Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. maí 1963 ÞIÖÐVILIINN SlBA Fleygið haka og skóflu á þriðjudagjnn. Komið í kröfugöngu vora og sýnið að þið eruð ekki þrælar. Látið ekki rista það níð á þak ykkar að þið hafið horft á meðan hinir börðust. Hafið aðeins hagsmuni hreyf- ingarinnar í huga. Vér skulum fram!" Og daginn fyrir 1. maí eggj- ar Alþýðublaðið í leiðara verkamenn að skipa sér í kröfugönguna. Og ein af kröf- unum var reyndar: Lifi heims- þyltingin! En ári síðar, vordagana 1929, hafði eitthvað gerzt. Forysta Alþýðuflokksins gugnar þá á því að efna til kröfugöngu 1. maí í Reykjavík. Nú er ein- ungis boðað til útifundar á Austurvelli og kVöldskemmtun- ar. Eins var 1930. En þá var þó til tíðinda að Dagsbrún samþykkti að leggja niður vinnu eftir hádegi 1. maí og | Félag járniðnaðarmanna sam- þykkti að fella niður vinnu all- an daginn. Og dagurinn fékk innihald ekki sízt vegna þess að Dagshrúnarmenn voru .að greiða atkvæði um styttingu vinnudagsins, úr 11 stundum í 10, og á Austurvelli s var Brynjólfur Bjarnason einn ræðumanna og fiutti ræðu sem mikla athygli vakti. Vinna var víðasthvar lögð niður eftir hádegi á vinnu- stöðvum Dagsbrúnarmanna, „varð dálítið stapp á tveimur eða þremur stöðum áður en þeir legðu hana niður" segir Alþýðuþlaðið. En kröfugangan var týnd úr hátíðahöldunum og afturhaldið þóttist hafa unnið nokkuð á. En vorið 1931 hóf hinn ungi verkarýðsflokkur, Kommúnista- flokkur' Islands, merkið að nýju, og hafði áður þoðið Al- þýðuflokknum samvinnu um daginn en fengið synjun. Næstu árin taldi Alþýðuflokkurinn sér ekki stætt á öðru en fara aftur á stað með kröfugöngur. Frá þeim tíma hafa alltaf verið farnar kröfugöngur í Reykja- vík 1. maí nema 1941, þegar-— ríkisst.iórnin þannaði kröfu- göngur og útifundi. Saga hátíðahaldanna 1. maí væri efni í heila bók. I þeirri bók yrði ekki komizt hjá þvi að taka til rækilegrar meðferð- ar sundrungina og deilurnar innan verkalýðshreyfingarinn- ar á Islandi. En þar kæmu líka til frásagnar ýmsir styrkustu þættir hreyfingarinnar, sam- fylkingarbaráttan, sívaxandi þróttur og baráttuþrek verka- lýðsins, liðveizla margra þeztu rithöfunda og listamanna hjóð- arinnar. Þannig er nafn Hall- dórs Kiljan Laxness órjúfandi tengt nokkrum rismestu hátíða- höldum reykvísks verkalýðs 1. maf, ræður hans og eggjunar- orð um einingu og samfylkingu áttu sinn þátt 1 þróun verka- lýðshreyfingarinnar. Hvað eftir annað blossar upp 7/7 Bólu-Hjálmars 1. xnai kröfugangan 1959 fer framhjá bandaríska scndiráðinu. á þessum síðustu þrjátfu árum þaráttan um 1. maí hátíðahöld- in í Reykjavík, svipmót þeirra og efnisinnihald. Þar takast á sem aðalandstæður tvenn öfl: Annars vegar vinstri öflin í verkalýðshreyfingunni, þau sem vilja efla alþýðusóknina til al- þýðuvalda á Islandi, eins og til var stofnað þegar verkálýðs-' félögin urðu fyrst til á Islandi, og þegar Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið voru stofnuð. og þegar Kommúnistaflokkur- inn og sfðan Sósíalistaflokkur- 'inn' dg' Alþýöubándalagið urðu