Þjóðviljinn - 05.05.1963, Side 2

Þjóðviljinn - 05.05.1963, Side 2
2 SIÐA H6ÐVILJINN Sunnudagur 5. maj 19S3 Boðskapur íhaldsins í borgarstjórní menning varðar ekki um ipulagsmál borgarinnar! Tónleikar Musica Nova Það er með öllu óþarft að taka það fram í sérstakri samþykkt borgarstjórnar að skipulagning Reykjvíkur sé eitt af mikilsverðustu velferðarmálum íbúa borgarinnar, móðgandi að nefna það að þeim málum hafi jál þeasa ekki verið gefinn nauðsynlegur gaumur, fráleitt að leggja á- herzlu á að úr ríkjandi ófremdarástandi í þessum efnum verði bætt og vafasamt, jafnvel hættulegt, að stuðla að því að almenningi verði veitt fræðsla um sem flest atriði skipulagsmálanna í því skyni að glæða áhuga hans, skiln- ing og smekk fyrir skipulags- og byggngarlist! Þetta voru þau „rök“. sem einn íhaldsfulltrúinn, Þór Sand- holt skólastjóri Iðnskólans og arkjtekt, færði fram til frávís- unar á ítarlegri tillögu um skipulagsmál á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur j fyrra- kvöld Tillöguna flutti Alfreð Gíslason, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, og er hún svo- hljóðandi: „Borgarstjóm Reykjavíkur er það ljóst, að skipulagning borg- arinnar er eitt af mikilsverðustu velferðarmálum íbúanna og að hún snertir þá jafnt í efnahags- legu sem í heilbrigðislegu og menningarlegu tilliti. Borgarstjórnin gerir sér einn- jg grein fyrir, að skipulagsmál- um Reykjavíkur hefur til þessa ekki verið gefinn sá gaumur. sem þurft hefði. og að um of hefur verjð látið skeika að sköp- uðu um þau mál, borginni til lýta og borgarbúum þl óþæg- inda og tjóns. Um leið og borgarstjórnin þannig vjðurkennir ófremdará- stand, skipulagsmálanna. leggur hún áherzlu á bann vilja sinn. að úr verði bætt svo fljótt sem unnt er. Hins vegar gerir hún sér ljóst, að hér er við ramman reip að draga, þar eð skipulags- oa byggingarlist virðist enn standa á íágu stigi í landinu, en skÍDu’agning borga hvarvetna mikið vandaverk j nútíma þjóð- félagi. Borgarstjórnin vill sérstaklega benda á brýna þörf þess, 1) að stjórnendur borearinn- ar kynni <:ér skipulagsmál. svo sem aðstæður leyfa, og hina marrrbættu bvðineu beirra mála fyrir allt daglegt líf borgaranna, 2) að skipulagsdeild. bygging- arnefnd og aðrir aðilar, sem ann. ast skipulagningu og framkvæmd hennar, sýni fyllstu ábyrgðartil- finningu ásamt árvekni og festu í störfum sínum og 3) að almenningi verði veitt fræðsla um sem flest atríði skipulagsmála i því skyni að glæða áhuga hans, skilning og smekk fyrír skipulags- og bygg- ingarlist. Til þess að örva þá þróun, sem nauðsynlega þarf að verða í þessum efnum. samþykkir borg- arstjómin, að ráðnir skuli tveir menn. sérfróðir um skipulags- mál, til viðbótar starfsliði skipu- lagsdeildar Reykjavíkur. Auk Happdrætti DAS I gær var dregið í 1. flokki Happdrættis DAS um 150 vinn- inga og féllu hæstu vinningar þannig: 4ra herb. íbúð Ljósheimum 22, 2. h. (A) tilbúin undir tréverk kom á nr. 20773. Umboð Eski- fjörður. 