Þjóðviljinn - 27.06.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.06.1963, Blaðsíða 8
g SÍÐA Fimmtudagur 27. júní 1963, SKOTTA Litli bróðir minn safnar glóðaraugum eins og okurkari aurum. De Gaulle vissi ekki... ,,Ég var ekkj undirgefin og hann ætlaðist ekki til þess he’.d- ur. Hann elskaði mig, John. Hann bjargaði mér vegna þess að hanm elskaði mig“. John brosti glaðlega og ást- úðlega til hennar. „Ég er alls ekki að bera á móti þvi að hann hafi elskað þig. En ég get alls ekki skilið að aðlaðandi kona þurfi að standa í þakkarskuld til karlmanms þótt hann elski hana“. Garnet fór enn að hlæja gegn vilja sínum og John hélt áfram: „Segðu mér þá það sem eftir er. Þú fékkst Florindu bréfið?“ „Já. það var ósköp einfalt og vafningalaust. Ég sagðist ekki geta gifzf honum, en ég vonaði af heilum hug að hann ætti eftir að finna þá konu sem hann aetti skilið. Florinda sat hjá mér þangað til ég var búin og hún las bréfið. Hún sagði: „Þetta er ágætt. Ég skal fá hon- um bréfið og ef hann finnur hjá sér hvöt til að tala. skal ég hlusta á hann og ég skal gera það sem í mínu valdi stendur til að gera gott úr þessu“. John, mér þótti svo vænt um hana, að þú ,<?etur ekki trúað því“. ,,Ójú“. sagði John rólegur. Það var virðing í röddinni. „Florinda hefur eiginleika sem ég dáist innilega að: ósvikna tillitssemi gagnvart öðru fólki. Ég á þetta ekki til, en ég þekki það þegar ég rekst á það". Það varð stutt þögn. síðan sagði Garnet: „John. Florinda gaf mér smaragðeymalokk. Hefurðu nokkuð á móti því að ég noti þá?“ „Ósvikna smaragða?" Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og . snyrtistofa STEINIJ og DODO Laugavegi 18 III. h (lyfta) Sími 24616. P E R M A. Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við alira hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Sími 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — simi 14656. — Nuddstofa á sama stað. — „Já, hvers vegna þá?“ ,,Ég hef andstyggð á óekta skartgripum, en ef þeir eru ó- sviknir. hvers vegna skyldi ég þá banna þér að nota þá?‘‘ „Vegna þess að þú veizt hvernjg Florinda hefur fengið þá“. „Auðvitað veit ég það. En ég veit hversu vænt henni þykir um þá, og hafi hún gefið þér lokkana þá er það vegna þess að henni þykir vænt um þig“ Garnet brosti til hang með aðdáun. „Nú langar mig að spyrja þig um annað. Hafðirðu nokkuð á móti því að ég ynni á barnum?“ „Ég dáðist að kjarki þínum. Af hverju heldurðu að ég hafi haft eitthvað á móti þvi?“ ,,Ýmsum öðrum þótti það hræðilegt". ,,Ég get svo sem imyndað mér að það hafi ekki alltaf ver- ið þægilegt. En af hverju hefð- irðu annars átt að lifa?“ „Af Charlesi eða ég hefði get- að látið Florindu halda mér uppi. Hún hefði verið fús til þess“. John blistraði lágt og fyrir- litlega. Garnet hugsaði: Ég hef alltaf verið að segja við sjálfa mig, að ég viti ekki. hvers vegna ég elska hanm En- ég -elska hann vegna bess að ég þarf ekki að vera að afsaka og útskýra allt fjffúfi "11t af að brjóta heilann um hvað annað fólk kunni að segja. Það er satt sem hann sagði við mig hjá Kerridge — hann er ær- legasti maður sem til er í heim- inum. John tók um hönd hennar og sagði brosandi. „Er það ekki stórkostlegt, Gamet, að upp- götva að maður þarf ekki á öðrum að halda?