Þjóðviljinn - 25.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.07.1963, Blaðsíða 8
3 SfÐA HÖÐVILUNN ------------------------n-T----------rs,----------------- Fimmtudagur 25. júlí 1963 árangurinn í kvöld), og etf hann tekur vel í þetta, þá héld ég að aQt sé komið í gang. Meira seinna — ADAM. P.S. — Þú ættir að fara að fhuga hvað þú vilt verða í der nýju samtökum. Ráðherra? Otbreiðslustjóri? Heimspekingur? Ekki hlæja! Hann braut bréfið saman, setti það í umslag og fór niður. Það var kveikt á sjónvarpinu, það var enn Böktandi, og kon- umar þrjár sátu enn á rauða leðursófanum. Þær litu við, litu aftur til baka. s,Góðan daginn," sagði hann. Þær umluðu einhver kveðju- orð. Hann lagði af stað út, en frú Pearl Lambert, sem verið hafði að flokka þvott bak við af- greiðsluborðið, stöðvaði hann. ,.Þér eruð vissir um að þér vilj- ið ekki að Mabel taki til hjá yður?“ sagði hún. „Ég er sjálfur búinn að taka til,“ sagði hann og brosti. „Hvemig líður yður annars i dag?“ „Ég þarf ekki að kvarta," sagði litla konan. „Mér þykir leitt að ég skyldi eyðileggja glæpaleikritið fyrir yður í gær- kvöldi, með þvi að segja hver sá seki var.“ „Það gerir ekkert til. Ég hafði mjög gaman af því.“ „Það var ágætt að hafa fé- lagsskap." Maður og kona gengu inn í anddyrið. „Góðan daginn, frú Lambert!" Maðurinn var þrek- vaxinn, svo sem fimmtán pund- um of þungur ,og svipur hans var rólegur og ánægjulegur. Konan var ung en ekki ungleg. Hár hennar var svart og hár- greiðslan var dálítið gamaldags, hátt upp á höfðinu. Kjóllinn hennar var líka svartur, en hann var smekklegur. Með smálagfær- ingu á tönnunum yrði hún ágæt, hugsaði Adam. Og hún var vel vaxin. Fallegir fætur. „Góðan daginn,“ sagði frú Lambert. „Þetta er nýi dvalar- Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINH og DÓDÓ Laugaveei 18 IIL b '(lyfta) Simi 24616. P E R M A Garðsenda 21. símj 33968. Hárgreiðsiu. og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við alira hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. _ Simj 14662. hArgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdöttir) Laugavegi 13 — sími 14656. — Nuddstofa á sama stað. — gesturinn sem ég var að segja yður frá; hann horfði á glæpa- myndina með mér i gærkvöldi. Herra Cramer, má ég kynna fyr- ir yður herra og frú Giffin.“ Maðurinn rétti fram höndina hiklaust og hressilega. „Sælir, herra Cramer." „Gleður mig að kynnast yður.“ „Griffinhjónin hafa dvalizt héma öðru hverju í — já, hvað er það eiginlega langur tími, Sam?“ „Tja,“ sagði maðurinn hlæj- andi. „Ætli það séu ekki ein fjögur ár.“ „Fjögur ár,‘ sagði litla konan. Adam kinkaði kolli. „Það gef- ur gistihúsinu góðan vitnisburð, frú Lambert," sagði hann. -,,Og sömuleiðis smekk herra Grlff- ins.“ „Þarna sjáið þið,“ sagði frú Lambert og brosti dularfu’lu brosi. Griffinhjónin brostu á móti. „Já,“ sagði maðurinn. Hann sneri sér að Adam. „Búinn að borða?“ „Nei.“ ,Ekki við heldur. Við erum einmitt á leiðinni niður á Palace. Ef þér viljið slást í hópinn, þá er yður það velkomið. Er það ekki, Vy?“ Konan í svarta kjólnum játaði án mikillar hrifningar. Adam horfði á hana. Það voru skarpir drættir kringum aug- un, þreyta sem var í miklu 6- samræmi við heiðan svip eigin- mannsins. Hún var ef til vill þrjátíu ára. En augun f henni voru eldri en það. „Ég veit ekki, ég vil ógjaman troða mér inn á —“ „Troða yður? Heyrið mig nú!“ Griffin var skemmt. „Þér viljið þó ekki valda litlu dúfunni minni vonbrigðum, ha?“ spurði hann. Frú Griffin virtist ósjálfrátt fara hjá sér. „Svona, komið nú. Sam Griff- in bíður!" Þau gengu íramhjá sitjandi konunum þremur, gegnum gler- dymar, út í borgina. „Fínt veður,“ sagði Griffin og dró djúpt andann. Finnst þér ekki, Vy?