Þjóðviljinn - 09.01.1964, Síða 2
2 SlÐA
ÞlðÐVILIINN
Fimmtudagur 9. janúar 1964
F. í. B. gagnrýnir...
KR-INGAR
Framlhald af 5. síðu.
lag Rvíkur og fékk næstum
tvöfallt fleiri stig en önnur fé-
íög til samans. Að venju
kepptu KR-ingar víða bæði
innanlands og utan. Deildin
tók á móti 20 sænskum frjáls-
íþróttakonum frá Gautaborg.
Sunddeildin átti 40 ára af-
mæli á árinu. Glæsilegt sund-
mót var haldið í tilefni þess.
Sundknattleikslið deildarinnar
tók þátt i öllum sundknatt-
leiksmótum og stóð sig með á-
gætum, þótt ekki tækist því að
sigra.
KR hyggst nú bæta við í-
þróttamannvirki sín.
Það kom fram á aðalfundi
KR, að íþróttamannvirkin við
BEIT
ÚTSALAN
KJÓLAR
PILS
BUXUR
'ÚLPUR
Mikill afsláttur
Klapparstíg 44.
Her-
prestur
Nú um áramótin fækkuðu
Bandaríkjamenn nokkuð
starfsliði sínu á Keflavíkur-
flugvelli, sögðu upp bæði er-
lendum mönnum og innlend-
um. Var þetta að sögn gert
í sparnaðarskyni, þvi þótt
vörn frelsis og lýðræðis sé
mikilvæg má hún að sjálf-
sögðu ekki kosta of marga
dollara. Hins vegar munu ís-
lenzk stjórnarvöld hafa haft
nokkrar áhyggjur af þessu
skarði sem höggvið var í
varnir landsins, og því var
gripið til gagnráðstafana. Var
þjóðkirkjan látin legga til
sérstakan prest til starfa á
vellinum, Braga Friðriksson,
og borga íslenzkir skatt-
greiðendur kostnaðinn af at-
höfnum hans, þannig að doll-
aranum er réttilega hlíft. Var
sannarlega tími til kominn
að fslendingar eignuðust her-
prest, og er sízt að efa að
þetta nýmæli í styrjaldar-
tækni muni gefast mjög vel.
fslenzkir klerkar eru áður
kunnir fyrir að binda endi á
eldgos og hraunflóð með fyr-
irbænum sínum; hví skyldu
þeir þá ekki einnig geta snú-
ið við eldflaugum og hel-
sprengjum? Það er að minnsta
BYGGJA
Kaplaskjólsveg eru nú skuld-
laus eign félagsins. Félagsheim-
ilið var tekið i notkun fyrir
réttum 10 árum. og hefur tek-
izt á þessum 10 árum, fyrir
frábæra atorku forustumanna
félagsins, að greiða niður all-
ar skuldir og afborganir af
heimilinu og nú er svo komið,
að þessar miklu eignir eru
skuldlausar.
En KR-ingar hyggjast ekki
láta hér staðar numið. Þegar
á næsta ári verður væntanlega
hafízt handa um byggingu nýs
íþróttasalar, helmingi stærri
en þessi, sem nú er í notkun,
því nú þegar er svo komið, að
KR-heimilið er nær eingöngu
not^ð til æfinga fyrir félags-
menn og dugir þó hvergi til.
Formaður hússtjómar KR er
Gísli Halldórsson, en gjald-
keri Sveinn Bjömsson.
KR 65 ára á þessu ári
Á þessu ári, þ. e. 1964. verð-
ur Rnattspymufélag Reykja-
víkur 65 ára. Þessa afmælis
verður að sjálfsögðu minnzt
með ýmislegu móti, og er þeg-
ar hafinn undirbúningur að
hátíðahöldum og afmælismót-
um í því tilefni,
Eins og sjá má af fréttum
frá aðalfundi félagsins, fer KR
ört vaxandi, bæði félagslega og
íþróttalega. Er nú svo komið,
að innan vébanda þess eru nú
starfandi um 1800 félagar, og
lætur nærri, að það sé um
30% af virkum íþróttamönnum
í Reykjavík og 12% af öllu
íþróttafólki landsins.
