Þjóðviljinn - 17.04.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.04.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. apríl 1963 ÞlðÐVIUINN SlÐA 3 Voldug og sögu leg páskaganga! gegn kjarnavopnum í Bretlandi; Pacem in terrís LONDON 15—16/4 — Páskagangan í Bretlandi gegn kjamorkuvopnum var nú fjölmennari en nokkru sinni fyrr og allsöguleg þar sem í upphafi hennar var dreift meðal þátttakenda prentuðum pésa með leynilegum áætlunum brezku ríkis- stjómarinnar um hvað gera skuli ef til kjam- orkustríðs kemur. Pésinn er gefinn út af sam- tökum sem kalla sig „Njósnara friðarins“ og er ekki vitað hvemig þau hafa komizt yfir þær upp- lýsingar sem þar eru birtar. Pésanum var dreift á föstu- dagskvöld og kom útgáfa hans brezku leyniþjónustunni alger- lega á óvart. Starfsmenn land- vamaráðuneytisins lýstu því yf- ir að enda þótt skjalið sé aug- sýniléga ekki opinbert stjórnar- skjal séu þó í því svo margar upplýsingar í smáatriðum að upphafsmenn þess hljóti að hafa haft aðgang að mikilvægum leyndarskjölum. Sérstökum deildum Scotland Yard hefur verið falig að rann- saka málið og hefur Macmillan forsætisráðherra sjálfur tekið að sér forystu í rannsókninni. 4 dagra ganga Mótmæ’agangan gegn kjarn- orkuvopnum tók fjóra daga og var gengið frá Aldermaston Berkshire til Lundúna og endað á fjöldafundi í Hyde Park, eins og undanfarin ár. Komið var til miðborgarinnar síðdegis ann- an í pásk-um og. kom þá til nokkurra átaka við lögreglu- þjóna. sem handtóku 72 göngu- menn. Áður höfðu nokkrir ver- ið handteknir á leiðinni frá Aid- ermaston, grunaðir um ,að hafa staðið að útgáfu pésans um á- ætlanir stjómarinnar. Fóru ttl „leynlstöðvarlnnar" Strax á laugardag urðu slags- mál milli lögregluþjóna og nokk- urra göngumanna á stað fyrir vestan London, sem í pésanum er sagður eiga að vera aðal- stöðvar Bretastjómar í kjarn- orkustyrjöid. Reyndu lögreglu- þjónamir að varna mönnum veginn að neðanjarðarhýsinu sem bent hafði verið á, en urðu að láta undan um þúsund manns sem höfðu tekið sig útúr aðalgöngunni til að fara þang- að. Lögreglan varð undlr Átökin við lögregiuna í Lond- on hófust þegar hluti göngu- manna reyndi að fara aðra leið til Hyde Park en lögreglan hafði leyít til að geta komið við fyrir utan Whitehall, aðal- stöðvar rikisstjórnarinnar og stanzað þar til að leggja frek- ari áherzlu á mótmæli sín. Lög- reglan var í vonlausum minni- hluta og beið algeran ósigur fyrir göngumönnunum sem leidd- ust útúr garðinum. yfir veginn óg gegnum lögréglugirðinguna. Við Victoria járnbrautarstöðina sló einnig í hart milli lögreglu og göngumanna. Hundruð aukalögregluþjóna voru kölluð út og revndu þeir hvað eftir annað að mynda keðju meðfram veginum til Hyde Park, en þátttakendur göngunnar brutust í gegn og hrópuðu: „Beitið ekki valdi“. Umferðaröns]»veiti Algert umferðaröngþveiti varð í miðhluta Lundúna meðan mót- mælagangan fór bar í gegn. en hún var svo stór að það tók hana fimm klukkutíma. Fjöldi áhorfenda Sem höfðu raðað sér upp meðfram þejrri leið sem göngumenn ætluðu að fara gerðu elnnig sitt til að auka á erfiðleika lögreglunnar. Um tíma stanzaði umferðin alveg og götumar urðu óleysanleg ring- ulreið fólksbifreiða, vörubíla. strætisvagna, lögregluþjóna, gongumannli og áhorfenda. f mótmælagöngunni mátti sjá fólk á öllum aldri, unglinga, gamalmenni, mæður með barna- vagna, feður með böm sín á bakinu o.s.frv. Flest kröfuspjöld- in voru svört og hvít, en ein- staka rauð. Fremstu menn göngunnar voru prestarnir John Collins og Donald Soper sem eru meðal leiðtoga samtaka sem berjast fyrir kjamaafvopnun (CDN). Pésinn óviðkomandi CÐN að samtök þeirra ættu engan þátt í dreifingu pésans frá Njósn- urum