Þjóðviljinn - 25.04.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.04.1963, Blaðsíða 6
6 SlÐA MOÐVILJINN Fimmtudagur 25. apríl 1963. Tarzan (Lex Barker) og sonur hans (Tommy Carlton). Apamaðurinn Tarzan, sem nú orðið á i vök að verjast í kofa sínum uppi í trjánum, þekkt- asta hetjan í vinsælum ævin- týrum síðari tíma — nema ef vera skyldi að undantekinni Lolitu — hélt á síðasta ári upp á fimmtugsafmælið frá því nafn hans kom í fyrsta skipti á prent. Tímarit eitt, All-Story, sem flutti jafnan spennandi lestrar- efni, birti í október-hefti sínu árið 1912 fyrstu Tarzan-söguna, sögu sem nefndist einföldu og ofur sjálfsögðu nafni: „Tarzan apamaður“; og síðan hefur þessi brjóstgóði sonur frum- skógarins hrópað ofan úr trjá- krónum Afríku, varið sjimp- ansana, skotizt undan króku- dílunum og verið þymir í augum illra hvítra manna í langri lest tuttugu og þriggja skáldsagna, þrjátíu kvikmynda, ríflegum áratugi 15-mínútna út- varpsþátta, ótölulegra teikni- myndabóka, auk dagblaða og sunnudagablaða á undanföm- um 33 ámm. Hinar 23 skáldsögur hafa selzt í 32 milljónum eintaka á 58 tungumálum og mállýzkum, þ.á.m. tamíl og úrdú, og á mestu velgengnistímum þeirra á fjórða tugi aldarinnar, þegar Jphnny Wejssmuller túlkaði hina vöðvastæltu hetju í kivk- myndunum, voru Tarzanmynd- ir að staðaldri séðar af um það bil 140 milljónum kvik- myndahúsagesta um allan heim. Nýjar myndir á leiðinni Enda þótt Tarzan-myndir njóti minni hylli en áður var, er enn haldið áfram að fram- leiða þær; teiknimyndasyrpan, sem gerð er af John Celardo og útgefin af United Features, birtist að staðaldri í mörg hundruð dagblöðum í Banda- rikjunum og annars staðar, og skáldsögumar halda áfram að seljast í 50.000 eintökum ár- lega. Hver sá, sem um hálfrar ald- ar skeið getur hafzt við inn- an um sjimpansa með aðeins konu sína og son að mann- legum félagsskap, hlýtur að vera harla óvenjuleg manngerð; en hversu svo sem Tarzan kann að vera óvenjulegur, er það varla í ríkara mæli en höfundur hans var, Edgar Rice Burroughs, sem nú er látinn fyrir þrettán árum. Burroughs. sem fæddur var í Chicago 1. sept. 1875, var af auðugu foreldri kominn, en um það leyti er hann varð fullveðja — eftir að hafa ár- um saman flækzt á milli lægri- skóla í austur- og miðvestur- fylkjunum — stóð hann upp- foreldralaus og snauður, því faðir hans hafði orðið gjald- þrota og horfið til feðra sinna á einu og sama árinu, 1894. En hinn ungi Burroughs var Hálfrar aldar dvöl Tarzans í trjánum Apamaðurinn gerði misheppnaðan braskara að margmilljónungi alls ósmeykur. Hann hafði á þessum árum engan áhuga á ritstörfum eða bókmenntum yfirleitt. En hann hófst handa um að afla sér fjár, sem reynd- ar gekk ekki betur en svo, að honum tókst að flosna upp frá hverju starfinu á fætur öðru; hann þreifaði fyrir sér ýmist sem nautasmali, jám- brautarlögregla, umferðarsali eða hraðritari á skrifstofu vöruhússins Sears, Roebuck. Jöfnum höndum gerði hann tilraunir upp á eigin spýtur í viðskiptalífinu, þ.