A aðalfundinum var stjóm
félagsins öll endurkjörin, en
hana skipa: Einar Sæmundsson
formaður, Gunnar SigurðsSon
ritari. Þorgeir Sigurðsson
gjaldkeri, og aðrir í stjóm:
Sveinn Bjömsson, María Guð-
mundsdóttir, Birgir Þorvalds-
son, Agúst Hafberg, Hörður
Óskarsson
kosti reynandi, ekki síður en
aðrar vamir.
Jafnframt getur hann einn-
ig sinnt víðtækari athöfnum.
Hann hefur að undanförnu
verið æskulýðsfulltrúi Reykja-
víkurborgar, og á að sögn
blaða að halda áfram hlið-
stæðri starfsemi á Suður-
nesjum. Hemámsliðið hefur
sem kunnugt er látið æsku-
lýðsmálefni mjög til sín taka
og m.a. sótt til Reykjavíkur
heila bílfarma af ungúm
stúlkum fyrir milligöngu
varnaxmáladeildar utanríkis-
ráðuneytisins. Nú getur Bragi
Friðriksson haldið uppi
sálmasöng á kynningarmótum
heimanna og reykvískra ung-
meyja og framkvæmt skyndi-
giftingar ef á þarf að halda,
til þess að tryggt sé að vest-
rænar varnir samræmist
kristilegu siðgæði í einu og
öllu.
Siðast en ekki sízt er það
mjög athyglisverður atburð-
ur að biskup fslands skuli
innlima herstöðina á Miðnes-
heiði í þjóðkirkjuna. Þannig
er einnig kirkjan að gera
hernámið að varanlegu og
eðlilegu ástandi. Senn munu
hefjast kröfur um veglega
kirkjubyggingu á Keflavík-
urflugvelli, og væntanlega
mun þvílíkur staður talinn
verðskulda sérstakan biskup
áður en lýkur. — Austrl.
Framhald af 12. síðu.
mesta bílaþjóð i heimi miðað
við fólksfjölda og hér væru um
140 tegundir af bílum í land-
inu.
Gífurlegir skattar á
bílaeigendur
Gífurlegir skat'l r hafa ver.ð
lagðir á þifreiðaeigendur undan-
farin ár Qg hefur aðeins h'till
Á hinu nýbyrjaða ári má gera
ráð fyrir að bifreiðaeigendur
greiði um 570 milljónir í skatta
af bifreiðum og rekstrarvörum
þeirra, en af þeirri upphæð
renna 244 milljónir til vega og
er það næstum sama hlutfalls-
tala og árið 1960.
Hér er allt of skammt geng-
ið, hlutur veganna of lítill, en
skerfur ríkissjóðs til annarra
þarfa of stór.
Rétt er að vekja athygli á
þvi, að aukning á vegafé 1964
stafar nær eingöngu af aukn-
um sköttum á benzíni og bílum.
Alvarlegast er þó, hvað litl-
ar framkvæmdir verða á næsta
ári í vegamálum borið saman
við hina miklu skattaálagningu
á bifreiðaeigendur. Er það sér-
staklega hér í höfuðstaðnum og
nágrenni hans.
Ilimim sparsömu refsað
f hinum nýju vegalögum og
Olíumálið
Framhald af 8. síðu.
Iceland Air Defence Force
21. Hlífar á stiga (canvas
bumpers), 1 ks., innfl með m!Js
Tröllafossi 13. ágúst 1958, við-
takandi á farmskirteini tilgr.
Iceland Air Defence Force
(ath. tollinnflutningsskýrslu)
útg. 30. des. 1958 á nafn Ol-
íufélagsins h7f varan köiluð þar
,,varahlutir í benzíndælur”).
