Þjóðviljinn - 30.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.07.1963, Blaðsíða 8
g SlÐA ÞlðÐVILJINN ég aílaði þeirra. Þér geymið peningana í bankanum yðar og gefið síðan SÞBF loforð fyrir afganginum. þegar þörf krefði. — Þetta gerði mig að gjald- kera. sagði Shipman. Ungi maðurinn brosti. — Það er rétt, sagði hann. — Það stendur heima. — Tja .. ég veit ekki;égyrði að íhuga þetta nánar. Við höf- um haft beztu lögfræðinga í fylkinu í okkar þjónustu, og þeir gátu engu komið til leið- ar. — Það kemur mér ekki á ó- vart. Lögfræðingar eru flestir aular: þeir vinna út frá röng- um forsendum. Við hverja tala þeir? Við stjómmálamenn. Embættismenn. Skriffinna. Dóm- ara. Ef þér þyrftuð að komast gegnum frumskóg, herra Ship- man, hvað mynduð þér gera — reyna að biðja trén að flytja sig, eða fá fólk til að höggva þau niður? Ég á við þetta: fóru lögfræðingamir ykkar nokkum tíma til fólksins og báðu það um aðstoð? — Ég held ekki að það sé mergurinn málsins. — Jú, það er nú einmitt merg- urinn málsins. Þess vegna mis- tókst þeim. Við vinnum ekki á sama hátt og þeir; við vitum betur en að reyna að fást við þessa gyðinga í stjóminni. Þeir cm sjálfir af óæðra kynflokki, skiljið þér, og meðal annars þess vegna eru þeir svo ólmir í að kynblanda Suðurríkin! Veme Shipman gekk til dyra og fann að nú þurfti hann að taka mikilvæga ákvörðun. Hann var óvanur því að taka ákvarð- anir. — Við ætlum að sýna fólkinu í Caxton hvað gerðist í Norður- ríkjunum, hvað mun líka gerast hér. Til dæmis þetta. — Ungi maðurinn stakk hendinni i brjóstvasa sinn, dró stóra blaða- Ijósmynd uppúr einu umslaginu. Hann lagði hana á borðið. — Horfið á hana, herra Ship- Hárgreiðslan HárgreiSsIu- og snyrtfstofa STEINU og DÓDÓ Langavegl 18 DL b '(lyfta) Simi 24616. P E R M A. Garðsenda 21, símj 33968. Hárgreiðsln. og snyrtistofa Dömnr, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Símj 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — sími 14656. — Nuddstofa á sama stað. — man. Athugið hvemig hún verk- ar á yður — þótt þér eigið ekki sjálfur böm. Veme gekk að skrifborðinu og tók upp úrklippuna. Hún sýndi svartan hermann kyssa hvíta stúlku. Hann starði á myndina, fleygði henni síðan á borðið aft- ur. — Þetta er það sem koma skal, sagði gesturinn, — ef við stöðv- um þetta ekki í upphafi. Þetta og meira til. — Hafið þér nokkra skrá að fara eftir? spurði hann eftir langa þögn. — Ekki ennþá,, sagði ungi maðurinn. — Farið þá á skrifstofur fylkis- stjórnarinnar í Faragut, efri hæð,| við hliðina á Reo leikhúsinu. Ná- iö í Bart Carey og segið honum að hringja í mig. — Það skal ég gera. — Ég lofa hreint engu, piltur minn. Ennþá hefið þér ekki gert annað en tala, tala hressilega, en lítið annað. Ég býst ekki við að þér fáið eyri hjá bæjarbúum út á nein samtök, ef satt skal segja. Samtök eru ekki sérlega vel liðin í Caxton. En Bart Car- ey hefur lista yfir foreldra sem eiga böm í skóla. Ef þér getið fengið þá til liðs við yður, fyrir fimm hundmð dollara, þótt ekki sé meira, þá skal ég — þá er