Þjóðviljinn - 08.01.1964, Qupperneq 10
10 SÍÐA
ÞIÓÐVILIINN
Miðvikudagur 8. 'janúar 1964
ur vel. Hve gamall voruð þér þá?
— Átján ára, herra minn.
Lamboum dómari leit upp.
— Herra Carter, er allt þetta
málinu viðkomandi?
Majórinn sagði: — Ef réttur-
inn vill gera svo vel að
sýna þolinmasði, þá mun ég
fljótlega sýna fram á að þetta
er málinu viðkomandi í ríkum
mæli.
Dómarinn hallaði sér aftur á
bak. — Gott og vel, herra Cart-
er.
Verjandinn sagði: — Jæja
Hann lét ákærða segja sér í
smáatriðum í hverju hemaðar-
þjálfun hans var fólgin. 1 tutt-
ugu mínútur lýsti hann fyrir
þeim hvemig liðþjálfinn hefði
í fjögur ár verið þjálfaður í að
drepa menn, drepa þá með
handsprengju og eldbyssu, drepa
þá með Sten-byssu og brotinni
bjórflösku. Og loks þegar dóm-
endur voru famir að sýna á sér
þreytumerki, sagði hann:
— Jæja, Bent liðþjálfi, þér
gerðuzt sjálfboðaliði í innrásar-
sveitunum, var ekki svo? Herra
Constantine Paget settist upp til
að mótmæla, en hætti við það.
Þetta var fráleitt, en það myndi
spara tíma.
— Já, herra minn.
— Hvenær var það?
-—X júní í fyrra.
— I hvaða flokk voruð þér
sendur?
— Ellefta þ j álfunarflokk,
herra minn.
— Hvað var yður kennt þar
fyrst?
— Að berjast með hníf. Þér
munið það — þér kennduð sjálf-
ur á námskeiðinu.
Majórinn sagði mjúkum rómi:
r Hárgrelðsln og
snyrtistofa STEINC og Dðlíð
r Tj aneaveeí 18 III. h. (lyfta)
SlMl 24616.
P B R M A Garðsenda 51
r KtMT 33968. Hárgreiðslu- ob
MDrrtlstofa.
r Dömur! Kárgrciðsla vIO
r ailra hæfl
' TJARNARSTOFAN.
r TJarnargötu 10. Vonarstrætls-
r megin. — SÍMl 14662.
HARGREIÐSLCSTOFA
' AUSTTJRBÆ.IAB
r (Maria Guðmundsdóttlr)
' Laugavegi 13 — SlMl 14656
' ■— Nuddstofa á sama stað. —
— Satt er það.
Herra Constantine Paget reis
á fætur; þetta gat hann ekki lát-
ið viðgangast. — Herra dómari,
sagði hann. — Ég verð að and-
mæla. Athafnir háttvirts verj-
anda á öðrum stað og við aðrar
kringumstæður, koma þessu
máli ekkert við.
Lamboum dómari leit upp.
— Herra Carter?
Verjandinn sagði: — Herra
dómari, ég fór ekki fram á þann
vitnisburð sem sækjandinn and-
mælir. En fyrst málið hefur
borið á góma, er ekki nema rétt
að þið vitið, að ég þjóna kóng-
50
inum að tvennu leyti. Ég vinn
að framgangi réttvísinnar í
þessum rétti. Við aðrar kring-
umstæður og á öðrum stað þjóna
ég fyrirmælum konungsins með
því að kenna ungum mönnum
eins og Douglas Theodore Brent
að drepa aðra menn með hníf-
um. Ég get ekki gert upp á milli
bessara skyldustarfa og það er
ekki nema rétt að rétturinn fái
að vita í hverju þau eru fólg-
in. Og ef ég má reyna á þolin-
mæði ykkar nokkra stund enn.
mun ég sýna fram á að þessi
vitnisburður er engan veginn
máli þessu óviðkomandi.
