Þjóðviljinn - 05.05.1963, Side 12

Þjóðviljinn - 05.05.1963, Side 12
Mótmælabréf til Breta marklaust -100% •75% -50% -25% 61 í gær fórum við í 61%. Við færum þakkir fyrir þau framlög. Eins og fyrri daginn erum við að glíma við stór vandamál, sem við við þurfum að leysa á næstu dögum. -Við væntum þess að sem flestir líti til okkar í skrifstofuna Þórs- götu 1., opin daglega frá kl. 10—12 og 1—6 e.h. Takið þátt í styrktarmannakerfi Þjóðviljans. Ennfremur vilj- um við minna á mánaðar- mótin hjá þeim sem lofað hafa mánaðargreiðslum. Við viljum minna á um- boðsmenn okkar á eftir- töldum stöðum: Selfoss: Þormundur Guð- mundsson, Miðtúni 17. Akureyri: Þorsteinn Jónat- ansson, Verkamanninum. Slglufjörður: Hannes Bald- vinsson, Suðurgötu 10. Neskaupstaður: Þórðarson. Bjami Vestmannaeyjum: Haf- steinn Stefánsson Kirkju- bæjarbraut 15. Isafjörður: Halldór Ólafs- son, Pólgötu 10. Herðum helgina. sóknina um orðaskak Ríkisstjórnin játar að ofbeldi Breta sé afleið- ing af undanlátssemi Bjarna Benediktssonar Þjóðviljanum barst f gær fréttatilkynning frá utanríkis- ráðuneytinu um mótmælaorð- sendingu tii Breta vegna nýjasta ofbeldisverks brezka flotans. Eins og vænta mátti er þetta bréf Guðmundar I. Guðmunds- sonar aðeins tnlgangslaust orða- skak sem ekkert mark verður tekið á. Ekki er vikið að nein- um aðgerðum af Islands hálfu, ekki einusinni þeirri lágmarks- ráðstöfun að leggja hald á tog- arann Milwood þar til skipstjór- inn hefur verið framseldur, hvað þá að að því sé vdkið að ofbcldið kunni að hafa áhrif á stjórn- málasamband Islands og Bret- Iands eða væntanlega „kurteis- isheimsókn" forsetans. Hins veg- ar er játað í orðsendingunni að það hafi verið „ákvörðun af Vegirnir á Héraði fororvilpa ’gilsstöðum í gær. — Vegir hér Héraði mega heita ófærir vegna aurbleytu og varla færir farartækjum með drif á öllum hjólum eða dráttarvélum með beltum. Vegurinn hjá Eiðum er líklega verstur. Þetta torveldar flutnjnga á mjólk, áburði og öðrum búvör- um og hefur þetta reynzt svona um tveggja mánaða skeið á vor- in og eru bændur orðnir úrillir yfir þessu ófremdarástandi í vegamálum undanfarin ár. Bændur halda því fram, að fjár- magn, sem veitt hafi verið til vegalagna hafi að miklu leyti farið í viðhald á þeim troðn- ingum, sem ruddir voru fyrir 20 árum, en minna orðið um ny- lagningu framtíðarvega *— S.G. Alþýðubandalags- fólk, Akranesi Kaffiveitingar verða í Rein í kvöld kl. 21. Einnig verður kvik- myndasýning. Félagar fjölmenn- ið. Munið fundinn annað kvöld kl. 21 í Rein. hálfu íslenzkra stjórnarvalda að beita ekki löglegu valdi“ og hafi hún verið „misnotuð“; rikis- stjórniin viðurkennir þannig skil- yrðislaust að ofbeldi Breta sé bein afleiðing af undanlátssemi Bjarna Benediktssonar landhelg- ismálaráðherra. Fréttatilkynning utanrikisráðu- neytisins er svohljóðandi: „Utanrxkisráðherra Guðmundur 1. Guðmundsson kvaddi í dag brezka ambassadorinn E. B. Boothby á sinn fund og afhenti honum orðsendingu þar sem enn á ný var krafizt framsals brezku stjómarinnar á Smith skipstjóra á brezka togaranum Milwood, sem varðskipið Óðinn stóð að veiðum í landhelgi fyrir sunn- an land. eins og kunnugt er af fréttum. Ráðherrann tók fram við am- bassadorinn, að ríkisstjóm Is- lands liti mjög alvarlegum aug- um á mál þetta og ítrekaði, að það væri skýlaus krafa af Is- lands hálfu, aðskipstjórinn mætti fyrir íslenzkum rétti til þess að Standa fyrir máli sínu. Þá var ennfremur tekið fram í orðsendingunni, að sú ákvörðun af hálfu íslenzkra stjómarvalda að beita ekki löglegu valdi fyrr en í ítrustu lög til þess