á.m. með auglýsingaskrifstofu, sem fór á hausinn innan árs; og með bréfaskóla — handa ungum mönnum, sem vildu læra að komast áfram í viðskiptaheim- inum! Þrjátíu og sjö ára gamall var Burroughs jafn illá staddur og við upphaf ferils síns, atvinnu- laus og hafði ekki unnið sér neitt álit. Um það leyti var hann orðinn svo óánægður með síendurteknar hrakfarir sínar að hann tók upp á því að ^verja einni eða tveim klukkustund- um á hverri nóttu í það að tala upphátt við sjálfan sig og þylja fyrir sér lygasögur og hugarburð. sem hvarflað hafði að honum yfir daginn. Það var einskonar flótti frá grályndi hversdagsleikans. Hann tók að skrifa vísinda- lega skáldsögu, sem hann nefndi „Undir Marztungli", og sér til gleðilegrar furðu tókst honum að selja hana All-Story fyrir 400 dollara. Upp frá því gérðist h'irin misheppnáði verzl- unarmaður Burroughs rithöf- undur að atvinnu — og heppn- aðist vel. Tveim mánuðum síðan seldi hann All-Story söguna „Tarzan apamann" fyrir 700 dollara. Tarzan-sagan. sem endurprent- uð var sem framhaldssaga í The Evenjng World, varð eink- ar vinsæl meðal almennings, og ekki leið á löngu unz Burr- oughs var farinn að senda frá sér hverja Tarzan-söguna eft- ir aðra fyrir 10 centa grejðslu á orðið, til ýmissa helztu dag- blaða og tímarita. Jafnvel óreyndustu höfund- ar vita, að grundvallaratriði sagnagerðar er það, að höfund- ur skrifi um bað eitt, sem hann hefur staðgóða þekkingu á frá eigin hendi. En Burr- oughs. sem þekkti það eitt til Afríku, er hann hafði lesið á hundavaði í bókinni „In Darkest Africa" eftir Stanley, lét sér þessa meginreglu í léttu rúmi liggja og skrifaði um Afríku þá, sem mestmegnis var aðeins til i fjörlegri ímyndun hans. Tígrisdýr Ein aðalpersónan í sögum hans var t.d. tígrisdýrið Saber, — enda þótt vitað sé, að í Afríku eru engin tígrisdýr. En hvað um það, — þar sem langflestir lesendur Burroughs vissu jafnvel minna um Afríku en hann sjálfur, gat hann of- urvel leyft sér þesskonar rang- hermi; og eftir því sem sögur Gleðilegt sumar Vélsmiðjan Steðji, Sfcúlagötu 34. Gleðilegt sumar Vinnufatagerð íslands h.f. [>•*?•* Wi ®Hl|i!!ISUsa Jojmny Weissmuller Jék lengst allra Tarzan í kvikmyndum. Hér sést „apamaðurinn“ mcð fjölskyldu sinnl. hans urðu vinsælli meðal al- mennings, varð það einmitt sú Afríka sem Burroughs lýsti, er stóð hverjum venjulegum Bandaríkjamanna íyrir hug- skotssjónum. Ekki er auðvelt að gera sér örugga grein fyrir því, hvað þáð er, sem hvetur fólk jafn- vel enn í dag til að lesa Tarz- an-sögur, en flestum sálfræð- ingum og sagnaútgefendum kemur saman um það, að á- stríða þessi eigi skylt við þörf margra fullvaxinna manna til að hverfa á vit skóga um helg- ar og stunda þar veiðar. 1 sérhverjum dreng og full- orðnum manni býr meira eða minna óljós löngun til að horf- ast í augu við ótamda náttúruna og sigrast á henni; veiðiferðir og fé- lagsskapur eins og skáta- hreyfingin eiga rætur sínar að rekja til þess ama, svo dæmi séu nefnd. I Tarzan-gerfingn- um fyrirhittu menn manngerð, sem þeir áttu auðvelt með að finna til skyldleika við, og það var þeim sönn ánægja að lifa sig inn í ævintýri hans — án þess að þurfa þó sjálfir að leggja á sig þau óþægindi að verða að búa í hreysi uppi í trjákrónu. Fyrsta innbundna Tarzan- bókin, sem reyndar var hin upprunalega saga „Tarzan-apa- maður“ í nokkuð aukinni mynd. var útgefin af A. C. McClurg & Co. árið 1914, en tæpum tveim^ árum síðar tóku Grosset & Dunlap við útgáfu bóka Burr- oughs og sjá um hana enn í dag. Fyrsta Tarzan-kvikmyndin, með þeim Elmo Lincoln og Enid Markey í aðalhlutverk- unum, var framleidd 1919; en tylft leikara hefur farið með hlutverk apamannsins síðan, lengst allra Weissmuller, sem ríkti á hvíta tjaldinu í hlut- verki Tarzans frá 1932 til 1946. Einkenni hans; öskur Eftir að talmyndin kom til sögunnar, var eitt helzta ein- kenni Tarzans öskur hans, ó- hugnanlegt og æsilegt öskur, sem á dögum Weissmullers í hlutverkinu var framleitt með því að blanda saman ólíkum hljóðum, þ.