Þjóðviljinn - 05.05.1963, Side 3

Þjóðviljinn - 05.05.1963, Side 3
Sunnudagur 5. mai 1963 ÞIÖÐVIUINN SfÐA 3 Á HVÍLDAR- DACIN N Kaupmáttur tónuritið hér á síðunni sýnir hvemig kaupmáttur tímakaups verkamanna hefur breytzt mán- uð frá mánuði síðan Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn tóku við stjórn landsmála í ársbyrjun 1959. Kaupmáttur- inn er hlutfallið milli verðlags og kaupgjalds, og er þá ann- arsvegar miðað við hina lög- festu vísitölu um vörurogþjón- ustu og hins vegar við almennt tímakaup Dagsbrúnarverka- manna. Það hlutfall sýnir raun- verulegt kaupgjald, þ.e.a.s. hversu mikið af matvælum, fatnaði og öðrum nauðsynjum verkamaðurinn getur keypt fyr- ir tímakaupið sitt. Og auðvitað er það ekki krónutala kaupsins sem skiptir máli heldur sá varningur sem hægt er að kaupa fyrir það. Á þessu línuriti er kaupmátt- urinn kallaður 100 í janúar 1959, en þá — í lok vinstri- stjómartímaþilsins — var kaup- mátturinn hærri en hann hafði áður verið á íslandi. I apríl í ár var kaupmátturinn kominn niður í 77 stig, raunverulegt tímakaup Dagsbrúnarverka- manns hafði þannig lækkað um 23%, nærri því fjórðung. Sama útkoma hefði fengizt ef verðlag í landinu hefði haldizt óbreytt en kaup verkamanna lækkað sem þessu nemur að krónutölu. Falsanir Því er oft haldið fram að bætt kjör og framleiðsluaukn- ing verði að haldast í hendur, ekki sé unnt að skipta meiru en aflað er. En þegar slíkum málflutningi er beitt gera á- róðursmenn stjórnarflokkanna sig einatt seka um fráleitar falsanir, meira að segja menn sem stundum vilja láta virðá lærdóm sinn, eins og Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra. Þegar þeir tala um framleiðslu- aukningu reikna þeir ævinlega með föstu verðlagi, draga verð- bólguna frá. En þegar þeir tala um kaupið reikna þeir aðeins með krónutölu og láta eins og engin verðbólga hafi verið i landinu. Síðan segja þeir að það sé fásinna að tala um 10- 20% kauphækkanir þegar fram- leiðsluaukningin hafi aðeins verið 3-4%. I slíkum samanburði ber auð- vitað að reikna með raunveru- legu kaupi, kaupmætti tíma- kaupsins. Hafi almennt vöru- verð hækkað um 20% eitthvert árið, eins og gerzt hefur í tíð ; viðreisnarstjórnarinnar, gerir 20% kauphækkun ekki annað en vega upp verðbólguna, hún tryggir verkamönnum enga hlutdeild í aukinni framleiðslu; raunverulegt kaup hefur aðeins * staðið í stað. Kauphækkanir Þetta má ljóslega sjá af línu- ritinu. Fyrsta júlí 1961 sömdu verkamenn um 10% kauphækk- un. Við eðlilegar þjóðfélagsað- stæður hefði það mátt teljast umtalsverð kjarabót, en öðru máli gegnir þar sem óðaverð- bólgan ræður ríkjum. Þessi kauphækkun táknaði það eitt að kaupmáttur tímakaupsins hækkaði úr 77 stigum í 84 stig; eftir sem áður vantaði sextán stig upp á það að vegin hefði verið upp lækkunin á raun- verulegu kaupi síðan í janúar 1959. Kauphækkunin 1. júní 1962 táknaði það eitt að kaup- mátturinn hækkaði úr 76 stig- um í 82 stig; 1 janúarlok í ár varð þriðja kaupbreytingin sem orðið hefur á þessu tímabili: kaupmátturinn hækkaði úr 76 stigum í 79 stig. f öll þessi skipti hafa verkamenn aðeins verið að velta af sér hluta af þeirri dýrtíð sem hlaðið hef- KAUPMATTUR TIMAKAUPS 100 751 FMAMJJASQNDJ FMAMJJASOND.JFMAMJJASONDJ FMAMJJASOHDj FMA 195? 