Þjóðviljinn - 29.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.05.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Miðvikudagurinn 29. maí 1963 einhverja atvinnu til að losna við atvinnuleysið yfir vetranmánuðina. Okkur vantar hér frysti- hús sem tekur á móti fiski allt árið og okkur vantar niðurlagningar- verksmiðju fyrir síld, sem getur starfað yfir vetur- inn. Hér höfum við nóga síld til að vinna úr allan veturinn, svo hér þarf ekki að vera atvinnu- leysi“. „Okkur vantar fleiri og meiri atvinnutæki. Mesta nauðsynjamálið er að fá Gerbylting me5 tilkomu verksmiðjunnar Sigurjón Jónsson Við vorum síðast að ræða við Sigurjón Þorbergsson, fram- kvæmdastjóra síldarverksmiðju þeirra Vopnfirðinga. Næst skul- um við hafa tal af öðrum Sigur- jóni, það er Sigurjón Jónsson, formaður verklýðsfélags Vopna- fjarðar. Við finnum hann líka hér í síldarverksmiiðjtmni. En áður þarf ég enn að rifja upp það sem Bjarni Þórðarson skrifaði í Snæfell árið 1947: „Hafnargerð í Vopnafirði myndi einnig hafa það í för með sér, að Vopnfirðingar hættu að missa félagsréttindi. — Þið hafið náttúrulega Dags- brúnarkaup hér og hafið lengi haft? — Já við höfum það, en það var mikið stríð að koma kaup- inu hér í það sama og annars- staðar á landinu. Það var fyrst 1961 að við fengum Dagsbrún- arkaup hér. — Hvaða atvinnurekendur eru hér að semja við? — Það er kaupfélagið, síld- arverksmiðjan og Óli Hertervig með síldarsöltunina. Hreppur- inn hefur aldrei veriö samn- ingsaðili að kaupi og kjörum. — Hvernig var með atvinnu hér áður en síldarverksmiðjan kom? Segir S/GURJÓN JÓNSSON formaður verkalýðsfélagsins hægt að salta, að menn telja ekki borga sig að fiska. — En hvað um báta? — Hér er einn 42ja tonna bátur, og eigandi hans leigir frystihúsið hjá kaupfélaginu á sumrin, en verður að skila því um miðjan september. Svo eru hér örfáar trillur, en aðeins ein þeirra stundaði veiðar sum- arið 1962. Vopnafjörður, höfnin og verksmiðjan. — Löndunarkranar til vinstri, flutningaskip tii hægri. eignuðust góða fiskibáta, en eins og sakir standa eru fiski- miðin (við Langanes) sáralítið notuð. — Vegna þess að höfn- in á Vopnafirði er slæm eru þar aðeins trillubátar, með sáralitla möguleika til að nýta þessi fiskimið, enda erfitt að losna við það sem veiðist. En á Vopnafirði býr dugandi fólk og góðir sjómenn, og myndu þeir eflaust ekki draga lengi að út- vega báta ef höfn yrði byggð. Á Vopnafirði gætu búið þúsundir manna og Iifað góðu lífi, ef þar kæmi góð höfn og nauðsynleg atvinnu- fyrirtæki. — I Vopnafirði eru blómlegar sveitir, sem gætu séð slíkum bæ fyrir nægum Iandbúnaðarafurð- um. Mundi og mjög þýðing- armikið fyrir bændur að fá slíkan markað.” Og nú skulum við heyra hvað Sigurjón Jónsson hefuraðsegja — Ert þú aðkomumaður eða upprunninn hér, Sigurjón? — Ég er fæddur hér og upp- alinn, en var lengi á vetrar- vertáð hingað og þangað en réri hér á trillum og dekkbát- um á sumrin. — Er þetta öflugt verkalýðs- félag hjá ykkur? — Það er eðlilega fremur fá- mennt, því íbúar eru ekki marg- ir hér. en félagsandinn er sæmi- legur. Einu sinni áður fyrr gilti sú regla að ef menn komu ekki á fundi í félaginu og gátu ekki komið með gildar ástæður fyrir fjarveru sinni áttu þeir á — Hér var sáralítil atvinna i iandi þar til byrjað var á verk- smiðjubyggingunni. Hér er ekkert að gera frá því sláturtíð lýkur á haustin og fram á vor, nema róa á trillum og dekk- bátum og öðru hvoru að af- greiða skip. — Það hefur þá verið mikil breyting með tilkomu verk- smiðjunnar? — Það var gerbylting í at- vinnulífinu með tilkomu verk- smiðjunnar, en náttúrulega að- eins þennan takmarkaða tíma yfir sumarið. eins og annars- staðar. Nú er ekki nálægt því að heimafólkið anni vinnunni á sumrin og er því mikið af að- komufólki yfir þann tíma. — Er langt síðan þið byrjuð- uð að salta síld? — Það eru nokkuð mörg ár síðan Kolbeinn Bjömsson byrj- aði að salta hér síld, og nú eru söltunarstöðvarnar orðnar 4. — Er söltunin fyrirtæki heimamanna eða aðkomuspekúl- anta? — Það eru allt aðkomumenn sem salta, nema á einni stöð. Heimamaður byrjaði á söltun sumarið 1962. Margt af fólkinu á söltunarstöðunum er aðkomu- fólk. — Er ekki frystihús og fiski- bátar? — Jú hér er frystihús er tek- ur á móti fiski frá því í apríl og fram að sláturtíð, en þá verður kjötið að