Þjóðviljinn - 09.05.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.05.1963, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. mai 1963 ÞJðÐVILIINN SlÐA 5 Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar ura útvarpsdagskrána Frá hinum geysifjölmenna útifundi vcrkalýðsfélaganna í Rcykjavík við Miðbæjarbarnaskólann 1. maí. Myndin var tekin þegar greidd voru atkvæði mcð tillögu þeirri er mótmælti kröftuglcga ósvífni meirib uta útvarpsráðs i sambandi við útvarpsdag- skrána 1. maí og lítilsvirðingu hans á heildarsamtökum launþega í landinu. — Ljósm. Þjóðv. AK. ÚTVARPIÐ 1.MAÍ Svo herma útvarpsfréttir, að 1. máí síðastliðinn hafi verið liðin fjörutíu ár síðan fyrst var farið í kröfugöngu hér á landi, að tilhlutan vérkalýðs- félaga. Þessa merkisafmælis héfur verið minnzt með nokk- uð undarlegum hætti af ýms- um aðilum. Að því er virðist hefur Full- trúaráð verkalýðsfélaganna minnzt hinnar fyrstu kröfu- göngu með því að efna ekki til kröfugöngu, og verður það út af fyrir sig að teljast mjög frumleg aðferð og líkleg til að verða talin til minnisverðra at- burða í sögu verkalýðshreyf- ingarinnar. Sjálft hefur svo útvarpið minnzt áðurnefnds afmælis með því að meina forystumönnum launasamtakanna að ganga að útvarpinu á þessum merkis- degi, og verður það án efa tal- inn minnisverður atburður í sögu útvarpsins. Þannig hefur þessa merkis- atburðar verið minnzt kannski ekki beinlínis á viðeigandi hátt en að minnsta kosti á mjög eftirminnilegan hátt og meir að segja svo eftirminnilegan, að sennilegt má telja, að ýms- ir sem hafa talið sér trú um að markinu væri náð og braut- in brotin til enda vakni við vondan draum og renni grun í að enn sé ekki tímabært að sofna á verðinum og að það sé í raun og veru vel ómaksins vert, að halda vöku sinni enn um sinn. Mörgum varð hverft við Ýmsum mun hafa orðið hverft við er það spurðist að meirihluti útvarpsráðs vafalítið að undirlagi ríkisstjórnar. hefði neitað þeim Hannibal Valdi- marssyni og Kristjáni Thorla- ciusi um að flytja ávörp í dag- skrá útvarpsins 1. maí. Sá hátt- ur hefur þó verið á hafður all- mörg undanfarin ár, að forseti Alþýðusambandsins og formað- ur Bandalags starfsmanna rík- is og bæja ættu innhlaup í út- varpið fyrmefndan dag ár hvert. Sá böggull hefði þó fylgt slíku skammrifi, að ráðherra sá sem um verkalýðsmál hef- ur fjallað, fylgdi þeim jafnan. Nú hefur sennilega ekki þótt stætt á öðru en taka ráðherr- ánn einnig úr umferð. Má þvi segja, að ríkisstjórnin og um- boðsmenn hennar x útvarpsráði hafi séð þann kost vænstan að færa sér í nyt lífsspeki hins ill- gjarna, sem kaus að láta stinga r sér annað augað, svo að hinn, sem skyldi fá helmingi meira, missti bæði sín. Það er að vísu illt til þess að vita þegar svona löguð hrekkjabrögð eru uppi höfð. Á hitt ber þó jafnframt að líta að hér hefur enginn sá skaði orðið, er ekki fáist bættur og það jafnvel margfaldlega. ef rétt er á, haldið. Enginn mun að vísu di'aga það í efa að hefði þeim Hanni- bal og Kristjáni auðnazt að koma í útvarpið og túlka mál- stað og sjónarmið þeirra sam- taka er þeir veittu forstöðu, myndu þeir hafa haldið á sín- um málstað af mikilli prýði og orð þeirra myndu með öðrum orðum hafa haft mikið áróð- ursgildi. Það hafa þeir sem synjuðu þeim um orðið eflaust vitað manna bezt. annars hefðu þeir hleypt þeim inn. Hvert er áróðursgildið? En vitneskjan um það. að valdamenn þjóðarinnar skuli vera svo ofstækisfullir, skamm- sýnir, hræddir og heimskir að þeir þora ekki að gefa póli- tískum andstæðingum sínum orðið í útvarpinu í nokkrar mínútur hefur þó mörgum sinnum meira áróðursgildi. Hefðu fulltrúar ríkisstjórnar- innar í útvarpsráði verið svo hyggnir að hleypa formönnum launþegasamtakanna inni í út- varpið téðan dag, að maður nú ekki nefni það, að launþega- samtökin sjálf hefðu séð um dagskrá kvöldsins, myndum við hafa orðið að