Þjóðviljinn - 09.01.1964, Síða 5
Fimmtudag'ur 9. janúar 1964
ÞIÓÐVILIINN
Í5ÍUA tj
sitt af hverju
★ John Pennel, heimsmet-
hafi í stangarstökki, hefur
verið útnefndur „iþróttamað-
ur ársins 1963“ í Bandaríkj-
unum. Bandaríska frjáls-
þróttasambandið AAU til-
kynnir að Pennel verði inn.
an skamms afhentur John
Sullivan-bikarinn, sem árlega
er vcittur bezta íþróttamanni
Bandaríkjanna. Annar á list-
anum varð lyftingamaðurinn
Tommy Kono, og er það í
þriðja sinn sem hann er í því
sæti. Spretthlauparinn Ro-
bert Hayes varð í þriðja
sæti. Pennel setti núgildandi
heimsmet sitt í stangarstökki
— 5,20 m. — í Coral Gables
f Florida 24. ágúst.
★ Franska knattspyrnu-
Grisjin
blaðið „France Football“ hef-
ur úrskurðað að Svíþjóð hafi
átt bezta knattspyrnulands-
liðið í Evrópu 1963. ítalir,
Belgíumenn og Júgóslavar
deila með sér öðru sætinu
samkvæmt úrskurði blaðsins.
í 5.—7. sæti eru Sofvétríkin,
Ungverjaland og England, 8.
—10. Búlgaría, Skotland og
frland, 11. Vestur-Þýzkaland,
12. Frakkland, 13. Danmörk,
14. Holland, 15.—19. Spánn
Luxemburg, Wales, Pólland
og Rúmenía, 20.—24. Austur-
Þýzkaland, Austurríki, Norð-
ur-írland, Tékkóslóvakia og
Noregur, 25.—26. Sviss og
Tyrkland.
Svíar töpuðu engum lands-
leik á síðasta ári, og sigr-
uðu m.a. Ungverja, Sovét-
menn, Júgóslava og Vestur-
Þjóðverja.
★ Heimsmethafinn í 500
m. skautahlaupinu, Evgeni
Grisjin frá Sovétríkjunnm,
sigraði á alþjóðlegu móti í
LiIIehammer í Noregi um
siðustu helgi á 41,8 sek., sem
er bezti tími sem náðst hef-
John Pennel
ur á skautabrautinni þar.
Sama dag sigraði landi hans,
Boris Guljajev, á alþjóðlegu
móti í Hamar á 41,5 sek.
Góiur íþróttaárangur og
f ramkvæmdahugur hjá KR
Bygging nýrra íþróttamannvirkja á döfinni
KR-ingar náðu glæsilegum árangri í ýmsum
greinum íþrótta á síðastliðnu ári. Nú hefur KR
á prjónunum byggingu nýs íþróttamannvirkis
til viðbótar við hið myndarlega KR-hús við
Kaplaskjólsveg.
i.-> ■
Hið myndarlega íþróttahús KR. Nú ætla KR-ingar að auka cnn
við íþróttamannvirki sín. (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
Patterson og
Cooper
í sumar
LONDON — Floyd Patter-
son, fyrrv. heimsmeistari í
hnefaleikum, mun sennilega
keppa við Englendinginn
Henry Cooper í Stokkhólmi í
sumar, segir umboðsmaður
þess síðarnefnda, Jim Wicks.
Patterson háði s.l. mánudag
fyrstu keppni sína síðan hann
tapaði fyrir Sonny Liston s.l.
sumar. Keppti hann við ítal-
ann Amonti og sigraði auð-
veldlega, eins og frá hefur ver-
ið skýrt.
Henry Copper er nú snjall-
asti þungavigtarboxari í Evr-
ópu og mun skæðari en Am-
onti.
Knattspymufélag Reykjavík-
ur hélt aðalfund sinn í síðustu
viku, og var hann hinn
fjölmennasti. f skýrslu aðal-
stjórnar kom m.a. fram.:
að innan félag&jns starfa nú
níu deildir, þar af voru tvær
stofnaðar á árinu, þadminton-
deild og glímudeild.
að innan véþanda KR, þ. e.
virkir félagar í keppni, eru um
30% af öllu íþróttafólki Rvíkur
og 12% af öllu íþróttafólki
landsins.
að velgengni félagsins, bæði
íþróttalega og félagslega var
mikil á árinu. sérstaklega i
knattspyrnu og frjálsíþrótta-
deild. X'iðlega 1£>0 KR-ingar
kepptu á erlendum vettvangi
á árinu.
að íþróttamannvirki KR við
Kapplaskjólsveg urðu skuld-
laus á árinu, og á næsta ári er
ráðgert að hefja byggingu nýs
íþróttahúss.
að KR verður 65 ára á þessu
ári og verður afmælið haldið
hátíðlegt á margan hátt.
