Þjóðviljinn - 01.08.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.08.1963, Blaðsíða 8
SlÐA ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 1. ágúst 1963 borð, þar sem fyrir voru tveir piltar og stúlka og ekkert þeirra hafði fyrir því að rísa á fætur. — Hæ, sagði stúlkan. Hún gaut augunum til Adams, leit síðan með eins konar aðdáun á Ellu. — Þetta, sagði Ella, — er herra Adam Camer. Adam, þetta eru Lucy Egan, Danny og Ge- org Humbolt. Stórvaxinn maður með hvíta svuntu birtist næstum samstund- is. — Tvær kók, sagði Adam. — Mér hefur alltaf fundizt ó- bragð að bjór. Ég lét sem mér þætti hann góður héma einu sinni, en það gagnaði ekki. Danni og Georg Humbolt brostu. — Segjum tVeir, sagði Georg. Hann var kringluleitur, fremur feitlaginn ungur maður sem talaði mjög sterka málýzku. — En ég hélt það myndi lagast með aldrinum. — Kannski gerir það það hjá mér líka, sagði Adam. — en þessa stundina — pú! — Hvað er Hank gamli að gera þessa dagana? spurði Danni Humbolt. Ella yppti öxlum. — Það veit ég ekki, sagði hún. — Mér er hreint ekki kunnugt um það. Hún þagnaði. — Hann Adam hérna kemur frá Hollywood. — Er það satt? sagði Georg. — Hvem fjandann sjálfan er maður frá Hollywood að vilja til þessa guðsvolaða staðar, það þætti mér gaman að vita. Danni kveikti í nýrri sígarettu með stubbnum frá þeirri fyrri, — Ég gæti svo sem gizkað á það. Svo þagnaði tónlistin, það var andartaks hik, og síðan byrj- aði ný plata. Georg Humbolt danglaði í borðdúkinn svolitla stund, sagði síðan. — Hæ, Ella, eigum við ekki að sýna þeim? Ella hristi höfuðið. — Ekki núna, Georg. — Svona, svona, ég ætlaði ekki að drepa þig. Á morgun deyjum við, þú skilur hvað ég á við; í kvöld lifum við. Svona komdu nú. Feiti pilturinn reis upp og tók í stól Ellu. — Dansið þið bara, sagði Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINE og DÓDÓ Laugavegl 18 HL h (lyfta) Simi 24616. P E R M A Garðsenda 21, síml 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa Dömur. hárgreiðsla við ð.Ura hæfi. TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10 Vonarstrætis- megin. — Símj 14662. HARGREIÐSLOSTOFA AUSTORBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — sinii 14656. — Nuddstofa á sama stað — Adam vingjamlega. — Ég er lít- ill dansmaður hvort sem er. Ella og Georg fóru að hreyfa sig eftir tónlistinni, sem var hraður fox-trot. Danni hélt áfram að stara á Adam sem beindi athygli sinni að stúlkunni. — Þú ert kominn hingað út af þessu samskóla- göngustandi, ha? spurði hann loks. — Rétt er það. — Og heldurðu að þú getir gert eitthvað? — Jamm, ég held það. — Hvað? — Tja, ef þig langar að vita það, af hverju kemurðu þá ekki að dómshúsinu klukkan sjö ann- að kvöld? — Af hverju? — Þú vilt að þetta sé hindrað, er ekki svo? Danni Humbolt sagði ekkert stundarkom. Hann saug sígarett- una kæruleysislega. Síðan sagði hann lágri röddu: — Það er laukrétt hjá þér. — Mér datt það f hug. Jæja, Danni, sjáðu til: Ég lofaði Ellu að vinna ekkert í kvöld, Mynduð þið — þú og hún Lucy héma vilja gera mér greiða? — Hvað er það? — Að láta krakkana vita um fundinn. Fá þá til að koma. Danni