að forða lífi og eignum brezkra borgara, hefði verið misnotuð af Hunt Skipherra á Palliser til þess að skjóta hinum meinta lögbrjót undan íslenzkri lögsögu og að brezka stjómin yrði að bæta íslandi að fullu þetta augljósa og grófa brot og koma fram viðeigandi refsingu gegn þeim, sem á því bæri ábyrgð“. Sunnudagur 5. maí 1963 árgangur — 100. tölublað. Hitaveitan býður út 20 millj. kr. lán Hitaveita Reykjavikur hefur ákveðið að bjóða út 20 mil'jón króna vaxtabréfalán tjl að afla fjár til hitavejtuframkvæmda þeirra sem nú standa yfir hér í borginni og hefst sala vaxta- bréfanna á morgun, mánudag, í öllum bönkum borgarinnar og tveim sparisjóðum, Samvinnu- Þrír dugnaðarforkar aí vestan VIÐ BIRTUM í dag myndir af tveimur kunnum aflaskip- stjórum vestan af fjörðum og clzta starfandi sjómanninum á Bíldudal. Afíi Ólafsvíkurbáta Ólafsvík í gær. — Afli Ólafs- víkurbáta frá áramótum fram að þessu hefur reynzt 5777.1 tonn hjá átta bátum í 454 róðrum. Hrönnin og Bárður Snæfellsás Þýzkir og enskir slógust Isafirði í gær. — I fyrrakvöld varð róstursamt á veitingahúsinu Uppsalir hér f bæ og sló í brýnu milli enskra og þýzkra togara- togarasjómanna af togurunum Aston Villa GY 42 og Bremen BX630. Þetta urðu hressilegustu slags- mál og spýttu sumir rauðu í lok- in. Pétur Vilbergsson veitinga- maður reyndi að stilla til friðar í þessum hildarleik en fékk svo vel útilátið kjaftshögg frá þýzk- um að hann missti þrjár tenn- ur. Hann krefst kr. 12.000.00 í skaðabætur eða kr. 4000.00 á tönn. Lögreglan kom á vettvang og tókst að skakka leikinn og voru garpamir fluttir á lögreglu- stöðina. Þýzki konsúllinn Úlfar Gunn- arsson, læknir hefur sett greiðslutryggingu fyrir skaðabót- um og gjaldeyrisstaða landsins batnar i vesturþýzkum mörkum að líkindum. halda áfram róðrum, en hinir eru hættir róðrum á vertíðinni. I fyrra réru 14 bátar á vertíð- inni og reyndist afli þeirra þá 5527.1 tonn í 644 róðrum. Afli báta frá áramótum er sem hér segir: Hrönn 1022.3 tonn í 79 róðrum, Bárður Snæfellsás 849.5 í 76, Sæfell 824.6 í 69, Steinunn 716.8 í 40, Jón Jónsson 662.6 í 46. Vala- fell 609.1 í 45, Jökull 560.9 í 43 og Freyr 541.4 í 56 róðrum. Senn dregur að vertíðarlokum og má telja þetta góðan árang- ur enda reyndust bátar feng- sælir á Breiðafirði í vetur. Elfas. Kvenfélag sósíalista Félagsfundur í Tjarnar- götu 20 þriðjudaginn 7. þ.m. kl. 20.30. Fundarcfni. 1. Alþingiskosningarnar, framsaga Guðrún Guðvarð- ardóttir. 2. Skýrt frá undir- búningi kvennaráðstefnu í Rostock á sumri komanda, Margrét Ottósdóttir. 3. Fé- Iagsmál. Kaffiveitingar. Mætið stundvíslega. Stjórnin. TIL VINSTRI á stóru myndinni cr Snæbjörn Arnason, skip- stjóri á Andra frá Bíldudal. Snæbjörn er nýlega 23 ára gamall og hcfur þegar haslað sér völl sem aflamaður og ör- uggur skipstjóri. Hann tók við Andra þegar hann var keypt- ur til Bíldudals haustið 1961. Andri hefur frá áramótum aflað eingöngu á línu og er skipstjórinn í röð aflahæstu skipstjóra á Iandinu, sem cin- göngu róa á línu. TIL HÆGRI er Axel Þorkelsson skipstjóri á v.s. Pétri Thor- steinssyni frá Bíldudal og hefur hann verið á skipinu síðan það kom til landsins 1959, fyrst sem stýrimaður og síðan skipstjóri. Axel er bú- settur i Reykjavík. Pétur Thorsteinsson hefur einnig eingöngu róið með línu frá áramótum. Axel er mikill skákmaður og tefldi nýlega fjöltefli við Bílddælinga og vann 20 skákir, gerði tvö jafntefli og tapaði einni skák. Báðir sýnast þessir dugnaðar- forkar f esslnu sínu á vinnu- stað. LITLU MYNDINNI sést elzti starfandi sjómaður á Bíldu- dal og heitir hann Hallgrímur