Níu deildir — Nýjar deildir
Innan KR eru starfandi nú
níu deildir. Badminton-deild
var stofnuð á árinu að frum-
kvæði hins kunna badminton-
leikara Öskars Guðmundsson-
ar. og sýnizt hlutverk hennar
ekki sízt ætla að vera sama-
staður fyrir eldri félaga úr
öðrum deildum félagsins^ Að
sjálfssögðu er deildin hins veg-
ar opin öllum og munu félagar
hennar taka þátt í opinberum
mótum strax í vetur.
Glímudcild var endurnýjuð
innan félagsins, en hún hefur
legið niðri nú um nokkurt
skeið. Formaður deildarinnar er
Rögnvaldur Gunnlaugsson sem
er þekktur glímumaður frá
fyrri árum, og undir forustu
hans starfa og æfa ungir og
áhugasamir menn.
Handknattleiksdeildin hefur
ein deilda átt í nokkrum erfið-
leikum á árinu á íþróttasvið-
inu, m.a. varð ekki mögulegt
að senda kvennaflokk til
keppni í m.flokki og m.flokkur
karla þurfti að leika aukaleik
til að falla ekki niður í II.
deild. Hins vegar er engu að
kvíða. KR-ingar urðu íslands-
meistarar í III. fl. karla á ár-
inu, og nú í haust fór m. fl.
karla utan í keppnisferðalag.
og hefur flokkurinn staðið sig^
vel í haust, varð nr. 2 í Rvík,-
móti.
Knattspyrnudeildin fagnaði
mörgum frækilegum sigri á
árinu. í íslandsmeistaramóti,
Bikarkeppni og Isl. móti II. fl.
samtals sigruðu KR-ingar í 14
mótum af 33. sem þeir tóku
þátt i. Átta KR-ingar léku með
íslenzka landsliðinu í einum
og sama leiknum í sumar.
Körfuknnttleiksmcnn félags-
ins, stóðu sig vel, sigruðu m.a.
mum
endurnýjq
HAPPDRÆTII HflSKÓLA ÍSLflNDS
Rögnvaldur Gunnlaugsson
í II. fl., bæði í Rvík. og ís-
landsmóti. Frammistaða meist-
araflokksins fer batnandi með
hverjum leik, og ógna hinir
ungu KR-ingar nú Islands-
meisturum IR, sem lemgi hafa
verið einráðir í þessari íþrótta-
grein.
Skíðadeildin á við erfiðleika
að stríða, þar sem er snjóleysi.
enda tókst varla að halda opin-
ber mót hér syðra s.I. vetur.
KR fékk einn meistara, Karó-
línu Guðmundsdóttur, í Rvík.
mótinu. Karólína er nú for-
maður deildarinnar.
Fimleikadeildín heldux uppi
æfingum fyrir yngri sem eldri,
karla og konur. Drengjaflokk-
ur æfði í allan s. 1. vetur.
Frjálsíþróttamenn íélagsins
voru sigursælir á árinu. Á
meistaramóti Islands vann KR
16 greinar af 32 mögulegum,
og samanlögðum sveina.
drengja og unglinga meistara-
mótum íslands vann KR 21
grein af 39 mögulegum.
Á Reykjavíkurmóti hlaut
KR heitið bezta frjálsíþróttafé-
Framhald á 2. síðu.
Hver sigrar í Innsbruck?
NÝJAR STJÖRNUR
ÍSKÍÐASTÖKKI
Ýirrsum getum er nú
að þvá leitt hver sigra
muni í skíðastökk-
keppni vetrar-olympíu
leikanna nú í vetur.
Allmargir virðast koma
til greina.
Austurríkismaðurinn Baldur
Preiml sigraði óvænt með
miklum yfirburðum í skíða-
stökkkeppni í Bischhqfshofen
s.l. laugardag. Þetta var loka-
keppni þýzk-austurrísku skíða-
stökkvikunnar.
Menn höfðu búizt við sigri
Finnans Veikko Kankkonen,
sem verið hefur mjög sigur-
sæll í „stökkvikunni", en
hann varð að láta sér nægja
annað sætið. Úrslitin urðu
þessi:
1) ' Baldur Preiml 242,2 st.
