Þjóðviljinn - 16.01.1964, Page 6

Þjóðviljinn - 16.01.1964, Page 6
Q SlÐA HÚÐVILIINN F: 16. ianúar 1964 Þannig er ,prentfrelsið' í Vestur-Þýzkalandi Dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að mæla með afvopnun Pressefreiheit in Gefcihri ’eorsssKic? x?-: Enn hefur sannazt að lýðræðisákvæði vesturþýzki stjórnarskrárinnar eru lítið meira en orðin tóm. Rúrr, ári eftir að Strauss þáverandi landvarnaráðherra sigað lögreglunni á vikuritið „Der Spiegel" hefur nú ritstjór annars vesturþýzks vikublaðs verið dæmdur í eins án fangelsi — og voru helztu sakargiftimar þær að hann hefði í blaði sínu mælt með afvopnun og gagnrýnt víg- búnaðaræði stjórnarherranna í Bonn. En þótt útbreiðsla blaðsins væri ekki mikil, var það þó vesturþýzkum ráðamönnum þymir í auga og sl. haust var höfðað mál gegn ritstjóra þess, Emst Aust, og honum gefið að sök að hafa „stofnað öryggi Blað það sem hér um raeð- ir heitir ..Blinkfuer” og er gef- ið út í Hamborg. Upplag þess er ekki stórt, enda þær skoð- anir sem það hefur haldið fram ekki mjög vinsaelar í Vestur-Þýzkalandi. Radíósamband um 30 Ijósára Samband komið á aftur við Marz I. Aftur hefur tekizt að koma á radíósambandi við geimfar- ið „Marz l.“, sem skotið var áleiðis til Marz i nóvember 1962 og fór fram hjá plán- etunni i júní í fyrra. Frá þessu hefur verið skýrt í Moskvu, en það olli mönn- um miklum vonbrigðum á sin- um tima að radíósamband við geimfarið rctfnaði áður en það var komið alla leið, svo að ekki bárust til jarðar Þ®r upplýsingar sem tækjum þess hafði verið ætlað að afla um þennan nágranna hennar í geimnum. Geimfarið fór fram hjá Marz eins og ætlað var og er nú á braut umhverfis sólina. Þegar sambandið komst á aft- ur við það var það 140 millj- ónir km. frá jörðu eða um tvo þriðju af vegalengdinni milli jarðar og sólar. Þetta er mesta fjarlægð sem hingað til hefur tekizt að hafa radíó- samband við geimfar í. Ekki er þess getið hvort Marz 1. hefur sent til jarðar nýjar upplýsingar. Hins vegar er því bætt við fréttina að sovézkir vísinda- menn hafi nú fundið leið til þess að halda radíósambandi út í geiminn um 30 ljósára vegalengd, en það svarar til 283.824 milljarða kílómetra. Það skiptir öllu máli fyrir geimferðir framtíðarinnar að hægt verði að hafa öruggt radíósamband við fjarlæg geimför, og er þessi árangur sovézkra vísindamanna því mjög mikilsverður. Einnig er á það minnzt að með þessari aðferð megi koma á og halda við radíósambandi við vits- munaverur á hnöttum annarra sólkerfa — ef þær þá fyrir- finnast. lirnst Aust ríkisins í hættu”. Fyrir nokkr- um dögum var kveöinn upp dómur í máli hans og var hann dæmdur i eins árs fang- elsi. Sakargiflirnar Ákæruvaldið rökstuddi máls- höfðunina með tilvitnunum i greinar sem birzt höfðu í ,,Blinkfuer“ og gefa þær til kynna hvers konar skrif eru álitin saknæm í Vesbur-Þýzka- landi: 1 y „öllu er hafnað sem bend- ir til afvopnunar, sameining- ar og sátta, hvaðan sem það kemur. 1 Bonn kemst ekkert annað að en hervæðing, her- væðing og aftur hervæðing“. 