Það varð löng þögn í réttin-
um. Dómendur sátu teinréttir og
það var ekki að sjá að þeim
leiddist lengur. Loks laut dóm-
arinn höfði, brosti ögn við og
sagði: — Já, herra Carter?
Herra Constantine Paget yppti
öxlum og settist aftur.
Verjandinn sneri sér að fang-
anum. — Já, ég kenndi yður að
berjast með hnífum. Var yður
kennt að gera það hljóðlega
eða með hávaða. Brent liðþjálfi?
— Hljóðlega. herra minn.
— Já. Var yður kennt að nálg-
ast fómarlamb yðar að fram-
an?
— Nei. Við áttum að læðast
aftan að honum í myrkrinu og
stinga hann í bakið.
— Hvað voru yður kenndar
margar aðferðir við þetta?
— Þrjár aðferðir, hera minn.
Verjandinn sagði: — Já. Ég
kenndi yður þrjár mismunandi
aðferðir til að læðast aftan að
manni í myrkri til að leggja
hann hnífi i bakið. Það var
dauðaþögn í réttarsainum.
— Hve gamall voruð þér þá,
Brent liðþjálfi?
— Tuttugu ára.
Verjandinn laut niður og
fletti blöðum sínum; á meðan
var löng þögn. Formaður kvið-
dómsins hvíslaði einhverju að
næsta manni. Herra Constantine
Paget hvíslaði að aðstoðarmanni
sínum: — Að hugsa sér að hann
skuli fá að halda svona áfram.
Lamboum leggur þetta allt upp
í hendurnar á honum. Svo rétti
majórinn úr sér og hélt á blaði
í hendinni.
— Jæja, Brent liðþjálfi. sagði
hann. — Þegar þér höfðuð lok-
ið því námskeiði, hvert fóruð
þér þá?
— Á námskeið í bardaga án
vopna.
— Já, vitaskuld. Hvað kenndu
þeir yður þar?
— Okkur var kennt að vinna
á vopnuðum manni með hönd-
um og fótum eingöngu.
— Já. Áttuð þið að vera
mjúkhentir við hann?
— Nei. Okkur var kennt að
drepa hann.
— Já, ykkur var kennt að
drepa mann með berum hönd-
unum og með fætuma til hjálp-
ar. Hvemig gekk yður þar. lið-
þjálfi? Hvaða einkunn fenguð
þér að námskeiðinu loknu?
— Ég fékk einkunnina
— Fullnægjandi.
— Hver undirritaði skírteinið
yðar?
— Willis kapteinn, herra
minn.
Verjandinn hélt á loft blaði.
— Herra dómari, ég hef hér
þetta skírteini hans, undirritað
af liðsforingja konungsins, sem
lýsir því yfir að hann hafi þjálf-
að fangann í þeim athöfnum
sem áður er lýst og frammistaða
hans hafi verið fullnægjandi. Ef
hæstvirtur sækjandi æskir þess,
get ég kallað á Willis kaptein á
morgun til að staðfesta gildi
þessa skírteinis, en vegna anna,
þætti mér gott að komast hjá
því. Ef háttvirtur sækjandi get-
ur fallizt á að skírteini þetta sé
gott og gilt, þá er það öllum í
hag.
Dómaranum var fengið skjal-
ið, og hann leit á það og fékk
síðan sækjandanum. Herra Con-
stantine Faget leit á það og
kinkaði kolli. Dómarinn kinkaði
kolli til Carters majórs sem
sneri sér að fanganum og sagði:
— Brent liðþjálfi. hafið þér
nokkurn tíma lært hnefaleika?
— Nei, herra minn.
— Að undanskildu þessu nám-
skeiði í vopnlausum aðgerðum,
hafið þér þá nokkurn tíma lært
að slást með berum hnefunum?
— Nei, 'nerra minn.
— Var þetta námskeið eina
kennslan sem þér hafið hlotið í
bardaga án vopna?
— Já, herra minn.
