Þjóðviljinn - 11.11.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.11.1963, Blaðsíða 1
AUKABLÁÐ Mánudagur 11. nóvember 1963 — 28. árgangur— 238. tölublað. FUNDIR f FÉLÖGUNUM ÚTI Á LANDI VORU HALDNIR í GÆR í gær voru boðaðir fundir í flestum eða öllum þeim verklýðs'fé- lögum úti á landi sem boðað höfðu vinnustöðvun í dag. Sökum þess að blaðið var prentað í gærkvöld en margir fundanna haldn- ir síðdegis í gær vannst eigi tími til þess að afla fregna a'f þeim til birtingar í þessu blaði en frá þeim verður sagi í blaðinu á morg- un, þriðjudag. STEFNA VERKLÝÐSHREYFINGARINNAR SIGRADI: RÍKISSTJÓRNIN HEYKTIST Á OFBELDISLÖGUM SÍNUM ¦ Síðari hluta laugardags, fáum kluklcu- tímum áður en atkvæðagreiðsla átti að £ara fram um ofbeldisfrumvarp ríkisstjórnarinnar, gerðust þau sögulegu og raunar einstæðu tíð- indi að ríkisstjórnin tilkynnti að hún væri hætt við að láta afgreiða frumvarpið. Ríkis- stjórnin hafði þá átt viðræður við fulltrúa verklyðshreyfingarinnar frá því seint á föstu- dagskvöld og samkomulag hafði náðst um eftirtalin atriði: Ríkisstjórnin frestaði frum- varpi sínu til 10. desember og hét því að þeg- ar í stað yrðu teknar upp heiðarlegar og al- varlegar samningaviðræður við verklýðshreyf <¦ inguna um kjaramálin; fulltrúar verklýðsfé- laganna hétu því á móti að beita sér fyrir því áð verkföllum yrði frestað til 10. desember. ¦ Þar með haf ði verkrýðshrey'fingin unnið úrslitasigur í baráttu sinni um 'frumvarp ríkis- stjórnarinnar, stjórnarflokkarnir heykíust á því að framkvæma þau áform sín að afnema réttindi verklýðsfélaganna og skipa kjaramálum verka- fólks með einhliða lagasetningu. Stefna verklýðs- hreyfingarinnar hafði frá upphafi verið sú að málin yrði að leysa með samningum, verklýðs- félögin myndu beita öllu a'fli sínu til þess að Glœsilegur mótmœlafundur Myndlrnar hér að neflan eru teknar á hinum atarf jölmenna mót- mælafundi er Alþýðusamband Islands efndi til á lækjartorgi 4. uóv. 8.1. en það er einhver fjölmennasti útifundur sem haldinn hefur verið hér í Reykjavík. Frásögn af fundin- um og Sðrum mótmælaaðgerðum ' verkalýðsins bæði hér í Reykjavík og á fleiri stððum á land- inu er á 2. síðu. >— (lijósm. Þjóðv. A.K.). im - **"- « - í? «-v,^ Myndin er tekin á því sðgulega augnabliki þegar Ólafur Thors forsætisráðherra lýsir 5'fir því í efri deild að ríkisstjðrnin sé fallin frá því að láta samþykkja ofbeldisfrumvarp sitt — eftir að hún hafði í rúma viku barizt fyrir því, og ráðherrarnir höfðu m.a. Iýst því tvð kvöld i áheyrn alþjóðar að þeir myndu standa eða falla með frumvarpi sínul brjóta hverskyns ofbeldislög á bak aftur. Verka- fólkið í landinu skipaði sér um þessa ste'fnu af þvílíkum einhug, án tillits til stjórnmálaágrein- ings, að ríkisstjórnin sá að lokum sitt óvænna, tók aftur í verki allar hóíanir sínar og stóryrði, og sæ'tti'sig við samningaleiðina. ¦ Átökin síðustu 'tíu daga hafa 'fyrs't og fremst snúizt um ofbeldisfrumvarp ríkisstjórnar- innar, þá óhjákvæmilegu nauðsyn að hnekkja öllu valdboði. Þegar sigur hefur unnizí í þeim átök- um eru sjálf kjaramálin eftir, sú óhjákvæmilega nauðsyn að verkafólk fái rétt hlut sinn gegn óða- verðbólgu og ranglátri þróun í launamálum. Sú barátta heldur áfram næsíu vikurnar, og til þess að tryggja sigur í henni þarf verka'fólk að sýna sama einhug og baráttuvilja sem hnekkti frum- varpi ríkisstjórnarinnar. Baráttan þarf að haldá áfram a'f 'fullum þunga, sá árangur sem nú he'fur náðst þarf að verða viðspyrna til nýrra sigra. Sjá 2. síðu Ósæmileg ósannindi A forsíðu Alþýðublaðsins í gær eru þau ummæli höfð eftir Emil Jónssyni s,að samkomulag við forustumenn verkalýðsfélaganna hefði ekki fengizt, þegar rætt var við þá, áður en frumvarp rík- isstjórnarinnar var flutt". Þjóðviljinn bar þessi ummæli í gær- kvöld undir Eðvarð Sigurðsson; hann svaraði: • „Þetta eru ósæmileg ósannindL Ríkisstjórnin leitaði aldrei efiir samkomulagL Við buðum samkomulag og frest, en forsætisráðherra heittaði og hefur .viðurkennt þá staðreynd á þingi. Þetta veit Emil Jónsson fullvel, og það er ekki drengilegt að fela afstöðu sína bak við ah-angar staðhæi'ingar."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.