Þjóðviljinn - 15.05.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.05.1963, Blaðsíða 2
Alþýðubandalagið knúði fram útfærslu landhelginnar Útfærsla landhelginnar í 12 mílur 1. september 1958 var knúin fram af Alþýðubandalaginu. Sjálfstæðisflokkurinn reyndi eftir megni að koma í veg fyrir útfærslu (án sam- ráðs við Breta) og naut í því máli stuðnings Alþýðuflokks- ins. Sjávarútvegsmálaráðherra Lúðvík Jósepsson, sem hafði með málið að gera í vinstri stjórninni, lýsti því þá yfir, að gefa út reglugerð um stækkun landhelginnar, hver svo sem afstaða hinna flokkanna yrði til þess. í þessum á'tökum hótaði Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, að slíta stjómarsamvinnunni, ef Alþýðubandalagið héldi fast við ákvörðunina um útfærslu landhelginnar. En þegar ljóst varð, hve málið átti mikinn hljómgrunn með þjóðinni, þorði Alþýðuflokkurinn ekki annað en að lá'ta af andstöðu sinni og út- færslan var ákveðin 1. september 1958. Allar þjóðir nema Bretar viðurkenndu 12 mílna landhelgina í verki, en Bretum var fullkunnugt um að hér áttu þeir vissa bandamenn, sem vildu semja við þá um undanþágur frá 12 mílna landhelginni o.fl. Bret- ar fóku þá upp veiðiþjófnað undir herskipavernd á smáskikum innan 12 mílna línunnar. — En haustið 1960 var svo komið, að íslendingar höfðu unnið fullan sigur í baráttunni fyrir 12 mílna landhelgi; — Bretar höfðu gefizt upp við ofbeldisaðgerðir sínar. Samþykkt Alþingis —Aldrei að hvika frá rétti íslendinga Fyrir alþingiskosningarnar 1959 samþykkti alþingi einróma — með at- kvæðum þingmanna allra flokka — þá yfirlýsingu að aldrei skyldi hvik- að frá 12 mílna landhelgislínunni og stefnt að friðun alls landgrunns- ins. En einmitt þegar fslendingar höfðu unnið fullan sigur í landhelgis- deilunni gerðu núvérandi stjórnarflokkar svikasamning sinn við Breta. Bretum var ekki einungis veift undanþága til þriggja ára til veiða inn að 6 mílum, heldur var rétti íslendinga til frekari útfærslu fiskveiðilög- sögunnar á landgrunninu afsalað að fullu, nema fil kæmi samþykki Breta eða úrskurður Alþjóðadómstólsins. Efndirnar á loforðum og yfirlýsingum stjórnar'flokkanna um að aldrei skyldi hvikað frá 12 mílna landhelginni, voru að hleypa Bretum inn að hann myndi Þingsályktun um landhelgismál. Alþingi ályktar að niótmæla har’ðlega brotum þeim á islenzkri fiskveiðilöggjöf, sem brezk stjórnarvöld hafa efnt til nieð stöðugum ofbeldisaðgerðum brezkra her- skipa innan íslenzkrar fiskveiðilandheigi, nú nýlega hvað eftir annað jafnvel innan fiögurra mílna landhelginnar frá 1952. Þar sem þvilikar aðgerðir eru augljóslega ætlaðar til að knýja íslendinga til undanhalds, lýsir Alþingi yfir, að það telur ísland eiga ótviræðan rétt til 12 jiiilna fiskveiðilandhelgi, að afla beri viðurkenningar á rétti þess til landgrunnsins alls, svo sem stefnt var að með lögunum um visindalega vemdun fiskimiða landgrunnsins frá 1948, og að ekki komi til mála minni fiskveiði- landhelgi en 12 xnilur frá grunnlínum umhverfis landið. Samþykkt á Alþingi 5. mai 1959. Landhelglslinan umhverfis Iandið, en innan hennar mega Bretar velða allt upp að sex mílum sam- kvæmt svikasamningnum við brezku stjórnina. Svörtu fletirnir á kortinu sýna landgrunnið, e« með samningnum afsalaði ríkisstjórnin sér öllum rétti til þess nema (dl komi samþykki Breta. 6 mílum. Framkvæmdimar á því að vinna að yfirráðum íslendinga yfir land» grunninu öllu voru að afsala þeim rétti í hendur Bretum. Tilhugalíf Sjálfstœðisflokksins og Framsóknarflokksins Þótt svo hafi litið út að und- anförnu að Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn hafi átt í miklum illdeilum, hefur það ekki farið fram hjá athugulum mönnum að deilur þessar hafa aðeins verið ytra borðið á tilhugalífi. Það þarf ekki að fara fram hjá nokkr- um manni hvað forustumenn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins hugsa sér að gera eftir kosningar. ef