Þjóðviljinn - 27.06.1963, Síða 10

Þjóðviljinn - 27.06.1963, Síða 10
Vissir borgarstarfsmenn fá mánaðarlega launauppbót Fimmtudagur 27. júní 1963 — 28. árgangur — 141. tölublað. Tíunda athugasemcP Hjalta Kristgeirssonar hagfræðings við reikn- inga Reykjavíkurborgar fyrir árið 1962 fjallar um mánaðarlega launa- uppbót sem sumum starfsmönnum borgar- innar hefur verið veitt ofan á fastakaup þeirra. Er hún svohljóðandi: „Launaflokkar opinb. starfs- manna eru sem kunnugt er 15, og eftir siíku kerfi taka borg- arstarfsmenn laun. Þetta flokka- kerfi er úrelt orðið. og laun þau. sem það nú býður. allt of lág. Það hefur reynzt æ erfið- ara að fá hæfa menn til starfa og halda þeim i stöðum með launum samkvæmt launasam- þykkt Reykjavíkurborgar. Þá hefur borgarstjórj gripið til þess ráðs að greiða vissum mönnum mánaðarlega launaupp- bót ofan á fastakaup launa- flokksins. — Ég tek þrjú dæmi: Gústaf E. Pálsson borgar- verkfræðingur tekur laun eftir 2. launaflokki og hefur þannig 10.806,00 kr. á mánuði. Honum er svo greidd mánaðarleg launa- uppbót að upphæð 5.167.00 kr. Við það hækka mánaðarlaun hans um 47.8%. Þessj launaupp. bót er skjlgreind svo, að hún sé þóknun fyrir dagleg auka- störf! — Þóroddur Th. Sigurðs- son vatnsveitustjórj hefur í mánaðarlaun skv. 3. launaflokki 10.313.00 kr. Launauppbót hans nemur á mánuði 2.204.00 kr. og er skilgreind svo, að slíka kaup. greiðslu fái starfsfólk utan flokka, sem vinnur fullan vinnu- tíma! Mánaðarlaun vatnsveitu- stjóra hækka um 21.4% vjð bessa launauppbót. — Valgarð Thoroddsen yfirverkfræðingur Rafmagnsvejtunnar er í 4. launaflokki og hefur því á mán- uði 9.606.00 kr. Hann fær launa- uppbót sömu skilgreiningar og borgarverkfræðingur, og nemur hún 6.332,00 kr. Mánaðarlaun hans hækka við þetta um 65.9%. (Tilgrejndar upphæðir eru mið- aðar vjð nóvembermánuð 1962). Þannig er launasamþvkkt borgarinnar sniðgengin af sjálf- um borgarstjóra í stað þess að hafa forgöngu um að breyta henni í betra horf. Ég tel það hagsmunamál jafnt borgarinnar sjálfrar sem starfsmanna henn- ar. að allir borgarstarfsmenn Framhald á 2. síðu. Mál og Menning: Nýtt bindi af Mannkynssögu ísótópagreiningu beitt við rannsókn jarðhita Dr. Irving Friedman frá jarð- íræðistofnun Bandaríkjanna í Denver í Coloradofylki dvelst nú hér við háskólann og vinnur, á- samt Dr. Þorbirni Sigurgeirssyni og öðrum sérfræðingum Eðlis- fræðistofnunar Háskólans, að því að setja saman massarófrita („mass spectrometer") til mælinga á þungu vetni. Tæki þetta er lið- ur í tækniaðstoð, sem Alþjóða- kjarnorkumálastofnunin í Vín veitir Eðlisfræðistofnun Háskó!- ans til grunnvatnsrannsókna, en önnur tæki til þeirra rannsókna komu á árinu 1961. Massarófrit- inn mælir hlutfallið á milli vetn- isísótópanna í vatni, sem safnað er í náttúrunni, bæði regnvatni, yfirborðsvatni og vatni úr köld- um og heit.um uppsprettum, og Fundur menntumálu- ruðherru M&rðurl. Dagana 1. og 3. júlí koma menntamálarádherrar Norður- la.nda saman til fundar í Reykjavík, en slíkir fundir hafa um mörg undanfarin ár vcrið haldnir til skiptis í Iöndunum en þó aðeins einu sinni í Reykjavík, árið 1955. Á fundinum 2. og 3. júlí verð- ur m.a. rætt um starfsreglur norræns búsýsluháskóla, nor- Æ.F.R. fer í Þjórsárdal