Þjóðviljinn - 29.06.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.06.1963, Blaðsíða 2
SlÐA MÓÐVILJINH Laugardagur 29. júní 1963 SBlö® PJdHDSTAN LAUGAVEGI 18^ SfMI 19113 TIL SÖLU 3 herb. íbúð við Sogaveg, útb. 150 þús. 3 herb. nýstandsett íbúðvið Bergstaðastræti, sér inn- gangur og sér hiti. 3 herb. hæð og 2 herb. í risi við Kárastíg, sér inn- gangur útb. 175 þús. 4 herb. haeð með allt sér við Óðinsgötu, verkstæðis- pláss á jarðhæð. 5 herb. giæsileg íbúð i Högunum. I. veðr. laus. 3 herb. ný íbúð við Aust- urbrún . 2 herb. íbúð í Selási ísmíð- um. 3 herb. efri hæð við Óð- insgötu, sér inngangur. 3 herb. ný og glæsileg íbúð í Laugarnesi. 3 herb. góð íbúð á efri hæð f Gerðunum ásamt stofu og eldhúsi á fyrstu hæð, 1. veðr. laus. 3 herb. hæðir 90 ferm. í timburhúsi við Engjaveg. 4 herb. vönduð hæð við Langholtsveg með bilskúr innréttuðum sem verk- stæði, 1. veðr. laus. f KÓPAVOGI: Raðhús við Alfhólsveg, 5 herb. og eldhús. Einbýlishús við Lyng- brekku, 5 herb. og eldh. Höfum kaupendur með miklar útborganir að: 2 herb. íbúðum í borginni og f Kópavogi. 3 herb. fbúðum í borginni og f Kópavogi. 4—5 herb. hæðum f borg- inni og f Kópavogi. Einbýlishúsum helzt við sjávarsíðuna. Hafið samband við okkur ef bið þurfið að kaupa eða selja fasteignir. Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsa- felli forstöðumaður efnarann- sóknastofunnar á Hvanneyri. Vísir að búnaðarháskóla Aðalþáttur starfseminnár á Hvanneyri, er bændaskólahaldið. Skólinn var stofnaður árið 1889 og verður því 75 ára á næsta ári. Hugmyndin er þó nokkrum árum eldri, þvi árið 1883 keypti Björn Bjamarson frá Grafarholti Hvanneyri í þessu augnamiði. Fyrsta starfsárið var einn nem- andi vjð skólann en nú eru þar 50—60 nemendur á hverjum vetri og alltaf fullskipað. Þegar er fullskipað á næsta vetur. Skólinn útskrifar nú rúmlega 30 búfræðinga á ári, en frá árinu 1947 hafa þeir átt þess kost að stunda framhaldsnám við skól- ann í sérstakri framhaldsdeild. Þaðan koma þeir svo með tit- iljnn búfræðikandídat. Deildin hefur frá upphafi útskrifað 58 slíka og af þeim 56 sem nú eru á lífi, hafa aðeins 4 horfið frá landbúnaðinum og til annarra starfsgreina, tveir þó til skyldra greina. Sumir eru starfandi á Hvanneyri. Þeir 8 sem útskrif- uðust sl. haust eru nú allrt- komnir í eitthvert starf. Annars k Éff OMM 'XfCi er starfsskipting þessara 56 manna sem hér segir: 20 enj Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag (laugard. 29. júni) vegna skemmtiferðar starfsfólks. SKIPAUTGERÐ RIKISINS. Uppboi Húseignin Austurgata 1, (Fagraland) í Sandgérði, þingles- in eign Guðrúnar Jóhannsdóttur, verður eftir kröfu Guð- jóns Steingrímssonar hrl. og fleiri, boðin upp og seld á opinberu uppboði, sem fram fer á eigninni sjálfri þriðju- daginn 2. júlí kl. 14,30. — Uppboð þetta var auglýst í 18., 25. og 28. tbl. Lögbirtingablaðsins. SÍSLUMAÐURINN 1 GULLBRINGU- OG KJÓSARSÍSLU. Þökkum hjartanlega öllum, nær og fjær, sem vottuðu okkur huttekningu og sendu okkur samúðarkveðjur við andlát og útför hallfriðar brynjólfsdóttur Jafnframt færum við læknum, hjúkrunarfólki og öðrum þeim, sem önnuðust hana í veikindum hennar eða glöddu hana með heimsóknum sínum, okkar innilegustu þakkir. Jón Grínisson, Ragnheidur Jónsdóttir, Bragi Jónsson, tengdabörn og barnabörn. MARGÞÆTT STARFSEMI SKÓLANS Á HVANNEYRI ráðunautar, 16 kennarar og til- raunamenn, 14 eru bændur og bústjórar, 4 eru við ýmis störf og 2 við nám ytra. Fjölbreyttar tilraunir Nemendur eru teknir i fram- haldsdeildina annaðhvert ár, en inntökuskilyrði ero búfræði- menntun og eins vetrar undir- búningsnám við Menntaskólann á Akureyri. Deildin hefur haft mikla þýðingu fyrir landbúnað- inn, úr henni hefur til daemis sprottið stétt héraðsráðunéHJta, sem var óþekkt áður. Bjami Ásgeirsson var land- búnaðarráðherra. þegar deildin var sett á stofn árið 1947 og réði hann því að hún var sett niður á Hvanneyri, en ekki í Reykjavík. Þessi ráðstöfun hefur sína kosti, en Reykjavík hefði líka haft sína kosti. Þessi framhaldsdeild við bændaskólann á Hvanneyri er fyrsti vísirinn að búnaðarhá- skóla á íslandi. Námstíminn er 2 ár. Fyrsti skólastjóri á Hvanneyri