til. Hins vegar öfl afturhalds- og fhalds, sem halda að þau get*"' framlengt- arðránst*iveru> sína og auðvaldsþjóðfélag með því að lama verkalýðshreyfing- una, rugla hana og sveigja hana af braut stéttabaráttunn- ar. Með ítökum innan verkalýðs- hreyfingarinnar hefur íhalds- öflunum oft tekizt að sundra 1. maí hátíðahöldunum. Sérstak- lega hafa þau alltaf barizt gegn kröfugðngunni, og gegn því að hagsmunabaráttan og sjálf- stæðisbarátta þjóðarinnar fengi að setjá svip á hátíðahöldin, og gegn rauða fánanum. Aðdragandi 1. maí í ár sýnir eins og í sjónhendingu að nú er verkalýðshreyfingunni á ís- landi mikil hætta búin. Leið- togar Alþýðuflokksins hafa aldrei gengið lensra í íhalds- þjónustu. Þeir hafa afhent Sjálfstæðisflokknum þann meirihluta á Alþingi sem hann vantaði eftir síðustu tapkosn- ingar flokksins til að mynda ríkisstjórn, og þeir hafa jafnvel gengið fram fyrir skjöldu í á- rásum þeirrar ríkisstjórnar á samninga og samningsrétt verkalýðsfélaga og lífskjör al- þýðu. Og foringjar Alþýðu- flokksins lýsa því hátíðlega yf- ir f útvarpsumræðum að béir eigi ekki aðra fegurri fram- tíðarsýn en að þeir mættu einnig að loknum þingkosn- ingum í sumar fá að veita í- haldinu þennan sama stuðning til þess að stjórna landinu enn í fjögur ár. ömurlegasta íhaldsþjónustan sem foringjar Alþýðuflokksins hafa gert sig seka um er þó sú að flokkurinn hefur verið að nota leifarnar af fylgi sínu sem verkalýðsflokkur til þess að afhenda íhaldinu hvert verkalýðsfélagið eftir annað Þar er stórhætta á ferðum, taki ekki alþýðan sjálf alveg af skarið og verndi félög sin og verkalýðshreyfinguna alla. Það er f þessum þætti íhaldsþjónk- imar foringja Alþýðuflokksins að þeir vildu nú hjálpa í- haldinu til.þess að leggja niður kröfugönguna 1. maf, á fjörutiu ára afmæli dagsins, og gera hátíðahöldin að einskis verðum loddaraleik. En trúa verkamenn og aðrir þeir sem Alþýðuflokknum hafa fylgt í þeirri von að hann væri þrátt fyrir allt verkalýðs- flokkur og sósfaiistaflokkur, að þetta sé rétta leiðin fyrir al- Prá útifundi á Lækjartorgi á 30 ára aimælinu, 1. maí 1953. þýðusamtökin? Grunar þá hvernig íhaldið er nú þegar að búa sig undir að bola einnig Alþýðuflokksmönnum frá öll- um áhrifum í Sjómannafélag- inu, í Iðju og öðrum félðgum sem foring.iar Alþýðuflokksins hafa lagt undir ihaldið? Myndimar sem brugðið var upp frá fyrstu kröfugönguár- unum gætu ef til vill orðið ein- hverjum til skilningsauka á þvi hvert Alþýðuflokkurinn ætlaði að fara og þá líka hvar og hvernig hann er staddur nú, auðmjúkur þjónh'á íhaldsfundi á Lækjartorgi 1. maí. Breyttir tímar, breytt stefnuskrá, er ekki skýring sem sagan tekur gilda á slíku feigðarflani. Þó margt hafi breytzt, eru enn i fullu gildi þau undir- stöðuatriði stéttabaráttunnar sem Alþýðublaðið var að brýna fyrir íslenzkri alþýðu fyrsta áratuginn, trúmennskan við verkalýðshreyfinguna og stétta- þaráttuna, um gildi þess að fara út á göturnar í kröfugðngu 1. mai undir blaktandi fánum, hinum rauða fána verkalýðs- hreyfingarinnar, hinum þrílita fána