“ „Jú, Sam.“ „Ég held nú það. Herra Cram- er, líkar yður loftslagið?" „Já, mjög vél,“ sagði Adam og gerði rödd sína sem mýksta. Hann hafði mikið að gera í dag, en þama var vert að doka við: hann fann það. „Við elskum það, litla dúfan mfn og ég. Heyrið mig, þér kom- uð yður svei mér í mjúkinn hjá brú Pearl Lambert — með því að horfa á kvöldglæpinn með henni. Hún er dásamleg kona. Mér er alvara með það, skiljið þér? Við komum hingað fyrst hvenær var það?“ „Nítján hundruð fimmtfu og tvö." „Nítján hundruð fimmtíu og tvö. Komum aðeins við á leiðinni til Farragut. En við höfum ver- ið á ferðinni tímunum saman, þér skiljið, og maður verður svei mér slæptur. Jæja, hún lét okk- ur hafa herbergi og sagði: „Það er auðséð að þið hafið haft of mikið að gera. Af hverju takið þáð ykkur ekki dálftið frf, stanzið hérna smástund?" manstu Vy?“ „Já“, svaraði konan. „Ég man það.“ Adam brosti og beindi athygi- inni að frú Griffin. Mjaðmir hennar vögguðust liðlega þegar hún gekk og hún hafði kyn- þokka sem hvorki hárgreiðslan né slétti svarti kjóllinn gátu lejmt. Hún er að reyna að gera sig óaðlaðandi, hugsaði hann. Af hverju? „Hvaðan komið þér?“ spurði Griffin. „Frá Los Angeles." „Los Angeles! Hæ! þér kann- izt þá við markaðssvseðið í Pomona?" Adam játaði því. „Við Vy fórum tvisvar yfir Markaðssvæðið og það gekk svei mér vel. Alveg afbragðs vel. Við vorum að pranga út dálitlu sem hét Loftrennslis-Meistarinn.“ Hann hló. „Tókum allt að sex- hundruð á dag á því drasli. Ég á við, það var alveg ljómandi: sko —“ „Sam, góði.“ „Hvað áttu við?“ „Ég —“ Vy Griffin yppti öxl- um. „Ekki neitt, elskan. Ég ætl- aði ekki að grípa fram í fyrir þér.“ „Allt í lagi. Mér er alvegsama. Ég samkjafta aldrei hvort sem er — þér hafið sjálfsagt tekið eftir því? Gamli Sam sem aldrei þeg- ir. En þegar maður blaðrar all- an daginn, næstum hvem ein- asta dag, þá kemst þetta upp í vana.“ „Mér finnst ekkert athugavert hvemig þér talið,“ sagði Adam og gaut augunum til konunnar. „Vy finnst það. Konan mín er hefðarkona, það finnur maður úr mflu fjarlægð, og stundum fer ég í taugamar á henni. En — jæja, þetta apparat, það sem það gerði var að stöðva benzínstrauminn í blöndungnum á bílnum þínum; og þá verður rennslið jafnara, eyðslan minni, hraðinn jafnAri og ég veit ekki hvað. Þetta oðgð- um við að minnsta kosti. Og það hefði átt að verka líka — ég á við það, það var vit í þessu. En það verkaði bara ekki. Hvað kostuðu þeir okkur, elskan?" „Þrjátíu og fimm sent." „Já, alveg rétt. Þrjátíu og fimm sent. Og við seldum þá fyrir þrjá doilara ....“ Griffin lýsti aðferðunum sem hann og kona hans höfðu notað til að koma Loftrennslis-Meistar- anum út og lýsti áliti sínu á loftslaginu í Califomíu og ýmsu öðru og Adam hlustaði og fylgd- ist með Vy Griffin meðan hann hlustaði. „.... auðvitað segi ég við. En konunni minni er meinilla við að taka þátt í þess konar vinnu og ég er ekki að lá henni það, svo að hún er alltaf heima á meðan. Sam gamla stendur á sama. Við veitingahús sem hét Paloce hætti Griffin að tala. Þau fóru inn — salurinn var stór, mannauður — og þau sett- ust í hann miðjan. „Maturinn er ekkert góður hér.“ hvíslaði Griffin, „en hann er skárri en annars staðar á þessum tíma dags. Fáið yður eggjahræru." Kvenmaður með fölt og bert andlit kom til þeirra; hún var daufeygð að sjá, og augun gljáa- laus og alger andstæða lífsfjörs- ins og atorkunnar hjá Sam Griffin. „Takið eftir," hvíslaði Sam, síðan sagði hann: „Við ætlum að fá þrjá skammta af hræri- graut í hráolíu og mall með.“ „Afsakið?" sagði konan og brosti ekki. Griffin skellihló og barði hnef- anum i borðið. „Eggjahræru og kaffi. Fyrir þrjé.