Þjóðviljinn - 13.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.09.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Föstudagur 13. september 1963 Otgetandi: Samelnlngarfloklcur alþýöu — Sósialistaílokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80,00 á mánuði. Opinber heimsókn íj gær skýrði Þjóðviljinn frá fré’ttatilkynriingu Samtaka hernámsandstæðinga um þá fyrirætl- un samtakanna að afhenda varaforseta Bandaríkj- anna mótmælaorðsendingu gegn hernámsstefnunni og hinum fyrirhuguðu framkvæmdum í Hvalfirði, þegar hann kemur hingað næst komandi mánudag. Þjóðviljinn er eina dagblaðið, sem birtir fréttatil- kynningu Samtaka hernámsandstæðinga. Alþýðu- blaðið kom ekki út í gær, Tíminn stingur fréttinni með öllu undir stól, en Morgunblaðið ,birtir fá- heyrðan skæting og fúkyrði vegna hennar og er engu líkara, en ritstjórarnir hafi með öllu „misst andlitið", þegar þeim barst tilkynningin í hendur. Talar blaðið um útifund „gegn Lyndon B. John- son“, „einstæða frekju og heimsku“ og að þe’tta sé til „skammar íslenzku þjóðinni“. Bera þessi skrif blaðsins vott um svo einstæðan taugatitring, að varaforseti Bandaríkjanna mundi án efa blygð- ast sín niður í tær, væri honum kunnugt um þetta uppnám á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. T yndon B. Johnson hefur á ferð sinni um Norð- urlöndin lagt áherzlu á að kynnast fólkinu og skoðunum þess. Hins vegar er ekki nokkur vafi á, að honum mun fullkunnugt um auðmýkt íslenzkra stjórnarvalda gagnvart öllum kröfum Bandaríkjanna um aukna hernaðaraðstöðu hér á lndi. Útifundur Samtaka hernámsandstæðinga beinist á engan hátt gegn varaforsetanum persónu- lega, heldur gegn hernaðarstefnu og vígbúnaðar- kapphlaupi; hann er 'til þess að undirstrika við varaforsetann „þann ákveðna vilja mjög verulegs hluta íslenzku þjóðarinnar, að allur her og her- búnaður verði fjarlægður úr landi okkar nú þeg- ar“, eins og segir í tilkynningu samtakanna. Og það er rétt að benda Morgunblaðinu á, að fundur varaforsetans með hinum svokallaða Varðbergs- félagsskap hlaut að kalla á mótaðgerðir sem þess- ar frá Samtökum hernámsandstæðinga. Sá þátt- ur þessarar opinberu heimsóknar virðist hafa ver- ið hugsaður sem nokkurs konar fagnaðarhátíð Varðbergsliðsins vegna Hvalfjarðarsamninganna fyrirhuguðu, og því bein ögrun við mótmæli Sam- ’taka hernámsandstæðinga gegn þeim fyrirætlun- um. Hernámsandstæðlngar hlutu því að koma skoðunum sínum á framfæri á einhvern hátt, með- an á dvöl vajraforsetans stendur hér, og mun eng- inn 'trúa að óreyndu að hann sjái ástæðu til þess að fyrtast við af því. En Morgunblaðið þarf trú- lega að gæta allrar stillingar næstu daga til þess að verða ekki aðeins „sjálfu sér til skammar held- 'ur íslenzku þjóðinni“. TTeimsóknir leiðandi manna frá öðrum þjóðum eru vissulega fagnaðarefni, einkum ef þar eru á ferð menn, sem af opnum hug vilja kynnast vandamálum samtíðar sinnar og stuðla að gagn- kvæmum skilningi þjóða í milli. En slíkur skiln- ingur skapast ekki af auðmýkt og undirlægju- hætti, heldur af fullri einurð og fyllstu kurteisi og hernámsandstæðingar óska einskis fremur en að heimsókn varafor^eta Bandaríkjanna hingað til lands' megi mótast af hinu síðarnefnda. — b. MINNÍNG Benedikt