(99 og 99 m).
2) ' Kankkonen 227,7 st. (92,5
og 97,5 m).
3 — 4) Yggeseth r(Noregi)
227,2 st. (96,5 og 94 m.)
3—4) Recknagel (A-Þýzkal.)'
227,2 st. (96,5 og 96,5 m).
5) Moteljek ’(TékkósL) 224,7
st. (97 og 95,5 m).
Eftir fjögur stökkmót skíða-
stökkvikunnar er Kankkonen
fremstur með 867,2 stig. 2)
Yggeseth 851,1, 3) Baldur
Preiml 843, 4) Immonen
(Finnl.)' 836, 5) Kovalenko
(Sovétr.) 830,2, 6)' J. Przyhyla
(Pólland) 825, 7) John Balfanz
(USA) 824 stig.
Hver sigrar á OL?
Kankkonen virðist ekki ó-
líklegur til að sigra í skíða-
stökkkeppni olympíuleikanna,
en ýmsir aðrir hafa mikla
möguleika líka, t. d. Preiml.
Horfumar hafa breytzt talsvert
Josef Przybyla
frá því í fyrravetur. f janú-
ar s.l. sigraði Norðmaðurinn
Toralf Engan í „skíðastökkvik-
unni“, og var þá lítt efazt um,
að hann yrði næsti olympíu-
meistari, slíka yfirburði sem
hann hafði. Landi hans Ygg-
eseth sigraði á Holmenkollen-
mótinu og skákaði bæði Eng-
an og öðrum stórkörlum. Ol-
ympíumeistarinn írá 1960,
Helmut Recknagel (Austur-
Þýzkalandi) beið lægra hlut
fyrir Engan í fyrravetur, en
nú í vetur hefur hann aftur
náð sér á strik og ekki talið
útilokað að hann muni verja
titilinn nú í vetur.
s*i
Pólverjinn Josef Przybyla
hefur vakið mikla athygli í
þessari skíðastökkkeppni. Hann
er aðeins 19 ára gamall, en
hefur skipað sér í raðir
fremstu skíðastökkvara heims
á unga aldri. Hann hefur náð
geysilega löngum stökkum, en
sjaldan verið öruggur um að
ná báðum stökkunum góðum.
Fróðir menn telja, að með
frekari æfingu og keppnis-
reynslu verði hann allra
manna skæðastur, og geti jafn-
vel náð sigri á vetrar-olymp-
íuleikunum í Innsbruck.
Norðurlandameistaramót kvenna í handknattleik
Vígreifar Noregsstúlkur
hyggjast sigra á fslandi
Norskar og hollenzkar stúlkur háðu landsleik
í handknattleik í Osló ’fyrir skömmu. Norsku
valkyrjurnar sigruðu með 11:7, og þykjast nú
sigurvissar á Norðurlandameistaramóti kvenna,
sem háð verður hér í Reykjavík í sumar.
Norsku handknattleiksstúlk-
urnar eru mjög sigurglaðar eft-
ir sigurinn yfir þeim hollenzku,
enda höfðu þær þar með unnið
sigur í þremur landsleikjum
í röð.
Norsku blöðin segja, að
kvennalandsliðið hafi aldrei
leikið betur en í keppninni
við hollenzku stúlkurnar. Eng-
inn veikur hlekkur hafi verið
í liðinu, samleikur hafi verið
ágætur og engar „bommertur“
sézt, sem þó sé títt í kvenna-
handknattleik.
Þjálfari norska liðsins, Odd
Svartberg, sagði eftir leikinn
að næsta verkefnið sé Norður-
landameistaramótið á íslandi.
Þjálfarinn er drjúgur með sig
og segir: „Við ætlum að búa
qkkur undir þetta mót af
hundrað prósent krafti. Það
er kominn tími til að norsku
stúlkurnar sigri, og ég álít að
þær séu færar um það. Lands-
liðsstúlkurnar eru byrjaðar að
æfa samkvæmt sérstakri þjálf-
unardagskrá. Það sem sumar
þeirra skortir er keppnis-
reynsla, og hana fá þær áreið-
anlega í sumar".
Markvörðurinn, Wenche
Frogn, þótti standa sig bezt í
YVENCHE FROGN
Hin knálega valkyrja í marki
norska kvennalandsliðsins
norska landsliðinu, en auk
hennar Astrid Skei (2 mörk),
Jorun Övargárd (3) og Solfrid
Törrisvold (3).