“ Hún hristi höfuðið eimbeitt. „Það mun ég aldrei uppgötva. Ég kæri mig ekki um það heldur“. „Þú ert þegar búin að upp- götva það“. sagði John ,,Nei, alls ekki. Ég þarf á þér að halda. Ég þarfnast Þín ekki vegna kjötsins og baunanna — ég get unnið fyrir mér sjálf, meðan til eru karlar sem vilja hella sig fulla. En ég þarfnast þín Johri.“ „Nei, hreint ekki“. sagði John sannfærandi og hann var hreyk- inn á svip. „Það er einmitt þess vegna sem ég er svo sæll við tilhugsunina um að fá þig. Allt sem þú gefur mér. gefur þú sjálfviljug, vegna þess að þú vilt veita, en ekki til þess að fá eitthvað í staðinn. Þú ert óháð í hjarta þímu. Það er óþarfi að segja þér tuttugu sinnum á dag að maður kunni að meta þig“. „Það vona ég ekki“, sagði hún brosandi. „En hvemig veiztu að það er óþarfi?“ John sleppti hendinni á henni og lagði heilbrigða handlegginn aftur fyrir höfuðið á henni svo að hann gæti risið dálítið upp. Hann leit á hana ástúðlegur og glettinn. Hann sagði: „Þú hef- ur ekki spurt mig í eitt ein- asta skipti hvort ég elski þig“. Gamet beit á vörina. Hvað eftir annað hafði hún næstum bitið af sér tunguna til að stjlla sig um að spyrja. „Og veiztu hvað“, sagði John. „Ég held ég geri það“. „John“, hrópaði hún. Hún gat ekki sagt meira. Fagnaðarbylgja gagntók hana þegar hún heyrði þetta. John hélt áfram: „Ég átti ekki auðvelt með að segja þetta. Ég er álika feiminn og versti Jubbi í tunglskini. Ég hef andstyggð á orðinu, vegna þess að það er svo misnotað að það er útjaskað. en það er víst ekki um annað orð að ræða“. Garnet kraup hjá rúminu. „Ekki hætta, John“, sárbændi hún. „Segðu meira“. John talaði hægt „Ég hef hugsað mikið um tilfinningar mínar gagnvart þér. Það er ekki þanmig að maður vilji konu vegna þess að líkamj hennar er freistandi. Það þekki ég, og það er allt annað. Það er ekki ein- göngu það að ég þrái þig meira en nokkra aðra konu. Það er á allt annan hátt. Mér finnst ég vera heji] og sannur þegar þú ert hjá mér, en einmana og miður min, þegar þú ert fjarri“. Hann hristi höfuðið dálitið eins og hann botnaði ekki í þessu. ,,Er þetta ást. Garnet?“ Hann spurði eins og lítill drengur og kyssti hana á gagn- augað. „Já, John“, sagði hún. „Og svo get ég lika talað við þig“. sagði John. „Ég hef aldrei fyrr getað talað við neinn. Tal- að og talað um það sem mér dettur í hug án þess að vera hræddur um að þú verðir leið á því eða hlæir að mér“. „Leið á því? Hlæi að þér? ‘Ó, :Tðhn!“ „Er það ást, Garnet?“ ,,Já. John, hefurðu ekki skil- •ið það- *sem‘ég hef verið að reyna að segja þér?