Þjóðviljinn - 21.07.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.07.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. júlí 1963 WASHINGTON 20/7 — Ekkert lát er á kynþáttaóeirðun- um í Bandaríkjunum. Fylkisstjórinn í Maryland, þar sem hvað mestar óeirðir hafa verið að undanförnu, J. Millard Tawes, sagði í gær, að allar horfur væru á að óeirðimar mundu standa í mörg ár enn. Menn gerðu sér ekki ljóst að það væri í rauninni bylting sem nú væri hafin- Rockwell handtekinn fyrir að egna til ofbeldisverka gegn blökkumönnum. Hann og tveir félagar hans eru sakaðir um að hafa reynt að safna liði til að ráðast gegn blökkumönnum sem ákveðið hafa að fara kröfugöngur til Washington 28. ágúst. Laugar í S-Þingeyjarsýslu Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í fyrradag, verður fyrsta fræðslu- og kynningarmót Skólastjóra- félags Islands haídið að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu dagana 11.—18. næsta mánaðar. Myndin er af mótsstaðnum, Laugum, en þar er héraðs-er af mótsstaðnum, Laugum, en bar er héraðs- skólinn í rúmgóðu húsnæði og þar er sundlaug cg staðurinn að öðru Ieyti vel í sveit settur hva suertir ferðalög til fallegra staða í nágrannasveitunum. Kínverjar birta „opii bréf sovézku kommúnistanna PEKING 20/7 — Aðalmálgagn kínverskra kommúnista, „Alþýðudagblaðið11 í Peking, birti í dag „opna bréfið“ sem Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna gaf út 14. júlí s.l. sem svar við bréfi kínverska flokksins mánuði áður. Jafnframt birtir blaðið forystugrein þar sem sjónarmið sovézkra kommúnista eru gagnrýnd. Blaðið segir að í hinu sovézka bréfi úi og grúi af órökstudd- um staðhæfingum og röngum kenningum. Leiðtogar sovézka flokksins ráðist að ósekju á kín- verska kommúnista og saki þá að ástæðulausu um að vera her- skáir. „Þeir ráðast sérstaklega á félaga Mao Tsetung og flokk okkar. Þeir sem standa að sov- ézka bréfinu munu ekki hafa annað upp úr birtingu þess en að gera öllum Ijós sín illu ætlunarverk", segir blaðið. „Allt frá því síðari heims- 6tyrjöldinni lauk hefur félagi Mao Tsetung af einurðu og stað- festu afhjúpað þær fyrirætlan- ir bandarískra heimsvaldsinna að kúga þjóðir heims til hlýðni með því að ógna þeim með kjamastríði. Hann hefur sýnt fram á að hinn glæpsamlegi tilgangur með því að útmála ógnir kjarnastríðsins er sá að hneppa allar þjóðir heims í fiötra", segir ennfremur í for- ustugrein hins kínverska blaðs. Þá er ennfremur sagt að stjóm Sovétríkjanna beri allr sök á því hvemig komið sé sam skiptum og verzlun landanna Það hafi verið sovétstjórnin sem i orðsendingu tilkynnti hinni kínversku að hún hefði ákveð- ið að kalla heim frá Kína 1300 sovézka tæknifræðinga sem þar unnu að uppbyggingu iðnaðar- ins. Jafnframt hafi verið tilkynnt að hætf myndi að afgreiða ýms- ar mikilvægar vörur til Kína. Öllu hafi þessu verið komið í kring á einum mánuði og hafi þetta leitt af sér margvíslega erfiðleika fyrir efnahag Kína. En þrátt fyrir þetta dirfist for- ysta sovézkra kqmmúnista að skella skuldinni á Kínverja fyr- ir hve mjög hefur dregið úr verzlun og öðrum viðskiptum landanna. 18,3% söluaukning áíengis á árínu Fyrstu sex mánuðj þessa árs hefur sala áfengis frá Áfengis- og fóbaksverzlun ríkisins numið samtals kr. 133.696.834,00 en var á sama tímabili 1962 kr. 104.418.210,00. 18,3% Heildsala: Selt í og frá: Reykjavík Akureyri ísafirði Siglufirði Söluaukning Kr. 57.886.192,00 — 6.145.556,00 — 1.777.378,00 — 1.998.458,00 Seyðisfirði — 1.697.823,00 Alls Kr. 69.505.407.0 Á sama tíma 1962 var sala eins og hér segir: Selt í og frá: Reykjavík Akureyri fsafirði Siglufirði Seyðisfirði Kr. 48.216.916,(1' — 5.116.217.00 — 1.887.089,00 — 1.404.197,00 — 1.583.703,00 Alls Kr. 58.208.122,00 Taka næstu kvikmyndar sem Brigitte Bardot leikur í er að hefjast og verður hún gerð eftir skáldsögu Alberto Moravia og tekin í Róm. „Hitaveituævintýrii" f rum- sýnt í Reykjavík og Moskvu í gær var frumsýnd samtímis hér í Reykjavík og í Moskvu heimildarkvikmynd sú sem Þor- geir Þorgeirsson hefur gert um hitaveitu Reykjavíkur, „Hita- veituævintýri“. Myndin var sýnd boðsgestum í Gamla bíói og ávarpaði Geir Hallgrímsson borgarstjóri þá, en kostnaður við myndatökuna var greiddur i borgarsjóði. Einnig mælti Gestur Þorgrímsson. for- maður kvikmyndafélagsins ,Geys- is‘ nokkur orð. 1 Moskvu var myndin sýnd á