Þjóðviljinn - 09.01.1964, Síða 3
Fimmtudagur 9. janúar 1964
MðÐVILIINN
SlÐA J
Yiðtal við Edgar Faure vekur athygli
Franska stjórnin er nú talin ætla að
koma á stjórnmálasambandi við Kína
PARÍS 8/1 — Það liggur nú ljóst fyrir, að stjórn de
Gaulles hefur fullan hug á að viðurkenna Kínverska Al-
þýðulýðveldið og taka upp stjórnmálasamband við land-
ið. Ummæli Edgars Faure, fyrrverandi forsætisráðherra
Frakklands, í blaðaviðtali í dag, eftir heimkomuna frá
Kína, benda eindregið í þessa átt. Faure fór til Kína í
nóvember, og var hálft í hvoru sendur af de Gaulle.
Faure ráðgaöist við de Gaulle
forseta bæði fyrir og eftir Kína-
för sína, og er talið að forsetinn
hafi sent hann til þess að und-
irbúa jarðveginn fyrir nýtt sam-
band milli landanna. Lagði hann
af stað í nóvembermánuði og
ræddi við marga kínverska ráða-
menn.
Atkvæði með Kína í SÞ
1 viðtali við fréttastofuna AFP
og Parísarblaðið „Le Figaro"
sagði Faure meðal annars, að
Frakkar mættu ekki setja nein
skilyrði, sem komið gætu í veg
fyrir, að samningar náist. Einnig
bætti hann við. að Frökkum
bæri engin skylda til að slíta
sambandi við stjómina á For-
mósu, þótt þeir viðurkenni Kín-
verska Alþýðulýðveldið.
Faure hélt þv£ fram í viðtal-
inu, að ef franska stjómin við-
urkenni Kína sé óhjákvæmilegt
að greiða atkvæði með því, að
Kína fái inngöngu í Sameinuðu
þjóðimar. Hann benti á að
margar þjóðir í Atlanzhafs-
Edgar Faure
bandalaginu og SEATO hafi
tekið upp stjómmálasamband
við Kína. „Og því skyldum við
vera strangari en t.d. Noregur
og Pakistan?"
Friðsamleg Iausn á deilunn!
við Indland
Aðspurður kvaðst Faure álíta
að hægt sé að finna friðsamlega
lausn á deilunni milli Kína og
Indlands. Hann hliðraði sér hjá
að svara þeirri spumingu hvor
aðilinn ætti sök á deilunni, en
sagðist ekki halda, að Kínverj-
ar hafi í hyggju að sölsa Ind-
land undir sig.
í>á var hann spurður hvort
hann áliti. að Kínverjar hafi
ætlað sér að þjarma að fjárhag
Indlands með því að neyða þá
til að veita meira fé til land-
vama. Þessu svaXbS* Faure neit-
andi.
Lyndon B. Johnson:
Lækkum útgjöld ríkisins
um 500 milljónir dollara
WASHINGTON 8/1 — Lyndon B. Johnson Bandaríkjafor-
seti flutti hinn árlega forsetaboðskap til þingsins í dag.
Hann hvatti þingið til þess að styðja stefnu Kennedys
í innan- og utanríkismálum og kom þinginu á óvart með
því að tilkynna, að hann muni bera fram tillögu um að
tilkynna lækkun útgjalda ríkisins á komandi fjárlagatíma-
bili. Einnig lagði hann fyrir þingið áætlun í 10 liðum, sem
stefnir að því að koma í veg fyrir ófrið.
Forsetinn hvatti þingið í ræðu
sinni til þess að segja fátækt-
inni í Bandaríkjunum stríð á
hendur. Sagði hann, að takmark
þessarar baráttu væri að veita
þeim fimmta hluta bandarískra
fjölskyidna úrlausn. sem hafa
svo litlar tekjur, að þær geta
ekki fullnægt frumstæðustu
þörfum sínum. Johnson sagði að
það væri skylda Bandaríkjanna
að sanna yfirburði efnahags-
kerfis síns.
