Þjóðviljinn - 11.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.07.1963, Blaðsíða 1
Fimm'fudagur 11. júlí 1963 — 28. árgangur — 152. tölublað. Sæmileg síldveiBi út af Sléttu í fyrrínótt 1 fyiTinótt var enn allgóð síld- veiði út af Sléttu og höfðu 39 . — • ¦'¦¦¦"'¦.' : "¦' ¦ .¦ ' ¦ ¦ skip tilkynnt afla sinn til síld- arleitarinnar í gærmorgun og voru þau með samtals um 18 þúsund tunnur. Síldin fer svo til öll í söltun og var saltað á öllum stöðum norðanlands i gær frá Langanesii og vestur til Eyjaf jarðarhafna og dreifðu skipin sér til söltunarstöðvanna. Þessi skip höfðu fengið mest- an afla í fyrrinótt: Grótta 1700 tunnur, Jón Finnsson 1000, Björgúlfur 850, Víðir SU 800, Margrét 750, Þorbjörn 700, Berg- vík 650, Skipaskagi 600, Freyja GK 600, Rán 550, Hannes Haf- stein 500, Hrönn II. 500, Hrafn Sveinbjarnarson 450 og Pétur Sigurðsson 400. Ægir leitar nú síldar fyrir Norðurlandi vestan til, Fanney út af Sléttu og Pétur Thorsteins- son fyrir austan land. Er áta nú mest á vestursvæðinu, á Húna- flóadýpi og Skagagrunni, en þar hefur hins vegar engin síld fundizt. Á austursvæðinu fyrir Norðurlandi eru veiðiskilyrði hins vegar lakari vegna vönt- unar á átu en þar er mikið af síld. Stendur hún djúpt og er erfitt að eiga við hana. Sfld- in út af Sléttu virðist hins veg- ar heldur vera á vestur leið. Austanlands hefur engin veiði verið síðan fyrir helgi vegna slæms veðurs. Larsen vann Inga R. í 8, umferð Úrslii í áttundu umferð svæð- ismótsins í Halle urðu þau að Larsen vann Inga R., Ivkov vann Pavlov, Vesteriinen vann Minév, Kavalec vann Kinnmark og Robatsch vann Johansson. Jafn- tefli gerðu Uhlmann og Port- isch og Kanko og Trifunovic. I níundu umferð hefur Ingí hvítt á móti Ivkov. miðar í samning- unum við iðnaðarmenn Hægt miðar enn í samningunum við iðnaðar- mannafélögin, en þó voru fundir í gærkvöld með samninganefndum frá járniðnaðarmönnum, hús- gagnasmiðum og vinnuveitendum. Ekki var vitað um árangur, þegar blaðið fór í prentun. 1 fyrrakvöld var fundur með samninganefndum Félags járn- iðnaðarmanna og vinnuveitenda, og stóð sá fundur frá klukkan 9-11 án þess að samkomulag yrði, en fundur hófst aftur í gærkvöld, sem fyrr segir. Þá var einnig fundur með Hæstu vinningar í Happdrætti Hf Miðvikudaginn 10. júlí var dregið í sjöunda flokki Happ- drættis Háskóla Islands. Dregnir voru 1.100 vinningar að fjárhæð 2.010.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200.000 krónur, kom á hálfmiða númer 28.934 sem seldur var í umboði Jóns St. Arnórssonar, Banka- stræti 11, Reykjavík. 100.000 krónur komu á heil- miða númer 39.778 sem einnig var seldur hjá Jóni St. Arnórs- syni. Tíu þúsund krónur: 12137 14731 22747 24380 26768 28933 28935 31777 32085 34163 38179 40370 42644 44690 46481 47030 48245 48471 49819 49885 56890 57006 57076 57351 57862 58136 58463 59080. (Birt án ábyrgðar). samninganefnd Trésmiðafélagsins og vinnuveitenda í fyrrakvöld og varð hann árangurslaus og hefur ekki verið ákveðið hvenær næsti fundur verður. Ekki hefur verið boðaður nýr fundur enn með skipasmiðum, en síðasti fundur með þeim var fyrir helgi. Hið íslenzka , prentarafélag heldur félagsfund í dag og mun þar rætt um nýja samninga. Fimm faliegar i sólbaði Síðan um helgi hafa verið ein- hverjir heitustu dagar sumars- ins hér í Reykjavík og nágrenni og hafa menn óspart notað tæki- færið til þess að baða sig í sóIinnS enda ekki of margir sól- skinsdagarnir sem við fáum Reykvíkingar að jafnaði á sumr- in. Myndin er tekin f Hljóm- skálagarðinum í gær af fimm ungum og fallegum stúlkum í sólbaði. Nánari skýringa þarfn- ast hún varla. