Þjóðviljinn - 18.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.10.1963, Blaðsíða 10
JQ SlÐA ÞIÖÐVILIINN Föstudagur 18. október 1963 NEVIL SHUTE SKAK- BORDIÐ gefa. Loks sagði Ihaim: — Ef þetta heldur áfram að versna, læknir, hvað þýðir það þá? Hvernig lýs- ir það sér? Ég vissi auðvitað að hann myndi spyrja uim þetta. Ég hafði Hka haft tíma tQ að hugsa. — Þér segizt fyTst hafa tekið eftir þessu fyrir sex mánuðum, sagði ég. — Enn er þetta ekki orðið yður til mikils trafala. Ég get ekki áætlað nákvæmlega hve hratt það gerist. Hann sagði óþolinmóðlega: — —Já, en hvað haldið þér lækn- ir? Ég er búinn að vera, er það ekki? Ég sagði: — Ég myndi ætla að starfsorika yðar færi minnkandi, herra Tumer. Þér gætuð hald- ið áfram eðlilegu lífi í sex eða átta mánuði í viðbót, en þessi yfirlið yrðu tíðari. Þér ættuð ekki að aka bíl framar. Og ég tel líklegt að ðll einkennin yrðu sterkari með tímanum". Hann sagði lágt: — Og eftir það dey ég. — Það er leiðin okkar allra, herra Tumer, sagði ég. 2. K A F L I Ég skrifaði Worth lækni þeg- ar ég var búinn að tala við herra Tumer á sjúkrahúsinu. Bréfið var á þessa leið: Kæri Worth læknir. Ég hef lokið rannsókn á herra John Tumer og ég hef átt tal við herra Percy Hodder sem gerði hina upphaflegu aðgerð á Tumer árið 1943 sem majór í landlhemum. Ég er búinn að rannsaka meinafræðiskýrsluna og röntgenmyndimar af höfuð- Hárgreiðslan Hárgreiðsln og snyrtistofa STEINTJ og DÖDrt Langavegi 18 III. h. Oyfta) SlMI 24616. P E R M A Oarðsenda 21. SlMI 33968. Hárgreiðsln- og snyrtistofa. Dðmur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN. Tjarnargðtu 10. Vonarstraetis- megin. — SfMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — kúpunni, sem ég sendi yður hér með. Þér munuð sjá að enn eru eft- ir þrjár málmflísar í heilaberk- inum; ég hef merkt með ör þá þeirra sem ég álít að vandræð- unum valdi. Ég lít svo á, að ó- hugsandi sé að gera uppskurð er að gagni mætti verða. Skemmd í umlhverfinu virðist valda slappleika og evima hjá Turner og áberandi sjóntmfl- anir hafa komið fram í vinstra auga. Ég hef vitað dæmi þess að svona tilfelli haldast óbreytt ár- um saman og skána jafnvel, en það er ekki algengt. Ég geri því ráð fyrir að þessi einkenni h'Já herra Tumer verði smám saman alvarlegri og hann muni ekki lifa lengur en árið. Ég vildi g'jaman fá tækifæri til að skoða hérra Tumer aft- ur eftir fjóra mánuði eða svo. Og vegna allra aðstæðna af- sala ég mér frekari þóknun. Yðar einlægur, Henry T. Hughes. Herra Tumer fór af s'júkra- húsinu meðan ég var að skrifa þetta. Hann fór með neðanjarð- arbrautinni að Piccadilly Circus og fékk að geyma tösku sína í farangursgeymslunni. Síðan gekk hanii upp Shaftesbury Avenue og beygði inn Dolpbin Stræti og gekk að Glaða veiði- manninum. Hann fór inii í bar- inn; betta var um hádegisbilið og aðeins fáir gestir. — Góðan daginh, Nellie, sagði hann. — Láttu mig bafa hálf- pott af bitter. Barstúlkan sem var glaðleg kona um fimmtugt, tappaði á könnu, þurrkaði botninn á henni með klút og rétti honum yfir borðið Herra Turner tók við benni, teygaði fjórða hlutann og lét fallast í stól. Hartn smjatt- aði. — Sá fyrsti sem ég smafcka í heila viku. sagði hann ánæg'ju- lega. — Er það satt, sagði banstulk- an vélrænt. — Ellefu pencé. Þú hefur ekki sézt hér upp á síð- kastið. — Nei, sagði herra Turner. —- Og innan skamms hætti ég lík- lega alveg að sjást hérna. —— Ertu að fara eitthvað, spurði hún áhugalaust. — Já einmitt, sagði hann. — Fara fjandans vegalengd. Hann kveikti í sígarettu, bjastraði vandræðalega við kveikjarann með vinstri hendi. — Það er óþarfi að bölva yf- ir því, sagði