á farmskýrteini tilgr. Icl. Air
aðflutningsgjöld greidd 28. jan.
1959.
22. Bifreiðavarahlutir 22 stk.
(20 loose rear springs, 2 cases
oommercial motor chassis
parts), innfl. með m/s Reykja-
fossi 11. nóv 1958, viðtakandi
á farmskírteini Iceland Air
Defence Force. (Ath..: Sótt um
innfl.leyfi 12. jan. 1959, leyfið
veitt 20. jan. Innfl.skýrs’a
útgefin á nafn Oliufélags-
ins h7f 2. febr. og aðfl.gjöld
greidd 6. ágúst 1959)
23. Bifreiðavarahlutir, (auto-
parts), 1 ks., innfl. með m/s
Fjallfossi i desember 1958, við-
takandi á farmskírteini tilgr.
Iceland Air Defence Force
(Ath^; Tollinnflutningsskýrsla
útg. á nafn Olíufélagsins h7f
2. febr. 1959, aðflutningsgjöld
greidd 18. júní 1959)
Ákærðum Hauki Hvannberg
er gefið að sök:
24. Að hann hafi í bréfi til
fjármálaráðuneytisins dags. 24.
júní 1958 skýrt ranglega svo
frá, að benzínafgreiðslubíll,
sem HlS hafði keypt í Banda-
ríkjunum, væri fenginn til
leigu frá Esso Export Corp-
oration 1 — 1 % ár, svo og
látið tilgreina ranglega í to
tollinnflutningssk. leigu fyrir
tækið, $ 2000.00, og fengið að-
flutningsgjöld reiknuð samkv.
því. (Ath.: Innfl.leyfi fengið
fyrir bílnum 1959 og aðflutn-
ingsgjöld greidd þá).
Brot þau, sem talin hafa
verið í þessum kafla ákærunn-
ar, 1 — 24, teljast öll varða
við 146. gr. alm. hegningar-
laga og 1. mgr. 38. gr. 1 6871956
um tollheimtu og tolleftirlit.
hluti af þessum sköttum runnið
til vegaframkvæmda hér á landi
og leitun mun vera á landi i
heiminum, þar sem jafn hörmu-
legt ástand ríkir í vegamálum
og eru þó góð samgangukerfi
undirstaða að velmegun heilla
þjóðfélaga. Þeir afhentu eftir-
farandi töflu, sem sýnir þessa
skattalagningu og hvað mikið
hefur runnið til vegamála:
skattlagningu bifreiðaeigenda í
sambandi við þau, þá fara
dieselbifreiðaeigendur einna
verst út úr þessu og þá eink-
um eigendur léttra dieselbif-
reiða.
Þungaskattur á benzinbifreið-
um helzt óbreyttur, en mikil
hækkun er á þungaskatti á
dieselbifreiðum. Sérlega ósann-
gjarnt er tvímælalaust, að allar
bifreiðar undir 2000 kg. að nettó
þyngd beri sama skatt og þar
sem dieselbifreiðar eru leiðin-
legri í rekstri en benzínbifreið-
ar, en rekstur þeirra höfðar til
sparsemdar fyrir þjóðarbúið og
einstaklingana, þá er þetta eig-
inlega refsing til þeirra ein-
staklinga, sem spara fyrir þjóð-
arbúið og er ekki sæmandi fyr-
ir alþingismenn að sýna slíkan
skilningsskort á þjóðaruppeldi.
FÍB bendir á úrbætur
Helztu niðurstöður til úr-
bóta á hinu nýja frumvarpi eru
að dómi FÍB:
a) — Hinir sérstöku skattar,
sem lagðir hafa verið á bif-
reiðar og rekstrarvörur þeirra
á undanfömum árum hafa num-
ið svo stórum fjárhæðum, að
fyrir þær hefði verið unnt að
koma fjölfömustu leiðum hér
á landi í gott lag.