hugsanlegt að ég hlaupi undir bagga. — Ég fer ekki fram á meira. — Jæja þá. Og hvenær haldið þér að þetta komist í gang? Ungi maðurinn brosti. — Ég verð búinn að leggja fram pen- ingana fyrir miðnætti á morgun, herra Shipman. Og að minnsta kosti hundrað og fimmtíu nýja félaga í SÞBF. — Það er fráleitt! — Er það? Ég skal segja yður eitt — komið að dómshúsinu klukkan hálf átta annað kvöld. Akið ó bílnum yðar til borgar- arinnar og lítið á. Mér skilst að þar eigi að vera eins konar fundur. Gesturinn tók annað blað upp úr vasa sínum. — Og þangað til, sagði hann, — gætuð þér litið á þetta. Shipman tók blaðið, gekk með unga manninum til dyra og kvaddi hann með handabandi. Síðan fór hann aftur inn í bókaherbergi og settist. Hann tók sundur blaðið, sá feitletraða yfir- skriftina: SAMSKÓLAGANGA HVÍTRA OG SVARTRA STJÓRNARSKRÁRBROT!! og sva las hann greinina vandlega. Hann las hana þrisvar sinnum. Og í hvert skipti sem hann las hana, sló hjarta hans dálft- ið örar. 6 Ella var að fínpússa á sér hár- ið, gera það kæruleysislega vind- blásið, þegar dyrabjallan hringdi. Eiginlega hafði hún varla búizt við að heyra aftur frá Adam Cramer — hann var óraunveru- iegur; of líkur persónu í bíó- mynd til þess að hægt væri að trúa á hann — en til vonar og vara hafði hún þó farið í spari- kjólinn sinn. Nú var hún fegin því. Og svolítið hrædd. Hún hafði sagt föður sínum að verið gæti að ókunnugur maður liti inn og hún færi kannski út með honum ef Tom samþykkti það; en samt var nú eins og óraun- verulegur draumur að rætast. Því að þetta var örugglega Adam Cramer. Hún dokaði við hæfilega lengi, kom síðan fram. Hann stóð í tíagstofunni, leit út eins og dag- inn áður; kannski ögn rólegri í fasi. Hann var að tala við Tom. — .... hafði ekki gert mér l.ióst að faðir Ellu væri ritstjóri Messenger. Ég ætiaði einmitt að fá viðtal við yður í vikunni. Afi hafði ekki litið upp; hann var niðursokkinn í gamla kú- rekamynd í sjónvarpinu. öðru hverju gaf hann frá sér óá- nægjumuldur yfir þessum gaura- gangi. Adam kom auga á Ellu og brosti. — Hæ. — Hæ, sagði Ella á báðum áttum. — Af hverju sagðirðu mér ekki að pabbi þinn væri frægur maður? — Ha? Ó — ég veit það ekki. Þið eruð víst búnir að kynna ykkur? — Já, sagði Adam. — Við kynntum okkur sjálfir. — Andartak, ég skal sækja konuna mína, sagði Tom. Rut kom inn úr eldhúsinu og þurrkaði sér um hendumar á svuntunni. — fætta er herra Adam Cram- er, sagði Tom með hægð. — Hann langar til að fara með Ellu í bíó. Rut deplaði augunum. — Sæl- ir, sagði hún. — Eruð þér ekki ungi maðurinn sem hringdi hing- að í gær? Adam leit upp. — Gerði ég það? Ég veit það svei mér ekki. Ég hringdi í býsna mörg númer. Var að reyna að koma þessu af stað. Hann sneri sér að Tom. — Mér þykir leitt að ég skyldi ekki hafa tækifæri til að koma sjálfur í dag; ég þarf að fara í svo mörg hús. En við getum talað saman á morgun. Ég skal koma í skrifstofuna yðar — það er að segja, ef þér samþykkið það. Tom neri hökuna. — Um hvað eigum við að tala ef mér leyfist að spyrja herra