hún. Aðeins karlmaður veit hversu mjög barstúlkur geta hjálpað karlmönnum undir vissum kringumstæðum. — Fyrirgefðu, sagði hann. — En þú myndir bölva í mínum sporum. Ég kem beint af spítala. Þeir segja mér að ég hrökkvi upp af eftir ár eða svo. Ekkert að gera. Hún starði á hann. — Nei. . . — Svei mér þá, sagíS hann. — Ég segi ekki annað en það sem þeir sögðu við mig. —■ En hvers vegna? Það er ekkert á þér að sjá. — Það er þetta sár sem ég fékk á hausinn, sagði hann þunglbúinn. — Það er að láta vita af sér eftir öll þessi ár. — Almáttugur, sagði hún. — Þarf þá að skera þig upp? Hann hristi höfuðið. — Það eru flísar inni í því sem skemma út frá sér eða eitthvað svoleið- is. Þeir segjast ekki geta skor- ið. Hún sagði aftur: — Almátt- ugur . . . og síðan hikandi: — Það er alls ekki víst að þeir viti það með vissu, Tumer kapteinn. Ég á við það að lækn- ar segja svo margt. Vinkona mín, hún hélt að hún ætti von á barrti og læknirinn sagði það líka, en það kom ekkert bam. Það var tóm vitleysa. Kannski er þetta líka vitleysa sem þeir segja um þig. Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur, meðan þér líður vel. Hanrt saup á bjómum. — Mér líður ékki alltaf vel, sagði hann lágt. — Þeir skoðuðu mig all- an hátt og lágt á spítalanum. Þeir vita víst eins mikið og hægt er að vita. Það varð þögn. — Hvað ætlarðu þá að gera? spurði konan loks þýðum rómi. — Ég veit ekki — ég verð að velta því fyrir mér. Hann blés frá sér stóru reykskýi. — Verð að fara heim og segja konunni það fyrst. Hún veit ekkert um það ennþá. — Sögðu þeir hernii ekkert á spítalanum? 4 — Húrt heimsótti mig aldrei á spítalann, sagði herra Tum- er. — Ég var þar ekki nema viku. Hann þagnaði og sagði síðan: — Okkur semur ekki alltof vel — ekki eins vel og ég vonaðist eftir einu sinni. Ég býst ekki við að þetta breyti miklu fyrir henni, néma hvað hún verður aftur að reyna að fá sér vinnu. — Hún verður alveg miður sín, sagði barstúlkan blíðlega. — Vertu viss. — Kannski, sagði herra Tum- er hugisi. — Ég veit ekki. — Hann lauk við það sem eftir var af bjórnum. — Verð lífca að tala við þá hjá fyrirtækinu, býst ég við. — Ég myndi ekki segja þeim neitt meðan ég gæti unnið, sagði barstúlkan klókindalega. — Sum fyrirtæki em svo skrýt- in. Geta verið svo smásálarleg. — Ég held við fáum þriggja mánaða laun, sagði herra Tumer. Sjúkrabætur á ég við. Auðvitað fær maður ekki um- boðslaunin . . . Og ég veit svei mér ekki hvort ég kæri mig um að halda áfram að vinna. — Ekki það? — Tja, myndir þú gera það? Ég á við, til hvers er að halda áfram? — Ég veit svei mér ekki, sagði barstúikan. — Eitthvað verður maður að gera. —• Ég veit ekki hvað ég vil, sagði Tumer dauflega. — Ég veit ekki hvort mig langar til að selja hveiti fram í rauðan dauðann. Ég gæti vel hugsað mér að venda mínu kvæði í kross og gera eitthvað skemmti- legra, þótt lítið væri á því að græða. Þetta er heldur ekki svo lartgur tími. — Það væri nú ekki rétt hjá þér að sleppa vinnunni og kom- ast svo að raun um að þér væri batnað, sagði barstúlkan af hagsýni. — Ég hugsa, að þeir viti nú ekki allt þessir lækn- ar. — En það er ekki gaman heldur að uppgötva að maður hefur ekki gert annað alla ævi en að selja hveiti, sagði herra Tumer. Hann ýtti könnunni yfir bar- borðið. — Ég verð að halda á- fram. — Viltu annan? spurði hún. Hann hristi höfuðið. — Ég verð að fara heim og tala við konuna, sagði hann. — Hún er ekki 'hrifin af bjór. Hann renndi sér niður af stólnum og brosti til hemnar. — Allt verður eins eftir hundrað ár, sagði hann lágt. — Það segi ég. Hann gekk út á fjölfama, sólbakaða götuna. Hann hafði ætlað sér að hringja í fyrirtæki sitt, Kornivörur