1960 1961 1962 1963 ur verið á axlir þeirra, en þeir hafa ekki komizt nálægt því að vera að skipta vaxandi þjóð- arframleiðslu á milli sín með hækkandi tímakaupi. Línuritið sýnir einnig hvernig óðaverðbólgan er notuð til þess að ræna hverri kjarabót aftur á svipstundu. Kauphækkun sú sem samið var um 1. júní 1961 var öll þorrin 1. október sama ár, og mánuði síðar var kaup- mátturinn minni en nokkru sinni fyrr. Kauphækkun sú sem um var samið 1. júní í fyrra var gersamlega horfin 1. nóv- ember, og litla uppbótin sem kom til framkvæmda snemma á þessu ári var að heita mátti gufuð upp 1. apríl og er eflaust alveg horfin nú. Fjölskyldubætur Málsvarar stjómarflokkanna halda því einatt fram að auk tímakaupsins verði menn að reikna með ýmiskonar hagsbót- um sem fylgt hafi stjómar- stefnunni og nefna þá einkum skattalækkanir og fjölskyldu- bætur. Áróðurinn um skatta- lækkanir á ekki við venjulega launþega. Samkvæmt hinni lög- festu vísitölu hagstofunnar hafa opinber gjöld vísitölufjölskyld- unnar hækkað um 11% síðan 1 ársbyrjun 1959. Lækkunin á tekjuskatti hefur aðeins orðið til hagsbóta hátekjumönnum sem áður greiddu umtalsverðan skatt í ríkissjóð. Barnmargar fjölskyldur mun- ar að sjálfsögðu mikið um fjöl- skyldubætumar, en viðreisnin hefur einnig bitnað harðar á þeim en öðrum. Óhjákvæmileg- ustu nauðsynjar hafa hækkað meira í verði en nokkuð ann- að, ýms innflutt matvæli meira en tvöfaldazt í verði, en sum- ar miður nauðsynlegar vörur hafa jafnvel lækkað í verði. Þannig hefur verið framkvæmd býsna umfangsmikil breyting á verðlagningu í landinu. Það er athyglisvert að um síðustu ára- mót komst hagstofan að þeirri niðurstöðu að útgjöld vísitölu- fjölskyldunnar hefðu aukizt um rúmlega 18 þús. kr. af völdum viðreisnarinnar, en meira en 10 þúsundir af þeirri upphæð stöfuðu einvörðungu af hækk- un á matvælum. Þá vom mat- vælin orðin 40% af útgjöldum vísitölufjölskyldunnar en vom um 35% í ársbyrjun 1959. Sér- stök hækkun á matvælum bitn- ar auðvitað mjög harkalega á bammörgum fjölskyldum, þær hafa þannig verið skattlagðar alveg sérstaklega til þess að afla fjár upp í fjölskyldubæt- umar til þeirra! Það væri fróð- legt reikningsdæmi að bera saman skatta þvflíkrar fjöl- skyldu, beina og óbeina, og hinsvegar bætumar sem hún fær; þá er hætt við að dofni yfir ljómanum af þeirri vel- ferðartryggingu sem mest er gumað af. Ákvarðanir um mannslíf Þrautavöm áróðursmanna stjómarflokkanna, og sérstak- lega Gylfa Þ. Gíslasonar, er sú að enda þótt kaupmáttur tíma- kaupsins hafi að vísu lækkað mjög verulega séu árstekjur manna hærri en nokkru sinni fyrr og svo háar að naumast sé ástæða til að kvarta. Það er rétt að talsverður hluti laun- þega hefur getað vegið upp lækkunina á raunverulegu tímakaupi með því að bæta við sig eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu og náð þannig viðunanlegum árstekjum. En auðvitað er það kjaraskerðing og ömurleg öfugþróun þegar menn verða að þræla lengur og lengur til þess að hafa í sig og á. Segja má að það sé mæli- kvarði á skipulag þjóðfélags hversu mikinn tíma þegnamir hafa til þess að hvíla sig, mennta og skemmta sér, og hversu góð skilyrði þeir hafa til skynsamlegra tómstunda- iðkana, en samkvæmt þeirri mælistiku er íslenzkt þjóðfélag af allra frumstæðasta tagi. Raunar er allt of kaldranlegt að tala um skipulag í þessu sambandi. Hér er fjallað um þroska manna, gleði og lífs- hamingju. Hér er um lífið sjálft að tefla. Menn falla langt fyrir aldur fram af sliti og of- þrælkun. Valdhafarnir sem hafa gert þetta ástand að tak- marki viðreisnar sinnar eru ekki að taka ákvarðanir um tölur og hagfræði. heldur mannslíf. Allar gáttir opnaðar Verðbólgan hefur verið að- ferðin til þess að skerða í sí- fellu raunverulegt tímakaup og knýja menn til ofþrælkunar til þess að sækja óhjákvæmilegar árstekjur. Verðbólgunni var endanlega greidd braut um þjóðfélagið allt með þeirri á- kvörðun Alþingis í ársbyrjun 1959 að afnema vísitölubætur á kaup. Áður höfðu vísitölu- uppbætumar verið veigamikil ti-ygging fyrir launþega og harkalegt