Sagðist hann í fjárlagafrum-
varpi leggja til, að útgjöld ríkis-
ins lækki niður í 97,9 milljarða
dollara, eða um 500 milljónir
dollara frá því sem þau voru á
yfirstandandi fjárlagatímabili.
Búizt var við að útgjöld ríkisins
myndu hækka upp í 100-103
milljarða dollara.
Hann hvatti þingið og til þess
að samþykkja frumvarpið um
jafnrétti allra bandarískra þegna
og frumvarpið um skattalækk-
anir. Sagði hann að nauðsynlegt
væri að lækka skatta um ellefu
milljarða dollara. Það mundi
hafa í för með sér aukna
atvinnu og nýja markaðsmögu-
leika.
Benti hann á nauðsyn þess að
brúa bilið milli austurs og
vesturs. Sagði forsetinn að
stjómin muni leggja fram nýj-
ar tillögur varðandi eftirlit. á
ráðstefnunni um afvopnunarmál,
sem haldin verður í Genf 1
þessum mánuði.
Að lokum lagði hann fram á-
ætlun 1 10 liðum, sem miða
skal að friði.
Kona slasast
f gærdag varð umferðarslys
á gatnamótum Hringbrautar og
Laufásvegar og ók bifreiðin
Y-1346 á konu nokkra, sem ætl-^
aði yfir götuna. Henni var þeg-
ar ekið á Slysavarðstofuna og
síðan á Landakotsspítala. Kon-
an heitir Ásta Lárusdóttir til
heimilis að Grenimei 21
Þá ók Volkswagenbifreiðin
R-15014 út aí veginum við Am-
arneslæk og skemmdist bifreið-
in nokkuð. Eigandi bifreiðarinn-
ar er Sigurjón Ögmundsson
Betty Allen syngur
með Sinfóníunnl
1 kvöld, fimmtudag, verða
fyrstu tónleíkar Sinfóníuhljóm-
sveitar lslands á þessu ári og
eru það jafnframt 7. tónleikar á
yfirstandandi starfsári Sinfóníu-
hljómsveitarinnar. Einsöngvari
verður hin heimsfræga söngkona
Betty Allen.
Á efnisskránni em Tragískur
forleikur eftir Brahms, Sinfónia
númer sjö eftir Séhubert,
„Ljóð föramannsins" eftir Gust-
av Mahler. Er þetta í fyrsta
skipti sem Sinfóníuhljómsveitin
Trésmiðafélag Reykjavíkur
TILKYNNIR
Frá og með fimmtudeginum 9. þ.m. hækka
allir kauptaxtar Trésmiðafélags Reykja-
víkur um 15% og gildir það til 21. júní
1964 hafi ekki tekizt samningar fyrir þann
tíma. — Jafnfram’f er verkfallinu aflýst.
tekur verk Mahlers til meðferðar
og mun hann lítt þekktur hér-
lendis. Stjórnandi verður Róbert
Abraham Ottósson.
Betty Allen mun flestum tón-
listarannendum að góðu kunn,
en þetta er í annað sinn sem
hún kemur fram hér. Söng-
konan mun að þessu sinni
syngja á Akureyri og verður það
væntanlega n.k. laugardags-
kvöld. Héðan fer hún til New
York en hefur þar skamma við-
dvöl en mun síðan fara til
Noregs og Svíþjóðar og koma
þar fram á allmörgum tónleik-
um og i útvarpi.
Rafheili í
happdrætti
Rafheili Háskóla Islands verð-
ur til ýmissa hluta nytsamlegur,
eins og drcpið hefur verið á
hér í blaðinu. Eitt af þeim verk-
efmim, sem til athugunar kem-
ur að láta heilann vinna, snert-
ir Happdrætti Háskólans: að
annast útdrátt vinninga 10.
hvers mánaðar!