2) „Þeim (ráðamönnum í Bonn) væri nær s,kapi að við- urkenna karlinn i tunglinu en fallast á hlutlaust belti í Mið- Evrópu, vegna þess að samn- ingur um slíkt belti myndi vera skref í friðarátt og því ganga í berhögg við öll þeirra hernaðarsjónarmið". 3) ,, Andkommúnisminn er vitfirring okkar tima, sagði Thomas Mann. Og það er rétt. En þó gat Thomas Mann ekki séð fyrir þróun mála næsta áratuginn í Vestur-Þýzka- landi". 4) Þá var eitt ákæruatriðið það að Aust hefði birt í blaði sínu 1. maí í fyrra ummæli ýmissa manna, sem sagt er um í ákæruskjalinu að „enginn geti efazt um stjómmálavið- horf” þeirra. Meðal þessara manna sem glæpsamlegt er talið í Vestur-Þýzkalandi að vitna í var Julius Fucik. tékk- neski rithöfundurinn og þjóð- hetjan sem nazistar myrtu. Ástæða er til að minna á að þessi „þjóðhættulegu“ skrif birtust í blaðinu þegar Franz- Josef Strauss, sá sem gerði aðförina að „Der Spiegel“ og hrökklaðist síðan úr embætti við lítinn orðstír, stjómaði hinum vesturþýzka vígbúnaði. ..Aldrei framar“ Emst Aust er maður um fertugt og hann var því sautj- án ára unglingur þegar Hitler hóf heimsstyrjöldina. Hann er einn þeirra Þjóðverja sem lært hafa lexíu reynslunnar — Sf*l„w<l«W Okl.HtJ/13 te. *■ W.WrkMl < C»m Hexeniagd_ - auf Nonkonformisten Mr ém A aa4 Ot .Ok fMrhfww»»IM wrt <n« Prw* htllca wct MwI.- NtcM m«. »bw Forsxða „Blinkfuer” þar sem sagt er írá málshöfðuninni gegn ritstjóra þess. og þann lærdóm skal hann riú greiða fyrir með fangelsis- vist. 1 einu fyrsta tölublaði „Blinkfuer" sagðist honum svo frá: „Enn heyri ég orðagjálfrið, sem hljómaði í eyrum mér í ,,Starmann-skóla“ í Ahens- burg á árunum 1934—’39: „Höfuðóvinurinn er hinn gyð- inglegi bolsévismi sem ógnar Þýzkalandi og allri menningu vesturlanda". Ég trúði þvf þá og gerðist sjálfboðaliði í fall- hlífasveitunum árið 1941 til þess að verja hinn vestræna heim. En ég komst að því á Krít, við El Alamein og í Rússlandi að það var ekki hinn gyðinglegi bolsévismi sem ógnaði menningu vesturlanda heldur hið fasistíska Þýzka- land Hitlers. Þá sór ég þess eið að ég skyldi aldrei láta það líðast að heilli kynslóð ungra Þjóðverja yrði fómað á altari andkommúnismans eða talin trú um réttmæti þess. að kommúnisminn væri höfuðó- vinurinn. Aldrei framar myndi ég horfa á það aðgerðarlaus að blásið væri að glæðum ó- friðarbáls á þýzkri grund". Við þetta heit sitt hefur hann staðið og hann hefur nú i tíu ár gefið út blað sitt þar sem barizt hefur verið gegn endurhervæðingu Vestur- Þýzkglands, fyrir friði og sáttum milli þjóða. Fyrir það hefur hann nú verið dæmdur. 4>- Eftir birtingu krabbameinsskýrslu í USA Sala vindlinga minnkar, en vindla og neftóbaks eykst Fyrir helgina var birt í Bandaríkjunum skýrsla sú sem ellefu manna stjómskipuð nefnd samdi um niður- stöður sínar eftir margra ára rannsókn á samhengi milli sígarettureykinga og krabbameins í lungum. Birting skýrslunnar hefur þegar haft í för með sér að dregið hefur úr sölu á sígarettum. Birting skýrslunnar staðfesti það sem áður hafði borizt út um innihald hennar, að