Þjóðviljinn - 16.01.1964, Page 5
w
rimmtudagur 16. janúar 1964
MÖÐVILJINN
--- £!3A
Handknattleiksmótið, 1. deild
Víkingar léku knálega
— sigruðu KR 37:26
Víkingur og KR léku í fyrrakvöld. Það var
greinilegt þegar Víkingar hófu leikinn, að þeir
ætluðu að selja sig dýru verði og berjast fyrir
sigrinum. Þeir stóðu við það.
KR-ingar virðast hafa við
svipað vandamál að stríða
og ÍR-ingar hafa haft um
margra ára skeið, en það er
markmaðurinn. Guðjón Ólafs-
son, sem um margra ára skeið
lék í marki KR-inga með mikl-
um ágætum, er nú hættur og
eðlilega er ekki kominn jafn-
oki hans þegar í stað. Til að
leysa þann vanda lék Sigurð-
ur Óskarsson nú í marki, og
af byrjanda ekki s.vo slakur,
en þó er vafasamt að það
hafi borgað sig fyrir KR að
taka hann af „línunni", en
þar er hann þeim mikils virði.
Víkingar settu fyrsta markið
en KR jafnar, en svo komast
Víkingar uppí 5:1, en KR-ing-
ar taka £óðan sprett og ná
4:5, og aftur er staðan 5:6 en
þá skora Víkingar 5 í röð og
staðan verður 11:5. Eftir það
var ekki um það að ræða að^.
KR-ingar ógnuðu, og dró held-
ur í sundur með þeim. 1 hléi
stóðu leikar 20:14 fyrir Vík-
inga, og lokatalan varð 37:26.
legur blær yfir leik Víking-
anna. Hinsvegar féll KR-liðið
ekki vel saman, að þessu sinni
og hefur átt betri leiki í vet-
ur, enda er liðið í deiglu. Þar
eru nokkuð efnilegir ungir
menn, og þá sérstaklega Hilm-
ar, sem þurfa sinn tíma til
að ná eðlilegum þroska og
leika móti jafn reyndu liði og
Víkingur er. Karl, Reynir og
enda Heins eru þeir sem enn
halda liðinu uppi, og voru
beztu menn liðsins ásamt
Hilmari.
Eins og Víkingar léku þetta
kvöld voru þeir erfiðir við-
ureignar. Að vísu var vörn
þeirra ekki nógu þétt, og seg-
ir markafjöldi nokkuð til um
þá veilu.
Rósmundur og Jóhann, voru
þeir sem ógnuðu KR-ingum
mest, og sk-l'uðu 25 af mörk-
um Víkinga. Pétur var sá sem
stjórnaði liðinu, og átti e!ns
og endraarær góðan leik, en
eins og fyrr segir var liðið
samhent og með mikinn sig-
urvilja.
Dómari var Sveinn Krist-
jánsson, og dæmdi yfirleitt
mjög vel.
Staðan í 1. deild á Islands-
mótinu í handknattleik er nú
þessi:
Fram 3í3 0 0
IR 4} 2 1 1
Víkingur 39 2 0 1
FH 3:1 1 1
KR 341 0 2
Ármann 4 0 0 4
Vinsæl íþrótt, en óþekkt hés
Liðin
1 lið Víkinga vantaði þá
Þórarinn og Ólaf Friðriksson.
en Víkingur á orðið gott vara-
lið. Að þessu sinni lék Jóhann
Gíslason með, og var eins og
hann lífgaði liðið nokkuð upp,
og í heild var heldur hressi-
★ Þjóðverjar senda stærsta
þátttökuhópinn til vetrarolym-
píuleikjanna í Innsbruek, sem
hefjast 29. þ.m. Hér er um að
ræða sameiginlegt lið Austur-
og Vestur-Þýzkalands og eru í
því 130 manns, en það er t.d.
7 mönnum meira en er í liði
Bandaríkjanna. Frá Englandi
koma 83 þátttakendur og 81 frá
Italíu Sviss 78 Noregi 77 Kan-
ada 73 og sjálfir munu Austur-
ríkismenn senda um 100 manns
til keppni. Það er þegar vitað að
þátttakendur í Innsbruck verða mun fleiri en á vetrarolympíu-
leikjunum í Cortina 1956 og í Sqpaw Valley 1960.
★ Þjálfari sovézka landsliðsins í íshokkí segir að liðið hafi mikla
möguleika á sigri á olympíuleikjunum.
Meiri hluti liðsins er skipaður leikmönn-
um sem voru í liðinu sem sigraði í heims-
meistarakeppninni s.l. vetur. Undanfarið
hefur olympíuliðið verið á keppnisferða-
lagi í Kanada og Bandaríkjunum og haft
í fullu tré við atvinnulið þar vestra. Þá
hefur liðið einnig keppt í Svíþjóð í vet-
ur, og segir sovézki þjálfarinn að sænska
unglingalandsliðið sé éfnilegasta liðið
sem þeir hafi mætt.
