Þjóðviljinn - 27.06.1963, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 27.06.1963, Qupperneq 3
FimmtuJngur 27. júní 19*i3 Auglýsing m skððun hífreiða i lög- sagnarumdæmi Reykjavikur Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér meS, aö síðari hluti aðalskoðunar bifreiöa fer fram 1. júlí til 4. september n.k., að báðum dögum meötöldum, svo sem hér segir: Mánud. 1. júlí R-7351 til R-7500 Þriðjud. 2. — R-7501 — R-7650 Miðvikud. 3. — R-7651 — R-7800 Fimmtud. 4. — R-7801 — R-7950 Föstud. 5. — R-7951 — R-8100 Mánud. 8. — R-8101 — R-8250 Þriðjud. 9. — R-8251 — R-8400 Miðvikud. 10. — R-8401 — R-8550 Fimmtud. 11. — R-8551 — R-8700 Föstud. 12. — R-8701 — R-8850 Mánud. 15- — R-8851 — R-9000 Þriðjud. 16. — R-9001 — R-9150 Miðvikud. 17. — R-9151 — R-9300 Fimmtud. 18. — R-9301 — R-9450 Föstud. 19. — R-9451 — R-9600 Mánud. 22. — R-9601 — R-9750 Þriðjud. 23. — R-9751 — R-9900 Miðvikud. 24. — R-9901 — R-10050 Fimmtud. 25. — R-10051 — R-10200 Föslud. 26. — R-10201 — R-10350 Mánud. 29. — R-10351 — R-10500 Þriðjud. 30. — R-10501 — R-10650 Miðvikud. 31. — R-10651 — R-10800 Fimmtud. 1. ágúst R-10801 — R-10950 Föstua. 2. — R-10951 — R-11100 Þriðjud. 6. — R-11101 — R-11250 Miðvikud. 7. — R-11251 — R-11400 Fimmtud. 8. — R-11401 — R-11550 Föstud. 9. — R-11551 — R-11700 Mánud. 12. — R-11701 — R-11850 Þriðjud. 13. — R-11851 — R-12000 Miðvikud. 14. — R-12001 — R-12150 Fimmtud. 15. — R-12151 — R-12300 Föstud. 16. — R-12301 — R-12450 Mánud. 19. — R-12451 — R-12600 Þriðjud. 20. — R-12601 — R-12750 Miðvikud. 21- — R-12751 — R-12900 Fimmtud. 22. — R-12901 — R-13050 Föstud. 23. — R-13051 — R-13200 Mánud. 26. — R-13201 — R-13350 Þriðjud. 27. — R-13351 — R-13500 Miðvikud. 28. — R-13501 — R-13650 Fimmtud. 29. — R-13651 — R-13700 Föstud. 30. — R-13701 — R-13850 Mánud. 2. sept. R-13851 — R-14000 Þriðjud. 3. — R-14001 — R-14150 Miðvikud. 4. —— R-14151 —— R-14300 Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi vöru- bifreiða skuiu fylgja bifreiðunum tl skoðunar. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar daglega, kl. 9—12 og 13—16,30, nema föstudaga til kl. 18,30 Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skiríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátryggingariðgjöld ökumanna fyrir árið 1962 séu greidd, og lögboöin vátrygging fyrir hverja bifreið sé 1 gildi. Þeir bifreiðaejgendur, sem hafa viðtæki í bifreiðum sínum, skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda til ríkisútvarpsins fyr- ir árið 1963. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoöun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanrœki ein- hver aö koma bifreið sinni til skoöunar á rétt- um degi, verður hann látinn sœta sektum sam- kvœmt umferöalögum og lögum um bifreiða- skatt og bifreiöin tekin úr umferö, hvax sem tíl hennar nœst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli Lögreglustjórinn í Reykjavík, 26. júní 1963. SIGURJÓN SIGURÐSSON. HöðVILIINN------------------------------------------- -----SÍÐA 3 Þjóðaratkvæðagreiðsía í Danmörku Tillaga stjórnarinnar var felld með miklum meirihluta KAUPMANNAHÖFN 26/6 — í gær var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku um fjögur stjórnarfrumvörp sem fjalla um eignarxétt á jarð- næði. — Svo fóru leikar að allar tillögurnar voru felldar með miklum meirihluta. Enda þótt stjórnin telji að í þessum úrslitum felist ekki beint vantraus't' hefur komið til tals að efnt verði til nýrra þingkosninga í september. Síldveiði við Eyjar Undanfama daga hefur verið góð síldveiði við Vestmannaeyj- ar. Á rúmri viku hefur aflahæsta skipið, Reynir, fengið um 8500 tunnur