eng- inn vafi væri á því að sam- hengi værí á milli sígarettu- reykinga og lungnakrabba Vís- indamennirnir ellefu sem I I I t t I k Enn miðar áleiðis að beizlun vetnisorkunnar Rétt eftir áramótin kölluðu sovézkir kjarn- eðlisfræðingar blaðamenn á sinn fund í Moskvu til að skýra þeim frá starfi sínu að beizlun vetnis- orkunnar og mikilsverð- um árangri sem það starf hefði borið á síðasta ári, en engar vísindarannsókn- ir skipta meira máli fyr- ir framtíð mannkyns en þessar. Hópur sovézkra vísinda- manna hefur unnið að þess- um rannsóknum undanfarin ár undir stjóm prófessors Arsimovitsj og var hann einn þeirra sem skýrðu blaða- mönnunum frá þeim árangri sem náðist á nýliðnu ári. í tæki sem nefnist „P.R.5“ hefur tekizt að framleiða „plasma“ með mjög háu hita- stigi (40 milljón gráður) og talsverðum þéttleika (10 miiijarðar ióna í tenings- sentimetra) í einn hundrað- asta úr sekúndu. Þetta var meginatriðið í frásögn vísindamannanna, en hætt er við að það fari fyr- ir ofan garð og neðan hjá flestum. Nokkur skýringar- orð verða því að fylgja með. Það á að vera alkunna að þegar vetnisatóm renna sam- an svo að úr verða helíum- atóm leysist óhemjuorka úr læðingi, því að það er ein- mitt þetta sem geriri við vetnissprengingu. Tekizt hefur að hemja þá orku sem framleiðist þegar atómkjarnar klofna. Hins vegar hefur enn ekki fund- Izt leið til að beizla orkuna sem verður til við samruna og er helzta ástæðan að sú orkuleysing fer aðeins fram við gífurlega hátt hitastig og það er einmitt af þeim sök- um að „venjuleg“ kjama- sprengja er notuð til að koma af stað samrunanum þegar vetnissprengja springur. En þótt erfiðleikarnir séu margir er þetta vandamál vísindamönnum hugstætt, ekki sízt vegna þess að þeg- ar vetnisorkan hefur verið beizluð hefur mannkyninu verið séð fyrir óþrjótandi orkulind. Fyrir rúmum áratug var talið að þess myndi ekki m'jög langt að bíða að vetn- isorkan yrði beizluð, að hægt yrði að koma af stað og halda í skefjum kjamasam- runa engu síður en kjama- klofnun. Þetta reyndi»t þó erfiðara en þá var talið. Að vísu var bægt að refkna ðt með hvaða hætti þetta gæti gerzt, en fraivikvæmdin var erfiðari. Það þurfti að koma þumg. um vetniskjörnum (kjömum deuterium eða tritium)’ á ofsaferð við hundruð milljón gráða fcita og halda varð því hitastigi í nokkrar sekúnd- ur. Þetta er aðeins hægt þeg- ar efnið er í því ástandi sem kallast „plasma", en í það kemst efnið þegar raf- straumi er hleypt í gegnum gas. Það ástand efnisins er mönnum nýtt viðfangsefni og margir erfiðleikar ósigraðir enn, og verður ekki farið nánar út í þá sálma hér. En til þess að samruni eigi sér stað er nauðsynlegt að „plasmað“ hafi vissan þótt- leika. Það er þess vegna sem tilraunir hinna sovézku vís- indamanna eru taldar svo mikilsverðar. Öðrum hefur tekizt að framleiða jafnmik- inn hita i plasmanu, en eng- um jafnmikinn þéttleika þess, þ. e. fjölda vetnisíóna (öðru nafni prótóna, þ.e. vetnis- atóma sem losnað hafa við rafeind sina) í tenings- sentimetra. En þótt mikilsverður árang- ur