viðurkenna, að stjómarvöldin, væru nú þrátt fyrir allt déskoti frjálslynd og sýndu í verki trú sýna á vest- ræna frjálsa hugsun og skoð- anafrelsi. Og það, eitt út af fyrir sig, myndi hafa orðið stjórnarflokkunum mikill á- vinningur í komandi kosninga- baráttu. Mér er jafnvel nær að halda að ýmsir af stuðningsmönnum stjórnarinnar hafi hrokkið við, er þeir fréttu um vinnubrögðin í útvarpsráði í sambandi við 1. maí, því að ekki þarf að efa, að einnig £ þeim hópi fyrirfinn- ist einhverjir svo réttlátir, að þeir vilji láta fullnægja rétt- lætinu, að einhverju leyti. Og af því að menn eru nú einu sinni þannig gerðir, að þeir muna betur eftir hinu illa, en hinu góða, er ekki alveg ör- uggt að allir verði búnir að gleyma þessu á kjördegi. Fréttaflutningur- inn 1. maí En víkjum nú að viðbrögð- um útvarpsins sjálfs í fréttum og dagskrá i sarnbandi við 1. mai. Allur fréttaflutningur þennan dag og dagana á undan. var með miklum vandraéðablæ, að því er daginn sjálfan og at- burði hans snerti. Veðrið var svona og svona. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna hafði úti- fund og seldi merki. Nokkur verkalýðsfélög efndu til kröfu- göngu og útifundar. Og hlust- andanum fannst einhvem veg- inn að hið síðasta væri hálf- gert aukaatriði. Engar frétfir af þátttöku frá hvorugu fyrir- tækinu. Engar fréttir af því hvað ræðumenn höfðu til mál- anna að leggja. Hinsvegar í er- lendu fréttunum mjög itarlegir útdrættir úr ræðum þjoðleið- toga. Hlustandinn fékk það þvi einhvem veginn inn í vitund sína, að allmjög myndi á skörta að hér væri um frjálsan frétta* flutning að ræða. Samfellda dag'skráin Svo kom samfelld dagskrá í tilefni dagsins. Sagði í upphafi þeirrar dag- skrár, að útvarpið vildi fyrir sitt leyti minnast þessa merk- isdags í sögu verkalýðshréyf- ingarinnar með því að bjóðá hlustendum upp á þessa sam- felldu dagskrá. Þurfti í raun og veru töluverð brjóstheilindi til þess að láta slíkt út úr sér eftir allt sem á undan vár gengið. Má þó raunar segja að dagskrá þessi hafi verið í fullu samræmi við það sem á undan var gengið og bar hinni vondu samvizku útvarpsins trúverðugt vitni. Stjórnandi dagskrárinnar Ingólfur Kristjánsson, virtist vera fremur leiðinlegur maður og lék hlutverk sitt einhvem veginn utangátta og bví líkast sem hann væri af fjöllum köm- inn. Viðtöl þau, er hann átti við göngumennina frá 1923. voru ekki sannfærandi og vantaði mikið á, að hann næði þéim árangri. sem unnt hefði verið jafnvel þótt viðmælendur hans virtust flestir, ef ekki allir. fylgja Alþýðuflokknum enn i Framhald á 7. síðu. Enn einu sinni skulu þeir leiddir fram til vitnis- burðar. Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands■ Á manngildinu byggjum vér allar fram- tíðarvonir og því, hvernig það birtist í bókmennt- um, listum, landsstjórn og atvinnulífi á hverjum tíma. Þeir hafa stundum orðið skammlífari, sem byggðu allt sitt traust á vopnum. Sigurbjörn Einarsson, bískup íslands: Við get- um ekki gert sjálfum okkur og niðjum okkar verri spjöll en þau að gera ísland viliandi að víghreiðri. Við eigum einn bandamann, íslend- ingar, og aðeins einn, sem aldrei bregzt okkur, og það er rétturinn, rétt- urinn að guðs lögum til þessa lands. Einar Ól. Sveinsson, pró- fessor viö Hdskóla tslonds: Ég býst varla við, að nokkur muni treysta sér til að tala kinnroðalaust um fjárhagslegan hagnað af því að leigja öðrum bjóðum íslenzkt land, því bað væri, með leyfi að segja, sami hagnaðurinn og skækjan hefur af að að selja sig. Stefán Jóh. Stefánsson, ambassador íslands í Danmörku: Við í nefnd- inni og ríkisstjórnin telj- um mikils um vert, að vilji Alþingis íslendinga ÓGLEYMANLEGAR RADDIR komi skýrt og ótvírætt fram um þetta efni, að það sé vilji bæði þings- ins og íslenzku þjóðar- innar, að erlendar her- stöðvar verði ekki á ís- landi. Ólafur Tliors, forsœtis- ráðherra íslands: Þarna áttu að