Þjóðviljinn - 18.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.10.1963, Blaðsíða 5
JSfi^fcudagur 18. október 1963 ÞlðÐVIUINN SÍÐA 5 ÍÞRÓTTAMERKI Eitt af þeim málum sem tekin voru til um- ræðu á Haukadalsfundinum var íþróttamerki ÍSÍ og hafði Jens Guðbjömsson framsögn í því máli. Á sínum tíma komst Jens í kynni við þetta mál á Norðurlöndum, ogf hreifst þá þegar af hug- myndinni. Hugsunin sem á bak við þetta stend- ur er sú, að fá sem flesta til að iðka íþróttir í einhverri mynd til þess fyrst og fremst að veita líkamanum eðlilega áreynslu, á tímum einhæfni í vinnu og kyrrsetu, annaðhvort í bifreið eða á skrifstofustól, nema hvorttveggja sé. Þær kröfur sem gerðar eru, og þau afrek sem menn verða að inna af hendi, eru alls ekki erf- iðar, og fólk sem hefur æft svolítið á að geta leysf þessi afrek nokkuð auðveldlega. Hér er á ferðinni mjög gott mél sem ílþróttahreyfingin ber vcmandi gæfu til að leysa, og vissulega fer mikið eftir því hvemig framkvæmdin er á- formuð. 1 erindi Jens er lítið komið inn á það atriði, en að mínu viti gefeur það haft úr- slitaiþýðingu fyrir framgang málsins. Hann segir að vísu að -íþrótta. og ungmennafélög hvar sem er á landinu gætu efnt til merkjatökumóta um helgar eða á einhverjum á- kveðnum degi”. — Ot af fyrir sig væri það ágætt ef þessir aðilar viidu taka þetta að sér, og til þess hafa þeir alla að- stöðu, en ef það er hugmyndin að þessi hreyfing nái fyrst og fremst til þeirra sem eru í lít- illi þjálfun, þá er hætt við að það missi marks. fþróttafélögin mundu í flestum tiifellum ná til hinna æfðu manna sinna og fá þá til að leysa þrautim- ar, sem væri þeim leikur einn. íþróttafélög'in hafa það mikið á sinni könnu að vafasamt er að þau geti bætt miklu á sig í því efni að ná til þess fólks sem verulega þyrfti á því að Jens Guðbjörnsson. halda að komast í líkamlega þjálfun. Nefndir „áhugamanna” fþróttasambandið ætti að hugsa sig vel um áður en það felur íþróttafélögunum ein- göngu að annast framkvæmd- ina á þessu merkilega máli, og þýðingarmikla fyrir þá sem ekki hafa komizt í samband við skemmtun og hollustu leiks og íþrótta, hafa ekki komizt í kynni við það að vera í lík- amlegri þjálfun. Hér þarf ábyggilega víðtæk- ara skipulag, þar sem ekki að- eins er leitað útí íþróttafélög- in. Það þarf að ná inn á Herraföt Drengjaföt Terylenebuxur Stakir jakkar Gjörið svo vel að líta inn VERZLUNIN SPARTA Laugavegi 87 skrifstofumar, inn í verk- smiðjumar. Það þarf að ná til ýmissa starfshópa í byggð og bæ, jafn- vel um borð í skipin okkar. Til þess að ná því takmarki sem hugsað er með þessari á- gætu hugmynd myndi hyggi- legt að leita til áhugamanna um þetta mál í byggðarlögum, stærri og smærri, sem vildu taka að sér að vinna fyrir það og skipuleggja á stöðunum. Síðan þyrfti að ná til á- hugamanna meðal starfsmanna- hópa, hvort sem þeir erj vinnandi undir beru lofti, í skrifstofum, í verksmiðjum eða um borð í skípi. Þá komum við að þeirri spurningu hvort hægt væri að koma þessu fólki öllu fyrir á æfingum félaganna; ef svo væri, er ekki nema gott um það að segja, þar eru kennar- ar. þar er aðstða. Þeir sem til þekkja munu þó álíta að það fari ekki saman æfingar keppn- isfólks og þess fólks sem æfir sér til hressingar. Og þá vakn- ar enn sú spurning, hvort við höfum saili til æfinga, eða velli sem eru lausir til afnota fyrir þetta fólk. Vafalaust mætti nýta þá aðstöðu sem fyrir er betur, en það þyrfti að skipu- leggja, og síðan hefja róður fyrir má'Iinu og fá í lið með sér dagblöðin. Þetta er það mikið verk að íþróttafélögin munu tæpast telja sig hafa starfskrafta til að sinna því sérstaklega, þessvegna væri hyggi'legast að leita til annarra en þeir sem standa í eldlínu keppnisíþróttina. Það væri að sjálfsögðu æskilegt að til þess fengjust reyndir menn í ié- lags- og íþróttamálum, og gott verk mundu þeir gera ef þeir tækju það að sér. ára þurfa að leysa þrautir þrisvar sinnum af hendi, þar af einu sinni eftir að 35 ára aldri er náð, til þess að vinna til gul'imerkis. Iþróttamerkið er aðeins hægt að taka einu sinni á ári, og ber að skila gögnum um prófið til íþróttamerkjanefndar l.S.I. fyr- ir lok janúarmnáaðar næsta árs. Ég hef hér að framan getið um eir, silfur og gullmerki, en fjórða stigið er svo framtíðar- innar, fögur