2ja herb. íbúð Ljósheim- um 22, I. hæð (D) tilbúin undir tr'évferk kom á ’nf. 22051: Um- boð Hafnarfjörður, 2ja herb. íbúð Ljósheimum 22, 3. h. (E) til- búin undir tréverk kom á nr. 3655. Umboð Akureyri. Opel Cadett fólksbifreið kom á nr. 3889. Umboð Aðalumboð. Taunus 12M Cardinal fólksbifreið kom á nr. 21142. Umboð Hreyfill Volkswagen fólksbifreið kom á nr. 19142. Umboð Aðalumboð. NSU-PRINZ fólksbifreið kom á nr. 40430. Umboð Mosfellssveit. Dr. Gunnlaugur Dr. Gunnlaugur Þórðarson er mjög sérstæður persónu- leiki og auðgar íslenzkt þjóð- líf á sinn hátt. Hann er einn þeirra manna sem ræður yfir ósjálfráðri kímnigáfu án þess að vita af þvi sjálfur. Hann er aldrei jafn skoplegur og þegar hann ímyndar sér að hann sé alvarlegur, aldrei eins hlægilegur og þegar hann ætlar að vera hátíðlegur. Þar við bætist að hann er svo einstaklega trúgjam að verði aðrir ekki til þess að byrla honum eitthvað inn gerir hann það sjálfur og trúir því á eftir. Það lá að að menn- ingarstofnun sú sem nefnist útvarpsráð teldi doktor Gunn- laug tilvalinn til að flytja erindi frá Rússlandi, og hann lá sannarlega ekki á liði sínu í fyrrakvöld, skýrði frá til- burðum sinum til svarta- markaðsbrasks í Moskvu, hvemig hann varð á svip- stundu trúnaðarmaður gesta á veitingahúsum og stúdenta í háskólum sem röktu honnm raunir sínar, og ekki lét hann hjá líða að íklæðast gervi hins pólitíska spámanns. Sjaldan hef ég hlegið jafn innilega á ævi minni. Auk þess hefur þvílíkur boðskap- ur stjómmálalegt gildi; má ég biðja um doktor Gunnlaug í útvarpið á hverju einasta kvöldi fram að kosningum. En eitt er að hafa slíka skemmtun til heimilisnota, annað að gera hana að út- flutningsvöru. Dr. Gunnlaugur Þórðarson var sendur til Rússlands með myndlistar- sýningu sem sérstakur full- trúi íslenzkrar menningar, andlegur staðgengill Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráð- herra, og þarf ekki að eyða orðum að því hvert muni vera mannorð ráðherrans og þjóð- arinnar síðan. Ég minnist þess að þegar dr. Gunnlaugur var sendur austur sem tákn hins andlega lífs á íslandi sagði einn af flokksbræðrum hans við mig: Mér er mein- illa við kommúnistastjómina í Moskvu, eins og þú veizt. En ég held þó að engin rík- isstjóm í heimi geti verið svo slæm að hún verðskuldi að fá Gunnlaug Þórðarson sem gest. — Austri. venjulegra daglegra starfa skal þessum sérfræðingum falið að annast almennt kynningar- og fræðslustarf á vegum deildarjnn. ar. Ef ekki reynist unnt að fá nú þegar sérfróða menn i þjónustu skipulagsdejldar, skal ungum arkitektum eða nemum boðinn ríflegur styrkur til sémáms í skipulagsfræðum gegn því að þeir síðan starfi í iþjónustu borgarinnar um visst árabil. Að lokum beinir borgarstjórn- in þeirri áskorun til manna, sem þekkingu hafa á skipulagsmál- um, að láta til sín heyra opin- berlega um þau efni og verða með þvf móti til þess að vekja sem flesta til umhugsunar um þetta vandamál. sem alla borg- arbúa snertir svo mjög.“ Frávísunartillaga fhaldsins var samþykkt að loknum nokkrum umræðum með atkvæðum meiri- hlutans. Sunnudaginn 28. apríl efndi félagið Musica Nova til tón- leika j gúlnasal Hótel Sögu. Á efnisskránni voru eingöngu verk síðustu áratuga. Til flutnings höfðu verið valin verk fyrir fiðlu og knéfiðlu, með því að tónleikana önnuð- ust að öllu leyti tónleikarar, sem fóru með þessi hljóðfærí, sem sé hjónin Roger Drinkall og Derry Deane frá Bandaríkj- unum. Er R. Drikall knéfiðlu- leikari, en kona hans fiðiu- leikari. Tónverkin voru eftir þrjá kunna fulltrúa nútízkunn- ar, þá A. Honegger, E. Krenek og B. Martinu, og K. Kroeger, sem er líklega yngri maður, að minnsta kosti miður þekktur. Skemmtilegust virtust mér í fljótu bragði verkin eftir Hon- egger og Martinu, „Sónatína“ og ,,Dúó“ fyrir fiðlu oig kné- fiðlu Hjónin eru ágætir hljóð- færalejkarar og mjög jafnvig á hljóðfæri