sagði: — Það ætti ég að geta. — Það væri töluverð hjálp. — Allt í lagi, sagði Danni og hélt áfram að stara. Stúlkan sagðist skyldu segja eins mörgum það og hún gæti. — Ég væri mjög þakklátur. En ég kæri mig ekki um að þið vinnið fyrir ekki neitt. Myndi ykkur sáma þótt ég greiddi ykk- ur tíu dollara? Þeir eru frá samtökunum. Danni horfði andartak á fimm dollara seðilinn. — Því þá það? Ekki meiri vinnu. — Hvemig er þetta annars með ykkur? spurði Danni. — Hvemig stendur á því að þú —? Lucy sagði: — Æ, vertu ekki að þessu. — Það er ósköp einfalt, Danni. — Ég er að vinna með pabba hennar að þessu. — Með Tom McDaniel? Ella lét fallast niður í stól- inn móð og másandi. Georg Humbolt var brosandi út að eyrum. — Við sýndum þeim svei mér, sagði hann, — eða hvað? Væ maður! Ha? Næstu tvo tímana talaði Adam Cramer um Hollywood, um kvik- myndaverin, um kvikmynda- stjömur sem hann hafði kynnzt og ekki sízt um fimm ára há- skólanám sitt. Fjögur ár í UCLA og eitt ár í Sviss að lesa heim- speki og sakamálalöggjöf — hann fór ekki út í smáatriði, tæpti aðeins á því skemmtileg- asta. Hann talaði um sólbjartar, snævi þaktar hlíðamar, svo til- valdar til skíðaferða og um eft- irlátssemi svissneska kvenfólks- ins. — En ég varð svei mér feginn að komast aftur til Bandaríkj- anna, það get ég sagt ykkur, sagði hann í sögulok. — Otlend- ingar eru alls staðar eins. Nema hvað það voru ekki mjög margir gyðingar í Sviss og það er þó alltaf nokkuð .... En allt í einu var klukkan orðin 10.00, og hann sneri sér að Ellu. — Ég er hræddur um að tíminn sé útrunninn. Ef ég á að fá nokkra hjálp frá föður þínum, er eins gott, að ég skili þér í tæka tíð. — Sjáumst á vígstöðvunum á morgun, sagði Georg og tókst einhvemveginn að halda sígar- ettunni upp í sér meðan hann talaði. Bróðir hans sagði: — Ef ég hitti Hank á eftir, þá skal ég skila kveðju frá þér. Ella danglaði í unga manninn með veskinu sínu. — Skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við, heyrirðu það? — Já, mikil ósköp. — Mér er alvara. Adam sagði að sér hefði verið ánægja að kynnast þeim, horfði fast i augu Danna stundarkom og gekk síðan burt með Ellu. Hún leiddi hann undir hönd. Þau óku til baka eftir þjóð- veginum. Á eyðilegu svæði í grendinni við heimili Ellu stöðv- SKOTTA íþróttir Framhald af 7. síðu. þess jafnframt að stjórn F.R.l hefði ekki gefið neina skýringu á þessu framferði sínu. Ýmsir lesendur Morgunblaðs- ins sem ekki eru kunnugir þessum málum og vita ef til vill ekki að Hallgrímur hefur verið okkar bezti kringlukastari mörg undanfarin ár, hafa eðli- lega ályktað að mikið ranglæti væri þama haft í frammi. Fyr- ir milligöngu ýmissa aðila var Jón Pétursson fenginn til að draga sig til baka í kringlu- kastinu, svo að Þonsteinn varð að lokum keppandi þar og kastaði hann 44.80 m og náði Þorsteinn Lðve: 3. sæti, Hallgrímur var í 2. sæti og kastaði 45.58. Það er því ekki úr vegi að líta á árangur þessara tveggja íþróttamanna okkar í þeim landskeppnum sem þeir hafa tekið þátt í og fylgir hér með tafla sem sýnir hvar í röðinni þeir hafa verið í þessum lands- keppnum sem þeir hafa tekið þátt í, árangur og þau stig sem hann hefur gefið og jafn- framt bezti árangur þeirra við- komandi ár. Það skal tekið fram að landskeppnina 1961 tek ég ekki með. 1950 Danm.