S. Bjarklind Stórtemplar Þau sviplegu tíðindi spurðust hingað til lands í fyrri viku, að Benedikt S. Bjarklind, stór- templar hefði látizt á Ríkis- sjúkrahúsinu í Kaupmanna- höfn. en þangað hafði hann leitað sér lækninga vegna hjartameins, er hann þjáðist af. Þessi tíðindi komu óvænt, enda þótt ég vissi, er við Bene- dikt kvöddumst í sumar. að hann ætti að líkindum fyrir höndum hættulegan uppskurð. Ég hafði fastlega vonað, að við félagar hans í Góðtemplararegl- unni mættum hitta hann aftur heima frískan og starfsglaðan með haustinu. \ Er Benedikt lézt var hann að- eins 48 ára að aldri. en hann var fæddur á Húsavík 9. júní 1915. Foreldrar hans voru hjón- in Unnur Benediktsdóttir frá Auðnum Jónssonar (Hulda skáldkona) og Sigurður Sigfús- son Bjarklind, kaupfélags- stjóri. Benedikt fluttist með for- eldrum og systkinum til Reykjavíkur árið, 1935. Hann tók stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1936, en lögfræðipróf, með 1. einkunn, lauk hann fyá Háskóla Islands 26. janúar 1943. Sama ár varð hann fulltrúi hjá lögmannin- um í Reykjavík, er síðar varð borgarfógeti. og hjá því emb- ■ ætti starfaði hann allt til dauðadags, lengst af sem !ög- taksfulltrúi við tollstjóraemD- ættið. Benedikt giftist árið 1960 hinni ágætustu konu, Elsu Han- sen, dóttur Adolphs Hansen, forstjóra í Kaupmannahöfn, sem er einn merkasti bindindisfröm- uður Danmerkur. Elsa er mörg- um aö góðu kunn frá því er hún dvaldist hér á landl, en hún hafði um skeið eftirlit með dönskukennslu í framhaldsskól- um landsins. Elsa hefur gott vald á íslenzkri tungu. Árið 1953 gerðist Benedikt templar og varð fljótlega nýt-<^ ur og góður starfskraftur í stuku sinni og síðar á æðri stigum ■ Reglunnar. Hann var árið 1957 kjörinn stórtemplar og endur- kjörinn á hverju þingi stór- stúkunnar síðan. Sýnir það vel það mikla traust, sem góðtempl- arar báru til hans. Þegar í upphafi starfs síns sem stórtemplar gerðl Benedikt sér far um að komast í sem nánasta snertingu við starfsemi Reglunnar. Hann heimsótti. má segja, alla staði þar sem stúk- ur Vtarfa og öðlaðist með því ómetanlega reynslu og þekkingu á starfinu. Með tímanum hlóðust marg- visleg störf á Benedikt innan bindindishreyfingarinnar. Hann sat sem fulltrúi stórstúkunnar mörg alþjóðleg þing og ráð- stefnur. Hann hafði mikinn á- huga fyrir alþjóðlegu samstaríi og vann ötullega að því að efla og koma á meiri samskiptum bindindismanna í hinum ýmsu löndum. Á þessu sumri hófst athyglisverð starfsemi á þessu sviði. er hingáð kom 30 manna hópur sænskra bindindismanoa. Vann Benedikt að því af mik!- um áhuga að af for þessari gæti orðið óg hún yrði upphaf skioti- ferða milli landanna. Benedikt áttl sæti í stjórn Norræna Góðtemplararáðsins óg í frám- kvæmdanefnd alþjöða Hástdk- unnar. Einn þýðingarmikill þáttur í starfsemi bindindishreyfingar- innar eru tryggingarfélög henn- ar.1 Benedikt Bjarklind var' 1 hópi þeirra manna, sem undir- bjuggu stofnun tryggingarfálág- iris Ábyrgð ög Kom bví farsæl- lega í höfn. Var hann stjórn- arformaður þess félags frá upphafi. Þá tók hann mikinn þátt í starfsemi bindiodisfélags ökumrtnna og var í stjóm landssambandsíns um skeið. Ennfremur átti Bene- dikt sæti í stjóm Vemdar. en 1 það er sem kunnugt er