Þjóðviljinn - 25.08.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.08.1963, Blaðsíða 10
Stmnudagur 25. ágúst 1955 HðÐVIUINN Ginger Beachamp stökk áfram, óður af reiði. Hann ýtti piltun- um tveimur úr vegi og stóð frammi fyrir þeim þriðja sem sparkað hafði í glerið. Hann var gelgjulegur stráklingur, varla meira en sextán ára. Andlit lians var þakið dílum og hárið hékk fram á ennið eins og bang. Hann sá hve reiður Ginger var og brosti út að eyrum. — Gerðu það ekki, hrópaði Harriet. — Ginger, ekki gera það! Grannvaxni svertinginn vissi hvað það þýddi að berja hvítan mann. en hann vissi líka hvað það mundi hafa í för með sér ef hann berðist ekki til að vemda fjölskyldu sína. Allt þetta flaug gegnum huga hans í skyndi. Og hann tók skjóta ákvörðun. Hann var að því kominn að keyra hnefann í andlitið á piltin- um, þegar rödd hrópaði: — Svona, svona, hættið þessu! Dreifið ykkur! og fólkið fór að færa sig til. — Niggarinn þama var að stofna til vandræða, lögreglu- stjóri! — Hver? — Þessi þarna. — Allt í lagi, Freddi. farðu nú heim. Við skulum sjá um þetta. — Hann hefði ekið yfir mig! — Heim með þig. Mannsöfnuðurinn fjarlægðist, sumir stóðu eftir á götuhominu og horfðu á, aðrir hurfu út í nóttina. Heim— Ginger Beauchamp stóð hjá bílnum sinum, hann var enn með kreppta hnefana og spennta vöðva. Stór maður í gráum fötum sagði: — Það er bezt fyrir þig að fara. Ginger sá aðeins fyrir sér rauð andlitin og reiðileg augun og heyrði orðin sem skollið höfðu á honum eins og svipuhögg. — Ég held hann sé meiddur, lögreglustjóri. — Nei. hann er ekkert meidd- ur. Ertu nokkuð meiddur, lagsi? Ginger gat engu svarað. Ein- hver var að tala við hann, böm- in voru að gráta, Harriet horfði á hann — en hann gat engu Alþjóðaþing... Framhald af 2. síðu um einstaklingum) gefist kost- ur á að nýta þá starfsgetu, sem þeir kunna að hafa til þarflegra starfa. Að ekki séu fleiri vist- aðir á hælum en þeir sem nauðsynlega þui-fa þess með og að stefmt sé að því. að líf allra vangefinna geti verið eins eðlilegt og líkt lífi almennings og kostur er. Forstöðumaður undirbúnings- nefndar þingsins var Dr. med. Chr. Lohne Knudsen, yfirlækn- ir. Heiðursgestir þingsins voru prófessor Dr. med. Asbjöm Sölling og Marie Petersen fyrr- vsrandi fræðslumálastj. norsku vanvitaskólanna. svarað. Stóri maðurinn í gráu fötun- um gaf einkennisklæddum lög- regluþjóni merki. — Tony, sagði hann. — Komdu þeim burt í flýti. Sendu einn bíl með þeim. — Já, lögreglustjóri. — Láttu það ekki dragast. Lögregluþjónninn gekk til Gingers Beauchamp og sagði: — Við skulum koma. Ginger kinkaði kolli. AUt í einu \ | r hann orðinn sárþreyttur. — Tom, ég veit hvemig þér er innanbrjósts. sagði lögreglu- stjórinn. — En það þýðir ekkert að æsa sig upp. — Hvers vegna ekki? Hjart- að í Tom McDaniel barðist enn ákaft og hann ótgaði af reiði yf- ir því sem hann hafði verið vitni að. — Þetta'fólk hefði ef til vill verið drepið, ef ég hefði ekki dregið þig út þegar ég gerði það. — Hvaða fólk? — Svertingjamir í bílnum! Parkhouse lögreglustjóri leit útundan sér á Tom. Hann fór að troða í pípuna sína, hægt og reri sér í tágastólnum. — Eg hef átt hérna heima í þrjátíu ár, sagði hann, — og aUan þann tíma hef ég aldrei séð svertingja mis- þyrmt. En þú? Tom fann til ákafrar andúðar á stórvaxna manninum. Sérlega óbeit hafði hann á hægum, ró- legur hreyfingunum. hinni óbug- andi rósemi. ögn af tóbaki, hægt og mjúklega með silfurýtu, svo- lítið í viðbót .. — Það kemur ekkert málinu við. sagði hann. — Kannski ekki, kannski ekki. En svaraðu spumingunni, Tom. Hefurðu nokkum tíma séð svert- ingja misþyrmt í Caxton? — Já, sagði Tom. — 1 kvöld. Lögreglustjórinn andvarpaði. Leðurkennt hörund hans var orð- ið svolítið losaralegt í vöngunum