“ „Ég er ekki viss um það“, sagði John. „Þetta er svo nýtt og ég er svo undrandi yfir því. Kannski er þetta einmitt það sem þú talaðir um við mig, kannski ekki. Ég veit það ekki. Ef til vill endist þetta, ef til vill líður það hjá og ég brýt heilann um hvað hafi eiginlega gengið að mér. En einmitt núna, á þessari stundu, er það satt. Meira get ég ekki sagt þér um það“. „Það er nóg“, sagði Garnet. Hún lagði vanga sinn að vanga hans. „Það er allt sem ég hef óskað mér“. „Það er ekki satt Þú óskað- ir eftir heilmiklu blaðri um næstu fjörutíu árin“. „Það geri ég ekki. Ég sagði þér að ég vildi aðeins lifa einn dag í senn“. „Það vona ég“, sagði John. „Því að betur get ég ekki gert sjálfur“. Garnet lyfti höfðinu. svo að hún gæti séð andlit hans. dökkt hörundið,' græn augun og djúpu drættina umhverfis munninn. Hann horfði blíðlega á hana. „John“, sagði hún. „Hvers vegna hefurðu verið svona hræddur við ástina? Svona ó- öðrum mönnum?“ Það var eins og hann skildi hana ekki almennilega og hún spurði; „Hefur aldrei neinn elsk- að þig?“ Hann hristi höfuðið. „Ég á ekki við á sama hátt og ég“, sagði Gamet. „en það hlýtur þó að hafa verið eitt- hvað annað fólk. sem bar þtg fyrir brjósti“. „Onei“ sagði John og yppti heilu öxlinni. „Þetta lætur kannski í eyrum eins 0:g ég væri að öngla eftir samúð, en svo er ekki“. Garnet hafði legið á hnjánum við rúmið, nú færði hún sig ögn til og settist á gólfið. Hún horfði á hann dálítið undrandi.- „Ekki einu sinni foreldrar þínir?“ „Jú, þeim hefur sjálfsagt þótt vænt um mig, en þau dóu þegar ég var ársgamall". „Og hvað gerðist þá?“ „Ég var búinn að segja þér, að þá fékk ég að kynnast með- aumkun“. Garnet horfði lengi á hann. Hún sá hrukkumar við aug- un dýpka og munnsvipinn verða hörkulegan. John rifjaði eitt- hvað upp og það voru ekki nota- legar minningar. „Elsku John minn“. sagði hún. „Hvað var gert við þig? Varstu laminn?“ „Síður en svo. Þau gáfu mér fín föt og hreinar rekkjuvoðir og einkakennara tii að kenna mér latínu. Allir töluðu um hvað þau væru dæmalaust góð og hvað ég yrði að vera þakklát- ur!“ Það var eins og hann léti út úr sér blótsyrði. Hann brosti dauflega til hennar eins og hann skammaðist sín dálítið fyrir ofsann. Hann bætti við: „Ég er sjálfsagt allt of viðkvæmur gagnvart þeim. Það var ekki tilgangur þeirra að sýna mér grimmd. En þau höfðu svo mikla andúð á mér að þau réðu ekki við það. Sjáðu til, ég var smánarblettur á gamalli og rikri ætt Ivesfjölskyldan hefur átt heima í Virgi-níu frá upp- hafi vega eftir tímatali Kan- anna. Það er rík ætt og dramb- söm. Ágústus frændi minn er dæmigert eintak. -Ágústus stækkaði og betrumbætti plant- ekruna sína. Hann var máttar- stólpi þjóðfélagsins, hann kvæntist í samræmi vfð' stöðu sína í þvi. Edit var einmitt kona við hans hæfi. Hún gerði aldrei neitt nema það sem var sæmandi út í yztu æsar. Hef- urðu nokkum tíma þekkt kven- mann af því tagi, Garnet?" Gamet minntist móður Henr- ys Trellen, leiðinlega vind- belgsins sem hafði beðið henn- ar, rétt áður en hún giftist Oliver. Hún mundi hvernig hún hafði einu sinni lýst frú Trell- en. Hún spurði John. „Áttu við að hún hafi litið út eins og marmaraengill á leg- steini?“ „Alveg rétt“, sagði John og hló „Haltu áfram með Ivesfjöl- skylduna“. John hé!t áfram: „Edit og Ágústus lifðu lífinu í virðuleik og sóma. Eini skugginn á til- veru þeirra var bróðir Ágústus- ar, John Richard. Það var faðir minn. Hann hafði verið vand- ræðagrjpur frá unga aldri. Hann drakk, hann snilaði fjárhættu- spil hann sóaði fé í léttúðar- drósir — “ „John!