aðhald fyrir stjómar- völdin, en síðan þessari torfæru var rutt úr vegi hefur óðaverð- bólgan leikið lausum hala. Launþegar hafa ástæðu til að minnast þess að Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn höfðu ekki bolmagn til þessara verka einir í ársbyrj- un 1959 — þeir þurftu á aðstoð Framsóknar að halda. Og þing- menn Framsóknarflokksins létu ekki á sér standa; þeir gerðu ríkisstjórnarflokkunum kleift að lækka kaup allra launþega um 13,4%, afnema vísitölubætur og opna þannig verðbólgunni allar gáttir. Ástæðan til þessarar af- stöðu Framsóknarflokksins var þá sú ein, að ráðamenn hans gerðu sér vonir um að geta samið um ríkisstjóm við Sjálf- stæðisflokkinn. Einmitt þessa dagana, þegar valdhafar Fram- sóknarflokksins þykjast naum- ast mega vatni halda af um- hyggju fyrir kjömm launþega, skyldu menn leiða hugann að því til hvers þeir myndu nota fylgi sitt ef þeir fá aðstöðu til samninga við Sjálfstæðisflokk- inn að kosningum loknum. Verkefni launþega Ekki þarf nema óbrenglaða skynsemi til þess að sjá að ó- stjórn og skipulagsleysi eru að ríða íslenzku þjóðfélagi á slig og að ekki verður öllu lengur undan því komizt að gerbreyta kaupgreiðslum og vinnutilhög- un á Islandi. Heildarupphæð sú sem atvinnurekendur greiða nú þegar í kaup á ári nægir ein saman til þess að tryggja laun- þegnum öllum sæmilegar árs- tekjur, og atvinnurekendur eiga auðvelt með að auka greiðslur sínar til muna, eins og sjá má á því að þeir telja sig hafa góðan ábata af því að keppast um að láta menn vinna nætur- vinnu og helgidagavinnu með 100% álagi. Enginn getur haldið því fram lengur að efnahags- kerfið geti ekki staðið undir góðum árstekjum allra laun- þega. Nú þarf aðeins að gera ráðstafanir til þess að uppræta þá svívirðu að menn verði að vinna allt að því tvöfalt leng- ur fyrir kaupinu sínu en í ná- lægum löndum. Sú breyting verður aðeins framkvæmd af launþegum sjálfum. Til þess þurfa þeir að beita valdi samtaka sinna — og umfram allt að gera vald- hafana verulega skelkaða með úrslitum alþingiskosninganna í sumar. — Austri. Ljónin öskra: Halda skemmtun fyrir Breiðuvík 1 dag, sunnudag, verður tízkusýning og gamanþættir, í Sjálfstæðishúsinu klukkan 3- 5. Allur ágóði af skemmtun þessari rennur til stuðnings vistheimilis í Breiðuvík. Lions- klúbburinn, sem mætti gjarnan fletta upp í orðabók og islenzka nafn sitt, sér um skcmmtun- ina. Á fundi með blaðamönnum skýrðu forystumenn klúbbsins frá þessari fyrirhuguðu skemmt- un, og höfðu þeir fengið Magn- ús Sigurðsson, skólastjóra Hlíð- arskólans, til þess að ræða nokkuð heimilið í Breiðuvík. Heimilið er einkum ætlað böm- um og unglingum með erfiðar heimilisaðstæður. Nú eru liðin hvorki meira né minna en sex- tán ár síðan Alþingi ákvað, að tvö slík heimili skyldu reist, eitt fyrir pilta og annað fyrir stúlkur. Enn bólar ekki á stúlknaheimilinu, og piltaheim ilið í Breiðuvík er tæpast nem hálfgert. Magnús rakti þá öfug þróun, að árlega sé varið millj ónum til refsingar afbrotun en lítið sem ekkert gert til a koma í veg fyrir þau. Á samkomunni í Sjálfstæðis húsinu verða margir góðir gan- anþættir, og er hinn fyrsti é varp formanns Menntamák ráðs, Helga Sæmundssonar. E verður tízkusýning, dömur c herrar. Fatnaður sýndur fi Guðrúnarbúð á Klapparstíg c Herraverzlun P. Ó. Nemendi úr Verzlunarskólanum sýna. I Á. S. kvartettinn syngur und: stjóm Haralds Á. Sigurðssona Friðfinnur Ólafsson rabbar vi samkomugesti, og Brynjólfi Jóhannesson syngur gamanví: ur. Að lokum endurtekur H. . S. söng sinn vegna fjölda ; skorana. Aðgöngumiðasala er í Sjál stæðishúsinu klukkan 1 til J < I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.