um næstu helgi 29. júní til 30. júní. Lagt verður af stað á laugardag kl. 2 e.h. frá Tjarnargötu 20 og ekið austur aö Stöng og gist þar. Á sunnudag verður gengið að Háafossi komið að Hjálp og farið í Búrfeliskóg. Fylkingin leggur að venju cíi tjald, kaffi og súpu. Nán:-,r; upolýsingar í síma 17513. rænan lýðháskóla í Kungalv, Norræna húsið í Reykjavík, samstarf á svjði æðri menntun- ar og rannsókna, o.fl. Frá Danmörku sækja fundinn ráðherramir K. Helveg Peter- sen og Julius Bombolt, rektor Kaupmannahafnarháskóla Carl Iversen, Henning Rhode. ráðu- neytisstjóri, deildarstjórarnir Björn Brynskov og Egil Thrane og ráðherraritari Helge Thom- sen. Frá Finnlandi frú Armi Hosia, ráðherra. háskólarektor Erkki Kivinen, deildarstjórarn- ir Ragnar Meinander og Matti Aho. — Frá Noregi: He]ge Si- vertsen, ráðherra, Enevald Skadsem ráðuneytisstjóri og Dag Omholt, deildarstjórl. — Frá Svíþjóð: Ragnar Edenman, ráðherra. Hans Löwbeer, ráðu- neytisstjóri, deildarstjórarnir Sven Moberg, Roland Palsson, Arne Sönnerlind og Rune Frem- lin. — (Frá menntamála- ráðune.ytinu). vonir standa til að niðurstöður mælinga þessara hjálpi til við að velja stað nýjum borholum fyrir heitt vatn og auki mögu- leika á því að hagnýta jarðhitann á íslandi bæði til upphitunar og iðnaðarþarfa. Doktor Friedmann segir að þegar smíði massarófritans er lok- ið verði þetta þriðja tækið af þessari gerð, sem tekur til starfa. Hin ameríski sérfræðingur skýrði frá því, að massarófritinn ákvarði innihald vatns af þungu vetni (devteríum) og að með honum megi fá svar við ýmsum spurn- ingum, sem hingaðtil hafa reynzt erfiðar viðfangs, svo sem hvað- Framhald á 2. síðu. S ó I s k i n s - m y n d Þessa mynd tók Ijósmyndari Þjóðviljans í Hljómskálagarð- inum í gær. Hún þarf raun- ar ekki mikilla skýringa við, þessar ungu blómarósir voru að njóta sólarinnar og veður- blíðunnar og barnið lék sér í kring um þær. Sem sagt í einu orði: Sólskinsmynd. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Síldar vart á Húnaflóa Siglufirði, í gær. — I morgun lóðaði leitarskipið Pétur Thor- steinsson á nokkrar síldartorfur vestur á Húnaflóa, en þær reyndust allar smáar. Ein.nig fann hann nokkurt magn af rauðátu. Það hýrnaði yfir Siglfirðingum við þessa frétt í dag. — K.F. SIGLUFIRÐI i gær — Síldar- verksmiðjan Rauðka hóf bræðslu í dag og voru í þróm hennar um 3 þúsund mál. Bræðslu lauk skömmu siðar. — K.F. Fyrir skömmu kom út fjórða bindið af Mannkynssögu þeirri, er Mál og Menning gefur út. Fjallar þetta bindi um tímabilið frá 1648-1789. Höfundur ritsins er Bergsteinn Jónsson, cand. mag. Mannkynssaga Máls og menn- ingar er algjört brautryðjenda- verk hér á landi. Er bindi Berg- steins hið fjórða í röðinni, hin þrjú eru eftir Ásgeir Hjartarson og Jón Guðnason. Næstu tvö bindin munu fjalla um fyrri hluta miðalda og tímabilið 1509- 1648. Bók Bergsteins Jónssonar er mikið rit, 480 bls. Fjöldi mynda prýða bókina og er frágangur allur hinn vandaðasti. Er að rit- inu mikill fengur og gott til þess að vita, að skriður skuli nú vera kominn á útgáfu þessa. Bergsteinn Jónsson er fæddur í Reykjavík, 1926. