Þjóðviljinn - 09.01.1964, Page 4

Þjóðviljinn - 09.01.1964, Page 4
4 SlÐA ÞI6ÐVIUINN Fimmtudagur 9. janúar 1964 Otgetandi: Sameimngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H Jónsson Magnús Kjartansson fáb.i Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Biamason. Sigurður V Fnðþjóísson Rítstjóra. afgreiðsla. auglýsingar. nrentsmiðja: Skólavörðust Ifl Sími 17-500 (5 Hnuri Áskriftarverð kr R0 á mánuði. Samsæri alíufélaganna FMns og Þjóðviljinn skýrði frá einn blaða í síð- ustu viku hafa olíufélögin þrjú svarað út- boði Reykjavíkurborgar með algerlega samhljóða tilboðum, svo að ekki skakkaði einum eyri. Þann- ig hafa þessir þrír helztu auðhringar landsins hina margrómuðu frjálsu samkeppni að háði og spotti opinberlega. Það var ánægjulegt að sjá Alþýðublaðið, málgagn Gylfa Þ. Gíslasonar olíu- málaráðherra, taka í fyrradag undir gagnrýni Þjóðviljans af þessu 'tilefni, en hitt var býsna fráleitt þegar blaðið hélt því fram að íslending-1 ar væru varnarlausir gegn þvílíku einokunar-1 samsæri, því að hér skorti löggjöf sem bannaði; slíka iðju, enda þótt menn væru settir í fang-1 elsi í Bandaríkjunum fyrir það framferði sem | forstjórar íslenzku olíufélaganna leyfa sér. Gylfi Þ. Gíslason er engan veginn jafn varnarlaus og Alþýðublaðið vill vera láta. I>að er íslenzka ríkið sem semur um kaup á * öllu því magni af olíum og benzíni sem lands- menn nota. Síðan hefur ríkisvaldið svipaðan hátt á og þegar Danakóngur afhenti einokunarkaup- mönnum viðskipti við landsmenn; olíuhringarn- ir þrír fá einkarétt til að dreifa þessum nauðsynj- um meðal landsmanna og græða á þeim. Þó er sá munur á að Danakóngur seldi viðskiptin, en íslenzka ríkisstjórnin gefur þau. Ekki stafar þessi tilhögun af hagkvæmnisástæðum, því ekki er hægt að hugsa sér heimskulegri sóun en að halda uppi þreföldu skriffinnskubákni, þreföldu dreif- ingarkerfi, sjá þrjá tanka á öðrum hverjum sveita- bæ og þrefalda röð af olíubílum með þremur vöru- merkjum á sama varningnum. Þetta yfirskir samkeppninnar er þeim mun fráleitara sem fé- lögin þrjú hafa nú staðfest með tilboði sinu tii Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að þau hvíla öll á sama sitjandanum. Oíkisvaldið stendur sannarlega ekki uppi varn- arlaust gegn uppivöðslu olíufélaganna, það á alls kostar við þau. Eftir að þessi félög eru upp- vís að því að ástunda einokun í stað samkeppni eftir að þau hafa oftar en einusinni reynzt sek um stórfelldustu lögbrot og svik í sögu landsins. eftir að augljóst er hverjum manni að starfs- hættir þeirra eru skóladæmi um tilgangslausa fjármunasóun, æ'tti mælir þeirra sannarles?a að vera fullur. Alþýðubandalagið hefur margsinnis á undanförnum árum flutt tillögur á binei urr ríkisverzlun á olíum og benzíni, og ættu jafn- vel þeir sem lítinn áhuga hafa á ríkisverzlun þó að geta viðurkennt að á þessu sviði eigi hún sannarlega rétt á sér. Væntanlega ber að líta á ! undirtektir Alþýðublaðsins við gagnrýni Þjóð-! viljans sem stuðning við þá tilhögun. Kannski megum við jafnvel eiga von á því að Gylfi Þ Gíslason olíumálaráðherra flytii frumvarp um þetta efni þegar þing kemur saman á nýjan leik síðar í þsssum mánuði. — m. LÚÐVÍK JÓSEPSSON: í síðasta tölublaði Austurlands, málgagns sósíalista á Austur- landi, birtist áramóta- g-rein eftir Lúðvík Jósepsson, og er hún endurprentuð hér á eftir; /írið. sem riú er að líða, hefur verið íslendingum hag- stætt frá náttúrunnar hendi. Framleiðsla hefur orðið mikil til lands og sjávar og verðlag á útflutningsvörum