á.m. háa C-inu, sungnu af sópranrödd. Auk þess var Weissmuller sjálfur látinn öskra allt hvað hann gat — og plata með hýenuvæli leikin undir. til að fullkomna verkið. — Sá sem nú leikur Tarzan í kvikmyndum, heitir Jock Mahoney. Þegar Burroughs vann sig upp úr því að fá 10 sent á orðið, og bækur hans voru famar að ná fimmtán útgáfum hver, með þýðingum á önnur mál og sölu til kvikmyndun- ar, yfirgaf hann Chicago og keypti sér 600 ekra búgarð í San Femando-dal, nálægt Los Angeles. Á búgarði sínum, sem hann nefndi Tarzana, bjó hann um sig sem stórbóndi og herra- maður og varði aðeins tveim mánuðum eða svo á ári hverju, til að skrifa tvær Tarzan-sög- ur. Og peningamir streymdu að honum úr öllum áttum, og ár- ið 1930 var Burroughs orðinn margmilljónungur. Allir voru búnir að gleyma fyrri skip- brotum hans; hvaðeina sem hann snerti á virtist verða honum auðsuppspretta. Jarð- næðið sem hann hefði keypt, jókst svo að verðmæti með ár- unum, að um miðjan fjórða áratuginn seldi hann það smám saman undir byggingarlóðir, þar sem af grunni reis borgin Tarzana. Þá fluttist hann þaðan og til Encino í Kalifomíu. Hann sigidi um Suður-Kyrrahaf í styrjöldinni sem stríðsfrétta- ritari. en settist því næst al- gjörlega í helgan stein og lézt þ. 19. marz 1950, sjötíu og fjögurra ára að aldri. Þegar Burroughs lézt, var nafn Tarzans komið inn í orða- bók Websters; í Texas var borg með nafninu Tarzan, auk borgarinnar Tarzaniu í Kali- forníu. Og um gjörvöll Banda- ríkin var varla sá maður til, sem ekki hafði að meira eða minna leyti kynnzt" hetjunni Tarzan, Jane konu hans, Boy syni þeirra og apanum Cheetah. 1 október 1912. þegar Tarz- an kom fyrst fram í dags- ljósið, stóð hann þvi sem næst á tvítugu. svo að um þessar mundir er hann kominn á níræðisaldurinn. En enda þótt reipi þau, sem hann slöngvar sér í frá einu trénu til ann- ars, kunni e.t.v. að vera farin að trosna lítið eitt, heldur Tarzan sjálfur áfram að þrífast á öld geimfaranna. Að því er bezt verður séð, mun enn líða langur tími svo. að varla mun óhætt að ráðast að sjimpöns- unum í Mið-Afríku, án þess að Tarzan verði þar fyrir og beri blak af þeim. Menntun Framhald á 8. síðu sósíalistískum löndum í vil. Það er auðvelt að benda einnig á ýmsar ávirðingar Sovétmanna og annarra er búa við svipað þjóöskipulag — einnig þar heyrast raddir um að ekki sé byggt nóg af skólum á til- skildum tíma, að skólar séu tvísettir o.s.frv. En það talar sínu máli að nú nema við æðri skóla í Sovétríkjunum tvisvar sinnum fleiri stúdentar en í kapítalistískum löndum Evrópu öllum samanlögðum. Þar eru 111 stúdentar á hverja 10 þúsund íbúa. en í Vestur- Þýzkalandi aðeins 31 — en í Austur-Þýzkalarídi var sam- svarandi fjöldi 107 árið 1961. Eftir Deutsche Aussenpolitik). Gleðilegf sumar Tóbaksverzlunin London, Austurstræti 14, — London, dömudeild. Gleðilegt sumar Sveinsbúð, Fálkagötu 2. Gleðilegt sumar Axminster, gólfteppaverksmiðja. Gleðilegt sumar Bifreíðasalan, Borgartúni 1. Gleðilegt sumar Electric h.f., Túngötu 6. Gleðilegt sumar Efnagerðin Valur, Fossvogsbletti 42. Gleðilegt sumar Flórida, Hverfisgötu. 11 tan i ’i KhriR'T.t ?. Gleðilegt sumar Gildaskálinn, Aðalstræi 9. GleoilegT sumar Baðhús Reykjavíkur. Gleðilegt sumar Vátryggingarskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar. \ Gleðilegt sumar Verzlunin Hamborg, Klapparstíg og Vesturveri. Gleðilegt sumar Verzlunin Glugginn, Laugavegi 30. Gleðilegt sumar Þvottahúsið Eimir, Bröttugötu 3 A.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.