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1945, cand. mag. prófi lauk hann frá Háskóla Is- lands, og var aðalgrein hans saga íslendinga með aukagr. ensku og Bcrgsteinn Jónsson mannkynssögu. Bergsteinn hefur mjög fengizt við rannsóknir á íslenzkri sögu og m.a. gefið út skjöl Landsnefndarinnar fyrri frá síðari hluta átjándu aldar. Forstöðumenn sjúkrahúsc halda fund um helgina Aðalfundur félags forstöðu- manna sjúkrahúsa verður hald- inn í hinni nýju kennslustofu læknastúdenta i Landsspítalanum laugardaginn 29. júní og sunnu- daginn 30. júní n.k. I sambandi við aðalfundinn verða flutt meðal annars eftir- talin erindi: Um geðveikramál og spítala á Islandi, þróun þessara mála og f ramtíðarhugmyndir. Fyrirlesari: Tómas Helgason, prófessor. Um rekstrarstöðu bæjarspítala utan Reykjavíkur og samstarf þeirra við stóru spítalana í Reykjavík. Fyrirlesari: Páll Gísla son. yfirlæknir, Akranesi. Um rekstur nýtfzku þvottahúss fyrir spítalastarfsemina. Fyrir- lesari: Bragi Ölafsson, verkfræð- ingur. Verða þessi erindi öll flutt á laugardaginn frá klukkan 14-18 eftir hádegi. Á sunnudaginn klukkan 10 f. h. flytur prófessor Davíð Davíðs- son erindi um starfsemi rann- sóknadeildar og gildi hennar í al- mennu sjúkrahúsi. Sérstakir gestir fundarins verða: Hr. Direktör Aksel Sö- holm, Odense, frá Sygehusin- spektörforeningen í Danmörku. Hr. Sjukhusintendent Edvin Ny- berg. formaður Svenska Sjuk- husförvaltningens Tjanstemanna- förbund. Hr. forvalter Anton Wangen, Oslo. formaður Norske Sykehusforvalteres Landslag. Mjög góðir dómur Kuupmunnuhufnur- bluðu um söng Ólufs Þ. Jónssonur Rödd sem „minnti á Jussa Björ- ling", sagði Berlingske Hinn ungi og cfnilegi ten- órsöngvari Ólafur Þ. Jóns- son kom fram á hljómleik- um i konsertsa’num í Tivoli í Kaupmannahöfn s.l. sunnu- dag og fékk söngur hans mjög góða dóma í Kaup. mannahafnarblöðunum dag- inn eftlr. Politiken segir m.a. um söng Ólafs. að hann hafi ó- venjuleg raddgæði, og hafi hann einkum notið sin vel i óperettuaríum eftir Lehar. Þá segir blaðið orðrétt; „Hann vann sér þegar hylli áheyr- enda í gærkvöld og mun án efa geta gert það, hvar sem hann kemur fram. En gjarna vildi maður að svo óvenju- legir hæfileikar væru tekn- ir í þjónustu alvarlegri við- fangsefna“. Tónlistargagnrýnandi Ber- lingske Tidende segir, að söngur Ólafs „lofi mjög góðu. Tenórrödd hans hafi yfir sér blœ birtu og léttleika, sem minnti á Jussa Björling á yngri árum“. Þá segir blað- ið, að meðferð Ólafs á þeim viðfangsefnum. sem hann flutti, hafi verið „létt og þægileg“, en gjarna hefðu mátt vera á söngskránni fleiri ,,stórar“ aríur, sem gerðu meiri kröfur til hinna ótvíræðu hæfileika Ólafs. Gagnrýnandi Berliusske aftenavis segir m.a.. að hinn ,,nýi íslenzki tenór“. Ólafur Þ. Jónsson. sem „sprungið hafi út“ í Tivoli kvöldið áð- ur, sé „sannur tenór með lyr- iskan raddblæ. og eru ekki margjr slíkir finnanlegir“ Ekki sé vafi, að Ólafur geti náð mjög langt vegna óum- deilanlegra hæfileika. í óp- eruaríunum eftir Lehar fékk söngvarinn „salinn til að ólga af hrifningu“. og að lokum segir b’.aðið að það sé tilhlökkunarefni að heyra aftur í þessum unga söngv- ara. Að loknum hljómleikunum í Kaupmannahöfn kom Ólaf- ur aftur tll landsins og mun hann dvel.jast hér fram í ágúst, en þá fer hann aftur utan til Þýzkalands. A

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.