— Jæja. Brent liðþjálfi, við
skulum hverfa aftur til nætur-
innar þegar hinn látni, herra
Seddon, beið bana. Þegar þér
réðuzt á hann á gangstéttinni
fyrir framan veitingahúsið,
hvemig var yður þá innan-
brjósts?
Liðþjálfinn hikaði. — Ég var
ofsareiður, sagði hann loks.
— Ég hjólaði bara í hann.
— Þér voruð mjög reiður
honum?
— Já. Það var ég.
— Hvers vegna var það?
— Jú. það var út af því sem
hann sagði við vinkonu mína og
eftir nuddið í honum allt kvöid-
ið og svo sparkið í rassinn.
— Já. Jæja, eftir að hann
sparkaði í yður, dokuðuð þér
þá við og íhuguðuð hvað þér
ætluðuð að gera?
— Nei, herra minn. Ég réð-
ist bara á hann.
— Hvernig réðuzt þér á hann?
Hvað gerðuð þér?
— Ég nálgaðist hann eins og
ég hafði lært á námskeiðinu.
— Já, eins og þér höfðuð lært.
Hvað gerðuð þér fyrst?
— Jú, hann stóð andspænis
mér, svo að ég gaf honum
spark í — fyrir neðan beltisstað.
— Já, þér spörkuðuð fyrir
neðan beltisstað. Hvað gerðist
þá?
— Það tókst vel og hann
beygði sig í keng, svo að ég
komst aftan að honum og kom
honum upp að vegg með oln-
bogann undir hökunni á honum
og hnéð við hrygginn.
— Já. Hvar lærðuð þér þetta?
— Á vopnlausa námskeiðinu.
— Já. Og þegar þér hertuð að
með handleggjunum og hnján-
um til að ýta höfði hans afturá-
bak, hvað höfðuð þér þá í
hyggju?
Liðþjálfinn sagði: — Ég ætl-
aði bara að þjarma dálítið að
honum. Ég hafði ekkert annað í
huga. Láta hann finna fyrir
því, vegna þess sem hann sagði
um vinstúlku mína.
— Já, þér hafið aðeins ætlað
að meiða hann lítillega. Á þessu
vopnlausa bardaganámskeiði,
hafði þá nokkur kennt yður
hvenær þér ættuð að losa takið
til þess að maðurinn hrygg-
brotnaði ekki?
— Nei, herra minn. Okkur var
kennt að beita öllu afli og Ijúka
þessu af.
— Beittuð þér öllu afli við
þetta tækifæri?
— Nei.
— Eruð þér vissir um það?
— Já, já. Ég hefði getað tek-
ið miklu harðar á honum en ég
gerði.
— Streittist hann á móti?
— Já, já. Hann var mjög stór
og miklu stærri en ég. Ég held
ég hefði ekkert getað ráðið við
hann á venjulegan hátt.
— Jæja. liðþjálfi, þegar þér
þrýstuð að honum eins og þér
gerðuð, hvað gerðist þá?
— Jú, hann varð hálfmáttlaus
og hætti að berjast um. svo að
ég sleppti honum. Og hann
lyppaðist niður.
— Voruð þér hissa þegar hann
féll til jarðar?
— Já, herra minn. Ég skildi
eiginiega ekkert i því.
— Af hverju voruð þér hissa?
— Jú. hann var svo stór og
þrekinn, miklu þyngri og stærri
en ég. Og ég tók ekki nærri því
á öliu sem ég átti til.
— Þegar hann féll til jarðar,
hvað gerðuð þér þá?
— Ég aðgætti hvort það væri
allt í lagi með hann og hann
dró andann með eins konar
hryglu og stundi.
— Sagði hann nokkuð?
— Nei. Ég heyrði hann ekki
segja neitt.
— Og hvað gerðuð þér svo?
— Ég fór að símaklefa og
hringdi í veitingahúsið og sagði
þeim að það lægi veikur maður
á gangstéttinni fyrir utan.