Sovézki fyrirliðinn með HM-bikarinn.
★ Á úrtökumóti Austur- og Vesturþjóðverja urðu úrslit þessi í
skautahlaupi: 500 m. 1) Helmut Kuhnert (A) 42.7 sek. 2) Gúnter
Tilch (A). 5000 m. Gunter Traub (V) 8.02.2 mín. 2) Júrgen Zimm-
ermann (V). Austurþýzk stúlka Helga Haase sigraði í 500 m.
kvenna á 48.0 og 1500 m. á 2.32.4 mín.
-k Sovétmenn og Kanadamenn háðu landsleik í íshokkí í Moskvu
i gær. Leiknum lauk með stórsigri Sovétmanna — 8:1, og léku
þeir sér að því að sigra andstæðingana. Þetta þykja nokkur tíð-
indi, því Kanadamenn hafa ekki verið taldir ólíklegir til að sigra
á olympíuleikjunum í næsta mánuði. Orslitin í einstökum leik-
köflum urðu: 3:0, 2:1 og 3:0.
Innanhúss-knatt-
spyrnumót í kvöld
Keflavík a — Hafnarfj. b
Hafnarfj. a — Keflav. b
Þetta er útsláttarkeppni,
þannig að það lið er úr leik,
sem tapar hverju sinni.
Á föstudag, annað kvöld,
verða svo háðir úrslitaleikirn-
ir í keppninni. Sigurvegaram-
ir fá bikar í verðlaun, og emn-
ig fá þeir bikar sem verða í
öðru sæti.
Bogfimi er ein þeirra alþjóðlegn íþróllagreina, sem orðið hafa
útundan hjá okkur íslendingum. Þetta er vinsæl íþrótt í mörgum
löndum i öllum heimsálfum, og iðkuð jafnt af körlum sem konum.
Myndin er af kínversku stúlkunni Li Sjú-lan, sem sigraði í keppn-
inni á Ganefo-leikjunum í Djakarta s.l. haust.
Það er í kvöld kl. 20.15, sem
innanhúss _ knattspymumótið
hefst að Hálogalandi. Leiknir
verða 9 leikir. Það er Knatt-
spymufélagið Fram, sem
gengst fyrir mótinu í tilefni 55
ára afmælis félagsins.
í kvöld verða þessir leikír
háðir:
Víkingur b
KR a —
Þróttur a
Þór, Vestm.
Víkingur a
Valur a —
— Fram a
Valur b
— KR b
— Fram b
Þróttur b
Breiðablik a
Týr, Vestm. — Breiðabl. b
íþróttablaðið
er komið út
Iþróttasíðunni hefur borizt
desemberhefti Iþróttablaðsins.
1 því er grein eftir Gísla Hall-
dórsson, forseta ISl, sem
nefnist „Framtíð íþrótta“. Þá
eru greinar um Jóhann Vil-
bergsson skíðamann og Al-
bert Guðmundsson, hinn fræga
knattspyrnukappa, hlaup ald-
arinnar o.fl.
ÁRMANN I FALLHÆTTU EFTIR FJÓRAÓSIGRA f RÖE
ÍR VANN NAUMAN SIGUR
YFIR ÁRMANNI -19:18
Ármenningar byrjuðu mjög vel í leik sínum
gegn ÍR í fyrrakvöld, og maður var farinn að
gera ráð fyrir því að „rósin“ ætlaði nú að springa
út með góðum sigri yfir ÍR.
tJt Norðmenn komast í aðal-
keppni Hcimsmeistaramótsins
í handknattleik, eftir naum-
an sigur yfir HoIIendingum
í forkeppninni. Norðmenn
unnu fyrri Ieikinn í Osló —
17:11, er> Hollendingar unnu
þann seinni í Amsterdam —
18:13 (9:8). Samanlagt hafa
Norðmenn betri markatölu —
30:28.
★ Sovczk blöð skýra frá því
að um 10 milljónir ungra
manna og kvenna hafi byrj-
að að æfa frjálsar íþróttir í
Sovétríkjunum á síðasta ári.
