Þjóðviljinn - 13.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.09.1963, Blaðsíða 10
jg SlÐA HðÐVILJINN Föstudagur 13. september 1963 17 Það var leiguhús, einkennandi íyrir suður Califomiu, fimm ára gamalt og i niðumíðslu. Hvitt gipsið var atað ryði úr rennun- um, sprungið og molnað við und- irstöðuna. sýndist að því komað að hrökkva sundur á hvezxi stundu eins og eggjaskum. önn- ur samskonar leiguhús, sum grænmáluð, önnur bleik eða gul, stóðu umhverfis. Þarna voru eng- in tré, engar girðingar. hvergi neitt lifandi til að draga úr linnulausu sólskininu. Ed Driscoil og Peter Link stigu útúr Fordinum sem þeir höfðu á leigu og gengu yfir flötina. Þeir stönzuðu fyrir utan 11550 1/2 og Driscoll barði að dynim. Mið- aldra kona í ljósgrænum Kjól opnaði dymar. — Já? — Frú Cramer? — Já. — Ég er Ed Driscoll. Ég hringdi í yður í morgun út af viðtali. Konan brosti. — Já, sagði hún. — Gerið svo vei að koma inn. Mennimir stigu inn í íbúðina ©£ Ed Driscoll gaf henni eink- unn. Hversdagsleg. Ósköp hvers- dagsleg. Tvö svefnherbergi, ódýr- ar litmyndir, sjónvarp. Allt fullt af gervifomgripum. Hvergi merki um tilvist bams. né að þar hefði nokkum tíma verið bam. 'Jú — þama. Han^ starði stundarkorn á innrammaða mjmdina af tveggjá eða þriggja ára gömlum dreng sem stóð á maghogny-kommóð- unni. — Laglegur krakki, sagði Link og lyfti myndavélinni. — Má ég ekki? — Ég vil það síður. — Hvemig stendur á því, frú Cramer? — Mér þykir það verra. Þá var hann drengurinn minn, skilj- ið ér. Bezti og indælasti dreng- ur sem til var. Mennimir tveir litu hvor á annan sem snöggvast. — Hann er ekki drengurinn minn lengur, sagði frú Cramer. Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 III. h. (iytta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SfMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsia við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstrætis' megin. — SÍMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMI 14656 *— Nuddstofa á sama stað. — Hún settist í dökkan sófann og fór að svala sér með kínversk- um fílabeinsblævæng. — Þetta lætur víst hræðilega í eyrum. en ég get ekki sannara orð talað. Ég þekki ekki einu sinni þennan mann sem þið eruð að skrifa um. Hann er ókunnugur maður. Driscoll tók upp litla skrifblokk og blýant. — Haldið áfram, frú Cramer, sagði hann, en konan hélt áfram að hreyfa blævænginn með hægð. — Ég vildi gjaman fá nokkr- ar upplýsingar, ef yður er sama. Er herra Cramer, eiginmaður yðar. viðlátinn? x — Nei. Adam dó fyrir fjórum árum, úr æðastíflu sögðu þeir. Þeir sögðu æðastíflu. En það er ekki satt. Hann dó úr hjartasorg! Svipur konunnar breyttist ekki neitt. Og meðan hún talaði varð rödd hennar mýkri, lægrí, breytt- ist í hvísl. — Adam var bezti maður i heimi. herra Driscoll óg bezti eiginmaður sem til var. Hann var fyrirmyndar heimilis- faðir. Driscoll kinkaði kolli. Ég hélt — — Við kynntumst í Chicago, þegar ég var ung stúlka. Vitið þið. hvað ég var gömul þá? Hún brosti. — Ég var sautján ára. Ég hafði auðvitað verið gift áður. Fyrsti maðurinn minn var aðlað- andi náungi og það gerðist ailt í miklum flýti; ég þori ekki einu sinni að segja hve fljótt. En við giftum okkur og það virtist vera prýðilegt. En svo byrjaði hann á fjárhættuspili. Henry virtist alltaf tapa, hann tapaði hreint alltaf, en það læknaði hann ekki. Ég bað hann og sárbsapdi, og hann sagði: — Lára, hafðu öngar áhyggjur, ég er hættur fyrir fuilt og allt. en samt hélt hann á- fram. Hann var fallegasti maður sem til var. Ég skal sýna ykkur mynd af honum, svo að þið sjá- ið sjálfir. »Hún reis á fætur áður en Dris- coll gat stöðvað hana og fór inn í svefnherbergið. Hún kom