hefur farið hækkandi. Á aiþjóðavettvangi hefur ár- ið 1963 einkennzt af vaxandi samstarfsvilja og skilningi á milli stórvelda. sem síðan hef- ur leitt til aukinna samskipta á ýmsum sviðum. Árið 1964 er enn eins Qg ó- ráðin gáta. Hvort það verður gott ár og hamingjuríkt, eða illt ár og erfitt, er ekki gott að segja um. En af revnslunni má alltaf læra nokkuð. Við skulum því renna hug- anum yfir nokkra atburði árs- ins, sem nú er að kveðja, og virða fyrir okkur þróun mál- anna Ef til vill tekst okkur á þann hátt að átta okkur nokkuð á rás tímans, og sjá eitthvað ofurlítið inn i fram- tíðina. Þróun heims- málanna Á árinu 1963 dró mjög úr kalda stríðinu á milli austurs og vesturs. Segja má, að árið einkennist fyrst og fremst af auknum skilningi á nauðsyn samstarfs og samninga á milli þjóða. Stærsta skrefið i þessa átt var samningur kjarnorkuveld- anna um takmarkað bann við kjarnorkusprengingum. Sá samningur gjörbreytti á skömmum tíma viðhorfi fjöl- margra þjóða til ýmissa þeirra vandamála sem talin höfðu verið viðkvæmustu og hættu- legustu deilumálin í alþjóða- málum. Ýmsir kunnustu stjórnmála- menn i heiminum töldu, að þessi samningur væri aðeins fyrsta skrefið af mörgum, sem stigin myndu verða i friðar- átt á milli austurs og vest- urs á næstunni. Hin breytta afstaða kom brátt fram í stórauknum verzlunarviðskiptum landa í Vestur-Evrópu við Sové'-íkin og hin sósíölsku alþýðuríki í Austur-Evrópu. Og nú er tal- ið. að í undirbúningi sé. I mörgum löndum í Vestur-Evr- ópu og einnie í Bandaríkjun- um sjálfum, að gjörbreyta um stefnu í viðskiptamálum gagn- vart löndum sósíalismans al- mennt. En þó að dregið hafi úr spennunni á milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna og stuðningsríkja þeirra í Evrópu, fer því fjarri, að með því séu öll deilumál á milli þjóða að leysast Mörg hættuleg deilumál eru enn óleyst og bein styrjaldar- átök hafa lengi átt sér stað í ýmsum löndum Asíu Árið 1963 hefur verið stefnu Banda- ríkjanna erfitt í Asíumálum, ekki síður en árin á undan Þrotlaus fjáraustur til stuðn- ings ríkisstjórnar Suður-Víet- nam. ásamt með miklum her- stuðningi, hefur komið fyrir ekki Sífellt hefur hallað und- an fætl fyrir Bandaríkjamönn- um í því landi og í haust var svo komið, að leyniþjónusta Bandaríkjanna sá sig til neydda að styðja blóðuga upp- reisn þar gegn ríkisstjórn beirri. sem Bandaríkin höfðu þó sjálf haldið við í nokkur ár í landinu, Nú er svo komið Asíu- íhlutun Bandaríkjanna, að þau sitja uppi með stjórnleysis- ástand í Suður-Kóreu, öng- þveiti í Suður-Víetnam, tapaða tiltrú í Cambodiu og Pakistan og tapað Laos. Eitt alvarlegasta vandamál í alþjóðamálum er nú talið vera efnahagsástand vanþróuðu landanna í heiminum og si- fellt vaxandi munur á efna- hag ríku þjóðanna og hinna fátæku. . Samkvæmt skýrslum Sam- einuðu þjóðanna kemur i ljós, að á síðustu 10 árum hefqr verðlag á hráefnum, sem van- þróuðu löndin fyrst og íremst ílytja út, iækkað um 8—9%, en á sama tíma hefur verð á iðnaðarvörum háþróuðu land- anna hækkað um 10%. Háværar raddir eru nú uppi um að gerð^r verði öflugar ráðstafanir með alþjóðasamn- ingum, um að snúa þessari þróun við, vanþróuðu löndun- um í hag og efla þær síðan til sjálfsbjargar. Morðið á Kennedy forseta varð mikið áfall fyrir þau öfl í Bandarikjunum, sem börð- ust fyrir auknum mannréttind- um til handa svertingjum þar í landj og sem á alþjóðavett- vangi vildu treysta á sam- komulagsleiðina. Þegar má sjá þess merki, að einangrunaröflin þar í landi telja