Þjóðviljinn - 27.06.1963, Síða 4

Þjóðviljinn - 27.06.1963, Síða 4
4 SlÐA---- Ctgefandi: SAmeiningarflökkur alþýðu — Sóslalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. ' Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Milwoodmálið JJæstiréttur hefur nú ákveðið að brezki togarinn Milwood skuli kyrrsettur þar til í haust er mál skipstjórans verður tekið til dóms. Svo er að sjá sem ríkisstjómin telji að með þessum málatilbún- aði sé nægilega röggsamlega á málinu haldið og að ekki sé ætlunin að gera neinar frekari ráðstaf- anir til þess að tryggja rétfindi íslendinga. En brot skipstjórans á Milwood er aðeins hluti þessa alvar- lega máls. það er ekkert nýtf að íslendingar eigi í höggi við brezka veiðiþjófa, og tilburðir þeirra til að losna við refsingu sæta litlum tíðindum. En í Milwood-málinu hafa brezka ríkisstjómin og emb- ættismenn hennar gengið fram fyrir skjöldu og gert málið mjög alvarlegt. Það var eitt af herskip- um brezka flotans sem bjargaði skipstjóranum á Milwood undan íslenzkum löggæzlumönnum, flutti hann til Bre’tlands og sleppti honum þar á land. Ríkisstjórn íslands virtist í fyrstu ímynda sér að þarna hefði verið um eit’thvert persónu- legt frumkvæði skipherrans á herskipinu að ræða, því hún sendi brezku stjóminni kröfu um að hon- um yrði refsað. En brezka stjómin svaraði um hæl að hún tæki ábyrgð á öllum aðgerðum skip- herrans og væri samþykk verkum hans í einu og öllu. Jafnframt þverneitaði brezka stjórnin kröfum íslenzku ríkisstjórnarinnar um að skip- stjórinn á Milwood yrði framseldur og látinn taka við lögmætum dómi á íslandi. Jjar með er hversdagslegur veiðiþjófnaður orð- inn að alvarlegu milliríkjamáli. Brezka stjórn- in hefur í verki rofið landhelgissamninginn frá! 1961; með því að bjarga skipstjóranum á Mil- wood undan og neita að framselja hann hefur hún meira að segja neitað að virða undanþágulínur þær sem þá voru dregnar. í annan stað hefur skipherrann á Palliser brotið alþjóðalög með því að koma í veg fyrir lögmæta handtöku á úthaf- inu. Brezka ríkisstjómin hefur neitað að bæta fyrir þessi brot og aðeins falið neitun sína í kurteislegu orðagjálfri. Því ber ríkisstjóm íslands að gera ráðstafanir til þess að brezku stjórninni skiljist að okkur er full alvara í þessu máli. Þar blasa við ýmsar nærtækar ráðs’tafanir, en nærtæk- ast af öllu er að sjálfsögðu að fella tafarlaust úr gildi allar undanþágur Breta innan 12 mílna, þar sem brezka stjómin hefur sjálf brotið undanþágu- samninginn. i þessar staðreyndir hefur Þjóðviljinn margsinn- is bent, en fyrst ríkisstjóm íslands lét allt ógert fyrir kosningar mun naumast að vænta mikillar röggsemi af henni þegar hún hefur dóm kjósenda að baki sér. En heimóttarskapurinn í þessu aug- ljósa máli spáir ekki góðu um framtíðina. Land- helgismálið mun áfram verða á dagskrá og Bret- ar munu enn sem fyrr ásælast ré'ttindi okkar, þrátt fyrir alla svardaga fyrir kosningar. — m. ÞJðÐVILTINN -—■ÆVrtmtudagur 27. júní 1963 i i USA Sendiíulltrúar 26 AfríkurOcja hafa afhent bandaríska utan- ríkisráðuneytinu mótm. vegna í ummæla sem öldungardeildar- liingmaðurinn Allcn Ellander frá Louisiana hefur viðhaft um hæfileika negranna til að ráða sjálfir máiefnum sínum. 1 sjónvarpsviðtali um kyn- þáttamálin sagði Ellander með- al annars að menn þyrftu ekki annað en líta til Eþiópiu, Li- beríu eða Haiti til þess að kom- ' ast að raun um hversu dáð- laust þetta fólk (negramir) væri. í mótmælaskjali afrísku sendiráðanna segir að ummæli Ellanders hafi skaðað sambúð þjóðanna og málstað friðar- ins vehulega. Rithöfundur Morðöldin í Irak Þrjár forystukonur dæmdur til lífláts Þar spinna Egyptar baðmuil sína Afríkumenn lítilsvirtir myrtur í Sovétrikjanna, hefur sent Aref Iraksforseta bei'ðni um að hann náði konurnar þrjár, en þeim tilmælum mun ekki hafa verið svarað. Nánari fréttir hafa borizt um líflát fjölda forystumanna hinnar róttæku verklýðshreyf- ingar í Irak, en þeir hafa flestir verið tekrir af lifi án dóms og laga. Meðal þeirra má nefna hinn