Cramer? Það var býsna óljóst sem þér sögð- uð við konuna mína. — Fyrst og fremst um ástand- ið í skólanum. Sjáið þér til, ég er aðalritari samtaka í Washing- ton og við erum þeirrar skoðun- ar að við getum hjálpað Caxton, hjálpað fólkinu að berjast gegn þessum lögum. Það er þetta fyrst og fremst. — Ég skil. Ella velti því fyrir sér, hvort þetta væri enn einn brandarinn; komst að þeirri niðurstöðu, að svo væri ekki. — Svona, í öllum bænum verið ekki að tala um stjómmál, þegar ég er að fara á stefnumót. Eða er það ekki ætl- unin? — Ég veit það ekki, sagði Tom. Hann sneri sér að Adam. —Herra Cramer, þetta er dálítið óvenjulegt. Þér komið til borg- arinnar og setjið dóttur minni stefnumót undir eins. Er nokk- ur gild ástæða til þess, að ég segi ekki nei? Hún er ekki nema sextán ára og eins og þér sjálfir vitið. Ungi maðurinn brosti aðlað- andi. — Þetta er gott viðhorf, herra McDaniel. I heimabæ mín' um — — Hver er hann með leyfi 3\t spyrja? — Los Angeles. Ég á við, að þar skipta foreldrar sér ekki nokkum skapaðan hlut af því hvert böm þeirra fara. Eða hvað þau gera. Ég ber virðingu fyrir þessari afstöðu og eftir að ég talaði við Ellu, við ungfú Mc- Daniel, þá varð ég var við hana. Þess vegna vildi ég fá að líta hingað inn, svo að þér gætuð fengið að sjá mig. — En við vitum samt sem áður ekkert um yður, sagði Tom. — Tja, Adam hló. — Ég er tuttugu og sex ára, býsna gam- all í hlutfalli við Ellu, býst ég við, en annars ungur í festra augum. Ég er hvítur Bandarikja- maður af norskum uppruna. Og eins og ég sagði, þá má kalla mig félagsfræðing. Ég býst við að dveljast í Caxton óákveðinn tíma og mig langaði til að eign- ast fáeina kunningja. Satt að segja, þá gerði ég mér vonir um að dóttir yðar gæti sagt mér sitt af hverju um bæinn, sýnt mér hann. — 1 myrkrinu? spurði Tom. — Auðvitað, sagði Ella og drap tittlinga. — Við ætlum að nota vasaljós. Rut McDaniel varð róleg á svip; að minnsta kosti var kvíð- inn horfinn. — Viljið þér kaffi- sopa, herra Cramer? sagði hún. — Já, kærar þakkir. Tom leit á Ellu. — Kisa, af hverju ferðu ekki og þværð þér í framan eða pressar kjóinn þinn eða eitthvað þess háttar? Við herra Cramer ætlum að spjalla svo lítið saman. Ella sagði: — AUt í lagi. En bíómyndin byrjar klukkan 8.17. Rólegt fas komumanns virtist gera Tom hughægra. Hann benti honum að fá sér sæti. — Við skulum tala hreinskiln- islega saman, ungi maður. Af hverju eruð þér að hringja í fólk og haga yður svona undar- lega? — Skýringin er ósköp ein- föld. Við höfum takmarkað fjár- magn og ég áleit — samtökin álíta — að það væri viturlegt að viðhafa einskonar skoðanakönn- un áður en við hæfumst handa fyrir alvöru. — 1 hve marga hringduð þér? — Um það bil tuttugu. — Og hver var niðurstaðan? — Að fólk er á móti sam- skólagöngunni, herra McDaniel. Algerlega mótfallið henni. — Já, öldungis rétt! Afi reis stirðlega uppúr stólnum og gekk til þeirra. — Þetta er tengdafaðir minn, herra Parkinson, sagði Tom. — Afi, þetta er Adam Cramer. — Ég talaði við þig í gær, drengur minn. Hélt