á rúmlega viku og í gær kom Reynir inn með 1700 tunnur og Meta 570 tunnur. Hásetahlut- ur á Reyni er um 25 þúsund kr. á þessu tímabili fyrir utan afl- ann í gær og virðist ekkert gefa eftir síldveiði fyrir norðan. Eldur í Akur- gerði7 Klukkan rúmlega 2 í gærdag varð eldur laus í mannlausu húsi í Akurgerði 7 hér í Reykjavík. SlökkViliðið kom á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn, en þó urðu tölu- verðar skemmdir á eldhúsinu. Ekki er vitað út frá hverju kviknaði, en talið að sólin geti átt þar þátt í. GEORGETOWN 26/6 — Lög- reglan í Georgetown í Brezku Guiana beitti i gær táragasi í átökum við verkfalismenn. Und- anfarna tvo mánuði hefur at- hafnalíf nýlendunnar verið lam- að vegna allsherjarverkfalls. Eins og fyrr segir voru tillögur stjórnarinnar í femu lagi. Sam- kvæmt fyrstu tillögunni átti ríkið að fá rétt til að taka jarðir eign- arnámi ef eigandinn situr þær ekki sjálfur. Sú tillaga var felld með 27,73 prósentum gegn 44,48. Samkvæmt þeirri næstu átti rík- ið að fá forkaupsrétt að bújörð- um sem stærri eru en 100 hekt- arar. Þessi tillaga var felld með 27,90 prósentum gegn 44,26. Þriðja tillagan fjallaði um for- kaupsrétt sveitarfélaga að jörð- um sem stærri eru en 60 hekt- arar og var felld með 28,63 prósentum gegn 43,67. Að end- ingu var borin fram tillaga um eignarnám vegna náttúiuvemdar og var sú tillaga felld með 30,78 prósentum gegn 41.48. 74 prósént atkvæðisbærra manna tóku þátt í atkvæða- greiðslunni og er það óvenju- mikil þátttaka þegar um slíkar kosningar er að ræða. Övænt úrslit Kosningabaráttan sem var undanfari atkvæðagreiðslunnar er talin vera einhver sú harð- asta sem sögur fara af í Dan- mörku eftir stríð. Urslitin komu mjög á óvart, enda höfðu skoð- anakannanir bent til þess að lög- in um náttúruvemd og forkaups- rétt sveitarfélaga yrðu að minnsta kosti samþykkt. Þingflokkar beggja stjómar- flokkanna, Sósíaldemókrata og Vinstri radíkala, komu saman á fundi síðdegis í gær. Á fundi Sósíaldemókrata sátu auk þess miðstjóm og framkvæmdanefnd flokksins. Búizt er við því í Kaupmannahöfn að stjómin muni bráðlega setja sig í sam- band við stjómarandstöðuna og ræða um hugsanlegar breytingar á tillögunum. — Ef aðrir hafa ekki frumkvæðið að slíkum við- ræðum munum við gera það, sagði Jens Otto Krag forsætis- ráðherra, eftir stjómarfund sem haldinn var í dag og stóð í kl.st. Krag varð fyrstur stjómmála- manna til að viðurkenna ósigur stjómarinnar og gat bá um bað að hugsanlegt væri að efnt yrði til nýrra þingkosninga í septem- ber í haust. Larsen krefst kosninga Axel Larsen. formaður Sósial- istíska þjóðarflokksins er eini stjómmálaleiðtoginn sem látið hefur i Ijós kröfu um að nýjar kosningar yrðu látnar fara fram. Hægri flokkarnir í Danmörku hafa óspart látið í ljós fögnuð sinn yfir úrslitunum. Svíar í uppnámi Stjórnin skipar nefnd til að rannsaka niásnamálið STOKKHÓLMI 26/6 — Mikið uppnám er nú í Svíþjóð vegna njósnamálsins sem afhjúpað var í gær. Stjómin hefur ákveð- ið að skipa sérstaka rannsókn- arnefnd sem kanna skal livern- ig Eric Wennerström ofursta tókst að stunda njósnir í Þágu Sovétríkjanna í 15 ár án þess að i'PP kæmjst. í nefndinni skulu eiga sseti þrír löirfræðing- ar ogr mun Gunnar Dahlman hæstaréttardómari veila henni forstöðu. Nefndinni verður fal- ið að framkvæma nákvæma og hlutlausa rannsókn á njósna- málinu. Rannsóknir hafa enn ekki leitt í Ijós að þeim sem ábyrgj- ast eiga öryggi sænska ríkis- ins hafi orðið á vítaverð mis- tök, en hinsvegar telur stjórn- in að það sem gerzt hafi sé svo alvarlegs eðlis og svo umfangs- mikið að nauðsynlegt sé að rannsaka málið af kostgæfni. Fyrir