sín. Var samleikur þeirra allur hinn öruggasti og auðheyrilega mjög vel undir- búinn. Tónlist eins og sú, sem þarna var flutt. lyftir ekki andanum í neinar svimandi hæðir og skilur varla mikið eftir hjá hlustanda. Eigi að síður er hún ein af staðreyndum vorra tíma og því þarft verk að flytja hana öðru hverju til þess að gefa mönnum kost á að kynnast henni og mynda sér um hana rökstuddar skoðanir. B. F. VONDUÐ F {lTo II R ODYR U 0 Sjgutfiórjónsson &co JiafnarstrœU if 9/2% hitaveitulán borgarstjórnar Reykjavíkur Borgarstjórn Reykjavíkur býður nér meö út 20 milljón króna skulda- bréfalán, sem Reykjavíkurborg tekur vegna aukningar hitaveitu í borginni, skv. ályktunum borgarstjórnar 7. des 1931 og 21. júní 1962. Höfuðstóll lánsins er kr. 20 millj og eru gefin út skuldabréf sem hér segir Litra A 1— 200 hvert að fjárhæð kr. 50,000.00 kr. 10.000.000.00. - — B 1—1500 — — — — 5.000.00 — 7.500.000.00 — C 1—2500 — — — — 1.000.00 — 2.500.000.00 Vextir af láninu er 91/2 % á ári og greiðast þeir árlega, í fyrsta sinn 30 apríi 1964. Iánið er afborgunarlaust fyrstu 5 árm, 1963—1968, en endurgreiðist síðan að fullu með nafnverði 30. apríl 1968. Greiðslustaður vaxta og skulda oréfa er hjá borgargjaldkeranum í Reykjavík Lánið er tryggt með eignum Reykjavíkurborgar. ?kuldabréfin verða til sölu hjá eftirtöldum bönkum og sparisjóðum 1 Reykjavík frá og með mánudeginum 6 þ.m.: Landsbanka Islands, (Jtvegsbanka tslands, Búnaðarbanka Islands, Iðnaðarbanka Isiands h.í. Verzlunarbanka fslands h.f. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og Samvinnusparisjóðnum. Borgarstjórinn 1 Reykjavik, 4. maí 1963 GEIR HALLGRÍMSS0N. PJllUSTAl LAUGAVEGI 18^. SIMl 19113 SELJENDUR ATHUGIÐ: Höíum kaupendur með miklar útborg- anir að íbúðum og einbýlishúsum. TIL SÖLU: 2 herb. ný og góð íbúð við Rauðalæk. 2 herb. kjallaraíbúð við Karfavog 2 herb. íbúð í smíðum í Selási. 3 herb. hæð í timburhúsi' við Nýbýlaveg 1. veðr. laus. Góð kjör 3 herb. ibúðir með litlar út- borganir við Engjaveg og Digranesveg. 3 herb. íbúð við Óðinsgötu. 3 herb. góð íbúð á Seltjam- amesi. 3 herb. kjallaraíbúð við Langholtsveg, sér inn- gangur. 3 herb. góð hæð við Flóka- götu. sér inngangur. sér hitaveita 1. veðr. laus. 4 herb. íbúð við Flókagötu, bflskúr. 1. veðr. laus. 4 herb. glæsileg jarðhæð við Njörvasund. 4 herb. ný íbúð við Safa- mýri, fullbúin til fbúðar eftir nokkra daga. 5 herb. nýleg hæð við Kópavogsbraut, sér inn- gangur. bvottahús og hiti. I veðr. laus. 5 herb. hæð í Hlíðunum, 1. veðr. laus. 5 herb. glæsileg ibúð við Kleppsveg. 6 herb. glæsileg efri hæð. með öllu sér. við Ný- býlaveg. 6 herb. ný íbúð í Laugar- Lítið einbýlisbús við Breið- • holtsveg, útborgun kr. 150 !; bús. Vandað timburhús við 1 Heiðagerði, útborgun 200 búsund. í SMÍÐUM: Glæsilegt einbýlishús í Garðahreppi. á einni hæð 180 ferm. með bflskúr. tilbúið undir tréverk og málningu i sumar fagurt útsýni. Arkitekt Kiartan Sveinsson. Parhús á tveim hæðum i Kópavogi. Arkitekt Sig- valdi Thordarson. Efri hæð i tvíbýlishúsi. með allt sér í Kópavogi. ' .!: S'l Hafið samband við okkur ef bér bnrfíð1 að kaupa eða selia fasteignir. Happdrætti Háskóla ísiands óskar að ráða hið fyrsta stúlkur til sfarfa á aðalskrifsiofunni í Tjarnargötu 4. Umsóknir sendíst happdrættinu eigi síðar en 15. maí n.k. Unglinga Vantar um tíma til innheimtustarfa. fvrir og eftir hádegi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.