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Rannséknarferiir fyrir ungt fólk Æskulýðsráð Reykjavíkur efnir Jil könnunarferða fyrir ungt fólk í sumar Þar gefast tækifæri til margháttaðrar nátt- úruskoðunar og útivistar undir leiðsögn hæfra manna, Seint í júlí er ráðgert grasa- söfnunarferðalag í nágrenni Reykjavíkur og munu ungir stúdentar skipuleggja og stjórna því. Stúdentar þessir fóru ný- lega til Englands og tóku þátt í líkum könnunarferðum þar á vegum Brathay Exploration Croup. 26. júlí—9. ágúst verður far- in fuglarannsóknarferð á Breiðamerkursand. Förin er far- in í samvinnu við hóp pilta frá Brathay Exploration Group í Englandi. Fimm íslenzkir pi'ltar geta tekið þátt í förinni. 3.—5. ágúst: Rannsóknarferð í Jökuldæli í fylgd vísinda- manna frá atvinnudeild Háskóla fslands. Ferðin er bæði fyrir stúlkur og pilta. 10.—22. ágúst: Jökulrannsókn- arferð að Langjökli. Sex ís- lenzkir piltar geta fengið að taka þátt í þessari ferð með álíka stórum hópi pilta frá Brathay Exploration Group. 11. ágúst: Gönguferð á Blá- fjöll og Hengil. Það eru skáta- félögin í Reykjavík, sem efna til þessa ferðalags fyrir unglinga 12 ára og eldri. sem ekki eru skátar. Ferðin verður nánar auglýst i ágúst. Allar nánari upplýsingar um ferðir þessar eru gefnar á skrif- stofu Æskulýðsráðs að Lindar- göfu 50, sími 15937. ENGIR SAMNINGAFUNDiR Ekki höfðu verið boðaðir frekari samningafundir milli at- vinnurekenda og fulltrúa Stéttarfélags verkfræðinga er Þjóðvilj- inn Ieitaði sér upplýslinga um það mál í gær. Málið er í höndum sáttasemjara, en siðasti samningafundur var haldinn sl. laugardag. Tiltölulega færri fbúðir byggðar hér en á hinum Norðurlöndunum En við byggjum stærra og dýrara,fáum lægst lán og verst vaxtakjör I gær á'ttu fréttamenn stutt viðtal við nokkra af fulltrúunum sem sitja 9. Norrænu húsnæðismálaráðstefnuna. Svaraði einn full- trúi frá hverju landi fáeinum spurningum blaðamannanna varðandi íbúðabyggingar og húsnæðismál lands síns. Þær spurnJngar sem lagðar voru fyrir fulltrúana fjölluðu um árlegan f jölda ibúða sem byggður væri í hverju landi um sig, stærð íbúðanna, lán og lánakjör en vegna þess hve fulltrúarnir voru tíma- bundnk gátu þeir aðeins drepið á helztu atriði þessu varðandi. Af svörum fulltrúanna kom í ljós að á öllum hinum Norð- urlöndunum eru að meðaltali byggðar fleiri íbúðir á hvert 1000 íbúa heldur en hér á landi. A síðasta ári voru byggðar um 35 þús. íbúðir i Danmörku, 74 þúsund í Sví- þjóð, 28 þúsund i Noregi og 37 þúsund í Finnlandi. Hefur fjölda íbúðabygginga farið mjög fjölgandi á síðustu ár- um í öllum löndunum. Engin Norðurlandaþjóðin nema þá helzt Danir kemst hins vegar nærri því að byggja jafnstórar íbúðir og við Islendingar. Tölur um þetta atriði eru þó hvergi nærri nákvæmar en Daninn taldi að meðalíbúð þar í landi væri um 80—90m3 en í hin- um löndunum eru þær minni, um 60—70m2. Og t.d. í Finn- landi var stserð sem ríkislán voru veitt útá takmörkuð við 50m2 allt til ársins 1959. (Rétt er að athuga að hér er átt við innanmál herbergja). Meðalstærð íbúða þar í landi sl. ár var hins vegar 60m2. Er algengast að íbúðirnar séu tvö til þrjú herbergi og eld- hús. Meðalstærð íbúða hér í fjölbýlishúsum voru um 90m2 en mun stærri í einbýlis- og raðhúsum. Varðandi lán og lánakjör stöndum við hins vegar öll- um hinum Norðurlöndunum langt að baki bæði að því er varðar lánsfjárupphæð og lánstíma og vaxtakjör. Þar geta menn fengið lánað allt upp í 90% byggingarkostn- aðarins og mest af þessum lánum er hægt að fá til langs tíma, 30—40 og allt upp i 60 ára og vextirnir fara allt niður í 2—4% af hagkvæm- ustu lánunum. Því miður höfðu fulltrúarnir svo nauman tíma til umráða að ekki var unnt að inna þá nánar um þetta atriði sem er mjög forvitni- legt fyrir okkur Islendinga. j K

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.