vera voldugar herstöðvar. Við áttum þarna engu að ráða. Við áttum ekki svo mikiö sem að fá vitneskju um, hvað þar gerðist. Þannig báðu Bandaríkin þá um land af okkar landi til þess að gera að landi af sínu landi. Og margir óttuð- ust, að síðan ætti að stjórna okkar gamla landi frá þeirra nýja landi. Gegn þessu reis íslenzka þjóðin. , Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðlierra Islands: Málaleitunin um her- stöðvar af hálfu Banda- ríkjanna var gersamlega ósamræmanleg sjálfstæði íslands. Og mín skoðun er sú, aö til lítils hafi þá veriö skilnaðurinn við Dani og stofnun lýðveld- isins, ef skömmu síðar hefði át.t að g<?ra slíka skerðingu á sjálfstæði okkar. . . Þær raddir og óskir hér á landi, sem vildu herstöðvar, hafa verið kveðnar niður í eitt skipti fyrir öll. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra ís- OKKAR Á MILLI SACT lands: íslendingar eiga aldrei að leyfa erlendum her dvöl í landinu á friðartímum og aldrei þola þar neinar erlend- ar herstöðvar, enda er landfræðileg lega lands- ins þannig, að á slíku er sem betur fer ekki þörf til varnar landinu gegn árás úr þeirri átt, sem ísland mundi fyrst og fremst óttast. Hiö aukna öryggi, sem af því leiddi, mundi og hvergi nærri vega gegn þeirri gífur- legu hættu sem slíkt hefði 1 för með sér fyrir sjálfstæði og þjóðerni ís- lendinga, tungu þeirra og menningu. Sigurður Bjarnason, rit- stjóri Morgunblaðsins: Og mitt svar er á reið- um höndum: Íslendingar eiga ekki að leigja neinu erlendu ríki hernaðar- bækistöðvar í landi sínu. Það er óþarfi að spyrja vegna hvers. í fyrsta lagi er sú leið hæpin til ör- yggis. . . í öðru lagi vilja íslendingar hvorki leigja land sitt né selja. Slíkt getur engin þjóð gert, sem ann sóma sínum og frelsi. Til þess að siíkur gerningur teljist hyggi- legur og annað en hreint pólitískt gjaldþrot, þarf áreiðanlega að leggja annan mælikvarða á stjórnarathafnir á fs- landi en hingað til hefur tíðkazt hér. Nú kynni einhver að spyrja: Hvaða andskot- ans kommúnistakjaftæði er nú þetta? Leyfir Jó- hannes úr Kötlum sér að falsa þannig nöfn og skoðanir æðstu manna þjóðarinnar? O sei sei nei, kæri vin- ur — þetta eru hrein og klár orð hinna háu herra, áður en þeir fóru að byggja allt sitt traust á vopnum, áður en þeir af- söluðu sér guðslagarétt- inum til þessa lands, áð- ur en þeir seldu þjóð sína til skæjulifnaðar, áður en þeir tóku að forsmá vilja þings og þjóöar, áður en þeir vöndu íslenzku þjóð- ina af að rísa, áður en þeir gerðu skilnaðinn við dani og stofnun lýðveld- isins að skrípaleik, áður en þeir lokuðu augunum fyrir þeirri gífurlegu hættu sem sumir þeirra leiddu sjálfir yfir sjálf- stæði, þjóðerni, tungu og menningu íslendinga, áð- ur en þeir komust í hreint pólitískt gjaldþrot og innleiddu nýjan mæli- kvarða á sfjórnarathafn- ir á íslandi. Nú koma málpípur þessara sömu manna og segja að íslenzk utanrík- ismál séu orðin svo við- kvæm að þau eigi að vera friðhelg. Hvemig friðhelg? með leyfi að spyrja. Jú — þannig friðhelg að þjóðin láti sig þau engu skipta framar, heldur uni því sæl og sveitt, södd og löt og þreytt, að amerískur her sé hin raunverulega yfirstjóm landsins, að brezkur her sé hin raun- verulega yfirstjóm land- helginnar og að lýðveldið verði þegjandi og hljóða- laust innlimað í fyrir- hugað evrópuveldi heims- kapítalismans undir for- ustu þýzka nýfasismans! Ó þú göfuga viðkvæmni! Ó þú blessaða friðhelgi! Einn ráðherrann hefur nýlega sagt: helzta ráðið ti! að efla sjálfstæði þjóð- ar er að fórna því. Ann- ar ráöherra hefur nýlega sagt: guð gefi góðu mál- efni sigur. Nú er spum- ingin hvort háttvirtir kjósendur ætla að beygja kné sín einu sinni enn fyrir þessum furðulegu kameljónum eða hvort þeir láta nú ásannast að fullu orð þriðja ráðherr- ans forðum: Gegn þessu reis ís- lenzka þjóðin. ! * i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.