stytta af íþrótta- manni. Vér Islendingar byrjum síð- astir Norðurlandaþjóðanna á þessu merkilega máli eins og áður er sagt, en ég fagna þvi innilega að bætzt hefir einn dýrmætur liður til þess að auka á fjölbreytni í íþrótta- og æskulýðsstarfi voru, sern sagt að fá almenning, fólk á öllum aldri, til meiri og hollr- ar útivistar hver við sitt hæfi, enda miðað við þrjá aldurs- flokka við íþróttamerkjatöku, þ. e. 16 — 18 ára, 19 — 40 ára og 41 árs og eldri. íþróttamerkið er aðeins kvitt- un, ef ég mætti orða það þann- ig, fyrir þvi að heilbrigðir menn hafi rækt nauðsynlega skyldu við líkama sinn, því hvað er oss nauðsynlegra á þessari vélvæðingaröld, en holl og góð hreyfing í góðum og glöðum félagss’kap? Iþrótta. og ungmennafélög hvar sem er á landinu gætu efnit til merkjatökumóta um helgar eða á einhverjum á- kveðnum degi að minnsta kosti einu sinni í mánuði, og eftir æfingar hjé h'inum ýmsu i- þróttaflokkum er oft tilvalið tækifæri til að reyna við þraut- irnar, því víðast hvar er hægt með góðum undirbúningi að leysa 1 þraut úr 3 flokkum af 5 í sama skipti. Pyrir nokkrum árum vildu Norðmenn fá Svía og Dani f landskeppni um íþróttamerki þessara þriggja þjóða. Noregur hafði þá um 10000 þátttakend- ur, en Svíar 30.000. Danir treystu sér ekki til þessarar keppni vegna þess hve blöðin í landinu veittu þeim lítinn stuðning, en Norðmenn og Svíar lögðu til atlögu. Miðað við fólksfjölda þurfta Norðmenn að auka þátttöku sína um 40% til þess að sigra. Það var há tala sögðu margir, en aðrir svöruðu: vissulega er það rétt, en ef við aðeins fáum 2 þátttakendur í víðbót frá hverju félagi verður aukningin 7000. Úrslitin urðu þau að Norð- menn sigruðu með glæsibrag og hlutu veglegan bikar að launum. Kæru fþróttasamherjar. Inn- an Iþróttasamband Islands eru nú 7 sérsambönd, 26 héraðs- sambönd með 232 íþrótta- og ungmennafélögum. Ef við sam- stillum þessa krafta af alhug fyrir þessu þjóðnytjamáli, 1- þróttamerki I.S.Í. og tilgangi þess, og setjum okkur það mark að að meðaltali tækju i- þróttamerki fjórir úr hverju félagi. Á árinu 1964 væri þátt- takendafjöldinn orðinn rúml. 1000 þá er ég ekká óánaegður, en kannski finnst ykktrr þessi tala of lág, þá verður enn gleðilegri árangur, því ef við komum þessu vei af stað, kvíði ég engu með framhaldið. Tækist vel um þessa hug-'®" mynd má fuilyrða að veikinda- dögum mundi íækka, fólkinu mundi líða betur líkamJega og andlega, það mundi auka vinnuafkösfc og vinnugleði. Æf- ingarnar mundu verka sém af- slöppun og hvíld. Hér ríður því mikið á að vél takist um framkvæmdina þegar í byrjun, og að þar verði lögð góð ráð og dýr. Hér fer svo á eftir framsögu- erindi Jens Guðbjömssonar, lítið eitt stytt: Tilgangurinn með Iþrótta- merki Iþróttasambands Islands er sá að vekja og viðhaJda á- huga manna fyrir alhliða í- þróttaþjálfun. íþróttamerkið getur hver íslenzkur ríkisborg- ari tekið, þegar hann er orð- inn 16 ára. Iþróttamerkið er gert úr eir, silfri og guili. / Iþróttaafrekum þeim, sem hver maður skaj vinna, til þess að fá merkið, er skipt í fimm flokka. Skal leysa af hendi eitt afrek innan hvers flokks og er það frjálst val þátttakanda að öðru leyti, hvaða þraut hann kýs að reyna við. Til þess að hljóta fþrótta- merkið skal inna af hendi í- íþróttaafrek þau, sem krafizt er, svo sem hér segir: Eirmerki: I fyrsta sinn, ann- að og þriðja sinn, sem þraut- irnar eru leystar af hendi, hlýtur þátttakandi rétt til eir- SVEFNBEKKIR 3 gerðir með fjaðradýnu, stækkanlegir — sængurgeymsla. Húsgagnaverzlun AXELS EYJÓLFSSONAR Skipholti 7 — Sími 10117 — 18742. mertkja, sem númeruð eru f þeirri röð sem til þeirra er unnið. Silfurmerki: 1 fjórða, fimmta, sjötta og sjöunda sinn sem þrautin er leyst af hendi, hlýt- ur þátttakandi rétt til merkis, sem númeruð eru í þeirri röð, sem til þeirra er Stúlka óskast til skrifstofustarfa nú þegar eða um næstu mánaðamót. unnið. Gullmerki: 1 áttunda sinn sem þrautin er leyst af hendi, hlýtur þátttakandi gullmerki. Upplýsingar hjá auglýsingastjóra blaðs- ins. Sími 17-500. Undantckningar vegna aldurs. a) Þeir, sem orðnir eru 30 ára, þurfa aðeins að leysa þrautimar tvisvar sinnum ar hendi til þess að hJjóta silfur- merki. b) Þeir, sem eru crðnir 30

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.