sitja fyrir. Á þeim tíma er það mikið af afl- anum orðin ýsa. sem ekki er Nokkrir menn gera út á há- karl á vetrum, — ég er einn þeirra; stunda hákarlaveiðar með bróður mínum á þriggja tonna trillu. — Hvemig veiðið þið há- karlinn? — Við leggjum hákarlalínu og vitjum um einu sinni til tvisvar í viku .. Jú, það kem ur stundum fyrir að maður tapar hákarlalínunni. — Þið seljið náttúrulega há karlinn og hafið vafalaust góð- ar tekjur af lifrinni, er hún ekki enn sem fyrr verðmætast^ hluti hákarlsins? — Við seljum hákarlinn, en verður lítið úr lifrinni, því hér vantar lifrarbræðslu, ekki aðeins vegna hákarlaveiðanna heldur vegna þess fisks sem hér er veiddur. — En er þessi trilluútgerð ekki ódýr — hvað kostar trilla? — Það kostar mikið að eign- ast trillu, alltaf eitthvað á ann að hundrað þúsund krónur. — Hvar eru fiskimið ykkar? — Þau eru við Langanes. Þar er veitt fram undir áramót, ef gefur, og svo byrjað aftur í febrúar—marz, þegar gefur. Það er raunverulega ekki hægt að sækja á trillum til Langa- ness, þetta er 36 mílna leið, en það væri grundvöllur fyrir stóra báta héðan að sækja þangað. — Hvað er því til fyrirstöðu að svo sé gert? — Til slíkra veiða vantar enn alla aðstöðu hér. Hér er enginn beituskúr, hvað þá hús til að salta fisk í og heldur engir hjallar til að þurrka fisk. — Það er eins hjá ykkur og víða annarstaðar. að enn vantar margt. Hvað telur þú mest að- kallandi? — Okkur vantar fleiri og meiri atvinnutæki. Mesta nauð- synjamálið er að fá einhverja^ atvinnu til að losna við at- vinnuleysið yfir vetrarmánuð- ina. Okkur vantar hér frysti- hús, sem tekur á móti fiski allt árið og okkur vantar niður- lagningarverksmiðju fyrir síld, sem getur starfað yfir veturinn. Hér höfum við nóga síld til að vinna úr allan veturinn, svo hér þarf ekki að vera atvinnu- leysi. — En hvað um afkomuna, eruð þið Vopnfirðingar ekki orðnir feitir og pattaralegir af ..viðreisninni”, nú höfum við þrammað „leið Sjálfstæðis- flokksins til bættra lífskjara" í nokkur ár? — Okkur finnst verða heldur lítið úr þeim peningum sem við fáum. Við sjáum kanski margar krónur en það verður heldur lítið úr þeim þegar við förum að kaupa fyrir þær. Fyrir þrem til fjórum árum átti ég verulegan afgang eftir vinnuna hjá síldarverksmiðj- unni, en nú vill það verða harla lítið þegar vinnunnni er lokið. Undanfarin 3 ár hef ég þó ekki veitt mér neitt né lagt í neina fjárfestingu — kaupið hefur farið fyrir mat og fatnaði. Þið leikið þá ekki við hvem fingur af gleði yfir „við- reisninni” og stjórnarfarinu? — Nei, við erum ekki ánægðir með hvernig verðlagi og öðru er stjórnað nú. Það er ekki nóg að segja okkur við öll möguleg og ómöguleg tækifæri að við höfum nóga vinnu og peninga, menn vita slíkt bezt sjálfir, reynslan segir hverjum einum það bezt, — og full- yrðingin um velmegun verður að geta staðizt til þess að við hér tökum mark á henni. Enginn sem kynnist Vopna- firði. bæði kaupstað og sveit, þarf að vera í vafa um að Vopnrfjörður getur átt góða og ánægjulega framtíð. Eftir komuna þar getum við enn betur tekið undir það sem Bjarni Þórðarson skrifaði fyrir Séð út til Vopnafjarðar; byggðin er mest í hallanum umhverfis síldarverksmiðjuna og upp á ásnum. Langi hólm- inn gegnt hafnarbryggjunni er góð vörn gegn öldunni utan af firðinum, en stundum nær aldan sér inn sundið, og er þvi ætlunin að byggja garð milli lands og hólmans, og er þá komin ágætlega lokuð höfn. hálfum öðrum áratug: „Á Vopnafirði gætu búið þúsundir manna og lifað góðu lífi, ef þar kæmi góð höfn og nauð- synleg atvinnufyrirtæki. — í Vopnafirði ei-u blómlegar sveitir, sem gætu séð slíkum bæ fyrir nægum landbúnaðar- afurðum. Mundi mjög þýð- ingarmikið fyrir bændur að fá slíkan markað.” Dugnaður sá og áræði sem Vopnfirðingar hafa sýnt við að koma upp síldarverksmiðju sinni lofar líka góðu um fram- tíð byggðarinnar — svo fremi að dóllaraguðsdýrkendur fái ekki aðstöðu til að setja lög er banna öðrum en einstaklingum að eiga og reka fyrirtæki. J. B. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 _ — Sími 24204 C>»«ÍMn^B3ÖRNSSON 4 CO. p.o. BOX um - REYKJáVIK vdhduð F E U R Sfáurþórjónsson &co Jkfnarótrœti if Ji* IL «"V/% vandann. ^ •e'l& gerjr vj~ V^iur, só/ar * >r HJÓLBARÐINN Laugavegi 178 — Sími 35260,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.