Allt of mikið hefur verið
gert aí því að sóa fjármagni
til vegalagna í stutta vega-
spotta til atkvæðaveiða fyrir
pólitízka flokka úti á lands-
byggðinni.
Þegar tekið er tillit til þess,
hvemig tekjum ríkissjóðs af bif-
reiðum og rekstrarvörum þeirra
hefur verið varið undanfarin ár,
og hve lítið hefur verið notað
til vega, er ekki óeðlilegt, að
nú verði breytt um stefnu,
þannig að 2/3 að minnsta kosti,
af þeim tekjum verði varið til
veganna. En samkvæmt því
ætti vegafé ad vera nálægt
380 milljónum
Vegalög þurfa að tryggja
nægt fjármagn til vegamála,
annars verða þau dauður bók-
stafur, eins og lögin um Aust-
urveg frá 1946, sem ekki voru
framkvæmd, en felld úr gildi á
síðasta Alþingi.
b) — Þriðja kafla laganna
þarf að breyta þannig, að C-
flokki verði bætt við hraða-
brautir, það er veg með 200 til
1000 bifreiðir á dag.
c) ' — Reglum um þungaskatta
þarf að breyta þannig, að bif-
reiðir standi sem jafnast að
vígi gagnvart þessum skatti og
hann miðist á sem nákvæm-
astan hátt við slit þeirra á veg-
um.
d) ' — Þá teljum við að fella
beri niður ákvæði um endur-
greiðslu á benzínskatti og
þungaskatti.
e) — Auka þarf fé til rann-
sóknarstarfsemi. — f vegalögum
þarf að vera ákvæði um rann-
sóknarstofnun hjá vegagerð
ríkisins, sem ynni að sérstök-
um innlendum rannsóknarverk-
efnum.
í stuttu máli virðist stefnan
vera sú að blóðmjólka bif-
reiðaeigendur í landinu, sem
vegna vinnu sinnar í nútíma
þjóðfélagi þurfa á bifreið að
halda sem hverju öðru nauð-
synlegu tæki í annríki dagsins.
Framkvæmdir vegamála í
höndum Alþingis miðast allt of
mikið við atkvæðaveiðar við
lagningu á smáspottum úti á
landsbyggðinni. Bóndi í sveit
fær til dæmis veg lagðan heim
að bænum og brú yfir ána og
síma lagðan í bæinn. Dæmi eru
til þess, að hann noti símann
til þess að panta bíl til þess
að flytja búferlum af bænum
í kaupstaðinn og ’örðin lögð
í eyði, sagði formaður FÍB að
lokum.
LAUGAVEGI T8 SfMt 191 TS
TIL SÖLU:
2 herb. góð kjallaraíbúð
við Flókagötu. sér inn-
gangur, hitaveita.
2 hcrb. nýleg íbúð við As-
braut.
2 herb. lítil ibúð við Fálka-
götu. \óð kjör.
3 herb. risíbúð við Lauga-
veg, sér hitaveita.
Timburhús við Þrastargötu.
Timburhús á eignarlóð í
Þingholtunum. 3 hæðir og
kjallari.
Múrhúðað timburhús, 3
herb. fbáð, selst til flutn-
ings ásamt lóð við Vatns-
enda. Tækifæriskjör.
Parhús við Asgarð.
Parhús við Digranesveg.
Einbýlishús við Garðaflöt
í Garðhreppi, fokhelt.
Byggingarlóð i Kópavogi,
með teikningum o.£L
Höfum kaupendur með
miklar útborganir að öllnm
tegundum íbúða.
Ásvallagötú 39,
sími 33687, kvöldsími 23608
TIL SÖLU:
3 herb. fbúð á í. liœð í
sambýlishúsi á bezta stað
í Vesturbænum. Mjög
faileg íbúð. vondöð. Sér
herbergi í risi. Maíbiknð
gata. ræktuð lóð.