aftur fljótlega og hélt á þykku mynda- albúmi. Síðumar voru hálf tomma á þykkt og brúnimar gullbryddaðar. Hún fletti þrem blöðum og fékk Driscoll bókina. — Hafið þér nokkum tíma séð svona fallegan mann? Driscoll leit á fölnaða, blett- ótta myndina sem hafði naumast verið tekin eftir 1910. Maðurinn var vissulega laglegur, þótt ung- legir andlitsdrættimir spilltust af stóru yfirskegginu sem þá tíðkaðist. Hann rétti Link mynd- ina og sagði síðan. — Mjög 'ag- legur, frú Cramer. Leyfist mér að spyrja hvað hann hét? — Henry. Hann söng, herra Driscoll og rödd hans var eins þýð og vindblær á engi. En kannski eru allir Irar þannig. Ég veit það ekki. Driscoll yppti öxlum. — Hann söng á kvöldin. í rúm- inu. Ég sagði: — Henry, þetta boðar ógæfu! Og hann kyssti mig og sagði að þegar hann væri nálægt mér, þá yrði hann að syngja, hann gæti ekki að því gert. Þannig maður var hann. En hann var fjárhættuspilari. Hún fór að hreyfa blævænginn örar. — Og svo fór hann að drekka, herra Driscoll. Móðir mín og systur mínar sögðu við mig að það væri bezt fyrir mig að skilja við hann, því að betta yrðu eintóm vandræði. en ég hafði ekki brjóst til þess eða þrek til þess. Hann varð ekki drukkinn á sama hátt og margir aðrir, skiljið þér. Áfengi hafði allt önnur áhrif á Henry. Það gerði hann blíðan og góðan. Hann kom heim úr kránni og sagði við mig að hann hefði aldrei séð eins dásamlegan stað og heimilið okkar! Frú Cramer hristi höfuðið. — Það er hræði- legt, lítið hótelherbergi og við skulduðum þriggja mánaða leigu út af fjárhættuspilinu hans og frú Gottlieb talaði ekki við mig. Við áttum engin húsgögn, enga fallega hluti, en Henry fannst þetta dásamlegt! — Hann bað mig líka að drekka með sér, herra Driscoil, og það var svo hræðilegt. — Svona, Lára, sagði hann. Drekktu með mér. Þá sérðu allt í réttu ljósi í fyrsta sinn. Allur Ijót- leiki hvérfur! Sjáðu bara til, eít- ir nokkra sopa eru engin vanda- mál lengur til. Reikhingarnir hverfa! Frú Gottlieb fer veg allr- ar veraldar! Og allur heimurinn verður dásamlegur. Svona talaði hann. Auðvitað bragðaði ég aldrei dropa og það á ég móður minni að þakka. — 1 sambandi við Adam, sagði Driscoll og leit aftur á Peter Link. — Ef þér vilduð — — Henry, sagði frú Cramer, — var kominn á það stig að hann var drukkinn á hverju einasta kvöldi. Hann hafði ekki áhyggjur af neinu, ekki nokkrum sköpuð- um hlut! Ég bað hann um pen- inga til að borga kaupmanninum og hann grét og bað mig fyrir- gefningar, þvi að auðvitað átti hann ekki eyri eftir. Og svona gekk þetta mánuðum saman. Ég veit ekki hvað oft hann lofaði að bæta ráð sitt og fá sér vinnu og vera kyrr í henni, en loks sagði ég honum að ég væri hætt að trúa honum og þá hætti hann að gráta og gefa loforð. Mamma sagði mér að fara frá honum undir eins. Hún sagði mér að koma heim — við áttum heima £ Washington, mamma og systur mínar, og ég hafði farið til Chicago að gamni mínu. Ég hélt að það gæti verið gaman að verða einkaritari. svo að ég fór í skóla. En ég lærði ekki mikið. Þá vaí- það sem ég hitti Henry. Ed Driscoll lokaði blokkinni þreytulega og stakk blýantinum í vasann. — Já, frú Cramer, sagði hann. — Haldið áfram. — Má ekki bjóða ykkur te? — Nei, þökk fyrir. — Það er gott að drekka le þegar heitt er í veðri. En Henry þótti það vont. Hann fékkst ekki til að smakka á því. Ég elskaði hann. Konan sléttaði grænan kjólinn og starði gegnum Dris- coll. Rödd hennar var eins og fjarlægt bergmál. — Ég hélt ég elskaði hann, sagði hún. — En hvað ætli sextán ára stelpa viti um svoleiðis lagað? Skiljið bér hvað ég á við? — Já, mikil 'ósköp. sagði Dris- voll. — Og hann var vitlaus í mér. Þið trúið því kannski ekki, en ég