—Isl. 44.74 m 3. sæti 2 stig Beztþaðár 48.96 1951 Danm.—Isl. 43.96 m 3. sæti 2 stig Bezt það ár 48.31 1951 Noregur—Isl. 43.96 m 4. sæti 1 stig Beztþaðár 48.31 1955 Holland—Isl. 43.90 m 3. sæti 2 stig Beztþaðár 54.28 1957 Danm.—Isl. 49.39 m 3. sæti 2 stig Bezt það ár 51.37 1958 Danm.—Isl. 45.57 m 2. sæti 3 stig Bezt það ár 1963 Danm,—Isl. 44.80 m 3. sæti 2 stig Beztþaðár 48.72 Samtals 14 stig Að meðaltali 2 stig í keppni. Hallgrímur Jónsson: 1955 Holland—Isl. 1. sæti 46.73 m 5 stig Beztþaðár 52.18 1956 Danm.—Isl. 1. sæti 50.16 m 5 stig Bezt það ár 52.24 1956 Holland—Isl. 2. sæti 48.71 m 3 stig Beztþaðár 52.57 1960 A-Þýzkal.—Isl. 1. sæti 46.74 m 5 stig Beztþaðár 53.64 1963 Danm.—ísl. 2. sæti 45.58 m 3 stig Beztþaðár 49.21 Samtals 21 stig Þetta sýnir að Þorsteinn hef- ur því miður ekki getað sýnt nema að takmörkuðu leyti af- rek í landskeppnum sem hefur haft gildi, en aftur er öfugt farið með Hallgrím. Góð afrek í kringlukasti á innanfélags- mótiun í hagstæðum vindi á Melavelli hafa því takmarkað gildi, ef svo er ekki hægt að sýna afrek í landskeppni sem hefur gildi gagnvart þeim sem keppt er við. Ef til vill hefur Atli Stein- arsson haft þetta í huga þegar hann var að skrifa um væntan- lega keppendur okkar í kringlukastinu fyrir seinustu landskeppni. Atli Steinarsson er form. félags íþróttafréttarit- ara. Við skulum vona að þar eigi ekki við máltækið: „Eftir höfðinu dansa limimir". Nú stendur fyrir dyrum lands- keppni í frjálsum íþróttum við Vestur-Noreg og fylgja hér beztu óskir til landsliðs okkar um góða frammistöðu. Friðrik Guðmundsson. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 ^ Simi 24204 & CO. p.Q. BOX «84 • RÍYKJAVlK En herra kennari getur það bara verið að ritgerðin mín sé svona vitlaus. Palli skrifaði hana og Gísli leiðrétti hana á eftir. Frá Strandgötu..: Framhald af 5. síðu. maður í vinnunni. Hann var hagyrðingur ágætur og lét oft fjúka í kviðlingum. Eyjólfs Jónassonar sem nú er bóndi i Sólheimum, verð ég að geta sérstaklega því hann tók mig heim með sér um hverja helgi allt sumarið og átti ég athvarf þar sem í beztu for- eldrahúsum. Móðir hans var steinblind en gekk um bæ sinn og sinnti húsmóðurstörfum sem alsjáandi væri. Á ég margar Ijúfar minningar frá helgum á þessu heimili. M.a. minnist ég þess að einn morgun fékk ég að fara með Eyjólfi og Brandi bróður hans að Hólma- vatni, sem er í Sólheimalandi uppi á heiði. Þar fengu þeir mikið af stórum og fallegum silungi. Þótt mér hann kosta- fæða og nýnæmi. Þessi vinna — vcgavinnan — út á landsbyggðinni hafði sína kosti og galla. Kostirnir voru margir að því mér fannst og hcfur fundizt: Ágætur félags- skapur. reglubundin vinna, meira víðsýni, meiri þekking á landinu okkar en ella myndi og kynning við ýmsa ágæta menn. En svo voru erfiðleik- arnir fólgnir í því m.a. að fæði var einhæft: brauð, smjörlíki, kringlur, kaffi. Aldrei fiskur, aldrci grautur — ekkert nema hcitt kaffi. En til þcss fann ég aldrei alla mína vegavinnutíð. Oftast