úrslit- in verða þeim hagkvæm. Bónorð Segja má að tilhugalífið hæf- ist með formlegu bónorðj frá Bjama Benediktssyni, for- manni Sjálfstssðisflokksin*. í áramótagrein þeirri sem hann birti í Morgunblaðinu 31. des- ember sl. Bjami spurði: „En ef svo færi, að núverandi stjómarflokkar hefðu ekki nægilegan meirihluta til að stjóma einir eftir kosningar í sumar. með hverjum ætla Framsóknarmenn þá að vinna? Mundu þeir hverfa frá sínu vinstra hjali og taka upp skyn- samlega stjómarstefnu? Eða mundu þeir gera ómögulegt að mynda lögmæta þingræðis- stjóm, eins og á árunum 1942- 1944“. Sjálfstæðismenn fagna BWb stóð á avan Framsókn- arflokksins. Tíminn sagði um þessa spumingu Bjama 4. jan- úar sl.: „Það leynir sér sem sagt ekki. að það er fylgisaukning Fram- sóknarflokksins, sem Bjami óttast. Harm óttast að fram hjá Framsóknarflokknum verði ekki komizt við stjómarmyndanir". Framsóknarflokkurinn er þannig svo áfjáður að hann lýsir yfir því. að ef hann bæti við sig fylgi, skuli Sjálfstæðis- flokkurinn ekki komast hjá þvi að mynda með honum stjóm! Jáyrði Síðan hefur forusta Sjálfstæð isflokksins margsinnis ræti þessar framtíðarhorfur. Þannig sagM MorffunblaWð 10. janúar sl. um leiðtoga Framsóknar: „Hugsanlegt er. að þeir nái þeim áformum, sem þeir segj- ast einkum keppa að. þ.e.a.s. að koma á stöðvun á Alþingi, þannig að núverandi stjómar- flokkar geti ekki haldið áfram viðreisnarstefnunni. Vera má að Framsóknarmenn ventu sínu kvæði í kross og óskuðu et'tir að fá að taka þátt f stjóm, scm byggðist á því að halda viðrelsninni áfram ... að hann (þ.e. Framsóknarflokkur- inn) muni snúa við blaðinu og starfa með lýðræðisflokkunum að áframhaldandi viðreisn“. Fóstbræðurnir Ekki stafar tilhlökkun Sjálf- stæðisflokksleiðtoganna af einni saman ást á Framsókn. Það kom greinilega fram á Alþingi 13. febrúar sl. þegar Bjami Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. sagði svo um vinstriáróður Framsóknar: „Þiö háttvirtir Framsóknar- menn, það getur vel verið að bið hafið trú á því að þið getið blekkt elnhverja af kjóeendum dálítinn tíma með slíkum mál- flutningi, þá sem ekki lesa ann- að en Tímann. Það getur ve) verið að þið getið með þvi náð því sem þið auðsjáanlega ætl- ist til: að afla vinstriatkvæða til þess að semja við Sjálfstæð- isflokkinn um að koma með honum f stjóm eftir kosningar. Það getur vel verið. að þið get- ið með þessu fengið þvi áorkað. úr þvi að þið teljið það nú orð- ið vera þá mestu gæfu sem þið tölduð vera hjna mestu ógæfu 1955. Ég vonast tíl að það verðf maklegur hrís á ykkur ef þið komið f stjóra með okkur". Framsókn í viðreisnarstjórn Og enn hélt Bjami Bene- diktsson áfram að ræða hina væntanlegu samstjóm með Framsókn í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið 24. fe- brúar sL Þar sagði hann: „Hvað er það þá sem Fram- sóknarmenn keppa eftir? Þeir s.lá engan annan útveg ór skammarkróknum, en þann að knýja núverandi stjómarflokka og þá ekki sízt Sjálfstæðis- flokkinn til samvinnu við sig .. Ef Framsókn bætti hins vegar við sig svo mörgum vinstri at- kvæðum, einkum Þjóðvamar- manna sem féllu dauð við síð- ustu kosningar. að hún eæti fellt einhverja af þingmönnum stjómarflokkanna. þá kynni svo að fara að uppbótars. yrðu ekki nógu mörg til að jafna metin. Vonir Framsóknarmanna um að komast úr skammarkróknum byggjast fyrst og fremst á slík- um útreikningum. Allt vinstra hjalið er viðhaft í þessari rang- indatrú ..... Eðlilegt er að mörgum S.iálf- stæðismanninum hlægi hugur í brjósti, þegar hann horfir á bessar aðfarir Framsóknar Nú er einskis sviffzt til þess afl ná þvf samstarfi, sem af Iafn mlkln kappi var Ieitazt vlð að koma út um þúfur fyrir 7-8 ár- um. Nú telur Framsókn tíf ciH liggja við að ná samvinnu við mennina, sem hún fyrir röskum fjómm árum fagnaði yfir að búlð vaeri að „setja til hliðar fyrir fullt og allt".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.