riarga miklum aflaföngum en
•innubrælkun »r blettur á fs-
'""'’ku bjóðinni sem verður að
afmá.
I
i
I
*
4