var falleg kona fyrir nokkr- um árum. Allir karlmenn sögðu það. Henry tilbað mig, sagði hann; hann kallaði mig litiu stúlkuna sína. Er það ekki skrýt- ið? — Nei. Auðvitað er sannleikurinn sá að hann var bamið í fjölskyld- unni. Tíu árum eldri en ég og þó hafði hann enga ábyrgðartil- finningu. Ég varð að sjá um allt. Og ef ég hefði ekki gert það? Ef ég hefði liíað eins og hann? Við hefðum soltið. Hún neri sam- an höndum og spennti greipar. — Jæja, það var svo komið að ég var farin að horast af eintóm- um áhyggjum og ég sagði Henry að ég yrði að yfirgefa hann. Hann kraup á kné og grátbað mig að gera það ekki. Ég sagði: — Ef þú elskar mig, hvers vegna hagarðu þér þá svona? Og hann sagði: — Lára. þetta er guðs- heilagur sannleikur. Ég sver að ég skal aldrei framar valda bér áhyggjum. Hann sór og sárt við lagði og minnti mig á að þrátt fyrir allt hefði hann aldrei svo mikið sem litið á annan kven- mann — og það var alveg satt. Svo að ég gaf honum annað tækifæri. Ég sagðist ekki fara frá honum ef hann hagaði sér eins og maður. — Hann fékk vinnu daginn eftir. á rakarastofu minnir mig. Og um tíma hélt ég að hann væri búinn að bæta ráð sitt, því að hann kom alltaf heim á rétt- um tíma og það var engin vín- lykt af honum og hann spiiaði ekki lengur svo ég vissi til. Og á fimmtudagskvöldi var það, fyrsta fimmtudagskvöldið, þá kom hann seint. Ég beið í þrjá tíma og maturinn varð kaldur. Þá vissi ég að allt var búið og ég fór að pakka niður. Ég var búin að láta niður í tvær töskur þegar dyrabjallan hringdi. Það var Henry. Ég heyrði hann syngja. Og ég hugsaði: — Nei, ég opna ekki. En ég hef aldrei verið sterk eins og sumar konur. Og ég fór til dyra og opnaði og þar stóð hann, fullur. með hend- umar fyrir aftan bak. — Halló, litla stúlkan mín! sagðj, hann og laut niður til að kyssa mig. Þá varð ég alveg óð, held ég, þvi að ég sló hann utanundir. Ég hafði aldrei fyrr á ævinni slegið nokkum mann. Mig sveið í lóf- ann. Hann steig til baka og rétti fram hendumar. Vitið þér hvað var í þeim? Driscoll hristi höfuðið. — Blóm! Stærsti vöndur af orkídeum sem ég hef mokkum tíma séð. Og við sem skulduðum margra mánaða húsaleigu og skulduðum öllum og frú Gottiieb talaði ekki við mig, og hann hafði farið og eytt öllu kaupinu sínu í orkídeuvönd! Hún laut höfði sem snöggvast. leit síðan upp og það var reiðisvipur í augum hennar. — Ég tók þær og setti þær í vasa, herra Dris- coll, og svo lauk ég við að pakka og fór frá Henry. Hún dró þungt andann. — Hvað gat ég annað gert? Hann var geðbilaður! Auð- vitað saknaði ég söngsins fyrst í stað og hvemig rödd hans hljómaði þegar hann hló, en mamma kom vitinu fyrir mig fljótlega. Hún sagði að ég væri sæl og heppin. Ég efast ekki um að það var rétt. Frú Cramer reis á fætur. — Henry fór til Alaska, sagði hún lágri röddu, og drakk sig í hel. Hann dó úr lifrarbólgu. Það er 6krýtið. en ég frétti bað viku eftir að ég hitti Adam. Má ó- mögulega bjóða ykkur te? — Þökk fyrir. Við þiggjum það með ánægju. — Það tekur aðeins andartak. Þið getið litið á myndimar á meðan. Peter Link gekk yfir til hans og settist á hækjur við stólinn. Þegar frú Cramer hvarf út úr stofunni og lokaði á eftir sér, tók hann fjórar myndir í skyndi. — Ekkert er hversdagslegt, sagði Driscoll. — Hvað þá? — Það var ekkert. Ég var bara að hugsa upphátt. Hann horfði Svona nú! Komdu hvutt-i! Enga óþægð. Vertu nú eins og hundur cinusinail beztu. Róandi sprautur! S K OTTA Pabbi minn. Má þessi ungi vinur minn sálgreina þig. Karlmannaskór Hollenzkir Enskir Franskir NÝTT ÚRVAL LÁRUS G. LÚÐVÍ.GSSON, SKÓV., BANKASTRÆTI 5. Bifreiðaleigan HJÓL "’E™ I 1*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.