** „Já, herra minn.“ „Heilög kýr; Á hverjum ein- asta morgni segi ég þetta, og hún er ekki farin að átta sig á því enn. „Afsakið?" Sei, sei. Jæja, herra Cramer þér ætlið að doka við i Caxton? Hér er gott að vera?“ Rödd hans var næst- um enn háværari en áður. „Yður mun líka það: ffnn staður það. Fólkið með vit í kollinum — nema þessi framreiðslustúlka. Þeir hafa klúbba í stórum stíl. Ljón, Elgsdýr, Rotary og allt hvað heiti hefur. Mjög félags- lyndir, á ég við. Og þeir eru heiðarlegir. Þegar við Vy setj- umst í helgan stein og hættum þessu rápi út um allar jarðir, þá veit ég svei mér ekki nema við veljum einmitt þetta pláss. Hvað segirðu um það, ljúfan?“ Vy Griffin sagði: „Auðvitað, því ekki það?“ „Blessuð elskan. Hún segir alltaf já, en þér getið bara gizk- að á hver er í brókunum í þess- ari fjölskyldu, ha, herra Cramer? Buxur, ætlaði ég að segja. Bux- ur!“ Sam Griffin bar fyrir sig hendumar eins og til að verjast ímyndaðri árás og hló. „Ég verð að passa á mér munninn.“ Morgunverðurinn kom og þrekvaxni maðurinn þagnaði allt í einu, einbeitti orku sinni að því að matast. Hann virtist naumast hafa hugann við ann- að á meðan. Adam beið hentugs tækifæris, renndi síðan augunum yfir and- litið á frú Griffin, niður brjóstin, aftur upp í andlit hennar. Hún leit undan í skyndi, bar pentudúkinn upp að vörunum og stóð upp. „Þið hafið mig afeak- aða,“ sagði hún. „Það væri nú annaðhvort." Hún snéri sér við og gekk inn- ar í veitingahúsið. „Ekki sem verst, ha?“ sagði Griffin. Hann skellti í góm og hristi höfuðið. „Ja, héma. Og vitlaus í Sam gamla, hver gæti trúað því! Það er svei mér hægt að vera heppinn, ha?“ Hann tók vindil úr skyrtuvasanum sínum. „Ja héma." Adam bældi niður bros og lauk við kaffið sitt. „Ég sé að þér eruð ákvæntur, herra Cramer.“ >,Ég er hræddur um það.“ „Jæja, ekki missa vonina. Ég hélt ég ætlaði aldrei að finna kvenmann, aimennilegan kven- mann, á ég við. Ég á við, maður verður að horfast í augu við staðreyndir — ég er hálfgerður vandræðagripur. Ég hagnast á trúgjömu fólki. Ég er hávær og tala mikið. Og ég veit að það eru til fáeinir fríðari menn hér og þar. En góður guð gleymdi ekki Sam sínum. Og þér skuluð bara halda áfram að leita, heyrið þér?“ „Það skal ég gera.“ Vy Griffin kom aftur að borð- inu. Göngulag hennar var þokka- fullt, mjaðmimar vögguðust eðli- lega og ósjálfrátt. „Ég var einmitt að segja við hann herra Cramer héma, að hann skyldi ekki gefast upp við að leita að kvenmanni." „Nú? Hafið þér átt í einhverj- ur vandræðum með slíkt, herra Cramer?“ Adam brosti til hennar. „Tja,“ sagði hann. „Við getum sagt að ég hafi ekki verið eins heppinn og herra Griffin." „Sam! Sam! Við skulum þúast og hætta þessu herratali." Framreiðslustúlkan kom og hellti aftur í kaffibollana. Adam horfði á Vy færa sig nær eigin- manni símim, Horfði á hana kveikja sér í sígarettu með 6- styrkri hendi. „Ég er hræddur um að ég verði að fara að koma mér að SKOTTA Ég hefði átt að segja pabba að Bjössi er formaður máifundafélagsins Ausíin Gipsy landbúnaðar- og ferðabif- reiðin er í sérflokki vegna mýktar og akst- urshæfileika. Austin Gipsy með benzín eða dieselvél hentar öllum þjónustustörfum sem fjögra drifa bifreið getur gert. Austin Gipsy fæst afgreidd með stuttum fyrirvara. Garðar Gíslason hJ. Bifreiðaverzlun. FERÐABI LAR 17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýjustu gerð, tíl Ieigu í lengri og skemmri ferðir. — Afgrciðsla á Sendibílastöðinnl i síma 24113, á kvöldin og um helgar. Síml 20969. HARALDUR EGGERTSSON, Grettisgötu 52. ♦S^^BJÖRNSSON * co. Sími 24204 P.O. ÍOX 1584 • MVXMVlK RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.