2 herb. íbúð i Vogunttm-
1. hæð. Laus strax. Sér-
lega þægileg og skemnrti-
leg fbúð.
4 herb. íbúð í Hlíðahverfi.
3 herb. íbúð á Seltjamar-
nesi. Malbikuð gata.
Strætisvagn og verzlanir
á næsta horni.
6 herb.hæðir í úrvali á
hitaveitusvæðinu. fbúðim-
ar, sem eru 1 tvíbýlishús-
um seljast fofcheldar með
uppsteyptum bílskúr.
Hitaveita.
MIKIÐ ÚRVAL af 4 — 6
herbergja íbúðum í sam-
býlishúsum. Seljast til-
búnar undir tréverfc til
afhendingar með vorinu.
Hitaveita.
MUNIÐ AÐ EIGNASKIPTI
ERU OFT MÖGULEG HJA
OKKUR.
BÍLAÞJÖNUSTA
— NÆG BlLASTÆBl
&
MPMIIGtRö KIMSINS
ESJA
fer vestur um land í hringferð
11. þ.m. Vörumóttaka í dag til
Patreksfjarðar, Sveinseyrar,
Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar,
Suðureyrar, ísafjarðar, Siglu-
fjarðar, Akureyrar, Húsavíkur
og Raufarhafnar. — Farseðlar
seldir á fimmtudag.
Skrifstofan er opin daglega kl.
2-7 e.h. og félagsheimilið er
opið öll kvöld.
Tilkynning frá Fiskimálasjóði
Öllum þeim útgerðarmönnum eða fyrirtækjum,
sem hafa í höndum lánsloforð frá Fiskimálasjóði
vegna bygginga eða endurbóta á fiskvinnslustöðv-
um eða hliðstæðum mannvirkjum, er hér með
gert skylt að senda stjóm Fiskimálasjóðs í póst-
box 987, Reykjavík, eigi síðar en 31. marz 1964, eft-
irfarandi upplýsingar:
1. a) Hve langt er framkvæmdum komið, sem
lánsloforðið er bundið við.
b) Sem staðfesting á þessum upplýsingum skal
fylgja vottorð byggingarfulltrúa eða bygginga-
nefndar á viðkomandi stað.
2. Sé framkvæmdum ekki lokið, fylgi áætlun, hve-
nær verkinu verði væntanlega lokið.
3. Einnig upplýsi væntanlegir lántakendur, hve- •
nær þeir óska að lánið verði afgreitt. Afgreiðsla
lána fer þó aldrei fram fyrr en framkvæmdum
er lokið og tilskilið mat o.þ.h. liggur fyrir hjá
sjóðsstjórninni.
Þeir aðilar, sem hafa í höndum lánsloforð sjóðs-
stjómarinnar og ekki senda framanritaðar upplýs-
ingar fyrir tilskilinn tíma (31. marz 1964), skulu
ganga út frá því, að lánsloforð þeirra séu þar með
fallin niður. — Ef aðilar, er ekki senda umbeðnar
upplýsingar, óska, að mál þeirra verði tekið fyrir
aftur, verður farið með þau, sem nýjar lánbeiðnir.
Reykjavík, 7. janúar 1964.
STJÓRN FISKIMÁLASJÓÐS.
Tjarnargötu 4, Reykjavík.
Ár Tekjnr Framlög Mismunur Framl.TTekjnr
1960 260 millj. ca. 110 millj. 150 millj. 42,3 %
1961 288 millj. ca. 130 millj. 168 millj. 44,9%
1962 388 millj. ca. 130 millj. 258 millj. 33,50/o
1963 ca. 470 millj. ca.145 millj. 325 millj. ca. 29,58/ö
1964 ca. 570 millj. ca. 244 miilj. 326 millj. ca. 43,0%
Þjóðviljann vantar blaðburðarfólk — Sími 17-500
I