ekki þú værir svona ungur. — Tja —. — En mér féll vel það sem þú varst að segja rétt áðan, það get ég sagt þér. Það þarf sko enga skoðanakönnun til að kom- ast að því hvað fólkinu í Cax- ton finnst um þetta. Þeim finnst hugmyndin viðurstyggileg. En þeir eru of miklar rolur til að aðhafast eitt né neitt. — Afi! — Þetta er staðreynd, Tom, og þú veizt það. Það er sami rassinn undir honum Tom héma. — Ég er viss um að yður skjátlast, herra minn. Mér hefur skilist að herra McDaniel hafi barizt hatramlega gegn löggjöf- inni í blaði sínu. Afi hló holum hlátri. — Hundaskítur, sagði hann — Gerðirðu þetta óviljandi eða Hversvegna spyrðu? Það var ágætt fyrir þig, mér .... sem eyðir vatninu í ó- af ásettu ráði? Svo sannar- fellur nefnilega ekki fólk.... þarfa. lega gerði ég það af ásettu ráði. Þriðjudagur 30. júlí 1963 S KOTT A Taktu þetta ekki nærri þér Stebbi, — þessi er búinn aft vera, en með tímanum Iærist þér að elska eánhvern annan skrjóð. Skatt- og útsvarsskrár Haínarfjarðaf, Keflavíkur og Kópavogs 1963. Skatt- og útsvarsskrár Hafnarfjarðar, Keflavikur og Kópavogs fyrir árið 1963 liggja frammi frá 30. júli til 13. ágúct, að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga frá kl. 10—12 og kl. 13—16, nema laugardaga kl. 10—12 f.h. Skrá hvers kaupstaðar liggur frammi: 1 HAFNARFIRÐI. Á Skattstofunni og skrifstofu Hafnarfiarðarbæjar. I KEFLAVlK. Hjá umboðsmanni á skrifstofu byggingarfulltrúa og á skrifstofu Keflavíkurbæjar. Umboðsmaður Skattstjóra veitir framteljendum aðgang að fram- tölum sínum. 1 KÓPAVOGI. r Á skrifstofu skattstofunnar í Kópavogi og á sfcrif- stofum Kópavogsbæjar. 1 skránni eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur •?" 2. Eignaskattur 'w* 3. Námsbókagjald 4. Kiirkjugjald t 5. Kirkjugarðsgjald 6. Almannatryggingargjald 7. Slysatryggingargjald atvinnurekenda 8. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda 9. Gjöld til atvinnuleysistryggingarsjóðs 10. Tekju- og eignaútsvar 11. Aðstöðugjald 12. Iðnlánasjóðsgjald. Innifalið í tekju- og eignaskatti er 1% álag til Byggingar- sjóðs ríkisins. Kærufrestur vegna útsvars, aðstöðugjalds og iðnlánasjóðs- gjalds er til 13. ágúst 1963. Kærur vegna útsvars skulu sendar viðkomandi framtalsnefnd en kærur vegna að- stöðugjalds og iðnlánasjóðsgjalds til skattstofunnar eða umboðsmanns skattstjóra. Kærufrestur vegna tekju- og eignaskatts er til 30. ágúst 1963. Kærur skal senda til skattstofunnar eða til umboðs- manns Skattstjóra. Kærur skulu vera skriflegar og skulu hafa borizt réttum úrskurðaraðila í síðasta lagi að kvöldi síðasta kæru- frestsdags. Athygli er vakin á því að álagningarseðlar, er sýna gjöld og gjaldastofna, verða sendir til allra gjaldenda. Jafnframt liggja frammi til sýnis skrár á Skattstofu Reykjanesumdæmis í Hafnarfirði, um álagðan söluskatt í Reykjanesumdæmi árið 1962 Hafnarfirði 29. júlí 1963. SKATTSTJÓRINN 1 REYKJANESUMDÆMI. BÆJARSTJÓRINN 1 HAFNARFIRÐI. BÆJARSTJÓRINN 1 KEFLAVlK. BÆJARSTJÓRINN I KÓPAVOGI. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.