Verjandinn sneri sér að dóm-
endum. — Yðar hágöfgi. sagði
hann. — Ég mun ekki leggja
fleiri spumingar fyrir þetta
vitni.
Herra Constantine Paget reis
á fætur. Hann gerði ekki lengur
ráð fyrir að úrskurðurinn myndi
hlióða upp á morð og hann ætl-
aði sér ekki að draga málið á
Geturðu sagt mér hvar
Strandgatan er? Ef þú geng-
ur þessa götu, þá iendirðu á
Strandgötunni, það er líklcga
þridja þvergata bcðan.
Þú vildir víst ekki vera
svo góður að vísa mér
skemmstu leið að ráðhúsinu?
Sjáifsagt, kæra frú, það er
ifcérna á næsta götuhorni.
Bara að ég muni þetta.
Þegar ég kem að stóra rauða
húsinu á ég að beygja tii
vinstri og ganga síðan beint
áfram dálítinn spöl — beygja
síðan .......
Ódýr og góð kort af borg-
inni til sölu!!!
SKOTTA
Ég var búin að margsegja þér, að ég heyrði eitthvert dularfullt
hljóð!!
Berlínarbréf
Framhald af 7. síðu.
einingu beggja þýzku ríkjanna
á grundvelli sameiginlegra
kosninga. Ekki löngu síðar hóf
V-Þýzkaland hervæðingu og
gekk í NATO. Þar með var
Þýzkaland klofið og samein-
ing gat ekki komið til greina
undir þeim kringumstæðum
sem voru og eru A-þýzka
stjórnin lýsti yfir að sameinað
Þýzkaland myndi =idrei verða
hernaðarsinnað Þýzkaland —
aldrei.
í sinn hvorum hluta Þýzka-
lands þróuðust andstæð þjóð-
féiagskerfi, sem aldrei gátu
sameinazt sem slík, og að tala
um sameiningu eða innleiðslu
hins hlutans á þessu þróun-
arstigi. eins og v-þýzka stjóm-
in gerir enn þan dag í dag, er
að hóta stríði, því að aðeins
með striði má slíkt ske —
geti það þá þannig átt sér
stað, og það er kjami máls-
ins.
Að sjálfsögðu segja þýzkir
sósíalistar að eftir því sem mál-
in hafa þróazt muni sameinað
Þýzkaland úr þessu aðeins
verða sósíalskt Þýzkaland. En
eins og vitað er, stendur ekki
fyrir dyrum að byggja upp
sósialisma í V-Þýzkalandi. Því
getur aðeins verið um friðsam-
lega sambúð þessara tveggja
ríkja að ræða, ætli annað ekki
að reyna að gleypa hitt með
stríði. Það er ekki um neitt
annað að ræða, aðeins annað
hvort! Þannig standa málin í
dag.
In hvemig má leysa þetta
Þýzkalandsvandamál eins og
það stendur í dag — hvaða
leið er vænlegust og hverjir
eru möguleikar og skilyrði
fyrir því, að hún geti verið
farin og þar með stríðshættu
bægt frá þýzkri þjóð og öll-
um heimi?
Kvikmyndir
Framhaid af 4. síðu.
endemum. Hafa höfundar
kvikmyndahandritsins greini-
lega verið í vanda með að
koma öllum þessum stjömu-
fans að. Annars eru hugmynd-
ir þeirra oft bráðsnjallar og
tvíræðu tali mjög skemmtilega
beitt, einkum í sambandi við
graðhestinn góða Don Juan.
Kvikmyndahúsið lætur þess
ekki getið. hver samið hefur
íslenzka textann við myndina
og er það einkennilegt því
hann ber vott um vandvirkni
og hugkvæmni.
H.B.
Sendisveiaar
óskast strax, hálfan eða allan daginn.
Upplýsingar í skrifstofu Þjóðviljans
sími 17 500.
ÞjóSviijinn
f