kunma írakska lögfræðing Tawfiq Munir, sem var vararilari íi’öksku fri&ar- hreyfingarinnar. Hann var myrtur á heimili sínu. Einnig Farúk Ilethaa, varaforseta Framhald á 8. síðu. fungelsi Upplýsingaskrifstofa spænska sósíalistaflokksins, sem stað- sett er í Toulouse í Frakk- landi, hefur skýrt frá ódæði sem böðlar Francos frömdu fyrir skömmu. Ungur rithöfundur, Manuel Moreno Barranco, var myrtur í fangelsinu i Jerez. Yfirvöld- in tilkynntu síðan fjölskyldu hans að hann hefði reynt að fremja sjálfsmorð með því að varpa sér út um glugga og hafi hann látizt skömmu síðar. Sósíaldemókratamir spænsku fullyrða að Barranco hafi ver- ið myrtur og kveðast þeir þekkja með nafni lögreglu- mennina sem misþyrmdu hon- um. Búlgaría er orðln eitt mesta ef ekki mesta ferðamannalandið í Austur-Evrópu, cnda mun óvíða búið betur að gestum cn þar. Ferðamennirnir sækjast einkum cftir að dveljast á hinni frægu „Gullströnd" við Svartahaf, en landið hcfur upp á margt annað að bjóða, Umhverfi höfuðborgarinnar, Sofia, er þannig rómað fyrir fegurð einkum fjallið Vítosja sem hún stendur undir. Línu- braut hefur nú verið lögð upp á fjallið og geta menn nú með lítilli fyrirhöfn komizt upp á það og horft yfir borgina og um- „ hverfi hennar. Morðöldin sem hófst í írak með stjórnarbyltingunni í vet- ur þegar Baathflokkurinn steypti Kassem forseta af stóli heldur enn áfram. Fyrir helgina bárust þær fréttir frá Bagdad að þrjár konur sem verið hafa í forystu þjóðfrels- ishreyfingarinnar I Irak hefðu verið dæmdar til da'uða eftir réttarhiild sem fóru fram fyr- ir luktum dyrum. Koniur þessar heita Djamil Haled, Leila E1 Rumi og Za’"'a Hakir. Ekkert hefur verið látið uppi um hvað þeim hefur verið gefið að sök. Krústjoff, forsætisráðherra Sósíalistísku ríkin veita þróunarlöndunum margháttaða efnahagsaðstoð sem farið hefur vaxandi með hverju ári. Megináherzla er lögð á að koma upp verksmiðjum og jafnvel heilum iðngrcinum í þessum löndum, svo að þau geti orðið sjálfum sér nóg og þurfi ckkj að flytja út hráefni sin ó- unnin. Gott dæmi um það er aðstoð sú sem Egyptar hafa fengið til að koma upp vefnaðariðnaði í landl sínu í stað þess að flytja út hina verðmætu baðmull sína til annarra Ianda. Á myndinni sést spunastöð sem Austur-Þjóðverjar hafa reist f bænum Kena í suðurhluta Egyptalands. Teller talar um barnaskap WASHINGTON 25/6— Dr. Edward Teller, maðurinn, sem þekktur er sem faðir amerísku kjamorkusprengjunnar, lýsti því yfir í dag að Bandaríkin færu með bandamenn sína eins og börn, er um kjamorkuleyndar- mál væri að ræða. Dr. Teller talaði fyrir um það bil hundrað manna hóp, og voru það þingmenn úr fulltrúadeild bandaríska þingsins. Ekki kvaðst hann halda því fram, að Banda- ríkin ættu að láta bandamenn sína hafa kjarnorkuvopn. Hins- vegar ættu þeir að fá hlutdeild í kjamorkuvísindum. athygli og þykir enn eln sönn- verið ókunnugt um það þar til un þess að deGaulle ætli að fyrir skömmu að ráð var fyrir knýja fram breytingu á skipu- því gert að Atlanzhafsfiotinn lagi bandalagsins. Hins vegar er nú haft fyrir satt og þykir furðulegt, að forsetanum hafi heyrði undir Nato á striðstím-1 um. Menn höfðu talið að de Gaulle hefði tekið þessa ákvörðun einmitt núna til þess að storka Kennedy sem kominn er til Evrópu þar sem hann ætlar að fá bandamenn Bandaríkjanna til að fallast á hugmyndir stjómar sinnar um skipulag Atlanzhafsbandalagsins, en de Gaulle hefur ekki farið dult með að hann er þeim andvíg- ur. Nú fullyrða hins vegar frétta- menn í París að svo sé ekki. Ástæðan til þess að ákvöröunin um að kalla Atlanzhafsflotann undan Nato var ekki tekin fyrr en nú er að sögn þeirra einfald- lega sú, að de Gaulle forseta var ekki kunnugt um að flot- Framhald á 8. síðu. Sú ákvörðun de GauIIe Frakk- Iandsforseta að Atlanzhafsflot- inn franski skuli ekki heyra undir sameiginlega yfirstjórn Atlanzhafsbandalagsins ef til styrjaldar kemur hefur vakið De Gaulle vissi ekki að flotinn heyrði undir Nato \ i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.