friðarins meðal göngu- manna. Hinsvegar hafa hin sam- tökin sem stóðu að Aldermaston göngunni. Hundraðmannanefndin svokallaða viðurkennt meðábyrgð á 15 þús. aukaeintökum af pés- anum, en segja jafnframt að þau eigi engan þátt í frumútgáfunni. Einn meðlimur Hundraðmanna- nefndarinnar, Kenneth Browning, var handtekinn með kðrfu fulla af pésum. Hundraðmannanefndin var sem kunnugt er stofnuð af h«imspekingnum Bertrand Russ- :«ti og hefur lengstum verið und- ir forystu hans. Lðgreglan lagði hald á mðrg þúsund eintök pésans, sem brezku blöðin halda fram að muni skapa stjóminni mikla pólitíska erfiðleika, ef rétt er að þær upplýsingar sem hann hefur að geyma hafi borizt út frá á- byrgum aðilum. Heímilisföng o.s.frv. í pésanum eru birt heimilis- föng og simanúmer stjómarað- setra í mörgum héruðum sem Fulltrúar CDN héldu því fram l'eiga að taka stjómina í sfnar hendur í kjamorkustríði og einn- ig eru gefin upp nöfn manna sem eiga að vera yfirmenn þess- ara stjómarskrifstofa. Bertrand Russell lávarttor sagði í yfirlýsingu á mánudaginn að brezka ríkisstjómin hefði látið hjá líða að skýra þjóðinni frá áætlunum sínum í sambandi við kjamorkustyrjöld þar sem hún væri ákveðin í að viðurkenna ekki hvemig atómstríð væri í raun og veru, eins og komið hefði fram hvað eftir annað. Aðeins útvaldir fá að lifa Áætlanir rikisstjómarinnar sýna að hún gerir ekki ráð fyrir að þjóðin lifi áfram eftir kjam- orkustríð, neira nokkrir útvaldir stjómarherrar í afskekktum neð- anjarðarbirgjum sem halda á- fram að stjóma þaðan sjálfum sér og milljónum dauðra í héraði sínu, skrifar Russell. Harin bætir við að ef stjómin beitti þó ekki væri nema helm- ingsorku til að vlnna að afvopn- un á við þá sem hún nú notar til að reyna að hafa upp á þeim sem hafa skrifað pésann, væru miklu meiri líkur á að Bretar lifðu af. Einnig í Vestur-Þýzkalandi voru farnar hópgöngur um þessa páska til að mótmæla kjarnavígbún- aðinum. Ætlunin hafði verið að í þeim tæki þátt fólk úr öðrum löndum, en með stoð í lögum frá stjómartíð nazista var því bönnuð Iandvist og er athyglisvert að foringjar vesturþýzkra sósíal- demókrata hafa lýst blessun sinni yfir þá ráðstöfun, enda þótt margir erlendir skoðanabræður þeirra yrðu fyrtir barðinu á henni. Einn slíkra manna slapp þó inn í landið áður en bannið var sett á, brezki Verkamannaflokksþingmaðurinn Anthony Greenwood, sem sést hér á myndinni ávarpa fund andstæðinga kjarnavopna í hinnl sögufrægu Pálskirkju í Frankfurt am Main. Bretum meinuð iand- ganga í V-Þýzkal. DUSSELDORF 15/4 — 54 Bretar sem setluðu að taka þátt í mótmælaaðgerðum gegn kjamorkuvopnum í Vestur-Þýzkalandi sátu í þrjá daga í flugvél á flug- vellinum í Díisseldorf eftir að þeim hafði verið bönnuð landganga. Lögreglan í Dússeldorf not- færði sér Hitlerstilskipun frá 1938 til að styðja neitun um landgöngu. Bretarnir mótmæltu þessu þegar með að setjast nið- ur í biðsal flugstöðvarinnar og neita að hreyfa sig þaðan. Urðu þýzku lögregluþjónarnir að lok- um að bera þá með valdi út í flugvélina aftur. Þar neituðu þeir að spenna á sig öryggis- beltin og vildi þá flugmaðurinn ekki leggja af stað. Brezki ræðismaðurinn í Dússeldorf reyndi að fá Bret- ana til að spenna beltin, en árangurslaust. Þýzíkir kjarna- vopnaandstæðingar færðu þeim mat og drykk í flugvélina þar sem þeir sátu allan föstudaginn, laugardaginn og fram á sunnu- dagskvöld. Þeir voru á aldrin- um 14—70 ára. Mikill mannfjöldi safnaðist kringum flugvöllinn á föstudags- kvöld og aðfaranótt laugardags- ins til að krefjast þess af yfir- völdunum að Bretunum yrði veitt landgönguleyfi og á laug- ardagskvöldið varð lögreglan að nota vatnsslöngur til að dreifa 30 Þjóðverjum og 12 Dönum