hafi náðst eru hinir sov- ézku vísindamenn fyrstir til að viðurkenna að enn sé löng leið að markinu. Einn þeirra. prófessor Golovin, sagði að þá fyrst myndi bjarma fyrir öld vetnisorkunnar þegar tekizt hefði að ná a.m.k. 300 milljón hitastigum, íónaþétt- leika sem jafngilti 300 billj- ónum á teningssentimetra og viðhalda þessu ástandi í þrjár sekúndur. ! i stjómuðu rannsókninni hika ekki við að fullyrða að sfgar- ettureykingar séu meginor- sök krabbameins í lungum, sem fer mjög vaxandi og verður æ fleiri mönntim að bana. Ýmis þeirra mörgu efna sem er að finna í tóbakstjör- unni hafa reynzt krabbavald- ar, svo að á því leikur eng- inn vafi, og menn sem anda að sér sígarettureyk fá þau efni niður í lungun. Það er einnig staðfest, sem hafði komið á daginn við aðrar rannsóknir, að því meira sem menn reykja af sígarettum því meiri líkur eru fyrir því að þeir fái krabba í lungun, eink- um ef meira er reykt en sem svarar einum pakka (20 stk.) á dag. Dregur úr sígarettusölu Þegar áður en skýrslan haföi verið birt höfðu hlutabréf í tóbaksfélögum hrapað I veröi í kauphöllum, enda við þvi búizt að hún myndi leiða af sér minnkandi sígarettusölu, en hún er aðalgróðalind félag- anna. Tóbakssalar í Nw York urðu þess varir strax eftir helgina, að birting skýrslunnar sem bandarisk blöð höfðu sagt frá undir stórum fyrirsögnura varð til þess að menn minnkuðu síg- arettukaup sín allverulega, Hins vegar voru þeir vongóðir um að salan myndi aukaot aftur. ^ Það hefur áður komið fyrír að dregið hefur skyndilega úr síg- arettusölu, þegar bitistr hafa verið skýrslur um krabba- hættuna, en salan hefur alltaf færzt aftur f samt horf — og jafnvel aukizt. huggað sig við það að sala vindla, neftóbaks og píputó- baks hefur aukizt að sama skapi ©g sígarettusalan hefur minnkað, og er búizt við því að þetta muni ágerast, enda leiddi rannsóknin í ljós að ekki stafar hætta á krabba- meini í lungum af því tótoaki sem menn reykja ekki ofan f sig. Herferð gegn reykingnm Forsíður bandarísku blaðanna voru um helgina að verulegu leyti helgaðar krabbameins- skýrslunni og hafa fáar vis- indarannsóknir verið taldar jafn athyglisverðar. Blöðin birta einnig forystu- greinar um málið og leggur „New York Times“ þannig til að hafin verði allsherjar her- ferð gegn reykingum unglinga og strangt bann sett við að selja þeim sígarettur. Málshöfðanir? Sjónvarpsfélögin hafa jafn- vel haft við orð, að þau muni setja strangari reglur fyrir birtingu sígarettuauglýsinga, en auðvitað kemur þeim ekki til hugar að banna þær með öllu, enda skipta tekjumar af þeim hundruðum milljóna ár- lega. Fyrir utan þann tekjumissi sem tóbaksfélögin munu verða fyrir vegna minnkandi sölu á sígarettum, eiga þau á hættu málshöfðanir frá fjölda manna sem fengið hafa krabbamein í lungu eða afkomenda beirra. Slík mál hafa fram að bessu aldrei verið tekin til dóms, heldur hefur beim ævinlega lyktað med réttarsætt. Vindlar og neftóbak. Tóbakssalamir geta líka Auglýsingasíminn er 17500 í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.