og það var eitthvað næstum ó- viðeigandi við burstaklippinguna á hvítu hárinu. Tom hugsaði með sér: hér í þessu fangelsi er hann. kóngur. Fólk óttast. Fólk óttast í raun og vem þennan fávisa mann. Parkhouse sogaði eld niður í tilreyktan pípuhausinn, blés f-á sér skýi af þykkum, ilmandi reyk. — Jæja, sagði hann bx-os- andi. — Hvað liggur þér svo á hjarta að ég geri? — Gerið viðeigandi ráðstafanir, sagði Tom. — Gætið laga og rétt- ar. Það er það sem þér er borgað fyrir. Parkhouse hætti að brosa. — Þetta er satt, sagði Tom reiðilega. — Þú ert býsna fljót- ur að hirða frllibyttu á götunni, Rudy, einhvem vesalings aum- ingja sem stendur á sama um allt og alla. En þegar um raun- vemleg vandræði er að ræða, þá geturðu ekki þokað botnin- um úr þessum stól. Stólnum var hnykkt til. Park- house starði á hann stundarkom og augu hans vom samankipmð og hörkuleg. — Þetta. sagði hann mjög hægt, er ekki beinlínis kurteisi. — Kurteisi! Tom gekk að glugganum og sneri sér við. — Við skulum fá þetta alveg á hreint. Það var ráðizt á fjöl- skyldu hér í borginni í kvöld. Þú veizt hver stóð fyrir árásinni og það geri ég líka. Eignir vom skemmdar og fólk sært. Það rann blóð. Og þú ætlar ekki að gera nokkum skapaðan hlut í málinu. Ekki nokkum skapaðan hlut. Er þetta rétt? — Já, það er rétt! Hlustaðu nú á, það er auðvelt fyrir þig að standa álengdar og segja — Gerðu ráðstafanir — Öjá. En þú veizt ekkert um hvað þú ert að tala. Hvers konar ráðstafan- ir? Lögreglustjórinn fór ,að ota pipunni ut í loftið. — Það voru að minnsta kosti fimmtíu manns umhverfis bninn. Viltu að ég taki þá alla fasta? Tom opnaði munninn til að svara. l Allt í lagi, setjum svo að við gerum það. Ég tek fimmtíu manns fasta. Ásaka þá fyrir ó- spektir. Og hvað svo? Fangelsið héma var byggt árið 1888, Tom. Dymar em úr stáli en veggirair em að gliðna í sundur: ferm- ingarkrakki gæti sloppið út á kortéri ef hann ætlaði sér það. Allt í lagi. fimmtíu manns. Og allir sjóðandi vondii^ það gefur auga leið. Það væri ég líka í þeirra spomm. Og við höfum níu klefa 18 sinnum 18 klefa og tvo gæzlusali og allt er þvi sem næst fullt eins og. er. Ertu far- inn að fylgjast með? _ Lögreglustjórinn saug pípuna á ný. — Mér líkar vel við alla heiðarlega borgara, Tom. það er satt. Fólk sem hugsar alltaf um velferð bæjarfélagsins. Það er sá rétti andi. Og ég vildi óska að þú og blaðið þitt hefðuð séð til þess að við hefðum almennileg tugt- hús áður en þú veður hingað inn °g heimtar að ég taki hálfan bæinn fastan .. Tom strauk fingmnum gegnum hárið. Orð lögreglustjórans komu illa við hann, því að hann sagði satt. Hann hafði aldrei haft mik- inn áhuga á ástandi fengelsisins. Maðurinn hafði nokkuð til rins máls að minnsta kosti. — En leyfðu mér að segja þér fleira, hélt Parkhouse áfram þurrlega. Svipur hans þar sem hann sat, gerði það allt í einu auðskilið hvers vegna sumu fólki stóð ógn af honum. — Jafnvel þótt við hefðum arresti í stærð við San Quentin, þá myndi ég samt ekki fara og fangelsa allt þetta fólk. Tom, þú virðist ekki skilja þetta. Helmingurinn af þessu fólki vom unglingar. Skólakrakkar. Það væri þeim á við jólagjöf að setja þau í tugt- hús. — Hvað áttu við? — Ég á við það. að hverjum einasta unglingi þykir mesta púður í að láta stinga sér inn svo sem sólarhring. Það er spennandi. Svei mér þá, þeim þætti svo gaman, að þeir rifu sennilega bygginguna til grunna! — Má vera, en — — Og það er dálítið annað sem ég efast um að þú hafir hugleitt. Hverja eigum við í rauninni að taka fasta? Þá sem komu við bílinn? Þá sem voru urhhverfis hann, hvort sem beir gerðu nokkuð eða ekki? Eða til öryggis alla þá sem vom á fund- inum? Parkhouse hló lágt. — Þar á meðal þig og dóttur þína. Hún var þar frétti ég. — Hver