var Sveinn Sveinsson. Guð- mundur Jónsson, sem nú situr staðinn er sá 6. í röðinni og hefur verið skólastjóri síðan ár- ið 1947. Jarðræktartiir. Magnús Óskarsson veitir jarð- ræktartilraununum forstöðu. Þær eru hinn þriðji þáttur starfsem- innar og mjög víðtækar. Gerð- ar eru tilraunir með mismun- andi grasfræ, áburðartilraunir og beitartilraunir. Alls munu tiiraunirnar vera meira en 1400 talsins. Það sem m.a. hefur komið í ljós við þessar tilraunir, er að hér þrífast ekki almennilega nema tvær tegundir innfluttra grasfræja. Það eru Engmo og Boden hvortveggja vallarfoxgras frá norður Noregi, einnig hafa þejr gert tilraunir með danskan túnvingul, sem hefur staðið af sér allt kal og virðist góður. Við áburðartilraunirnar hefur komið í ljós, að þörf er á al- hliða áburði, einkum er skort- ur á fosfórsýru í jarðveginum á Hvanneyri og þar sem hún er Guðmundur Jónsson skólastjóri fyrir framan íbúðarhúsið á Hvanneyri. (Myndirnar á síðunni tók Grétar Oddsson). ekki notuð til áburðar sprettur ekki stingandi strá. Kalskemmd- ir í túnum virðast eiga orsök í ófullnægjandi átourði eða ó- hentugu grasfræi. Kalið hefur sem kunnugt er valdið bænd- um þungum búsifjum og yfir- leitt mun það reynsla að ekki sé notaður nógu fjölbreyttur á- burður. Þá hafa þeir á Hvann- eyri borið saman kalksaltpétur og Kjarna og niðurstaðan orðið sú, að kalksaltpéturinn hefur heldur vinninginn. Gerðar hafa verið tilraunir með kalk til á- burðar, en þær eru á byrjunar- stigi. Þá eru gerðar tilraunir með jarðvinnslu, einkum með tilliti til þess hve djúpt eigi að vinna jarðveginn og hvort beita eigi herfi, eða tætara. Beitartilraunimar eru ákaf- lega athyglisverðar, en beitin hefur sem kunnugt er mikil á- hrif á sprettuna. Þá er einnig prófað hver á- hrif þungi dráttarvélanna hef- ur á jarðveginn. Efnarannsóknir 4. meginþáttur starfseminnar Ein af starfsstúlkum Þorsteins að vega þurrt gras. er rekstur efnarannsóknarstofu, en henni veitir forstöðu Þor- steinn Þorsteinsson frá Húsafelli. Hann er búfræðikandídat frá Hvanneyri og hann og starfs- stúlkumar, sem hann hefur í þjónustu sinni rannsaka efna- innihald jurta og jarðvegs með tilliti til gæða. Verkfæraprófanir 1 5. lagi eru tilraunir með landbúnaðarverkfæri,' en Verk- faéranefnd ríkisins hefur aðsetur sitt á Hvanneyri. Á vegum henn- ar eru prófaðar velflestar verk- færategundir, sem til landsins flytjast. Nefndin gefur árlega út bækling um athuganir sínar. Innflytjendur eru ekki skyldaðir til að láta prófa vélamar á Hvanneyri, en reyndin hefur orðið sú, að bændur spyrja um niðurstöður prófanna, áður en þeir kaupa vélamar. Þannig verkar nefndin, sem hemill á innflutning óhentugra verkfæra. Ólafur Guðmundsson tilrauna- stjóri er starfsmaður nefndarinn- ar og sér um framkvæmd til- raunanna. Hann semur einnig hina árlegu skýrslu. Búnaðarsamband Borgarfjarð- ar hefur í allmörg ár rekið sæð- ingastöð fyrir nautgripi á Hvann- eyri, þar eru til jafnaðar 4 naut í einu og á sl. ári önnuðust þau 1300 kýr. Forstöðumaður stoðvar- innar er Diðrik Jóhannsson. Búskapurinn Síðast en ekki sízt er að telja skólabúið sjálft. Gripaeign þess er rúml. 100 nautgripir og á 5. hundrað fjár. Lítið er um hross, en á vetuma starfar tamninga- skóli í sambandi við bændaskól- ann og sl. ár voru tamin þar 30—40 hross. Heildarmjólkurframleiðslan er uin 230—240 þús. lítrar til jafn- aðar á ári. Túnið á Hvanneyri er 70 ha. en auk þess hefur staðurinn yfir að ráða 100 ha. engjalandi, sem myndað er af framburði Hvitár. Þær eru rennisléttar og véltæk- ar. Af þessu landi fengust 4500 hestburðir af heyi árið 1962. Þá eru víst taldir meginþættir starfseminnar á Hvanneyri, en eftir að skólastjórinn hafði frætt okkur um allt þetta vorum við falin umsjá þeirra Magnúsar Óskarssonar, Þorsteins Þorsteins- sonar, óttars Geirssonar og Ólafs Guðmundssonar, sem sýndu okkur staðinn og tilraunimar og er það væntanlega efni í aðra grein. — G. O. Haínorfjörður ■ TELPNASÍÐBUXUR ■ KVENSÍÐBUXUR ■ DRENGJABUXUR ■ MIKIÐ ÚRVAL. Verzlunin SIGRÚN Strandgötu 31 Hafnnrfjörður SNYRTIVÖRUR í MIKLU ÚRVALI. Verzlunin SIGRÚN Strandgötu 31 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.