Ottósson og er matsveinn á Pétri Thorsteinssyni. Hann er búinn að fá margt óþvcgið í eyra sem matsveinn á Iangri starfsævi á sjónum, en skip- vcrjar dafna vel undir hand- arjaðri hans. Hallgrímur er öruggur og góður sjómaður. (Ljósmyndir: Benjamín Jós- efsson). Bjarni Ben. og Baldvin Tryggva- son í stjórn SRN A fundi borgarstjófmar Rvík- ur sl. fimmtudag voru kjömir tveir menn í stjóm Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Kosn- ingu hlutu af D-lista með 10 at- kvæðum íhaldsins (Öskar Hall- grímsson var tíunda atkvæðið) Bjami Benediktsson ráðherra og Baldvin Tryggvason fram- kvæmdastjóri Almenna bókafé- lagsins. G-listi, með nafni Sig- urðar Guðgeirssonar prentara, hlaut 5 atkvæði. Varð því að varpa hlutkesti milli þeirra Baldvins og Sigurðar og vann það sá fyrmefndi. Endurskoð- endur Sparisjóðsins voru kjöm- ir á sama fundi þeir Ingimund- ur Erlendsson og Bjöm Stefáns- son. sparisjóðnum og Sparisjóði Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum hita- veitustjóra og borgarritara á fundi með fréttamönnum í gær em lánsskilmálar sem hér segir: Höfuðstóll lánsins er kr. 20.000.000.00. og eru gefin út skuldabréf, sem hér segir: Litra A 1—200 hvert að fjár- hæð kr. 50.000.00 kr. 10.000.000.00. Litra B 1—150 hvert að fjár- hæð kr. 5.000.00 kr. 7.500.000.00. Litra C 1—2500 hvert að fjár- hæð kr. 1.000.00 kr. 2.500.000.00. Lánið ávaxtast með 9 V2% — níu og hálfum af hundraði — ársvöxtum, og greiðast vextimir árlega eftir á gegn afhendingu viðeigandi vaxtamiða, í fyrsta sinn 30. apríl 1964. Hverju bréfi fylgja 5 vaxtamiðar, er falla í gjalddaga, eins og á þeim greinir. Lánið er afborgunarlaust fyrstu 5 árin, 1963—1968. en endur- greiðist síðan að fullu með nafn- verði 30. apríl 1968. Greiðslu- staður vaxta og skuldabréfa er hjá borgargjaldkeranum í Reykja- vík. Við innlausn bréfanna skal afhenda alla vaxtamiða, sem eru fallnir í gjalddaga og bréfunum eiga að fylgja. Borgarstjórninni er heimilt, hvenær sem er á lánstímabil- inu, að greiða Iánið að fullu eða hluta þess, á hvaða gjalddaga vaxta og afborgana sem er. enda verði slíkt tilkynnt í Lögbirt- ingablaðinu minnst sex mánuð- um fyrir gjalddaga. Til trygging- ar iáninu eru eignir Reykja- víkurborgar. Afli rýr í apríl Súgandafirði í gær. •— Afli var fremur rýr í aprílmánuði og fengu bátar eftirtalinn afla: Friðbert Guðmundsson 117.4 tonn í 15 sjóferðum, Freyja 106.8 tonn í 15 sjóferðum, Gylfi 90.9 tonn í 15 sjóferðum, Draupnir 31.6 i 3 sjóferðum (kominn á sfld). Há- varður 85.3 tonn í 15 sjóferðum, Stefnir 45.1 í 11 sjóferðum, Gyll- ir 37.1 í 10 sjóferðum og Kveld- úlfur 14.7 i 4 sjóferðum. G.Þ. Sjómannadagur- inn á annan í hvitasunnu Vegna alþingiskosninganna, sem fram eiga að fara sunnudaginn 9. júní n.k. hefur Sjómannadags- ráð samþykkt að Sjómannadag- urinn 1963 verði mánudaginn 3. júní n.k. (2. Hvítasunnudag). Jafnframt eru þau Sjómanna- dagsráð utan Reykjavíkur, sem ætla að panta merki, verðlauna- peninga eða annað vegna Sjó- mannadagsins beðin um að senda pantanir sínar sem fyrst, eða bað timanlega að þær komist örugg- lega til viðtakenda fyrir Sjó- mannadag. Háskélaf y ri rlest- ur um Rannsókna- ráð ríkisins Kl. 2 síðdegis í dag flytur Ás- geir Þorsteinsson, verkfræðingur, formaður Rannsóknarráðs ríkis- ins, fyrirlestur í hátíðasal Há- skólans. Nefnist fyrirlesturinn: Rannsóknarráð ríkisins, sögulegt yfirlit og fyrirætlanir. Fyrirlesturinn er fluttur í boði Háskólans og í tilefni 25 ára afmælis atv'nnudeildar skólans. Aðgangur er öllum i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.