kvikmyndahátíðinni sem þar stendur yfir. en mikil viðurkenn- ing felst í því að myndin skyldi tekin þar til sýningar. Fylkisstjórinn ræddi sérstak- lega um hið alvarlega ástand í borginni Cambridge, en þar hafa verið nær stöðugar óeirðir síð- ustu þrjár vikurnar. Hann kenndi leiðtogum blökkumanna um þess- ar óeirðir, sem þeir hefðu stofn- að til að ástæðulausu, þar sem stjóm borgarinnar hefði sýnt í verki að hún ætlaði að ganga til móts við kröfur þeirra og hefði þegar afnumið kynþáttamisréttið í mörgum skólum borgarinnar. Suður-Karolína í Charleston í Suður-Karolínu héldu óeirðimar enn áfram í gær, en þar hefur einnjg verjð mjög róstusamt undanfarið. Fylkis- stjórinn átti í gær tvo fundi með leiðtogum blökkumanna, en þær viðræður munu engan árangur hafa borið. Chicago 1 Chicago voru sjö karlar og ein kona handtekin. eftir að bau höfðu búið um sig í níu daga í skrifstofum fræðslustjórnar borgarinnar til að mótmæla kynþáttamisréttinu í skólunum. Aðrar mótmælaaðgerðir voru boð- aðar í Chicago í dag. Virginía 1 bænum Emporia í Virginíu var nazistaforingirm Ceorae Hundiun sigað á i.vertingja í Bandaríkjunum. Valsmenn vœntanlegir úr Noregsför á þriðjudaginn Eins og kunnugt er sendi knattspyrnufélagið Valur fyrir nokkru lið utan til keppni í Nor- egi. Fyrsti leikur þess var við Neslag og unnu Valsmenn með fjórum mörkum gegn einu. Þá unnu Vglsmenn einnig liðið fbúðabyggingar Framhald á 12. síðu. ver'öi veitt til íbúða, sem ekki fullnægja kröfum bankans um hagkvæma skipulagn- ingu. Þá telur bankastjórinn að auka þurfi til muna íbúðabyggingar á næstu árum, ef unnt á að reynast að fullnægja eðlilegri eftirspurn. Telur hann að byggja þurfi 14—15.000 íbúðir á tíma- bilinu 1961—1970. Húsnæðismálastjórn ríkisins mun nú hafa tillögur og álit norska bankastjórans til athug- unar og tekur væntanlega afstöðu til þeirra. Það cr vissulega vert að gcfa þessum tillögum hins norska bankastjóra gaum og bera þær saman við stcfnu núverandi rík- isstjórnar í þessum málum. Og cinnig cr vert að minna á það, að þingmenn Alþýðubandalags- ins hafa þrásinnis á undanförn- um þingum borið fram tillögur um lækkun vaxta á íbúðalánum, lengri Iánstima og að unniið vcrði að lausn húsnæðismáianna eftir skipulcgri áætlun. En ef til vill verður nú Ioks eir>hve,rs árang- urs að vænta á sviði, þeg- ar þessi erlendi “érfræðingur hefur sagt álit sitt. Kongsvinger. en í þriðja leik sín- um gerðu þeir jafntefli. Vals- menn unnu leik við Röros. með 5:3 og einnig styrkt lið frá Trysil idrættslag með 3:0. Síðasta leik sinn léku Vals- menn við norska liðið Ham-Kam og unnu þeir þann leik einnig með 3:1. Norsku blöðin hafa lok- íð miklu lofsorði á leik Vals- manna og frammistöðu í ferðinni. Valsmenn eru væntanlegir heim n.k. briðjudag. Ný síldzrbræðsla í Borgarfirði BORGARFIRÐI EYSTRA 20/ — veðrátta hefur verjð hér mjög óhagstæð og hefur heyskapur gengið mjög seint vegna ó- þurrka. Aflabrögð báta hafa einnig verið mjög léleg að und- anförnu. Mikig er um byggingafram- kvæmdir hér og er síldarverk- smiðja, sem verið er að reisa nú langt komin. Vonir standa til að unnt verði að taka á móti síld í þrær bræðslunnar næstu daga og hefja vinnslu mjög bráðlega að öllu forfalla- lausu Binda menn miklar vonjr við þetta framtak hér, þótt í smáum stíl sé og vona að fleira ! muni á eftir koraa. Verksmiðj- an er þó hvorki að stærð né stofnkostnaði eins og Ný viku- tíðindi sögðu nýlega, Afköst hennar eiga að vera 500 mál á sólarhring. Gunnþór. Sfilö PJQlDSIAl LAUGAVEG! 18®-- SfMI 19113 TIL SÖLU: Höfum kaupendur með miklar útborganir að flest- um tegundum fasteigna. TIL SÖLU: 2ja herb. góðar íbúðir við Bergstaðastræti. 3 herb. íbúð við Hjallaveg. Bílskúr. 4 herb. góð íbúð við Berg- staðastræti. Kaupendur — Seljendur Ef þið þurfið að selja eða kaupa, hafið samband við okkur. Meistarafélag húsasmiða heldur nlmennan félagsfund, þriSjudaginn 23. júlí ki 8.30 e.h í Iðnskólanum (gengið inn frá Skólavörðuholti). Fundarefni: Samningarnir. S T J Ó R N I N . Ferðabilar 17 farþega Mercedes-Benz hópferðahílar af nýjustu gerð, til leigu í lengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla á Sendibílastöðinni í sima 24113, á kvöldin og um helgar, sími 20969. HARALDUR EGGERTSSON, Grettisgötu 52. Ekkert lát enn á kynþátta- óeiriunum í Bantfaríkjununt 4 k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.