Þjóðviljinn - 25.08.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.08.1963, Blaðsíða 6
w Sunnudagtir 7.5. ágúst 19RS ÞIÚÐVILIINN SÍÐA :: • :: Jón Gunnar við hliðina á Mcnju gömlu, r kvöldin Ialla þær Aheim um sólarlag með troðfull júgur. Þessi ganga er orðin sterkur arfur í kúakyninu á Eirarsstöðum. Á nútímamáli er hún eigin- lega sjálfvirk. Aldalangt hljóðfall í sömu átt eftir ilmandi grasi, Sprækir kálfar sjá ljósið í fyrsta skipti og hendast í loftköstum niður hlaðvarpann á vorin. Ævinlega í sömu átt. Enginn veit hversvegna. Þeir hafa þó heiminn í hálf- hring fyrir framan sig. Kýrnar standa inri i fjós- inu og bera kálfa sina 1 þessa átt. Annars heppnast ekki burðurinn. Ef kýrnar snúa ekki rétt við heimaásnum, þá neita kálfarnir að koma i heiminn. Svona er þessi ævaforija leið orðin eðlislæg í kyminu. Hver er kúahírðir? Það þykir léttur starfi að vera kúahirðir á Einarsstöð- um. Það er 1 sosum ekkert starf. Lægsta þrepið í mannfélags- stiganum ? Það er eigimlega ekki hægt að komast neðar á einum ! bóndabæ. - Stóru strákarnir á bænum fara að hlæja, ef þeir eru ó- vart beðnir að skoppa með kúnum. Þetta er svo fyrir neð- an þeirra virðingu. Sendu köttinn sögðu þeir einn daginn við bóndann. Svoma forðast ailir þennan sfarfa. Einhver verður samt að rölta með kúnum. Hver er það nú? Litill reykvískur borgari hefur þennan starfa í sumar Jón Gunnar Sigurðsson er stóra nafnið hann. Var i Langholtsskólanum i vetur. Á heima á Kambsvegi 2. Hann er víst 8 ára. Hann vantar hund Sunnudagsmorgun hitti é:- hann í hlaðinu á Einarsstö um. Jón Gunnar • sat á hec,: steini og sneið gönguprik Er þetta kúasmalinn á bæn- um? Það er víst, segir hann. Titillinn viðurkenndur með hógværð og litillæti. ,Hefurðu ekki hund? Ég hef aldrei hund. Kúasmalar hafa alltaf hund. Jón Gunnar verður þungur á brúnina. Hundarnir hlýða mér ekki hér á bænum. Þeir eru alltáf að andskot- ast í bílunum uppi á veginum. Þó liggur þarna stór fjár- hundur fram á laþpir sir.ar og sefur. Er það nú gæzla á bænum. Þetta er gamall og virðuleg- ur Sámur. Kallaðu á þennan, segi ég. Ég get sosum reynt. Litli maðurinn stendur nú upp og belgir,sig nokkuð. Stór andköf við undirbún- ing. Síðan æpir hann á hundinn mjóum rómi. Gamli Sámur steinsefur. Og þó. Hann opnar annað augað og kíkir á kúasmalanji. Stendur svo seinlega upp og leggur skottið milli fót- anna og er horfinn fyrir næsta húshorn. Svora er ég nú kynntur hjá hundunum, segir Jón Gunnar. Þeir nenna þessu ekki. Kúahirðirinn er hundlaus i starfanum. Auðmýkt híns litla spekings Nú heyrast brak og brestir í fjósdyrunum og fyrirgangur innan að og dyrnar fjúka upp á gátt eins og fis. Fyrsta kýrin birtist í dyr- unum og snusar í goluna. Stígur hægt og þunglega og slefar i grassvörðinn. Hún heitir Síða, segir Jón Gunnar. Svona stíga þær hver af annarri út á hlaðið og; þetta er óskaplegt kjötflæmi yfir að líta. Þær eru víst tuttugu. Kúahirðirinn skreppur allur saman í hlaðvarpanum. Ég er svo 1‘ítill, segir hann af auðmýkt spekingsins. Ringulreiðin á hlaðinu tekur nú á sig form og kýrnar taka stefnuna á hinn gnmla stíg og löng fylking mjakast af stað þungt og hægt. Það vantar bara Menju, seg- ir kúasmalinn. Hún er gömul og vitur og gengur alltaf siðust. Þessvegna lifir hún ennþá og er helmingi eldri en ég. En Menja svipast líka um eftir sínum hii-ði. Það vantar lokapunktinn á gönguna þó lítill sé. Kúahirðirinn með sitt