sem höfðu setzt yfir þvera að- algötuna i Dússeldorf til að mótmæla banninu. Margir voru handteknir. Bretamir flugu aftur heim á leið á sunnudagskvöld eftir sögulega brottför. Örfáum mín- útum áður en flugvélin hóf sig á loft kom einn farþeganna þjótandi út úr vélinni og lagð- ist fyrir framan hana. Fjórjr vesturþýzkir lögregluþjónar gripu hann og ýþtu honum aftur inn í vélina. Stuttu síðar reyndi ung stúlka að endurtaka þetta, en henni var kastað jnn í vél- ina og hurðinni skellt í lás. Bretarnir samþykktu að lok- um að Jeggja af stað gegn þvi að fimní vesturþýzkum kjarna- vopnaandstæðingum yrði leyft að koma með og taka þátf í mótmælaaðgerðunum í London. Fleiri þúsund manns tóku þátt í alls 21 mótmælagöngu gegn kjarnavopnum á ýmsum stöðum í Vestur-Þýzkalandi. um páskahelgina. Dönum ekki hleypt inn heldur í Danmörku var páskagangan í fyrsta sinn farin um Suður- Jótland. Komu göngumenn frá ýmsum stöðum og mættust göngumar í bænum Haderslev og gengu þaðan að þýzku landa- mærunum. Við landamærastöðina Krusá var haldinn sameiginlegur fund- ur danskra og þýzikra kjarna- vopnaandstæðinga frá Flens- borg sitt hvoru megin landa- mæranna. Fyrst hafði verið ráðgert að Danirnir gengju með Þjóðverj- unum til Hamborgar, en þýzk yfirvöld bönnuðu þeim að taka þátt í göngunni þangað. ! I Jóhannes páfi sendi sinni stóru og dreifðu hjörð boð- skap um páskana, en hirðis- bréf hans, Pacem in terris, á ekki aðeins erindi til ka- þólskra manna, heldur sér- hvers manns, enda hefur þvi verið veitt meiri athygli og víðar en dæmi munu vera til lengi um páfabréf. Þetta síð- asta hiröisbréf Jóhannesar XXni staðfestir svo ekki v«rt»' um villzt að nýr tími gekk í Páfagarð þegar hann tó« við æðsta embætti ka- þólskrar kirkju af Píusi XII. Blað ítalskra kotnmáiiáita l’Unitá tekur þannjg saman meginefni hirðisbréfsms: — „Nauðsyn t»'iC!la og sáttfýsi við ríki sósíalismans, mikil- vægi þ'óðtrmúushre'rtÞiga ný- lendaójóðœna, brýn nauðsyn stjómmálaaðgerða til að koma á kjamorkuafvopnun, kröfur um aukið lýðræði og félags- legar umbætur: um öll þessi atriði er fjallað í hirðisbréf- inu og sum þeirra em tekin fastari tökum en í fyrri bréf- um páfa“. Hér er ekki rúm til að rekja efni bréfsins (kannski gefst færi til þess síðar), en birtur skal kafli úr lokaorð- um þess, sem sýnir glögglega hvilíkur reginmunur er á af- stöðu Jóhannesar páfa til sósíalismans og viðhorfum fyrirrennara hans. Hann ítrek- ar ummæli sín í setningar- ræðu kirkjuþingsins í vetur þegar hann lýsti trú sinni á gagnsemi viðræðna og auk- inna samskipta allra manna, trúaðra og vantrúaðra, vissu sinni að „sannleikurinn muni sigra í hyerjum manni“. Síð- an segir í hirðisbréfinu: „Þess ber einnig gæt.a .að ekki er hægt að leggja að jöfnu falsk- ar heimspekikenningar um éðli, uppruna og ijrlög manns- ins og heimsins og hreyfingar sem upp hafa komið og sett hafa sér ákveðin efnahags-, félags-, menningar- og stjóm- málamarkmið, enda þótt þess- ar hreyfingar eigi upptök sín í slíkum kenningum og hafi haft þær og hafi enn að leið- arljósi. .. Hver getur neit- að því að þessar hreyfingar eru jákvæðar og lofsverðar, að þv| leyti sem þær hlíta reglum réttrar hugsunar og túlka réttmætar þrár manns- ins? Af þessum sökum verður ljóst, að nánari tengsl eða hagnýtt samstarf við þessar hreyfingar, sem til skamms tíma var ekki talið heppilegt eða æskilegt, verður það nú. eða getur orðið það von bráð- ar“. Engum blöðum er um það að fletta að þama á páfi við samskipti kaþólskra manna og kommúnista; í bréfi sína gerir hann greinarmun á „villigötunum" og þeim sem hafa viUzt inn á þær. hinum „villuráfandi", þ.e. á mllli hins óguðlega marxisma og kpmmúnista sem leggja sig