“ greip hún fram í fyr- ir honum. „Ekki hafa þau sagt þér þetta um föður þinn?“ „Jú, það gerðu þau reyndar. Framhald af 4. síðu. anum var ætlað að heyra undir ílotastjóm Atlanzhafsbanda- lagsins. Skömmu áður en bandaríski flotaforinginn Robert Ðennison lét af yfirstjórn flota Atlanz- hafsbandalagsins 30. apríl s.l„ gekk hann á fund deGaulle. Þar færði hann honum m.a. þakkir fyrir, að flotadeildir Frakklands á Atlanzhafi og Ermarsundi ættu að koma undir stjórn bandalagsins ef stríð skylli á. De Gaulle svar- aði þeim þökkum engu, en greinilegt var að þetta kom honum á óvart. Hann hafði fram að þessu staðið í þeirri trú að allur franski flotinn hefði verið tekinn undan stjórn Nato árið 1959. Þetta átti þó aðeins við um Miðjarðarhafs- flotann og hafði þvi þá verið borið við að Frakkar þyrftu sjálfir á honum að halda vegna Alsírstríðsins. Strax þegar Dennison var genginn af fundi de Gaulle, lét hann athuga hvað rétt væri í 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinriur að meðaltali! Haestu vinningar 1/2 milljón krónur. Laegstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. málinu og ákvað þá þegar að bæta fyrir mistökin. En þótt þetta sé ástæðan fyr- ir því að þessi ákvörðun er fyrst tekin nú, breytir það engu um það að hún mun magna á- greininginn innan Atlanzhafs- bandalagsins. De Gaulle er stað- ráðinn í að knýja fram þá breytingu á skipulagi banda- lagsins, að það verði los- araleg samtök sjálfstæðra að- ildarríkja og Bandaríkin verði svipt þeim nær algeru yfirráð- um sem þau hafa haft í banda- laginu fram að þessu. Morðöld sambands ísakskra stúdenta, Mumthir Abu el-Iss, sem myrt- ur var í fangelsinu, þar sem hann hafði setið síðan Kass- em lét handtaka hann 1959, Daud el-Djanabi, sem myrtur var á heimili gínu, kommúnist- ana Hussain el-Radawi, Mú- hameð Abu el-Iss og Hussein el-Awaini, sem hengdir voru eftir réttarhöld fyrir luktum dyrum, flugforingjann Djalal el Awaini, sem myrtur var fyrsta dag uppreisnarinnar á- samt konu sinni og börnum og lögmanninn Razzuk Tellu sem myrtur var í fangelsinu eftir hroðalegar pyntingar. Þá hefur það einndg verið staðfest að forseti íröksku frið- arhreyfingarinnar, rithöfund- urinn Aziz Charif, var myrtur í fangelsisklefa sínum og einn- ig hinn kunni írakski hagfræð- ingur Ibrahim Kubba, sem varð ráðherra í byltingar- stjórninni 1960. Hann var kunnur fyrr fjölmörg rit um hagfræðileg vandamál arab- ísku landanna. Góðan daginn, Andrés. Ja, héma — Skröggur frændi. Nú gerði ég kjarakaup. Þetta eru dýrar ljósaperur, en það lifir á þeim að ei- lífu. Þér þykir svo vænt um á- góðann. Þú ættir að kaupa nokkrar. Ö, nei karl minn. Eyðilagði heilsuna. Þurfti að lesa allar nætur til að fá eitthvað út úr aurunum. VÖKDUÐ F m u r 'Sfyuvþórjónsson &co Jkfnanstnrti 4- RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 _ Sími 24204 Oe«ÍM'V*gj£)RNSSON 4 ^O. e.O. BOX 13M • UYKlAVlX ÞIÓDVILIINN líku; i 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.