prik. Hann röltir til hennar. Svona tilheyrir hanm algjör- lega kúnum á bænum. Reksturinn þokast liægt og bítandi yfir dalinn. Litill heimspekingur gengur aftastur með hendur fyrir aft-, an bak og iðkar hin,a einu sönnu dyggð. Það er þolin- mæðin. Kannski er þetta hörð raun á þessu aldursstigi. En þetta er líka skírasta perlan á festi dyggðanna. Reglusemi og formfesta rfkja hjá kúnum á Einarsstöð- um Það er arfutr uppvakinn úr aldanna rás. Hið þunga hljóðfall göng- unnar býr til eina sál og hjúpur hemnar er sterkur og máttugur og líður áfram í föstum skorðun. Hundakynið á bænum hefur fyrir löngu gefizt upp. Á gömlum stíg eru viðbrögð hópsins ætíð þau sömu og eiga að baki langan þróunarferil. Þarfir hópsins eru upp og nið- -ur. Fallegir grasbúskar hverfa af jörðinni. Sérstakar þúfur framkalla kúadellur, ef eitthvað er til. Litill foss og það kemur piss. Þetta er hin sígilda hring- rás innan þessa ramma og þarfirnar víxlast með takt- föstum hætti ofan á þessa lóið. Tólf sinnum numið staðar. JóiV Gunnar þekkir alla þessa staði fyrirfram. Hallar sér bara up að lær- inu á Ménju óg týgghr' Strá. Hann hefur lært að bíða. Dýrasta perlan Svona var það ekki auðveit í fyrsta rekstrinum í sumar. Hann var nýkominm úr höf- uðstaðnum. Þar skiptir hraðinn einn máli. Fólk er alltaf að flýta sér og enginn veit hvert. Hafði bara aðra hraðatíðni í sálinni en kýraar á Einars- stöðum. j Ætlaði að Ijúka þessu af í hvelli. Hlaupa helzt með þær í hagann. Svo væri þetta búið þanm daginn. Þetta gekk sosum hægt fyrsta fyrsta spölinn og hann varð óþolinmóður. Þær námu staðar á fyrsta viðkomustað. Jón Gunnar þekkti ekki þennan stað. Það var ekki von. Litli hirðirinn dansaði fyr- ir aftan þær og baðaði út höndunum. Æpti á þær og skældi sig og bretti. Þetta hreif ekki baun. Hann rauk í Menju og box- aði þana í rassinn. Hún sveiflaði halanum og hann var nærri dottinn. Setti öxllna I hnésbót vinstri afturfótar og ýtti með styrk s'imum. En reksturinn var eins og storknaður hraunstraumur. Minnsta kosti Menja gamla. Hún haggaðist ekki. Settist ráðlaus á litla þúf'i og grét. Hundlaus beygði hann si fyrir ofureflinu. ' Settur af mannkyni til þes" nð stjóma kúm. Svona uppgötvaði hantn þo!- inmæðina. Dýrustu perlu á jörð. Burðarás allrar rannsókna” með þe'kkingu heimsins að fakmarki. Reykvísk beibídoll og flóðið mikla Heiðaásinn blasir við og fremstu kýrnar leggja á brattann. Jón Gunnar hnippir í mig og er lúmskur á svip. Nú kemur það rétt bráðum. Kýrnar síga'upp ásinn og þær fremstu eiga ekki langt eftir. Og hana nú, æpir JónGunn- ar. Setur tvo fingur upp í sig og blístrar lívellt. Efsta kýrin byrjar að pissa, Gamalt máltæki segir svo: Þegar ein kýrin mígur er annarri mál. Það er eins og almætti; skrúfi frá. I hlíðinni standa tUttugu sprænubogar út í loftið. Þær glitra í sólinni. Hvítar þokur stíga til him- ins og það slær regnboga í svip yfir ásinn. Við drukknum, segi ég. Jón Gunnar hlær. Hann fleygir sér á belginn og hlær. ■ Frá aldaöðli hafa kýrnar á Einarsstöð- um í Reykjadal átt beitarland í heiðinni fyrir ofan bæinn. Þær hafa silazt með sí- gildri ró eftir aldagömlum stíg. lega upp á við. ■ Kynslóð eftir kynslóð hafa þær geng- ið upp víðivaxinn heiðarásinn. Uppi á brúninni blasa við grasigrónar lendur. Einskonar himnaríki fyrir kýr á jörð. EFTIR GUÐGEIR MAGNÚSSON Kúaxeksturinn á Einarsstöðuni < / I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.