sagði þér það? — Jimmi eða einhver. Hvaða máli skiptir það? Ég er aðeins að sýna þér fram á að það er ekki hægt að „gera ráðstafanir". Og ég myndi ekki heldur standa í því að útskýra þetta fyrir Þér, ef ég vissi ekki að þú ert mað- ur með heilbrigða skynsemi. Einhvers- staðar uppi á loft.i í fangelsinu var rödd að syngja. Það var ekki sérlega átakanlegur eða hrífandi söngur. ■— En eitt stendur þó eftir. Glæpur var framinn og engum hefur verið refsað. Þeir komust upp með það. Og hvað hindrar þetta fólk þá í að gera slíkt hið sama við annað fólk? Lögreglustjórinn tók flösku af svaladrykk úr ísskápnum bakvið skrifborðið og tók úr henni tapp- ann. — Það er gott fólk í þessum bæ, sagði hann. — Ég ætti að vita það betur en flestir aðrir. er ekki svo? Þetta er gott fólk. En það er ofsahiti úti og það komst í æsing, það er allt og sumt Nú er það búið að fá útrás. Við — — Alveg rétt, sagði Tom. Það komst í æsing. Það mætti jafnvel segja að fólkið hafi vilj- andi verið æst upp í að gera það sem það gerði. Parkhouse kinkaði kolli. — Þú veizt hvað það er kallað, Ruby? — Ég skil þig ekki. — Það er kallað að „æsa til ó- spekta“. Það er glæpur. Ef þú trúir mér ekki, þá flettu því upp. — Ég veit hvað er plæpur og hvað ekki. sagði lögreglustjórinn. — Ég þarf ekki að fletta neinu upp. — Af hverju seturðu Adam Cramer þá ekki í tugthúsið? — Hvem? — 1 hamingju bænum! Tom sló flötum lófanum í borðið. — Strákirm sem hélt ræðuna. Strákinn sem átti upptökin að þessu öllu saman, sem æsti fóik- ið upp. Adam Cramer. — 0. Lögreglustj órinn drakk helminginn úy flöskunni og hall- aði sér aftur á bak í stólnum. — Tja, sagði hann. — Ég á ekki svo hægt með það heldur, Tom. — Þú átt ekki hægt með það heldur — af hverju ekki? — Vertu bara rólegur og ég skal útskýra það — eins og ég hef útskýrt hitt. Ég get ekki tek- ið Cramer fastan vegna þess að hann var hvergi nærri þegar niggararnir komu í bílnum. Til þess að kæra hann fyrir múg- æsingar yrðum við að grípa hann í broddi fylkingar að hvetja mannskapinn. En hann sat inni á kaffihúsi Jónu að drekka kaffi með Veme Shipman. — Með Veme? Reiði Toms vék sem snöggvast fyrir undr- un og ótta. — Alveg rétt, sagði lögreglu- stjórinn. — Og þú veizt það Tom. að við getum ekki sett mann í fangelsi fyrir að segja það sem honum býr í brjósti. Ef þú trúir mér ekki, þá flettu því upp. Hann brosti. — Kannski erum við ekki alveg samþykkir þessu, en það er í stjómar- skránni. Ef maður vill, getur hann farið út á götuhorn og kallað forseta Bandaríkjanna ó- drátt og tíkarson og enginn get- ur hindrað harm í því. Hann getur sagt að Bandaríkin séu aumt land og við ættum öll að snúast til kommúnisma — fjand- inn hafi það, hann getur sagt bað sem honum sýnist — og enginn hefur rétt til að hindra hann i því. Þetta er það sem kallað er málfrelsi. Auk þess heyri ég ekki betur en þessi náungi segi ekkert annað en það sem allir hér í borginni hafa verið að segja að undanfömu. Hvað hefurðu eigin- lega á móti honum? — Adam Cramer er kjaftaskur. sagði Tom vonleysislega. — Nú, jæja, kannski vantar okkur svona kjaftask! Lögreglu- stjórirm hló góðlátlega. — En kannski hef ég ekki fengið alveg réttar upplýsingar. Þú varst við- staddur. Sagði hann þessu fólki að stöðva niggarana í bílnum? — Nei. — Íívatti hann það til nokkurs annars en ganga í þessi samtök? SKOTTA Pabbi er mikilvægara að tala um marmarakúiur í símann en að tala um stráka? ÚTSALA Kvenkápur, dragtir karimannaföt, buxur, skyrtur, bindi, treflar, belti o. fl. ULLARKÁPUR 795.00 KR. ENSKAR DRAGTIR 795.00 KR. HATTAR 95.00 KR. SAMKVÆMISKJÓLAR 395.00 KR. GREIÐSLUSLOPPAR 395.00 KR. MARKAÐUHINN Laugaveg 89 ^BJÖRNSSON ^ co. p 0 B0X1JM REyk]Avik RTJMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.