fram við að „túlka réttmæt- ar þrár mannsins“. fflIMES í London leggur þetta út á þennan veg: „Með öðmm orðum sagt er gerður greinarmunur á hinni kommúnistísku fræðikenningu og kommúnismanum í verki. Páfi gefur í skyn í hirðisbréfi sínu, að framkvæmd komm- únismans geti túlkað réttmæta þrá mannsins og hún geti verið jákvæð og lofsverð. Þeg- ar sá greinarmunur hefur verið gerður er hægt að taka upp samstarf við framandi mannfélag að efnahags-, fé- lags-, menningar- og stjóm- málamarkmiðum sem bæði eru heiðvirð og gagnleg”. Svo segir Times. Svipuð er niðurstaða franska vinstriblaðsins Liberation. Það segir: „Mesta nýmælið f boðskap Jóhannesar XXIII er að hann hafnar algerlega hugmyndinni um ídeólógíska herferð og segir þannig skilið við sameiginlega stefnu þeirra Píusar XII og Foster Dulles. Jóhannes páfi vill að kirkjan kannist við heiminn eins og hann er, skiptan milli ríkja kapítalismans og rikja sósial- ismans. Á sama hátt eiga kristnir menn hverrar þjóðar að hætta að forðast guðleys- ingja og villutrúarmenn sem pestina, heldur taka upp bróð- urlegt og nytsamt samstarf við kommúnista um efnahags- mál og stjómmál án þess að víkja hætishót frá kennisetn- ingum sínum“. Það er þetta sjónarmið páfa sem ræður því að hann hefur gefið hirðis- bréfi sínu nafnið „Pacem in terrjs“; með fleirtölumyndinni „terris" gefur hann til kynna að hann vilji ekki aðeins frið „á jörðu“, heldur líka frið . „í löndunum". En þótt orð páfa um rétt- mæti og nauðsyn hagnýts samstarfs kristinna og van- trúaðra, kaþólskra og komm- únista, að velferð mannsins hafi vakið mesta athygli, og það fyrir þá sök að með þeim er brotið blað i tvö þúsund ára sögu Rómarkirkjunnar. eru vamaðarorð hans til mannkyns á öld kjamorku- vopnanna ekki síður þess virði að þeim sé gaumur gefinn — og liggur reyndar sama hugs- un að baki beggja. Hann vís- ar á bug margþvældri kenn- ingu pólitíkusa og setustofu- herforingja á vesturlöndum um að kjamavopnin veiti mannkyninu vöm gegn stríði, að hið svokallaða „ógnajafn- vægi“ sé trygging fyrir þvi að friður haldist í heiminum. heldur vofa ógnlr kjarnastríðs- ins yfir mönnunum á meðan vopnin eru í höndum þeirra. ragnarökin geta orðjð fyrir slysni, mistök eða misskilning. Þar tekur páfi i sama streng og friðarsinnar um allan heim. „Af þeim sökum", segir hann, „krefst réttlætið, vizkan og mannúðin að vígbúnaðar- kapphlaupið verði stöðvað; að allir dragi samtímis úr þeim vfgbúnaði sem þeir hafa nú; að sett verði þann við kjams- vopnum og að lokum komið á afvopnun undir raunhæfu eftirliti". Þessi kafli hirðisbréfsins hefur fengið misjafnar undirtektir sem reyndar aðr- ir. Sovézk blöð hafa þannig gert mikið úr honum og í Tass-skeyti sem dagsett er í Páfagarði er hann sagður vera meginatriði bréfsins. New Tork Times, áhrifa- mesta blað Bandarílkjanna, þar sem ka'þólskur forseti ræður nú ríkjum 'j fyrsta sinn, er hins vegar staðráðið að hafa orð páfa að engu, því að það segir: „Vestur- lönd verða að halda áfram að vígbúast gegn kommúnista- hættunni til að varðveita friðinn á þann eina hátt sem nú er tiltækur: með því raun- hæfa valdajafnvægi sem tjl- vera okkar er komin undir". Aðrar undirtaktir hefur boð- skapur páfa fengið í einu strangkaþólskasta landi ver- aldar. þar sem kommúnistar ráða þó ríkjum, Póllandi. Blaðið Zycie Warszawy kall- ar boðskap páfa „hirðisbréf friðsamlegrar sambúðar“. Illa dulin óbeit ráðamanna á vest- urlöndum og málgagna þeirra á boðskan Jóhannesar páfa verður ef til vill skýrð með fyrirsögn þeirri sem útbreidd- asta blað Bretlands. Daily Mirror. valdi á frásösrn sína af honum- „Páfinn halla- sér til vinstri" ás. f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.