sig nú hafa sterk- arj stöðu en áður. En þrátt fyrir fráfall Kenn- edys má telja víst, að sú þró- un sem átt hefur sér stað í alþjóðamálum á árinu 1963. muni halda áfram á næsta óri Aukin samskipti milli austurs og vesturs. fleiri samningar. minni hernaðarátök. aukinn raunhæfur stuðningur við nýju ríkin. minni áhrif hernaðar- bandalaga, en vaxandi þátttaka Asíu- og Afríkuþjóða í alþjóða- samtökum, Innanlandsmál Vetrarvertíðin frá ársbyrjun og fram í maímánuð skiptir jafnan miklu máli um afkomu íslenzka þjóðarbúsins á hverju ári. Vetrarvertíðin 1963 var góð og nokkru betri en árið áður. Afli togaranna varð miklu betri en árið á undan. Sumarsíldveiðin varð góð, þó að heildaraflinn yrði nokkru minni en metaflasumarið árið 1962, Síldarsöltun varð þó meiri en nokkru sinni áður. Verðmæti síldaraflans sum- arið 1963 varð aðeins lítilshátt- ar minni en sumarið 1969 og réði þar mestu aukin söltun og hækkandi verð á afurðun- um. Síðari hluti ársins varð ó- hagstæður fyrir sjávarútveg- inn og olli þar mestu óhagstæð tíð. Framleiðsla iandbúnaðar op iðnaðar varð mikil á árinu og ýmsar fjórfestingarfram- kvæmdir urðu né meiri en undanfarin tvö é” Þegar þess er gætt, að árin 1961 og 1962 höfðu verið sér- staklega hagstæð framleiðslu- ár og árið 1963 var einnig gott ár, þá hefði verið eðlilegt að búast við sérstaklega góðu á- standi í efnahagsmálum þjóð- arinnar nú við þessi áraskipti. En reynslan er önnur. Síðari hluti ársins hefur ein- kennzt af ört vaxandi dýrtíð, miklum óróa á vinnumarkaði og almennri ótrú á verðgildi peninga og ástandinu í efna- hagsmálurn yfirleitt. Frá því i júnímánuði í sum- ar og þar til i nóvembermán- uði hefur framfærsluvísitalan hækkað um 15 stig, eða um 11,4%, Fyrir.sjáanlegt er, að vísitalan mun hækka enn um 6 stig á næstu mánuðum vegna verðhækkana, sem þegar hafa verið ákveðnar, eða eru nú að ganga i gildi. Þann 3 júlí í sumar var kveðinn upp dómur um launa- kjör starfsmanna ríkisins og telur ríkisstjómin að meðal- talshækkun samkvæmt þeim dómi sé um 45%. Laun ýmissa starfshópa, sem hæst laun höfðu þó fyrir munu hafa hækkað um 80 til 100%. Um það verður ekki deilt. að tímakaup verkamanna hef- ur ekki hækkað í tíð núver- andi ríkisstjórnar til jafns yið hækkandi verðlag á algengustu nauðsynjavörum, Kaupmáttur tímakaupsins hefur því óum- deilanlega farið lækkandi, þrátt fyrir stórlega vaxandi þjóðartekjur. Þessi þróun mál- anna leiddi til hinna víðtæku og miklu verkfalla í desember- mónuði Á síðari hluta órsins voru að koma í ljós afleiðingar þeirrar stefnu, sem ráðandi hefur verið í efnahagsmálum þjóðarinnar sl. 4 ár. Nú í árslokin blöstu við staðreyndir eins og þessar: Kaupmáttur tímakaups verka- manna hefur minnkað, verzl- unarálagning hefur hækkað, verðlag á matv. hefur hækkað um 78% sl. 4 ár, fjárfesting verzlunarinnar í Leykjavík hefur aldrei orðið meiri á einu ári en nú, heildverzlunin í Reykjavík hefur fengið meira lánsfé sl. 4 ár úr viðskipta- bönkum landsins, en aðalat- vinnuvegirnir, að skipulags- leysið í innfiutningsmálum og fjárfestingarmálum hefur leitt út í hreint öngþveiti, að þeir ríku verða ríkari, en þeir fó- tæku fátækari. Stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar, sem áður voru, segja nú hver um annan, að viðreisnar- stefnan sé augl.ióslega komin í strand. í lok verkfallanna nú rétt fyrir jólin boðaði ríkisstjórn- in, að hún teldi óhjákvæmi- legt að gerðar yrðu nýjar efna- hagsróðstafanir strax og þing kæmi saman eftir jólaleyfi. Látið var að því