var keypt einhver mjólk, en aldrci mcira en hálfur Iítri á mann. Mig minnir að lítrinn kostaði þarca tólf aura þá. Um haustið voru tjöld og öll verkfæri flutt inn á Borðeyri og þaðan áttu þau að fara með strandferðaskipum. — sem nú gátu komizt þangað inn. Haf- ísinn fór um höfuðdag — og Magnús Hallsson kvað hann burtu! eða svo fannst mér. Ein- hvemtíma í matarhléi var rætt um vágest þenna að vanda og einhver segir í gamni — eða kannski alvöru, við Magnús: „Þú ættir nú að kveða hafís- fjandann burtu“. Magnús þegir við, lítur svo út á fjörðinn eftir drykklanga stund, gerir sig eins grimmdarlegan og hann getur og segir með mjög mikilli á- herzlu og alvöru: A þig ber ég eld og sax, þinn 1111 sævíkingur. Farðu nú til fjandans strax, fúli Grænlandingur. Og svo brá við að daginn eftir eða svo lónaði ísinn út fjörðinn, og kaupfar sem verið hafði lengi fyrir utan komst inn á Borðeyri með björg, enda var það vel þegið, þar sem ekkert fékkst þar og allan mat varð að sækja suöur í Bárðar- dal í Hvammsfirði með ærn- um kostnaði og erfiði. Ferðin suður um haustið gekk vel, og mörg vísan látin fjúka. Við gistum m.a. í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Svo t<Nrst til þegar Ámi málari rak heim hestana um morguninn að þeir fóru allir inn í kirkjugarðinn sem snöggvast. Þá fékk Ámi sína vísu: Dauðum skrokkum tók hann tak, tróðst hver minnisvarðinn. AHa hesta Árni rak inn í kirkjugarðinn. Faðir minn átti brúna hryssu sem hann hafði með sér norð- ur. Hann lánaði einum vega- gerðarfélaganna (er seinna varð nafnkenndur prestur) hana vestur í Búðardal, en svo illa tókst til að hún hrasaði og varð aldrei jafngóð eftir byltuna. En ég var látinn sitja á henni suð- ur um haustið þó hölt væri. Ég fékk þvi eina vísuna sem er svona: Gísli minn með geðið djarft gáskann margan fremur. Skökku Brúnku hleypir hart á hvað sem fyrir kemur. Sama daginn og við komum heim fór ég til Guðjóns Þor- kelssonar leikbróður míns og vildi sýna honum hvemig byggja ætti vegi! Fórum við vestur í Víðistaði. Byrjuðum við þar á einhverjum spotta og taldist ég nú í okkar augum töluvert forframaður í þessari mennt. Tók nú við mín fyrsta skólaganga. Skólinn var í litl- um lágreistum bæ. sem ekkjan Sigríður Steingrímsdóttir, móðir Steingríms Torfasonar, átti uppi á svonefndu Stakkstæði. Þar er nú Hverfisgata 6. Var Stein- grímur Torfason fyrsti kennari minn. Harður var næsti vetur (1902- 1903). Man ég að höfnina hér lagði svo að menn gengu út að fiskikútterum í febrúar til þess að saga ísinn svo skipin losn- uðu og kæmust út. — Og nú hef ég sagt þér frá mínu fyrsta vegagerðarsumri. Við ætluðum f upphafi að ræða um hinn fimmtuga Kefla- víkurveg — en lentum norður á Laxárdalsheiði, en næst skul- um við hverfa til Suðumesja. J. B. KIPAUTGCRÐ RIKISiNS M.s. Esja fer vestur um land í hring- ferð 8. ágúst. — Vörumóttaka á föstudag og árdegis á laugar- dag til Patreksfjarðar, Sveins- eyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar. Suðureyrar. ísafjarðar, Sícfii,f-sarðar, Akureyrar og Húsa- víknr Farseðlar seldir á fösfcu- dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.