Erlendis tíðkast það víða, að
rafheilar era látnir draga út
vinningsnúmer í happdrættum
til að spara vinnu og tíma. Má
í því sambandi geta þess, að það
er orðið dagsverk margra manna
að draga í Háskólahappdnættinu
og álíka Iftngur tlmi eða lengri
fer í prófarkalestur á vinninga-
skýrslunni. Rafheilinn ætti að
geta unnið þetta verk á nokkr-
um mínútum.
Örslit í
skákmótinu í
Hastings
1. Tal frá Sovétríkjunum,
fyrrv. heimsmeistari — með 7
vinninga.
2. Gligoric frá Júgóslavíu —
með 6% vinning.
3. —4. Lengyel frá Ungverja-
landi og Khassin frá Sovétríkj-
unum — með 6 vinninga hvor.
5. Norman Littlewood frá
Bretlandi — með 5% vinning.
6. Bjöm Brink-Clausen, ung-
ur danskur skákmaður, íslenzk-
ur í móðuurætt.
Herinn
Framhald af 1. síðu.
aðist sjór í holumar og gerði
það að verkum að ending yrði
minni en armarstaðar.
Hins vegar kvað Gunnar þá
verkfræðingana hafa komizt að
þeirri niðustöðu að takast mætti
að finna varma talsvert nær
Keflavíkurflugvelli, og kynnl þá
að verða hagkvæmt að leggja
hitayeitu til vallarins og annarra
nærliggjandi staða.
Ekki kvaðst Gunnar vita hvort
hernámsliðið hyggði á frekari
framkvæmdir eftir þessa rann-
sókn. En hann sagðist vita að
ýmsir íslenzkir aðilar hefðu haft
áhuga á rannsókninni, til að
mynda forastumenn í Keflavík
og Njarðvík. Það væri einnig
ljóst að Keflavíkurflugvöllur
hlyti með tímanum að verða að-
alflugvöllur Islendinga, hvort
sem hið erlenda lið dveldist þar
lengur eða skemur. Því myndi
hitaveita á vegum einhverra að-
ila eflaust koma á dagskrá á
sínum tíma.
BARNAGÆZLA
Kona óskast til að gæta bams á fyrsta ári frá
kl. 1—6, 5 daga vikunnar. Upplýsingar eftir kl. 6
í síma 22823.
Tilkynning
Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því,
að samkvæmt auglýsingu viðskiptamálaráðuneyt-
isins, í 1. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1964, fer
fyrsta úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutnings-
leyfa árið 1964 fyrir þeim innflutningskvótum,
sem taldir eru í I. kafla auglýsingarinnar, fram
í janúar-febrúar 1964.
Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Lands-
banka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 20.
janúar næstkomandi.
LANDSBANKI ÍSLANDS.
ÚTyEGSBANKI ÍSLANDS.
Vélaverkfræðingur óskast
Síldarverksmiðjur ríkisins óska eftir að ráða véla-
verkfræðing strax með búsetu á Siglufirði.
Umsóknir sendist í pósthólf 916, Reykjavík fyr-
ir 20. þ.m.
Síldarverksmiðjur ríkisins.
Einangrunarkork
iyrirliggjandi.
Jónsson & Júlíusson
Tryggvagötu 8. — Sími 15430.
Stúika óskast
nú þegar til starfa við þvott á glervöru.
Upplýsingar í síma 17300.
Tilraunastöð Háskólans í meinafræði.
TILKYNNING
frá Skrifstofu ríkisspítalanna:
Verzlanir og iðnaðarmenn, sem enn hafa ekki
framvísað reikningum á ríkisspítalana, vegna
viðskipta á árinu 1963 eru hér með áminntir um
að gera það sem fyrst, eða ekki seinna en 15. fjanú-
ar næst komandi.
Reykjavík, 6. janúar 1964.
Skrifstofa Ríkisspítalanna,
Klapparstíg 29.
Eins til tveggja herb. íbúð
óskast. Barnagæzla og húshjálp kemur til greina.
Reglusemi heitið. Upplýsingar í síma 12037 í dag
og á morgun.
.