liggja, að leggja yrði á nýja rkatta sem næmu 3—400 milljónum króna. til stuðnings togaraútgerðinni. hraðfrystihúsunum og rikis- sjóði sjálfum til þess að hann gæti staðið undir samskonar niðurgreiðslum á vörum og hann hefur gert undanfarin ár. Augljóst er, að slík skatt- lagning i formi almenns sölu- skatts, jafngildir nýju verð- hækkunarflóði, sem efalítið leiðir til kauphækkana síðar Ríkisstjórnin nýtur minna trausts nú én hún hefur not- ið frá bví að hún f.yrst tók við völdum í júnjmánuði i !umar tókst henni að komast klakklítið í sepnum Alþingis- kosningar En hæpið er. að henni tæki^t bað aftur, ef nú ætti að kjósa. Sterkasta haldreipi ríkis- stjórnarinnar eins og nú er komið, er ósamstaða andstæð- inga hennar. Ríkisstjórnin lif- ir blátt áfram á sundrungu vinstri manna. Foringjar Fram- sóknarflokksins sjá þetta eins og aðrir, en halda þó áfram fjandskap sínum gegn öllu samstarfi stjórnarandstæðinga. Það eru blindir menn sem ekki sjá, að sterkasta aflið í þjóðfélaginu sem hlýtur, vegna hagsmuna sinna, að berjast gegn stjórnarstefnu núverandi ríkisstjórnar, er verkalýðs- hreyfingin í landinu. Alþýðubandalagið er áhrifa- ríkasti flokkurinn innan verka- lýðshreyfingarinnar, enda var til þess stofnað af stjórn Al- þýðusambands fslands. Samstaða gegn núyerandi afturhalds ríkisstjórn án Al- þýðubandalagsins, er því ó- hugsandi og vonlaus með öllu. Stjórnarandstaða Framsókn- arflokksins, sem neitar þess- um staðreyndum, getur því aldrei orðið annað en mark- iaust gaspur Þetta þurfa allir frjálslynd- ir menn í landinu að skilja. Nýja árið ÖIl vonum við, að nýja árið verði okkur íslendingum gott ár. Við Austfirðingar vonufnst eftir góðu síldarsumri. Við höfum þegar búið okkur all vel út til þess að geta tekið á móti miklum síldarafla. Sl. sumar voru um 2/3 hlutar alls sumar-síldaraflans unnir á Austfjörðum sunnan Langa- ness, eða um 790 þúsund mál og 279 þúsund tunnur i salt. Ný og glæsileg fiskiskip eru enn að bætast í flota okkar. Sex ný skip, um 200 rúmlestir hvert, bættust í Austfjarða- flotann seint á þessu ári og koma á því næsta. En þó að góður síldarafli sé mikils virði. bæði fyrir okkur Austfirðinga og alla þjóðina, þá er varhugavert að treysta um of á slíkan aflafeng — hann getur brugðizt. Við þurfum því að efla fleiri starfsgreinar í okkar fjórðungi, þar á meðal iðnað i ýmsum greinum. Og óhjákvæmilegt er, að landbúnaðurinn á Austurlandi taki stórfelldum breytingum. Hann hefur í ýmsum sveit- um dregizt aftur úr og stend- ur nú höllum fæti. Samgöngumálin á Austur- landi verða að gjörbreytast, ef ekki á illa að fara, og síðast en ekki sizt þarf samstarf og samstaða okkar Austfirðinga að stóraukast. Reynslan hefur kennt okkur, að gott árferði, þó ,að það sé mikilvægt, dugir ekki eitt til þess að tryggja aukna hag- sæld, öruggar framfarir og batnandi lífskjör Við verðum auk þess að kunna að stjóma málefnum okkar af viti og fvrirhyggju Fyrirhyggjulaus eyðsla, gróðasöfnun braskara, vanhugsuð fjárfesting og dek- ur við sýndarmennsku og tild- ur, getur eytt á skömmum tíma öllum afrakstri góðs ár- ferðis. Við þurfum stjórnarstefnu, sem treýstir undirstöðu-at- vinnuvegi þjóðarinnar og sem metur störf verkamanna, sjó- manna, iðnaðarmanna og b nda sem og annarra vinn- andi manna á réttan hátt, Um leið og ég þakka öllum vinum mínum og samstarfs- mönnum fyrir árið sem er að !:ða, óska ég þeim og öllum Áutxfirðingum góðs og gleði- leg? komandi árs. Lúðvík Jósepsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.