sjálfstæðs lslands. Enn er hægt að afstýra þeirri miklu hættu sem steðjar að verkalýðshreyfingunni vegna á- sóknar fhaldsins, ogstórumyrði það auðveldara ef þeir sem að eðlilegum hætti ættu að vinna saman í verkalýðshreyfingunni leituðu leiða og fyndu leiðir til samstöðu um alþýðumálstaðinn, um verkalýðshreyfinguna og hugsjónir hennar. Þær hugsjónir verða aldrei gerðar að veruleika í samvinnu við íhald og afturhald, f sam- vinnu við stéttarandstæðinginn. sem alltaf hefur vilíáð verka- lýðshreyfinguna lamaða og helzt feiga. Eigi brautin til framtíðarlandsins að vera fær, hlýtur að þurfa einingu alþýð- unnar, einbeitni og samheldni og stéttvísi alþýðusamtakanna.. Þeir eiginleikar lifa enn f -hugum þess alþýðufólks sem um áratugi hefur þyggt verkalýðs- hreyfinguna hörðum höndum. i fórnfrekri baráttu við fhaldið um hvern áfanga. Og þeir Pig- inleikar þúa enn i hugum ungra manna á Islandi. eins og hvarvetna í heiminum. vekia beim löngun til stórræða og af- reka. Þvi verkalýðshreyfing a vegum sósíalismans er sigrandi afl f heiminum á siöunda tagi tuttugustu aldar. eina þióðfé- lagsaflið sem fært er að beina þióðum heimsins farsæla braut til framtíðarinnar. til framtíðarinnar. S.G. Ennþá skín á aldna haue-a eygló björt og roðar p; ennþá lyftir ægifaldi alda þung af reiðum sæ, ennþá sterkir stormar hrista stælta björk og feyskinn Kvist, ennþá jöklalínið ljósa land þitt hefir ekki misst. Ennþá móðurmálið skæra mælir snót viS ungan son, ljóssins vörn í löngu myrkri, ljóðsins fjaðiir, skáldsins von. En í huga angurþrunginn efi dimmur hvíslar þá: Hversu lengj leggur móðir landsins vopn á tungu srriá? Ennþá hér í húsi skáldsins hljómar lands þíns strengur skær. Fimar siegirm aldrei áður, aðeins fárra hlustum nær. Mýkra er sætið. Margur hlýtur mærð og gjald á ljóðið sitt. Bar þá eitthvað betur hljóminn beitarhúsið, skjólið þitt? Líknareyra lífsins faðir lagði við og heyrði þig. Lýð, af oki iengi mæddan, leiddi manndóms hjálparstig. Glæddist trú á mið^ og moldu, megin handa, vit og dáð. Viljinn reyndist vopnum búinn, vonin skyggn á leið og ráð. Enn e'- sikáldið ættjörð sinni útvörðui og tryggur þegn. Syngur enn í ungum strengjum íslenzkt vor og sumarregn. Orðsins brandi er brugðið stundum beint í mark að fúnum hlyn. Verður slíkum vopnum unnið vorrar aldar nöðrukyn? Hér í okkar Akrahreppi f** ¦ yfirvöldum leyfist flest: Þeir sem ættjörð ógagn vinna eru nú þar virðir mest. Ótyptaðir eiðum bregða, auðnu þjóðar svíkja og smá. Nær mun „hróp af heitum dreyra himininn rjúta kringum" þá? Sekir menn við stjórnvöl standa, stýra gæfulending frá, grárra flagða brögðum beittir boðann feigðar stefna á. Aðgert í'ær ei áhöfn ráðvillt, ósamþykk um leið og mið. Skal þar týna ljóð og lýður lífi og sögu í óminnið? Eða mun í eldi herða æskan vopn og sigur fá skyggnii menn á orð og athöfn. íslands heiliavörum ná, alfrjálst land mót heiði befja hvítra iökla brúðarkrans? Liggur dýra lausnarorðið leynt á tungu ómálgans? Jakohív/i SiaurSardóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.