félags- skapur, sem vinnur að því að liðssina þeim er á einhvern hátt hafa lent á öndverðum meið við þjóðfélagið. brotið lög bess og hlotið refsingu, og hjálpa þeim til að gerast nýtir þjóð- félagsþegnar. Þegar samtökin íslenzkir ung- templarar voru í undirbúningi, en það var 1957—8, sýndi Bene- dikt stórtemplar því máli sér- stakan velvilja og skilning sem og reyndar alla tíð. og er óhætt að fullyrða, að án hans stuðnings hefði það mál ekki komizt svo vel á veg, sem raun ber vitni. Þetta og ýmislegt annað. sem Benedikt lét í ljósi, sýndi að hann gerði sér glögga grein fyrir því að Góðtempl- arareglan þyrfti jafnan aðfylgj- ast vel með tímanum. Gera yrði breytingar í einstökum atriðum og reyna nýjar leiðir, án bess þó að formi og uppbyggingu reglunnar væri í nokkru rask- að. Auk nefndra félagsstarfa, hafði Benedikt önnur áhuga- mái í frístundum. Hann át.ti gott bókasafn, sem hann not- færði sér vei. Fyrr á árum iðk- aði hann mikið golf og var slyngur í þeirri grein. Hann ritstýrði blaði Golffélagsins. Kylfingi, á árunum 1943—50. Benedikt S. Bjarklind var vel gefinn maður. Hann var ritfær í bezta' lagi og í ræðuflutningi var hann mannlegur. hlýlegur og hafði ljósa framsetningu. Hann vann að málunum með rólegri íhyggni og festu. err að láta mikið á sér bera var honum á móti skapi, enda einstakt prúðmenni. En það er ekki þar með sagt, að Benedikt hafi skort dirfsku til þess að berjast af kappi, ef því var að skipta. Það sýndi hann, þegar á reyndi. aö hann var baráttumaður góður, sem gat verið einbeittur og harð- skeyttur. Og hann mæltist ekki undan óþægindum, sem samfara voru því að vera í fylkingar- brjósti 1 umbótahreyfingu. Hann var sérstaklega fórnt’ús og óeigingjarn í öllum störfum sínum fyrir bindindismálið og gerði meiri kröfur til sín sjálfs en. annarra. Fráfall Benedikts S. Bjarklind er þungt áfall fyrir Góðtempi- araregluna. Miklar v5?nir voru bundnar við störf hans á kom- andi tímum. Hann hafði beitt sér fyrir því. að tekið yrði upp nýtt fyrirkomulag í stárfsem- inni, sem allt útlit er fyrir að eigi eftir að vérða Reglunni til mikils góðs. Við templarar minnumst Benedikts með virðingu og þakklæti og vottum konu hans. systkinum og öðrum skyld- mennum dýpstu samúð. Minningin um Benedikt S. Bjarklind er björt og hreiri 1 hugum okkar. Einar Hannesson. Nær fjórði hver Akureyringur hefur synt 200 metrana Mikill áhugi hefur verið á Akureyri fyrir • norrænu sundkeppn- inni og hefur ,,boðsundið” til Grímseyjar gert sitt til að koma 4. hverjum Akureyring '200 metrana. Þátttaka hefur einnig aukizt á öðrum stöðum, þótt ekki sé það í jafn ríkum mæli og á Akureyri, t.d. eru Reykvíkingar aðeins hálfdrættingar á við Akureyringa síðustu 3 vikurnar. Þátttakan á þessum 3 stöðum er nú orðin: Akureyri 2035 manns eða 22% (viðbót 4%) Hafnarfjörður 1435 manns eða 19%, (viðbót 2%) Reykjavík 11050 manns eða 15% (viðbót 2%) Aðeins eru eftir.. 3 dagar á keppnistímabilinu, og er ekki ráðlegt að draga til síðasta dags að synda, því að sundstaðimir eru opnir skemur á sunnudögum en virkum dögum. það er hagur allrar fjölskyldunnar að lesa ÞJÓÐVILJANN Við hringjum í dag og fáum blaðið í fyrramálið SÍMINN ER 17500 m 9 * i 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.