Þessi mikla fjölgun er mest
þökkuð skipulagðri áróðurs-
herferð, miklum fjölda nýrra
þjálfara og víðtækri dreifingu
íþróttatækja Þá er það talið
hafa mikið að segja að
skipulögð er keppni fyrir
fjöldann víða um landið, og
hafa margir viljað sprcyta sig
í slíkri keppni.
kc Horfur cru á því að Evr-
ópumeistarinn í millivigt,
ungverski hnefaleikarinn Las-
zlo Papp muni næst verja
titil sinn fyrir vesturþýzka
meistaranum Heini Mein-
hardt. Papp hefur tjáð sig
reiðubúinn til keppninnar. Þá
eru taldar líkur fyrir þvi, að
ftalinn Guilino Rinaldi og
V esturþjóðvcr jinn Bubi
Scholtz keppi um Evrópu-
meistaratitilinn í léttþunga-
vigt. Rinaldi, sem nú hefur
titilinn, fær um það bil eina
milljón króna fyrir keppnina.
★ Sovézka landsliðið í
knattspyrnu er farið til
Mexíkó og mun taka þar
þátt í alþjóðlcgri knatt-
spyrnukeppni. Þá vantar þrjá
landsliðsmcnn í liðið, nefni-
lega Dynamo-mennina Jasín,
Krutikov og Konovalenko.
utan úr heimi
Fimmtán mínútur voru liðn-
ar af fyrri hálfleik og leikar
standa 5:0 fyrir Ármann, en
þá fá iR-ingar vítakast og
Gunnlaugur skorar úr því.
Eftir það tekur að saxast á
innistæðurnar, og í hálfleik
stóðu leikar 8:8.
Enn heldur Ármann forust-
unni í síðari hálfleik til að
byrja með, og tekst iR-ingum
ekki lengi vel nema jafna. Um
skeið, eða um miðjan hálf-
leikinn, stóðu leikar 15:12 fyr-
ir Ármann. Enn tekst ÍR að
jafna 15:15 og þegar eftir voru
tæpar 10 mínútur kgmst IR yf-
ir 16:15.
Á þessu augnabliki hendir
það hinn örugga vítakasts-
mann Hörð að einbeita sér
ekki að kastinu, flýta sér of
mikið, svo að hann hittir ekki
markið. Á þessu augnabliki
einmitt var það þýðingarmik-
ið að jafna. Minúturnar sem
eftir voru urðu ákaflega spenn-
andi, og mátti vart á milli
sjá hvor mundi sigra. Þeir
skiptast á um að skora, 1R-
ingar komast þó 2 mörk yfir,
og þegar leik lýkur munar að-
eins einu marki: 19:18 fyrir
ÍR.
Gunnlaugur óvaldaður
ÍR-liðið lék ekki af sama
krafti og á móti FH um dag-
inn, og var til að byrja með
heldur tregt, og ef ekki hefði
notið Gunnlaugs við bæði í
sókn og vöm og við stjóm
liðsins, hefðu leikar farið öðru
visi. Hitt er svo annað mál, og
sýnir hvað Ánnenningar eru
slakir í skiplagi sínu, að þeir
gera engar ráðstafanir til þess
að reyna að slíta Gui\nlaug úr
tengslum við liðið, en hann
skorar hvorki meira né minna
en 12 af þessum 19 mörkum.
Hér er um að ræða hjá Ár-
manni skort á reynslu eða ekki
nóga yfirvegun í leik, og það
varð þeim að falli að þessu
sinni. Þó er oft skemmtilegur
blær yfir leik Ármenninganna,
léttur og le'kgndi handknatt-
leikur, en þeir verða að fara
meira inn á línuna en þeir
gera.
Hörður er þeirra skæðasti
maður, og sterkur í vörn, en
ÍR-ingar sáu fyrir því, að hann
skoraði ekki svo ýkjamikið,
og létu gæta hans.
Lúðvík átti nú ágætan leik,
og ennfremur Árni, en í raun
og veru er það alvarlegt að
aðeins þrír menn skora mark
í þessum klukkutíma leik.
Eins og fyrr segir bar Gunn-
laugur höfuð og herðar
yfir aðra leikmenn IR, Her-
mann slapp þó sæmilega frá
leiknum og sömuleiðis Gylfi.
Árni í markinu sýndi enn að
frammistaða hans í fyrri tveim
leikjum var engin tilviljun, og
enn mætti segja að hann haíi
bjargað ÍR-ingum frá tapi.
Dómari var Daníel Benja-
mínsson og dæmdi yfirleitt vel.
Játa ég þó, að ég fann til með
Ármenningum þegar hann
dæmdi víti á þá fyrir sann-
arlega óviljandi „sendingu"
inn í markteig til niarkmanns.
Prímann.
Tilkynning
í tilefni 50 ára afmælis H.f. Eimskipafélags íslands
verða skirfstofur þess og vörugeymslur lokaðar á
morgun 17. janúar.
Stjórn félagsins og forstjóri taka á móti gestum
um borð í „Gullfoss" frá kl. 4,30 til kl. 6,30
sama dag.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.