h.f. og jafnvel fara á skrifstofuna síðdegis. Hann tvísté á gangstéttinni á báðum áttum. Hann vildi ekki fara á skrifstofuna, hann lang- aði til að hugsa svolitið áður en hann færi þangað aftur. Hartn keypti kvöldblaðið og gekk hægt í áttina að torginu, fór inn í Homhúsið og fékk sér steik og kartöflur og enn einn hálfpott af bjór. Klukkan þrjú var hann í Wat- ford á leiðinni heim. Hann átti heima í litlu einbýlishúsi, einu af mörgum í röð, nr. 15 við Hýasintu götu. Það var notalegt lítið hús, eitt af þúsurtdum í út- jaðri Lundúna, með dálitlum garði fyrir framan með ceanoth- us tré og stærri bakgarði méð grasflöt og laburnum tré og rósarunnum. Hann opnaði með lykli sinum og kallaði hálf hrartalega: — Mollie? Það berg- málaði í tómu húsinu; hann kallaði ekki aftur. Hann ráfaði út í garðinn; það þurfti að slá blettinn, en hann treysti sér ekki til þess. Það var Triðsælt og notalegt í garð- inum þennan hlýja dag. Hann hafði ekki mikið vit á görðum. Starf hans tók mikið af frí- stundunum; hann þurfti svo oft á kvöldin að skemmta við- skiptavinum utan af landi, að hann hafði aldrei tekið upp garðyrkju af alvöru. Alltaf var eitthvað sem meira máli skipti, brauðstritið sem stóð á milli hans Qg þéss sem hartn hafði langað til að gera. Atvinnugarð- yrkjumaður kom nokkra tíma í vitou og hirti garðinn fyrir hann. Hann horfði á rósirrtar; þær voru að byrja að blómstra. Hann laut niður og þefaði af einni þeirra; ilmur hennar var fjar- lægur þeim heimi sem hann lifði í. Hann rétti úr sér, laut síðan aftur niður og bar hana að vitum sér. — Indælt þegar þær blómstra allar, tautaði hann með sjáfum sér og bann sá fyrir sér rósagarð milli hávax- inna trjáa, fjarri öðrum hús- um, afskekktan stað með ó- reglulegum gartgstígum og gos- brunni, garð forstjórans. Og svo hugsaði hann með sér, að hann ætti fyrst og fremst að njóta þess sem hann hefði nú þégar; rósir næsta árs yrðu honum til lítillar ánægju — Það tekur sinn tíma að venjast þessu, sagði hann lágt við sjálfan sig. Hann fór aftur inn í húsið og sótti hrörlegan garðstól í skápinn undir stiganum, fór út með hann og setti hann undir labumum tréð. Hann langaði til að sitja stundarkorn í garðin- um og horfa á blómin; ein- hvem veginn hafði hanrt aldrei geflð sér tíma til þess. Hann S KOTTA oo OOOO oc Það er allt I lagi að fá gæsahúð af honum, en þú mátt ekki fara alveg f rusL Fjölskyldubætur Samtovæmt almannatryggingalögum nr. 40 fná 1963, sem taka gildi 1. janúar 1964, skutu fjöiskyldubætur greiddar með öllum bömum yngri en 16 ára. Sfeuta þær að jafn- aði greiddar þeim, sem foreldraráðin hafa, eða öðrum þeim, sem annast framfærsta bamanna. Með hliðsjón af ofangreindri breytingu auglýsist eftir umsóknum þeirra, sem kunina að öðlast rétt tffli fjöl- skyldubóta þann 1. jaeúar 1964. I Reykjavík fást umsóknareyðublöð á skrifstofti vorri Laugavegi 114, og óskast þau útfyMt eins og foim þeiira segir til um, ef eftir fjölskyldubótum er óskað, og send oss fyrir 1. nóvemiber 1963. Utan Reykjavíkur fást umsófcnareyðublöð hjá umboðs- mönnum vorum sýslumönnum og bæjarfógetum. TRYGGINGASTOFNUN RlKISINS — Lífeyrisdcild •— Arshátíð Félags járniðnaðarmanna 1963 verður haldin í Þjóðleifchúskjallaranum, föstudaginn 25. október 1963 og hefst kd. 9 e. h. GÖÐ SKEMMTIATRIÐI. Aðgöngumiðar verða afhentir í skrifstofu félagsins fimmtudaginn 24. október fcl. 5—7 og föstudaginn 25. október bl. 4—6. SKEMMTINEFNDIN. Innheimtustörf Duglegir unglingar óskast til innlieinitustarfa nú þegar, hálfan eða allan daginn. ■ —'trtllyfi; Þjóðviljinn Sími 17-5-00. Bifreiðaleigan HJÓL “v«™

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.