rétt á föstuda? f dag hefur mikið gengið á fyrir æðstu mönnum sænska ríkisins. Meðal annars rædd: stjórnin njósnamálið á fundi sínum og var þar mættur með- al annarra yfirmaður öryggis- lögreglunnar. Mikil ólga er með- al almennings vegna njósnanna og telja margir að aflýsa skuli væntanlegri heimsókn Krúst- joffs forsætisrúðherra til Sví- þjóðar. . h Á föstudaginn mun Wenner- ström ofursti koma fyrir borg- arréttinn i Stokkhólmi og verð- ur þá tekin afstaða til kröfu lögreglunnar um að hanri verði fangelsaður þegar. Wenner- ström á á hættu að verða dæmdur til ævi’angrar þrælk- unarvinnu og sennilega verður hann einnig sviptur ofursta- tigninni. Umfangsmes'ía njósnamálið Flest sænsk blöð birta frá- sagnir af njósnamálinu á for- síðum sinum og í forystugrein- um margra þeirra er krafizt að þeir som ábyrgð bera á því að oíurstinn gat óáreittur stundað iðju sina í 15 ár verði látnir sæta refsingu. Blöðunum ber saman um að þetta sé umfangs- Kennedy forseti kominn til Irlands DUBLIN og VESTUR-BERLÍN 26/6. — I dag kom Kcnnedy Bandaríkjaforseti flugleiðis til Dublínar í írlandi og var hon- um ákaft fagnað af um 6000 manns sem biðu komu hans á flugvelli borgarinnar. Enn meiri mannfjöldi fagnaði honum er hann ók inn í borgina. Eamon de Vagera írlandsforseti og Sean Lcmass forsætisráðherra voru meðal þeirra sem tóku á móti honum á flugvellinum. Kennedy kom til Dublinar frá Vestur-Berlín. Þar í borg var forsetinn ákaft hylltur og segir í fréttum að talið sé að svo til allir borgarbúar hafi farið út á göturnar til þess að fá tækifæri til að líta hinn volduga mann. Pierre Salinger, blaðafulltrúi for- setans lét svo ummælt að Kennedy hefði aldrei fyrr á ferðum sínum fengið svo hjart- anlegar móttökur. Kennedy hélt tvær ræður í Vestur-Berlín, við ráðhúsið og í háskólanum. í þeirri fyrri ræddi hann samkvæmt venju um frelsið fyrir vestan borgar- mörkin og ófrelsið fyrir austan þau. 1 síðari ræðunni kvað nokkuð við annan tón. Sagði hann stúentunum meðal annars að vesturveldamenn myndu á sínum tíma sýna fram á það að þeir væru ekki fjandsamlegir nokkru þjóðfélagskerfi né nokk- urri þjóð sem sjálf velur sér leið sína án þess að skerða í nokkru frjálst val annarra ríkja. mesta njósnamál sem sögur íara af í Svíþjóð. Talið er fullljóst. að Wenner- ström hafi haft aðgang að öll- um hernaðarleyndarmálum Svía sem máli skipta. Á þetta ejnk- um við um timabiljð frá árjnu ■1957 4i; 1961 en þá'’Var hann yfirmaður flugmáladeildar her- má’.aráðuneytisins. SEOUL 26/6 — Lögreglan í Seoul í Suður-Kóreu skýrði frá því í dag að skriða hafi fall- ið í nánd við borgina Chang- sungpo: og orðið 69 mönnum að bana. Ennfremur mun 34 manna vera saknað. 67 sprengjur átveimúrum ... W.ASHINGTON 26/6 — Banda- ríska kjarnorkumálastjórnin til- kynnti í nótt að enn hafi kjarn- orkusprcngja verið sprengd neð- anjarðar í Nevadaauðninni. Þetta er 67. sprengjan sem Bandaríkja- menn hafa sprengt frá því í septembcr 1961. Sprengjan ser.s hér um ræðir var tiltölulega litil að styrk og samsvaraði um 20.000 tonnum af TNT- sprengiefni. bifreiðaleigan HJÓL B~.Z Stúlka óskast Stúlka óskast til afgreiöslustarfa í Matstofu Flugfélags íslands h.f. á Reykjavíkurflugvelli. Vaktaskipti (dagvaktir). Upplýsingar hjá yfirmatsveini í síma 16600. Hundknattleiks- r meistaramót Sslands 1963 fyrir 2. aldursflokk kvenna verður baldið á Húsavík dagana 29. og 30. júní n.k. Fimm íþróttafélög senda liö til keppninnar. Ármann Fram og Valur frá Reykjavík, Breiðablik, Kópa- vogi og Völsungur á Húsavík. Mótið hefst kl. 14.00 laugardaginn 29. júní.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.